Hvert var hótelið að fara?

Já kom mér á óvart að hótelið hafi verið kyrrsett.  Ég held reyndar að fyrr frysi í Helvíti áður en ég hefði efni á að bóka mig þar og fá mér herbergi.  En auðvitað er þetta hótel fyrir auðkýfinga íslenska og erlenda.  En að það myndi fara eitthvert í burtu hefði ég aldrei trúað, það er byggingin sjálf. 

En auðvitað er svo margt sem við sveitamennirnir ekki skiljum, og að það þurfi að kyrrsetja byggingar getur svo sem alveg verið, ef þau eru tildæmis dulbúið sem  hús en er í raun og veru Boengþota eða geimstöð, hvað veit ég. Sama gæti verið um fleiri byggingar, eigum við tildæmis von á að það þurfi lögregluvernd og kyrrsetningu Hallgrímskirkju? Því hver segir að einhver auðmaður geti ekki látið sér detta í hug að kaupa hana, og er ekki allt til sölu hér á landi? Vatnið, orkuveiturnar, fiskimiðin og víðernin, allt fyrir réttu upphæðina hjá þessari velferðarstjórn.

Lýsi ánægju minni yfir mótmælum við Seðlabankann og vona að fólk fari nú að koma sér út og mótmæla í meira mæli.  Við eigum ekki að vera hrædd við neitt, sérstaklega ekki að fá yfir okkur stjórn sem við erum hrædd við.  Þessi sem nú ríkir er sú alversta og erfitt að treysta á nokkuð sem hún segir eða gerir.  Við verðum bara að standa saman og tryggja að hér komist á utanþingsstjórn fólks sem við treystum, við getum meirað að segja krafist þess að fá sjálf að velja kandidatana, ef við bara höldum saman og stöndum saman.

Ég er komin á það stig að ég er farin að hugsa um hvaða dagur það verður sem ég fer út heimanað frá mér með einhver búsáhöld og fer í göngu um bæinn minn og slæ með sleif í pott eða pönnu.

 

Ég er búin að fá nóg af þessari fjandans ríkisstjórn, og ég er búin að fá nóg af þessum fjandans fjórflokki, og nú er bara spursmál hvenær er rétti tíminn til að fá sér göngutúr um bæinn með pott og sleif og sjá svart á hvítu hvort einhverjir vilja koma með.  Við getum ekki lengur bara vonað að fólk mæti á Austurvöll í Reykjavík.  Við sem búum úti á landi þurfum líka að láta í okkur heyra.  Við höfum jú lifað í þessari kreppu í yfir 20 ár, og látið allt yfir okkur ganga, meira að segja blaðrið í fyrrverandi ráðherrum og alþingismönnum, hneigt okkur og beygt fyrir þeim, nú er komið nóg.  Við verðum að koma fram og segja; við viljum vera frjáls þjóð í frjálsu landi.  Við viljum ekki tilheyra flokkum eða pólitík.  Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um börnin okkar og það sem að okkur heyrir til.  Hingað og ekki lengra. c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


mbl.is Fasteignin 101 Hótel kyrrsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sé að við höfum hugsað eins :)

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gott að þeyr gátu stoppað Hótelið áður en það fór úr landi, annars smmála þér kveðja.

Bláskár.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.7.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef það hefði sloppið úr landi, hefðu orðið endalaus leiðindi, framsalskröfur og þessháttar. Hótelið hefði svo neitað að snúa heim nema njóta friðhelgi a la Sigurður Einarsson.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2010 kl. 17:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sem sagt endalaus vandræði ef hótelið hefði sloppið úr landi.  Hugsa að þar hafi Jón Ásgeir og frú jafnvel verið innanborðs og ef það hefði sloppið burt hefði það auðvitað farið til USU og við hefðum ekki geta fengið það framselt.  Erum ekki með samning sko!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2010 kl. 18:22

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert æði

Jónína Dúadóttir, 6.7.2010 kl. 15:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dúa mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2010 kl. 15:34

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gaman a[ heyra i ther.

Er tilb'uin 'i m'otmaela gongu um leid og tu leggur upp !

 Enga flokka= enga politik= bara f'olk med viti !

kv.

sunna2

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.7.2010 kl. 17:01

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, ég skal láta vita þegar ég legg upp með þetta.   Ég vil líka velja lit til að bera, sem við getum öll sett á okkur sem viljum breytingar í samfélaginu okkar.  Takk fyrir innlitið Erla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022114

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband