Hér koma nokkrar myndir. Ég er upptekinn þessa dagana, í vorverkum, bæði í bænum og svo í gróðurhúsinu þegar tækifæri gefst. Þetta er tíminn sem er endalaus vinna, og ég svona aum eins og ég er. En ég finn samt að ég er að safna kröftum. Það gerir mér gott að vera úti og rótast í mold. Er meira að segja að verða dálítið útitekin.
Kamelíufrúin mín er farin að roskna þetta vorið. Hanna Sól var endalaust að tína upp blómin og útbúa sér vendi. Ég sakna þess að hafa hana ekki hér og tína upp fallegu blómin og gera eitthvað ennþá fallegra úr þeim.
En eitt tekur við af öðru og hér er Mandarínurósin mín að opna sig. Randaflugan er þarna eftir að ég bjargaði henni upp úr tjörninni.
Hér er hún alveg búin að opna sig þessi elska.
Ég held að Hvítasunnuliljan ætli að þrauka fram á hvítasunnu, ennþá jafn falleg og hvít.
Það þarf að rækta fleira en blómin, hér er afi að ræða alvarlega við Sigurjón um hve hallærislegt og hættulegt það er að reykja.
Helsta áhugamálið hans þessa dagana hjá ömmu er að taka myndir, hér er sjálfsmynd.
Og svo þarf amma að taka mynd af honum auðvitað.
Það þarf líka að sulla aðeins í tjörninni.
Ég hef svona verið að spá í hvort það séu alltaf sömu flugurnar sem ég er að bjarga upp úr tjörninni, eru þær ef til vill að fremja sjálfsmorð með þessum hætti, af því þær hafa ekki fundið sér Bú???
Elli Bauð mér svo á tónleika hjá Lúðrasveit tónlistarskólans. Efnisskráin var skemmtileg. Þeir byrjuðu á Fangakórnum, Svo komu hvert lagið á fætur öðru, I Dreamed a Fream, My Way, Always look at the bright site of life.
Það er ómetanlegt að hafa stjórnanda eins og Matis Mäekalle, hann er ekki bara frábær listamaður heldur hefur hann skemmtilega sýn á lagaval, og svo útsetur hann bara lögin sjálfur svo það passi hljómsveitinni.
Flott.
Næst voru skólalúðrasveit Tónlistaskólans, allt niður í smákríli, frá átta ára aldrei. Og þau voru mjög gó. Spiluðu bítlalög, I Want to hold your hand, eye of the Tiger, You realli got me og I got rythm, allt í fínum takti og öll stopp og trukk á sínum stað, ótrúlegt alveg.
Flottir á trommurnar og hljómborðið.
Svo þegar maður nær ekki niður af stólnum, dinglar maður bara fótunum í takt við lögin.
Hér eru aðeins eldri krakkar miðsveit Tónlistaskólans. Þau tóku Thrilles og Accidentalli in love, ég segi hér frá því mér finnst yndislegt að hlusta á þetta fjölbreytta lagaval.
Hér eru það stelpur sem spila á trommurnar og hljómborðið. Það var kraftur í trommaranum.
Og þeim var öllum fagnað í lokin, og auðvitað klöppuð upp, Lúðrasveitin endað á Time to say good bye og stefi úr New York New York.
Lúðrasveitin tekur aukalag.
Hér sjáum við Matis hann er frá Eistlandi, Lech sem er kennari við tónlistaskólann frábær drengur frá Póllandi og stoltur faðir með tvo drengi þeir eru allir í lúðrasveitinni.
En ég segi bara innilega takk fyrir mig, ég er stolt af ykkur og mér finnst eiginlega að þessir tónleikar eigi fullt erindi víðar. Vona bara að það sé hægt að koma því við.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta ljúfust.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:46
Hvað þær eru fallegar Kamelíufrúin og Mandarinurósin
Það er eitthvað við moldina sem færir manni ró og frið, hlakka til að komast út og grafla aðeins í moldinnu.
Knús í blómakúlu
Kidda, 7.5.2010 kl. 09:06
Já einmitt Kidda mín.
Takk sömuleiðis Ragna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2010 kl. 10:19
Klarinettleikararnir okkar eru glæsilegir að vanda.
Góða helgi mín kæra.
Laufey B Waage, 7.5.2010 kl. 22:58
frábærar myndir hjá þér, og ég væri alveg til í fá myndina af skottunni minni dinglandi fótunum þar sem hún nær ekki niður, flott í myndasafnið.
Jónina Eyja (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.