25.7.2010 | 17:08
The birds and the bees og vasps og bara hitt og þetta um lífið í myndum að hætti kúlubúa.
Jamm set inn dagskammtinn af myndum.
Hér er veðrið heil dýrð, það var örugglega yfir 26°hiti í gær og sól, mælir sýndi um fimm leytið 22° í fjarðarbotninum.
Hér eru tvö skemmtiferðaskip núna og allar rútur aka fram hjá kúlunni og stoppa hér svo fólk geti tekið myndir. Það truflar mig ekkert. En það er inn í rúntinum um hið áhugaverða á Ísafirði, og ég tek þátt í því.
Hér eru vinir mínir geitungarnir, einn stakk mig í dag, en það var mér að kenna, ég óð inn í gróðurhúsið vopnuð illgresiseitri, hvað gátu þeir haldið annað en að ég ætlaði að drepa þá greyin. En það var vont. Í gær settist einn aftan á hálsinn á mér og vappaði lengi um háls og axlir, ég reyndi að vera alveg róleg og var ekki með neinar snöggar hreyfingar en hélt samt áfram að vinna við plönturnar. Dálítið óþægileg tilhugsun, en ég er sennilega áhættufíkill. Sennilega þarf ég að loka dyrunum að gróðurhúsinu sem snúa að vinnusvæðinu í ágúst þegar þeir gerast árásargjarnari. En þetta er mjög áhugavert að fylgjast með og flott bygging.
Silver Cross vagninn hennar Möttu minnar, ætlaði að sýna kóngulóarvef sem er þarna í horninu en hann kemur ekki fram á myndum, hér eru vefir út um allt og stórar kóngulær.
Þessi elska flaug ofan í tjörnina, ég reyndi að bjarga honum en hann bara dó. 'Eg get svarið það ég bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni eftir marga tíma og þær hjarna við, en þessi dó a nokkrum mínútum, sennilega ofkólnun. Kettlingurinn náði einum um daginn sem ég var að reyna að hjálpa út, en ég náði bróður hans í morgun og kom heilum og höldnum út í frelsið, svona er lífið. Veit ekki hvaða tegund þetta er mér finnst fuglalíf vera farið að aukast mikið hér með hækkandi hitastigi.
Ekki hefur komið dropi úr lofti núna í fleiri vikur, og á morgun er ég búin að panta slökkviliðið til að vökva beðin í miðbænum. Því allt er að skrælna.
Þetta risaskip var hér í gær.
Þetta er hér svo ennþá síðan í morgun.
Og líka þetta.
Upplagt að grilla í góða veðrinu.
Nykurrósirnar njóta sín vel og líka fiskarnir.
Sumir fljúga svo um loftin blá. Þetta er flugfélag Fljótavíkur.
Hér eru þrjú mismunandi farartæki.
Og þessi bangsi og töffari leit við og ég fékk mörg knús. Takk fyrir knúsin Dísa mín.
Og þar sem ég var að róta í beðunum mínum í dag, brá mér heldur betur að finna þetta.. Hún lá á hvolfi og ég hélt fyrst að það væri steinn. En Guð minn góður dauðagríma sonar míns er þetta og ekkert annað. Elsku karlinn minn það sem þér hefur dottið í hug að gera. Sem betur fer tók ég þessu bara vel, ætla að geyma hana á góðum stað. En þetta er ekki það þægilegasta sem maður finnur miðað við allt, get ég sagt ykkur. Ég held að hann sé að reyna mig, hve langt ég sé komin á þroskabrautinni. Júlli minn ég elska þig.
En nú ætla ég að fara að spjalla við minn elskulega eiginmann, þeir Úlfur fóru út að róa og eru komnir heim aftur og veðrið er yndislegt til að sitja úti og njóta með rauðvínsglasi. Ykkur sendi ég öllum knús og kærleika.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2024050
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri óskandi að sem flestir uppgötvuðu hverslags paradís Ísafjörður er. Það er sko krókins virði að koma þangað og hreinlega eyða sumrinu þar. Það var stoltur maður, sem ók þaðan í síðustu viku og ekki var það sem verst að kíkja í kúluna til Ella og Íu. Reyndar þykir mér orðiðjafn vænt um Sigló, enda haf hér orðið mikil stakkaskipti frá því að ég flutti hingað fyrir þrem árum. Þessir tveir bæir eru þeir fegurstu á Íslandi í fyllsta hlutleysi sagt.
Takk fyrir kaffið og spjallið Ásthildur mín og vonani verður ekki jafn langt í næsta bolla og áður.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2010 kl. 18:58
Alveg rétt, þessi bústaður er frábær hönnun. Mér þykir nóg um mengunina frá Funa núna
Dísa (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 23:37
Jamm Dísa mín, ég er mikið að spökulera í að senda umhverfisráðherra myndirnar af afmynduðum fíflum og fara fram á jarðvegssýnum af svæðinu með tilliti til þungmálma. Þannig er það bara.
Jón Steinar minn í mínum huga hafa Ísafjörður og Siglufjörður ásamt Hafnarfirði verið systurbæir og ef við hefðum svona vinabæjarpólitík eins og verið hefur á Norðurlöndum, þá ættu þessir þrír bæir að vera vinabæir. Þeir hafa sama aðlögunarmátt, með sinn einstaka miðbæ og sögu og það þarf ekki mikið til að upplifa sögu Íslanda í þessum þremur bæjum. Þannig er það bara. Hvað varðar kaffisopa og slíkt, vona ég að þú komir sem fyrst aftur hingað og við getum átt notalega stund hér og rætt okkar heimsmál eins og við gerum best.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2010 kl. 23:44
Takk fyrir spjallið og knúsin, vinkona og takk fyrir kaffið, Elli :))
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 23:56
Eins gott að taka því fram að Elli gaf þér kaffið minn kæri
Mikið var gaman að fá þig inn fyrir dyrnar skrattakollur og stóri banginn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2010 kl. 00:29
Innlitskvitt. En þó verð ég að tjá mig aðeins með að það eru ekki allir svo hugaðir að geta umgengist geitungabú á þann hátt sem mér sýnist þú gera og færð mörg prik fyrir það
Anna, 26.7.2010 kl. 05:55
Takk Anna mín, ég vona að þetta sé gagnkvæmt hjá þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2010 kl. 11:13
Ekki færi ég inn í gróðurhúsið hjá þér þar sem geitungarnir eru, ekki einu sinni þó svo að fallegasta planta í heimi væri þar í fullum blóma
nema þá kannski í sóttvarnarbúning 
Vestfirðirnir eru og munu alltaf verða minn uppáhaldsstaður. Verst hvað það er langt síðan ég hef komist í ferðalag þangað.
Knús í fallegu vestfirsku kúluna
Kidda, 26.7.2010 kl. 12:08
Takk Kidda mín. Jamm þeir eru dálítið vígalegir blessaðir og mér skilst að þeir verði meira pirraðir eftir því sem líður á. En við sjáum til. Ef til vill þarf ég að fá mér svona sóttvarnarbúning
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2010 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.