Sælla að gefa en þiggja og tilraun með að grilla pizzu.

Ég finn það á eigin skrokki eða sál að sælla er að gefa en þiggja.  Það er svo notalegt þegar fólk kemur og fær grænmeti eða ber og er þakklátt. 

Strákana mína langaði í pizzu í gær, og það voru góð ráð dýr, því ofninn minn er bilaður.  Við ræddum saman og sættumst á að ég byggi til pizzurnar en þeir sæu um að elda þær.  Það átti að prófa að grilla.

IMG_5132

Og það var hafist handa.

IMG_5134

Búin til þessi líka fína pizza með skinku ogpepperoni og önnur með túnfisk.

IMG_5136

Það þurfti svo allskonar tilfæringar til að hún bakaðist jafnt á grillinu.  En það tókst bara ljómandi vel. Svo það er hægt að grilla pizzur. 

Ég er svakalega hrædd um að hann Brandur minn sé dáinn. Hann hefur ekki komið heim núna í tvær vikur. ég hugsa svo mikið til hans, hvar hann geti verið og hvort hann sé dáinn.  Hann var einn af fjölskyldunni.

Brandur og Júlli 007

Ef einhver hefur séð þessa elsku, vil ég endilega fá að vita af því. 

brandur2

Elsku vinurinn ljúfi.

brandurátaki

Músaveiðari góður líka.

Brandurflottur

Ef þú ert á lífi elsku Brandur komdu þá heim sem fyrst. Heart

En eigið góðan dag. 

Ég ætla ekki að ergja mig á því að skrifa um pólitík, hún er orðin svo sóðaleg að manni verður flökurt af óheiðarleikanum, hrokanum og skilningsleysi þeirra sem hafa boðist til að gæta hagsmuna okkar, en gera ekkert annað en að hugsa um sitt eigið rassgat.  Sorglegt en satt.

Smáviðbót, mæli með að þið styðjið þessa konu til stjórnlagaþings.

http://www.facebook.com/?ref=hp#!/group.php?gid=153312264697152

IMG_5133

Eins og sést er kertatíminn kominn í Kúlunni.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vonandi finnst Brandur heill á húfi. Það er slæmt að vita ekki afdrif dýranna sinna.

Grilluð pizza hljómar vel. - Eru þær ekki eldbakaðar líka í borg óttans?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2010 kl. 13:04

2 identicon

Það eru til sérstakir bakkar fyrir Pizzur til að grilla á.Algjör snilld:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er Brandur týndur????  Ég held ég leggist bara í þunglyndi, í guðanna bænum segðu mér ÞEGAR hann skilar sér aftur.....

Jóhann Elíasson, 19.9.2010 kl. 13:57

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi skilar Brandur sér, já það er hægt að grilla meir en maður heldur.

Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2010 kl. 15:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Hrönn grilluð pizza er algjört sælgæti nammi.

Ragna ertu að segja satt? hvar ætli ég fái svoleiðis?

Takk Jóhann minn og þið öll fyrir hluttekninguna.  Ég lofa að láta ykkur vita um leið og ég frétti af honum, eða hann kemur röltandi inn úr dyrunum eins og ekkert sé.

Knús á þig líka Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2010 kl. 15:46

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef heyrt að svona pönnur fáist í Byko...

Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2010 kl. 17:21

7 identicon

Á ekki bágt með að trúa að grilluð pizza sé góð. Vona að fréttist sem fyrst af Brandi, ekkert er verra en að vita ekki

Dísa (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 17:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey Hrönn mín Byko, hér er útibú þaðan, best að fara og spyrja. 

Dísa mín ég vona það, því ég er satt að segja orðin svolítið uppgefin á dauðsföllum í fjölskyldunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2010 kl. 18:05

9 identicon

Farðu bara í Byko og keyptu þér pizzustein, fullkomin snilld, ég elda aldrei pizzu öðruvísi en að grilla hana.

runar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:51

10 Smámynd: Kidda

Vonandi skilar Brandur sér heim sem fyrst, hann hefur örugglega farið í smáútilegu að skoða í hvaða átt mýsnar gera holurnar sínar og hvar þær eru.

Knús í kærleikskúluna (hjarta)

Kidda, 20.9.2010 kl. 09:07

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rúnar, ætla að skoða það og bakkana.  Meðan ofnin er bilaður er ágætt að grilla, vandamálið hefur verið pizzurnar, en nú er fundinn lausn á því takk fyrir mig.

Kidda mín já ég vona það.  Ég er einhvernveginn ekki í rónni fyrr en hann skilar sér heim.

Getur verið að broskallarnir séu á bak við eitthvað skjal hjá þér? það gerst stundum hjá mér og þá get ég ekki sent broskalla fyrr en ég laga það.  knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2010 kl. 11:30

12 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Ég er ein af þeim sem les alltaf bloggið þitt. Því miður erum við ekkert skyldar, búin að ath. Íslendingabók. Enn hvað ég hef fylgst með litlu hvítu kisunni og séð hana vaxa og dafna og Brandi líka. Ég er líka dýravinur og er að vestan, reyndar bara úr Dölunum.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 20.9.2010 kl. 15:18

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir Ingibjörg mín.  vertu velkomin hingað inn.   Takk fyrir að láta vita af þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband