Má ég bjóða ykkur á tónleika?

Ég ætla að bjóða ykkur á tónleika í kvöld.  En fyrst ætla ég að segja að ég horfði á kastljósið þar sem Brynja nokkur átti viðtöl við forstjóra Magma og svo Ögmund Jónasson.  Og ég verð að segja að ég var kjaftstopp.  Forstjórinn erlendi fékk að tala eins og hann vildi frá sínu brjósti, en öðru máli gegndi um Ögmund, hann þurfti að gera grein fyrir öllu sem hann var að segja.  Ég er ekki bara kjaftstopp heldur helvíti reið yfir þessu.  Fjandans útlendingagæla og sleikja sem þarna kom í ljós.  Pésinn fékk að fabúlera um hve hann væri góður og hvað hann ætlaði sér að gera góða hluti til bjargar íslandi og okkur öllum, en Ögmunur var spurður í þaula.

Sjónvarp allra landamanna HA!!! er það!!! ónei, sleikjusjónvarp fyrir jámenn og klappstýrur, það er það sem þið eruð og ekkert annað. Ömurleg að mínu mati allavega.  Thank you very much for this programm.  Sleikjur eiga ekki upp á mitt pallborð, en ég er náttúrulega bara kerling út í bæ.  En meira að segja kerlingar út í bæ geta lagt sitt af mörkum, ef þær verða nógu reiðar.  Verði ykkur að góðu ef þetta er það sem koma skal.  Vonandi fær maður að eiga val um það einhverntíman að þurfa ekki að hafa ríkisstjónvarp eða ekkert sjónvarp.  Það er nánast glæpur að þurfa að borga ykkur pening fyrir að láta heilaþvo okkur og sæta því að þið miskunnarlaust gerið stykkin ykkar í bólið okkar sem ekki erum með leppa fyrir augum og eyrum, en viljum sannleikan og heiðarleikan beint í æð.

 

Sorry varð bara svo reið yfir þessu kastljósi og öllu þessu fjandans falsi og lygum sem bornar eru á borð fyrir okkur allstaðar af fólki sem stjórnar því sem sagt er og gert, í formi "frétta" og þagað um það sem kemur ykkar skoðanabræðrum illa og allir spila með.

En ég lofaði að bjóða ykkur á tónleika.  Þetta eru tónleikar númer þrjú í Tónlistaskóla Ísafjarðar, í vor, börnin okkar, þessi sem eru hrein og tær og hafa ekki spillingu og lygi á bakinu.  Hrein og tær gleði yfir því sem þau eru að gera, skila sínu vel og það sést í hverju andliti gleðin og hreyknin yfir vel heppnuðu atriði, hvert eitt þeirra stóð sig rosalega vel, og allir höguðu sér með sóma.  Eitthvað annað en sirkusinn við Austurvöll. 

Versgú!!!

IMG_2127

Þau voru ekki öll há í loftinu blessuð börnin sem porformeruðu fyrir okkur í dag.

IMG_2128

Hér er beðið eftir að fólk komi sér fyrir í salnum, og tíminn komi til að spila lagið sitt.

IMG_2129

Sjáiði einlægnina og gleðina.  Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir J.S. Bastien: dans. Þið heyrið ekki spilið, en helmingurinn af gleðinni er gleðin sem þau sýna ykkur.

IMG_2130

Lilja Ósk Ragnarsdóttir.  T. Arbeau: Bjöllur og trommur.

IMG_2131

Júlíana Lind Jóhannsdóttir.  Neuvonen/Múkkulainen.  Froskurinn, Uglan, músin og fiðrildið.

IMG_2132

Eva Marín Jónsdóttir. Neuvonen/Múkkulainen; Gylti refurinn.

IMG_2133

Rakel María Björnsdóttir.  Ísraelskt þjóðlag.  Artza Alina.

IMG_2134

Sigríður Erla Magnúsdóttir.  J.S. Bastien. Dans.

IMG_2135

Snjólaug Ásta Björnsdóttir.  J.S. Bastien:  Galdranornirnar.

IMG_2136

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir. J. Thompson:  Spiladósin.

IMG_2137

Kjartan Óli Kristinsson.  Tom Hapke: Sóló2 - Pop Rock.

IMG_2138

Baldur Björnsson.  Balli mag mix: Osama punk, ég held að hann hafi samið þetta sjálfur.

IMG_2139

Jón Hjörtur Jóhannesson.  Weiss og fl.  Can´t Help Falling in Love.

IMG_2140

Arndís Þórðardóttir.  Gísli Helgason; Kvöldsigling.

IMG_2141

Albert Jónsson.  Elton Johhn; Cant You Feel the Love Tonight.

IMG_2142

Tekla Þorláksdóttir.  Þjóðlag: Ooga Booga Boogie.

IMG_2143

Doróthea Magnúsdóttir.  J.S. Bach; Menúett í g-moll.

IMG_2144

Sumir voru svo sem ekkert að fylgjast mjög náið með, en voru samt stilltir og góðir að dunda sér við ýmislegt.

IMG_2145

Aðalbjörn Jóhannsson.  M. Eckstein: Draugarnir.

IMG_2146

Sigríður Salvarsdóttir.  J.S. Bach: Menúettt í G-dúr.

IMG_2147

Þórður Alexander Úlfur Júlíus Thomassen Kristján eins og hann kallar sig, töffari. CCR: Down on the Corner.

IMG_2148

Stolt sinnar ömmu auðvitað.

IMG_2149

Og kennarinn hans Önundur, sem hefur eitthvað heilmikið með Fjallabræður að gera skal ég segja ykkur og stúdíó í gömlum lýsistank.  Kjuðana fékk hann af Dikta, áritaða af rtommaranum og fleiri. Hann passar þá eins og gull.

IMG_2150

Hermann Freyr Guðmundsson.  Santana: Black Magic Woman.

IMG_2151

Anton Sigurður Halldórsson.  Bellman: Träd Fram Du nattens Gud.

IMG_2152

Lára Margrét Gísladóttir.  Jón Múli Árnason: Ágústkvöld.

IMG_2153

Fjóla Aðalsteinsdóttir.  W.Gillock: Fiesta.

IMG_2154

María Birna Veigarsdóttir Olsen. D. Kabalevsky: Hægur vals.

IMG_2155

Regína Siv Rúnarsdóttir.  L.V. Beethoven: Geirþrúðarvalsinn.

IMG_2156

Hálfdán Jónsson.  F. Carulli: Cals op. 121 nr 1.

IMG_2157

Snorri Sigbjörn Jónsson.  Visée/Calderrábano: Menuett/sónata.

IMG_2159

Davíð Sighvatson.  Elton John: Goodbye Yellow Brick Road.

IMG_2160

Og komið að lokum.  Skólinn þakkar nemendum fyrir frábæra frammistöðu.  Við vonum að þið hafið notið tónleikanna.  Þó hljóminn vanti, þá er hægt að lesa svo margt út úr börnunum.  Gleði og ábyrgð.  Eitthvað sem vantar svo mikið í samfélagið í dag.  Við þurfum stundum að taka okkur börnin til fyrirmyndar.  Bæði hvað varðar sakleysi, ábyrgð og ánægju.  Þess vegna þykir mér vænt um að hafa boðið ykkur á þessa frábæru tónleika.  Þetta er líka grunnur að því sem Ísafjörður er í dag. Tónlistarskóli Ísafjarðar og einnig þó hann sé ekki hér Listaskóli Rögnvaldar. 

Ef þið takið eftir lagavalinu, þá sjáið þið að það er breytt og komið víða við.  Það skiptir líka máli.  Og þökk sé skólastjóranum Sigríði H. Ragnar.  Sem hefur leitt skólann frá því að faðir hennar og móðir féllu frá.  'Eg man þá tíð þegar Ragnar H. var skólastjóri.  Hann var strangur og hann hefði aldrei sætt sig við það lagaval sem við sjáum hér, enda af gamla skólanum.  En tíminn stendur ekki í stað. Og Sigríður hefur fylgst með tímanum og í dag er skólinn skóli dagsins í dag.  Hann er fyrir nemendurna og þeirra áhugasvið. 

Ég segi bara hjartans þökk fyrir mig.  Og vona að þið hafið líka notið tónleikanna.  Því þeir voru svo sannarlega frábærir. 

P.S. og Sigríður mín, þú mátt taka allar myndirnar og setja þær inn hjá þér. Heart Mín er ánægjan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að sýna okkur tónleikana. Það vantar að vísu mikið þegar hljóðið vantar, en gaman að sjá hvað þau eru einbeitt og örugg. .

Sammála þér með kanadiska gaurinn, hann óð úr einu í annað og talaði um hvað þeir væru góðir og ætluðu að bjarga okkur, enginn gróði fyrir þá, við erum bara vanþakklát. HA HA HA:((

Dísa (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 07:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín ég veit að það vantar mikið þegar hljóðið vantar.  En mér finnst einhvernveginn eins og börnin hafi gleymst í öllum þessum ömurlegheitum.  Og hvað þau eru að gera.  Þau eru framtíðin og sem betur fer er fólk sem er að hlú að þeim og kenna þeim það sem þau þurfa að læra upp á framtíðina, og ekkert er betra til þess en að leiða þau inn í heim listar og íþrótta. 

Ég er ennþá öskurreið út af þessu kastljósi.  Hvernig dettur sjónvarpi allra landsmanna að matreiða þessa hörmung ofan í okkur.  Og er þetta það sem koma skall, þegar útlendingarnir taka hverja okkar orkulind og auðævi fyrir smánarpening, og hvað verður um okkur þá. 

Nei við verðum að koma þessum spilltu hálfvitum frá sem hugsa ekki fram yfir næsta dag.  Og eru örugglega með mútufé í vösum fyrir að selja okkar þjóðarauð uns við stöndum eftir berstrípuð.  Þá mun ekki einu sinni ESB hafa áhuga á okkur, því  þetta er einmitt það sem þeir sækjast eftir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022162

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband