Nokkur afmæli.

Það hafa verið nokkur afmæli í fjölskyldunni sem ég hef ekki minnst á.

En þann 12 maí varð Aron Máni 7 ára, þetta kríli, sem kallaði mig ömmu frá fyrsta klukkutíma sem hann kom til mín.  Hann er svo ljúfur og yndæll þessi strákur, hann dvelur nú í Noregi ásamt fjölskyldunni.

IMG_1072

Í sumarbústað með fjölskyldunni og Ariel, þetta er sko ekki Snúður, með frænda sínum Óðni Frey.

3. júní varð svo sonur minn Skafti 36 ára, örverpið hennar mamadí. 

slides_0248

Varð mér reyndar til skammar því í öllu amstrinu ruglaði ég afmælisdeginum hans saman við afmælisdag sonar hans, en hér er hann sem sagt, mömmusnúður sá yngsti.

IMG_6563

Sigurjón Dagur fæddist 16 júní.  Pabbi hans var svo glaður þegar hann sagði mér frá sambandi sínu við Siggu barnsmóður sína og síðan að þau ættu von á barni.  Stoltasti maður Íslands þann tíma.  Hér er stubburinn í fjöruferð með pabba sínum.

Fjölskyldan 001

Isobel Díaz er samkvæmt skilgreiningu ættarinnar dóttir mín, því hún er mamma Alejöndru og ég amman, svo þannig er það bara.  En hún á afmæli 17 júní, og við kynntumst í El Salvador þegar dóttir hennar og sonur Ella... og svolítið mín giftu sig, sem var upphafið að öllu því sem hér er á undan.

IMG_0763

Flottasti maður heimsins og besti afinn fæddist svo þann 18. júní. 

IMG_9410

Frumburðurinn minn fæddist svo 24 júní, það var um það leyti sem menn voru að rölta um á tunglinu. Hann var ekkert að flýta sér í heimin, ég gekk með hann um tvær vikur framyfir, enda hefur hann alltaf verið rólegur í tíðinni og yfirvegaður. 

IMG_0781

3. júlí varð svo þessi frábæri drengur átta ára.  Hann er algjör töffari eins og pabbi hans.  Og öll eru þau í Noregi, vonandi kemst eitthvert jafnvægi á í þjóðmálum svo þau geti komið heim aftur. 

IMG_0005

Í dag hefði svo sonur minn Júlíus orðið 41 árs.  Í fyrra þegar hann varð fertugur, var ég því miður ekki heima, en ég vissi að hann var á kafi í að gera sín listaverk og hafði ekkert alvöru athvarf.  Svo ég ákvað að gefa honum orkuvél, eða ljósavél sem kölluð er.  Ég afhenti honum hana áður en ég fór erlendis, og gleðin sem skein úr andliti hans sagði mér að dýrmætari gjöf hefði ég ekki getað fært honum.  Hann var nefnilega í kappi við tímann að gera sem mest af sínum fallegu listaverkum, og hann vissi að tíminn var naumur.

IMG_0457

Hann kenndi okkur öllum svo margt, sem við förum ennþá eftir.  Jafnvel mömmu sinni gat hann kennt alveg heilmikið.

IMG_3252

Og alltaf er ég að finna fleiri og fleiri listaverk eftir hann.  Sem ég auðvitað safna saman og held saman.

IMG_5089

Þessi steinbítur er einn af hans flottustu.  Vil fá að kaupa hann af þeim sem á hann í dag og setja á leiðið hans.

IMG_6913

Alltaf var hann besti vinur barnanna.  Hanna Sól að nudda bakið.

Júlli og Hanna Sól

Sjáið bara blíðuna í andliti hans við litlu frænku sína Hönnu Sól.

IMG_8005

Í Fljótavík stað sem hann elskaði og fór alltaf með okkur, nema síðasta árið.  Því miður þá komst hann ekki, því hann var of upptekin af að búa til fiska og selja túristum.

IMG_3244

Túristarnir koma, en Júlli minn er ekki þar.  Oft fæ ég tár í augun og sorg fyrir brjóstið þegar ég sé fólkið rölta um Silfurtorgið og staðurinn hans er auður.

IMG_3246

En þessar tvær myndir tengjast honum líka, bæði skemmtiferðaskipinn og Vædderen því Júlli minn var danskur í föðurættina sína.

IMG_9554

Hann var alltaf góður pabbi og sinnti drengjunum sínum vel, eins og öðrum börnum á heimilinu.

IMG_9168

Að setja upp sýningu í fiskabúrinu í Neðsta.

IMG_4288

En nú er ég alveg búin á því.  Elsku ástin mín, þennan dag fyrir 41 ári fæddi ég þig inn í þennan heim.  Og það sem þú skilur eftir þig er svo fallegt bæði minningar tveir yndislegir synir og listaverk sem munu lifa, svo og við öll fjölskyldan, vinirnir og kunningjarnir sem öll elskuðum þig og nutum kærleiks þíns og óeigingirni.

Júlli dýravinur

Barnið mitt sem alltaf hlúðir að öllu og öllum, ollir mér bæði æðstu sælu og dýpstu örvæntingu.

IMG_3253

Krabbastrákur, enda var krabbinn þér alltaf nærri, bæði sem list og ekki síður krabbaferðir með sonunum þínum.

Tmp00001

Besti vinur afa þíns varstu alltaf.

En ég vil óska ykkur öllum til hamingju með afmælin.  Og nú er ég eiginlega farin að hágráta.  Hversu erfitt getur verið að kveðja, og af hverju erum við svona sjálfselsk að vilja hafa ástvinina innan seilingar?  Við ættum að vita að þeir eru bara farnir aðeins lengra en við, og við munum hitta þá handan við hornið.  Þar sem tími og rúm er ekki til, ekkert hatur eða öfund, enginn græðgi.  Bara kærleikurinn tær og ómengaður. Við verðum að muna að gleðjast með þeim sem hafa komist þangað og vitum að við komum á eftir, því dauðinn er ekki endalok heldur nýtt upphaf.  Heart

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með öll afmælisbörnin elsku Íja mín, bæði hér og þar. Það er mannlegt að sakna. Knús 

Dísa (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fallegar myndir og falleg afmælisbörn.  Til hamingju með allann skarann

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2010 kl. 00:03

3 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 07:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar

Æ já ég veit Dísa mín.  Ég veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2010 kl. 07:40

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með allt fólkið þitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2010 kl. 11:03

6 Smámynd: Kidda

Til hamingju með allt þitt fólk bæði sem er hérna og annarsstaðar

Knús til þín mín kæra í kærleikskúluna

Kidda, 9.7.2010 kl. 11:35

7 identicon

Ég fór líka að hágráta að lesa þessa færslu. Til hamingju með allar frænkur mínar og frændur:) Ég sakna Júlla.  Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til hans.

Sunneva (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 12:40

8 identicon

Hugur minn er hjá þér þótt við þekkjumst ekkert. Ég les alltaf bloggið þitt. Knús í kúluna til þín og alls þíns fólks.

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 18:06

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hamingjuóskir með allan þennan fallega hóp sem þú átt og samúðarkveðjur vegna hans sem er ekki lengur hjá þér. Þú skrifar svo æðrulaust og fallega um hann að það snertir mann virkilega. Vildi að ég gæti sent þér birtu og yl kæra bloggvinkona

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.7.2010 kl. 16:00

10 identicon

Hvernig stendur á að börnin manns eldast svona hratt? Miklu eldri en foreldrarnir.

Dísa (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 18:30

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2010 kl. 21:44

12 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með allt þitt afmælisfólk elsku Íja mín.

Það er gott að eiga afmæli á þessum tíma.

Njóttu ísfirska sumarsins mín kæra.

Laufey B Waage, 11.7.2010 kl. 10:20

13 identicon

Til hamingju með öll afmælisbörnin þín.Sorgin yfir dauða barnsins síns er svo mikil og fer ekki, bara breytist.Við lærum að lifa einn dag í senn með söknuðinum og sorginni.Sumir dagar eru góðir aðrir bærilegir og svo þessir sem rífa og slíta í hjartað.Gangi þér vel kæra Ásthildur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 16:06

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2010 kl. 12:15

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar.  Ég hef lítið verið inn á vefnum undanfarið, það er vegna þess að ég er rosalega upptekin, en í lagi andlega og full af orku, en stundum alveg rosalega þreytt.  En ég poppa inn og les allt það fallega sem þið segið, þúsund þakkir fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2024039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband