Farið vítt og breytt um svið tilfinninganna.

Ég hef svona verið að hugsa um allar fréttirnar undanfarið um fangelsismál.  Það er auðvitað gott og blessað að fjölmiðlar hafa fengið áhuga á hvernig þar er umhorfs, og getur ekkert annað en bætt aðbúnað og verið aðhald.  Það sem ég er að hugsa um er þessi ein og hálf milljón sem var gefinn, til að setja upp leiktæki á útiverusvæði Litla Hrauns og hvað það nú heitir Bitru.

Margrét Frímanns sagði að þetta myndi duga til að setja upp leiktæki á þessum tveimur stöðum.  Og ég hugsaði hvað með alla hina?  Kópvoginn , Hverfissteininn og Akureyri, er þetta ekki mismunun?

En það er fleira sem kemur til.  Ein og hálf milljón dugar ekki langt skal ég segja ykkur, ætli einn klifurkastali fari ekki hátt í milljónina.  Rólur og annað væri ef til vill ódýrara, en samt sem áður, þá er eftir að setja þetta upp, og samkvæmt stöðlum þurfa að vera plashellur kring um leiktækin eða annað sambærilegt. 

Svo er hitt, af því að ég þekki dálítið til.  Ég hef nefnilega oft farið með lítinn stubb í heimsókn, og það sísta sem hann myndi vilja væri að fara með fangaverði, út í garð að leika, þegar hann er að hitta pabba eða mömmu smátíma.  Fyrir utan að fangelsisgarður er einangraður og barn yrði einmana þar þó þar væru nokkur leiktæki.  

Ég vil gefa Margréti frænku minni ráð; það er miklu ódýrara og örugglega vinsælla meðal barnanna að fá inn í heimsóknarherbergin eitthvað dót til að dunda sér við, púsluspil, bækur, litabækur, bíla og dúkkur.  Þannig að barnið gæti dundað sér við hliðina á pabba og mömmu. Ég held líka að heimsóknartímar séu takmarkaðir vegna plássleysis.  Ég hef verið í heimsóknum á Litla Hrauni, Hverfissteininum en oftast í Kópavoginum.  Ég er viss um að þessir peningar myndu nýtast betur svoleiðis en að vera með rólu og sandkassa einhversstaðar út í fangelsisgarðinum.  Þá væri líka hægt að miða við fjölbreyttari aldur barnanna. 

===000===

16.5. 02.

Bæti hér við að ég hitti Margréti Frímanns í morgun, hún sagði mér að hún hefði fyrir löngu komið með leikföng í móttökuherbergin, púsl, bækur og litabækur.  Ég var virkilega glöð að heyra það.  Hún sagði mér að þarna væri um að ræða aðeins eldri börn, sem þyrftu aðeins að lofta sig.  Ég skil það vel eftir útskýringar hennar.

Ég er raunar á því að það besta sem hefur hent fangelsin hér sé einmitt hún.  Því hún hefur lagað margt, og á eftir að gera meira.  Ég hef fulla trú á henni, vil að það komi fram hér.

 

En að allt öðru. 

Pabbi minn hefur verið lasinn og er farið að förlast þessari elsku.  Allt hefur sinn tíma víst, en það er samt erfitt fyrir börnin og barnabörnin, þessi bið og ótti um skilaboð sem maður vill ekki fá.

 

Kveðjustund.

   Það gerðist eitthvað inn í mér, þegar ég horfði á pabba minn og systur hans, einn morgunin þegar við sátum yfir honum.  Hann lá og svaf, hún hallaði sér yfir hann og lagði kinn við kinn.  Svipur hennar var meitlaður af sorg, en samt ákveðin.  Hún hafði komið til að kveðja bróður sinn, vissi að hún myndi ekki sjá hann aftur í þessu lífi. og nú var tíminn komin til að hverfa aftur heim. 

Hann níutíu og tveggja hún níutíu ára.  Þau höfðu alist upp við harðar aðstæður norður í Fljótavík og Aðalvík.  Þau höfðu verið 14 systkinin, 12 sem komust upp, tvíburar andvana fædd. 

Þetta rann allt í gegnum huga minn þegar ég sá ástúðina og kærleikan milli þessara tveggja, þau voru alltaf bestu vinir, og reyndar voru þau öll alltaf góðir vinir, svo fóru þau eitt af öðru.  Einn drukknaði ungur að árum, annar dó áður en hann náði sextugu.  Þessi tvö hafa svo kvatt systkinin eitt af öðru og síðast systur sína sem bjó erlendis.  Aska hennar verður þó flutt hingað vestur til jarðsetningar.  Systirin lagði það á sig að koma vestur til að kveðja bróður sinn. 

Þau voru öll stórbrotin þessi börn, enda áttu þau kyn til þess.  Höfðingjar og meira konungleg en fátæk barnafjölskylda norður á hjara veraldar.

 

En þau áttu hjarta úr gulli, og stolt sem náði yfir allt.  Ég er hreykin af að tilheyra þessari fjölskyldu.  Og nú þegar skiljast leiðir þá er erfitt að hafa hugan einhversstaðar annarstaðar. 

Og sorgin fyllir hvern krók og kima.  Samt sem áður veit ég að þetta getur bara hert mig og hjálpað mér að takast á við það sem ég stend fyrir í framtíðinni.  Eftir því sem áföllinn verða erfiðari, því minna verður hvert og eitt þeirra til að takast á við.

 

Systkinin.

 

  

Ein mynd í  hugann meitluð inn,

  

mæt systkin gömul kinn við kinn.

  

Þá fegurð mun ég friða og geyma,

  

fast í huga og aldrei gleyma.

  

Þó finnist sorgin  fara að buga,

  

fellur mynd ei mér út huga.

  

Svo kvöddust þau í hinsta sinn.

  

Sátu þarna kinn við kinn.

  

Sorgin sterk, það sást svo vel,

  

systkin krútleg, að ég tel.

  

Hann á leið um ókunn lönd.

  

langan veg um lífsins strönd.

  

Þó ljúki hér er leiðin sú,

  

liggur öllum, mín er trú,

  

að vættir  góðir vaki þar.

  

og verndi okkur allstaðar.

(Lagafært. 16.5.2010.) 

 

 

 

 

IMG_0049

Hér eru þessar elskur í níutíu ára afmæli pabba.  Þau eru svo flott.

IMG_2094

Júdith mín með Sigurjóni Degi.

IMG_2052

Fjörðurinn minn fallegi.

IMG_2057

Á góðum degi.

IMG_2058

Kubbinn með hvíta slæðu.

IMG_2068

Svona þurrka hunangsflugurnar vængina þegar þeim hefur verið bjargað upp úr tjörninni.  Svo gera þær allskonar fótaæfingar.

IMG_2070

En nú eru þær horfnar ofan í búin sín til að unga út heilli þjóð af þernum og þjónum og hermönnum.

IMG_2071

Eftir daginn í gær og dag hefur grænkað heilmikið, þó það sjáist ekki á þessari mynd enda er hún tekinn fyrir þremur dögum.

IMG_2075

Þessi Mandarínurós er með fimm svona stóra knúppa. 

IMG_2078

Gullsóparnir skarta sínu fegursta.

IMG_2079

Rauðir og gulir og allavega.

IMG_2080

Animónur og prímúlur brosa utan dyra.

IMG_2081

Hepatícan mín, held að hún heiti skógarblámi.

IMG_2082

Hún er líka til fyllt.

IMG_2084

Þetta er keisarinn af Ösp, blómstrandi og fagur.

IMG_2087

Ekkert smáflottur.

IMG_2056

Og þessa litlu skottu missi ég bráðum til Noregs.  Það er von að maður sé svekktur út í ríkisstjórn, útrásarvíkinga og aðra fjárglæframenn.

 IMG_2091

Gamla brýnið að vökva blómin, það þarf að hlú að öllu, svo það dafni.

IMG_2095

Afi og Sigurjón Dagur nýbúnir að lesa um Elsu Maríu og litlu pabbana.

IMG_2096

Svo kom þessi yndislegi maður og góður vinur í heimsókn.

 

Nokkrar myndir frá Vín.

0284_08660

Bára mín í hlaupakeppni.

P4301007

Er hún ekki orðin stór, litla Ásthildur við Dóná.

P4301110

Svo fer maður í brú.  Það sést að sumarið er komið í Vínarborg.

 

P4301153

Ásthildur hefur þroskast mikið greinilega.

P5011170

Hanna Sól líka.

P5011173

Hér er verið að blása sápukúlur, og auðvitað allt gert með fullum kröftum.

P5011185

Og ekki er maður smeykur við stóra hunda.

P5011186

Svo má hjálpa pabba að hreinsa hófa.

P5011188

Og mömmu auðvitað lika.

P5011199

Svo þarf að láta þá hlaupa.

P5011226

Og bregða sér á bak jafnvel.

P5011233

Þá er ef til vill bara best að loka augunum.

P5011236

Hanna Sól er samt vön að sitja hest.

P5031264

Hér sést að Ásthildur Cesil júníor er með græna fingur eins og amma.

P5041307

Prinsessur.

P5081409

Eða ef til vill bara fiðrildi.

P5081410

Já þetta eru ljúfar myndir frá Vín. 

Eigið góða helgi elskurnar. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Ásthilur mín vildi bara senda ykkur fyrir vestan koss og knús

kveðja Guðný Adolfsd Keflavík

guðny (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Falleg hugleiðing, ljóð og skemmtilegar myndir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.5.2010 kl. 00:08

3 Smámynd: Jens Guð

   Ég endurtek "komment" Jón Kolbrúnar:  Falleg hugleiðing,  ljóð og frábærar myndir.

Jens Guð, 15.5.2010 kl. 00:24

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Sá nýlega í sjónvarpinu,myndir frá m.a. Aðalvík og Fljótavík. Það var hreynt unaðslegt að sjá,ekki spillti lýsing Ómas Ragnarssonar.  Þar voru engin auðævi að spilla fyrir,   fólkið lagði til mannauð dagsins í dag. Þrátt fyrir yfirstandandi hörmungar,bæði af náttúrunnar hendi og trufluðum sálum peningaaflanna,er ég vongóð að við rífum okkur upp úr kreppunni. Ef mér brestur ekki minni erum við sammála að þverneita inngöngu í Esb.Í mínu mótmælaskaki var viðkvæðið jafnan,,hvað er að þér,þetta eru nú bara viðræður,til að gá hverju við náum í samnigum.,, Tóm þvæla,ég held ég geti kallað það lygar ef þau hafa vitað betur,það réttlætir afsögn þessarar stjórnar.Með vestfirskri  sjómanna kveðju. P.S.fór tvo túra,sem kokkur.....

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2010 kl. 00:24

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Kærleikur, friður, fegurð og gleði" eru orðin sem koma upp í huga minn við lestur og myndaáhorf, þú ert oft í huga mínum elsku duglega vinkona, vona að það hjálpi eitthvað. Hjartanskveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2010 kl. 11:51

6 identicon

Kærleikskveðjur til þín Ásthildur mín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 12:17

7 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg hugvekja-hrein og falleg. Myndirnar segja manni margt um elsku heillar fjölskyldu.

Knús og kær kveðja vestur

Ragnheiður , 15.5.2010 kl. 14:58

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir mig.  Eigið góðan dag og takk fyrir innlitið.

Helga mín já ég er alfarið á móti inngöngu í ESB.  Tel okkur miklu betur komin án þess samfélags.  Og held að þarna sé um að ræða menntaelítuna sem hugsar sér að Ísland sé of lítið fyrir þau, og vilja komast að kjötkötlunum erlendis.  En þau gætu líka orðið fyrir allmiklum vonbrigðum, því þær stöður eru uppteknar fyrir aðra ESBlanda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2010 kl. 18:49

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og kveðjur í Kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2010 kl. 20:08

10 identicon

Yndislegar myndir af krökkunum. Gaman að fá af og til að fylgjast með stelpunum þó þær séu farnar svo langt . Sárt að heyra af pabba þínum, mér hefur alltaf þótt vænt um hann eins og allt þitt fólk. Alla sem voru nánastir þegar við vorum að alast upp. Sárast þegar fólk þarf að þjást.

Dísa (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 21:32

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert stórbrotin að vanda ljúfust mín, ljóðið þitt er yndislegt gefur kærleikshugsun í  hjarta.
Takk fyrir myndirnar og vona að hann pabbi þinn þurfi ekki að bíða lengi eftir að komast til sinna á himnum.

Sendi þér gleði í sorginni eksku Ásthildur mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2010 kl. 11:49

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

kveðjur í sveitina úr borginni, takk fyrir að deila, ljóði, hugvekju og myndum, sjálfri þér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.5.2010 kl. 12:01

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar kæru.  Þið veitið mér svo sannarlega fró. 

Já Dísa mín við vorum alltaf eins og ein stór fjölskylda fólkið á Stakkanesinu og í kring.  Enda voru þau flest flutt frá Hornströndum, og tóku með sér samfélagsmunstrið þaðan, þar sem allir voru eitt og hjálpuðust að.  Sem betur fer þjáist pabbi ekki, en er orðin óþolinmóður að fara heim.  Ég sagði honum í dag, að ef hann ætlaði að fara heim, yrði hann að skilja þennan gamla skrokk eftir.  Þá væru honum allar leiðir færar.  Það tekur á að horfa upp á einhvern sem maður elskar út af lífinu vera fastur í líkama sem hann ræður ekki við.  Andinn vill vera frjáls, en hann þekkir ekki leiðina burt.  Veit ekki hvernig er hægt að hjálpa honum að skilja það.  Ein vinkona mín sagði að alveg eins og maður hjálpar barni að fæðast, ætti maður að hjálpa þeim sem vilja fara að kveðja og þora að láta sig fljúga burt.  Gefa þeim leyfi til að fara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2010 kl. 13:50

14 Smámynd: Kidda

Mig finnst sárt að lesa þetta um pabba þinn, okkur sem heimsækja þoig reglulega hingað erum farin að þekkja allt þitt nánasta fólk. Þó svo að við höfum aldrei hitt fólkið þitt auglitit til auglitis þá þekkjum við það samt. Erfitt að vita að hann vilji fá hvíldina en komist ekki en við förum víst þegar okkar tími er kominn.

Blómamyndir og allar aðrar myndir frá þér gleðja mann og gaman að fylgjast með hvort sem það eru blómin, mannlífið eða fallegi fjörðurinn þinn. 

Risaknús til þín elsku vinkona sem býrð í dasamlegri kærleikskúlu

Kidda, 17.5.2010 kl. 18:44

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Elsku Kidda mín, þú ert svo sannarlega lífsins salt fyrir mig, sem og margir aðrir hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband