Má bjóða ykkur á opnun Bolungarvíkurganga - Óshlíðarganga??

Fór til að vera við opnun Bolungarvíkurganganna, eða eins og við köllum þau Óshlíðargönginn. Það var heilmikið um að vera og margt gesta.  Ég bauð Ölmu samstarfskonu minni með mér.

IMG_5181

Við vorum tímanlega í því, en það var strax komin löng biðröð bíla sem ætluðu að fara gegnum gönginn.

IMG_5188

Inn í göngunum voru lúðrasveitarmenn að gera sig klára, þeir ætluðu að spila, og svo voru kórar.

IMG_5190

Fánlaborgir voru beggja vegna gangnaendanna og einni bæði í Hnífsdal og Bolungarvík.

IMG_5195

Öxar við ána og King of the road. 

IMG_5197

Hér er svo borðinn góði og starfsmenn Vegagerðarinnar.

IMG_5200

Þessi litla stúlka átti svo að afhenda samgönguráðherra skærinn.  'Eg tók litinn af því þetta er allt svo gult.

IMG_5207

Hér sést vel bílaröðin fyrir utan, nær næstum alla leið til Bolungarvíkur.

IMG_5210

Sumir gátu ekki stillt sig um að prófa LoL

IMG_5211

Það er svo misjafnt sem við höfum gaman af ekki satt. Tounge

IMG_5219

Já þeir voru hér margir, sem gripu tækifærið til að heiðra okkur með nærveru sinni.

IMG_5220

Já hér vantaði víst engan.  Meira segja voru kallaðir til bæði Guð og Jésú.

IMG_5221

Ég er viss um að Ögmundur er að biðjast fyrir, við þetta vandasama verk.  Guð ekki láta mig klippa af mér fingurna!!!

IMG_5222

Hvernig er það klippir maður ekki örugglega með vinstri hendi?

IMG_5229

Ég hefði nú reyndar verið ánægðari með að fá Goða til að blóta vættum og tröllum, en meirihlutinn er víst á þessari línu.  S'era Agnes gerði þetta reyndar með sóma.  Enda er konan fædd og alinn upp af presti séra Sigurði Kristjánssyni sem hér var sóknarprestur í mörg ár.

IMG_5232

Tveir samgönguráðherrar og einn vegamálastjóri.  Svona er þetta alltaf samaber söguna um ræðarana.  Nei annars ég er að djóka.  Mér fannst það vel til fundið hjá Ögmundi að fá Forvera sinn með sér í þessa opnun, sýnir bara hve kurteis og góður maður Ögmundur er.

IMG_5236

Hann hefði sennilega átt að nota skærin á krullurnar á sínu eigin höfði áður en hann klippti borðan. LoL

En hann var flottur og sú stutta ekki síður.

IMG_5238

Og minn kall mundar skærin  ....... og...

IMG_5240

Klippir á borðan, og Óshlíðar... nei Bolungarvíkurgöngin eru opnuð fyrir umferð.  Loksins.

IMG_5245

Og allir klappa, bæjarstjórinn í Bolungarvík örugglega mest. 

IMG_5253

Nú er ég komin yfir til Hnífsdals, fór aftur Óshlíðina, í síðasta skipti trúlega.  Og nú bíð ég eftir að komast gegnum göngin TIL Bolungarvíkur.

IMG_5257

´Búið að opna göngin og þá er að smella sér í gegn. Ég óska öllum landsmönnum til hamingju með þessi göng, en sérstaklega okkur hér Bolvíkingum, Hnífsdælingum og Ísfirðingum.   Vegamálastjóri sagði í opnunarræðu sinni að þessi göng væru þau fullkomnustu á Íslandi, þar sem allra stuðla hefði verið gætt, enda eru þau bæði falleg og greinilega vandað til verka. 

IMG_5175

Þeir eru afturá móti ekki að aka um Bolungarvíkurgöngin, heldur að fikta í ömmubíl. 

IMG_5177

Tveir fallegir bræður, nýkomnir út baði.

IMG_5179

Við sendum öllum okkar vinum góðar kveðjur. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Óska ykkur öllum til hamingju með ÓS-Bol..göngin...

Megi bara gæfa vera með þeim sem og öllum þeim sem fara um þau..

Þakka fyrir myndirnar og góðar setningar með þeim:)

Halldór Jóhannsson, 25.9.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Kidda

Til hamingju Vestfirðingar með göngin, hlakka til að keyra næst til Bolungarvíkur og sleppa við Óshlíðina. Mér finnst nú fallegra nafn á göngunum Óshlíðargöng frekar en Bolungarvíkurgöng

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 25.9.2010 kl. 20:34

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með göngin þau bæta samgöngur til muna.

Mér fannst nú í góðu veðri ekkert fallegra en að aka til Bolungarvíkur, en hættuleg gat hún verið svo göngin voru lífsnauðsynleg

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2010 kl. 21:31

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég óska ÖLLUM, á svæðinu, innilega til hamingju.  Þetta eru langþráðar samgöngubætur og eflaust eru margir sem hefðu viljað sjá þær koma miklu fyrr................

Jóhann Elíasson, 26.9.2010 kl. 01:09

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Flottar myndir og skemmtilegar eins og alltaf. Til hamingju með göngin.

Haukur Nikulásson, 26.9.2010 kl. 10:05

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með göngin og takk fyrir myndasýningu  Mun svo sannarlega skreppa til Bolungavíkur næst þegar ég verð fyrir vestan

Sigrún Jónsdóttir, 26.9.2010 kl. 10:25

7 identicon

Takk, gaman að fá að vera fluga á vegg. Óska okkur öllum til hamingju með göngin, sérstaklega þeim mest þurfa að nota.

Dísa (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 11:12

8 identicon

Innilega til hamingju. Við fögnum hverri samgöngubót á Íslandi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 16:06

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll, og velkomin hér inn Halldór.  Já þetta er aldeilis samgöngubót hjá okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2010 kl. 09:45

10 Smámynd: Laufey B Waage

Alltaf gaman að sjá myndirnar þínar. Þóttist þekkja baksvipinn á ákveðnum lúðrasveitarstrák.

Laufey B Waage, 28.9.2010 kl. 09:23

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt þessum flotta gaur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022165

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband