TIl umhugsunar.

Þið verðið að afsaka mig elskulegu bloggvinir og lesendur.  En ég hef ekki komið hér inn nokkurn tíma.  Hef verið með bæði ritstíflu og einhverskonar fælingu. 

En nú er mér eiginlega orða vant, ég á bara ekki til orð í eigu minni yfir allri vitleysunni. 

Allar afsakanir stjórnmálamanna, þeir fóru eftir reglum og hafa "farið yfir "allt hjá sér og sá enga ástæðu til að segja af sér, hvorki Guðlaugur Þór eða Steinunn Valdís, það sem þau virðast ekki skilja er að þau þáðu fé, og það er málið hvort sem það kallast mútur eða greiðsla, þá er málið að þegar menn leggja fé til stjórnmálamanna, ætlast þeir til einhverskonar fyrirgreiðslu.  Það þýðir ekki að slá fjöður yfir það, svona er nú mannskepnan gerð einu sinni.  Og um leið og stjórnmálamaður, sem ætlar sér ráðandi hlutverk tekur við fé frá aðiljum, er hann þar með orðin skuldbundinn þeim sem hann þáði féð af.  Ég sé ekkert að því að standa fyrir utan heimili þessa fólks, ef það fer friðsamlega fram og menn bara sýna andstöðu sína kurteislega.  Að tala um einelti í því sambandi er ruddaskapur sem sýnir hve lítið viðkomandi þekkja til eineltis. 

Oddviti Sjáflstæðisflokksins á Akureyri og fyrrverandi bæjarstjóri var í viðtali í gær, vegna þess að þau hjónin létu færa allar eignir yfir á hana, og gerðu kaupmála.  Hann fyrrverandi sparisjóðsstjóri.   Hún var svo gáttuð og reið yfir að hún þyrfti að svara svona vitleysu.  Þar sem hún hefði gert þetta til að hafa allt á hreinu.  Oboy.  Hvað næst.

Már bankastjóri var svo í einhverju furðulegasta viðtali sem ég hef heyrt.  Blaðamaðurinn spurði alltaf sömu spurningarinnar og var eins og hálfviti.  Hinn var að reyna að svara, en komst ekkert áfram fyrir aulagangi fréttamannsins.  Samt var kostulegt að heyra hann tala um að þetta væri nú eiginlega launalækkun en ekki launahækkun, hann fékk aldrei tækifæri til að útskýra það nánar, fyrir kjánaskap spyrilsins.  Lára V. Júlíusdóttir segir að honum hafi verið lofað þessu, Jóhanna geysist fram full vandlætingar og segir þetta ekki koma til greina, svo kemur í ljós að ráðuneyti hennar hafi lofað þessu?  Hvernig er hægt að treysta svona fíflagangi, og þetta er fólkið sem er í forsvari fyrir þjóðina.

Síðan kemur í ljós að bankastjórinn kærir sig ekkert um þessa Hækkun/lækkun.  Á maður að hlæja eða gráta?

Svo var það Jón Grarr.  Ég veit ekki hvað ég á að segja.  Það má sjálfsagt gera grín að flestu, mér persónulega finnst það samt fyrir neðan allar hellur að gera grín að þeim sem verst eru staddir í samfélaginu.  Fólkinu sem hefur lent í þeirri ógæfu að missa tökin á lífi sínu.  Þarna var gantast með þetta blessaða fólk eins og það væri hvalir eða heimilislausir hundar. 

Ég þekki nokkra svona sem hafa misst tök á lífi sínu, bæði vegna fíkniefna og drykkju.  Þetta fólk hefur tilfinningar, þó þau séu ekki mjög hreykin af sjáfum sér og hafi brotna sjálfsmynd, þá hafa þau tilfinningar og flest þeirra eru vel gefin, viðkvæmar sálir. 

Ég get alveg fallist á að fyrst ríkið sér ekki sóma sinn í að sjá til þess að slíkir hafi húsaskjól eða meiri umönnun, þá er hugmyndin ekki alslæm að fólk gæfi pening í sjóð til hjálpar þessu fólki.  En eins og umræðan var í gær þá var þetta gert á þeim nótum sem ekki er sæmandi hugsandi fólki, að líkja  fólki við hvali eða aðrar skepnur sem kjánalegir ameríkanar taka í fóstur. 

Það var því að mínu mati fyrir neðan beltisstað og setti Jón Gnarr niður að vera fyndinn á kostnað fólks sem ekki getur á nokkurn hátt svarað fyrir sig.   Það hefur ekki aðgang að neinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Og það sem verra er fólki finnst þetta fyndið og sér ekkert athugavert við það?

Erum við orðin svo gjörsamlega samdauna þessu kolruglaða samfélagi að við tröðkum yfir okkar minnstu bræður og hlæjum að þeim í leiðinni?  Ég hef nefnlega ekki séð neinn taka upp handskann fyrir þau.  En ég geri það hér með.  Samkvæmt stjórnarskrá þá eigum við öll rétt á að lifa mannsæmandi lífi, sem frálsar manneskjur, og samfélaginu ber að sjá til þess að það fólk sem á ekki húsaskjól eigi aðgang að skjóli og mat.  Að gera grín að þessum hópi er að mínu mati langt fyrir neðan virðingu þeirra sem ennþá geta nokkurnveginn staðið sig í samfélaginu.   Við skulum muna að með stefnu stjórnvalda, er miskunnarlaust stefnt að því að sem flestir verði á götunni og enginn veit hver annan grefur í því efni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mín kæra... takk fyrir þetta

Jónína Dúadóttir, 4.5.2010 kl. 09:25

2 identicon

Takk fyrir þetta ljúfa, er nákvæmlega svona innanbrjóst þessa dagana.Þetta er einn alsherjar brandari þjoðmálin í dag og Þráinn Bertelsson hafði rétt fyrir sér að tiltekinn hópur fólks væri fífl,eða 5%. Málið er að þessi hopur er greinilega miklu  stærri.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 09:28

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara flott elskan. Við vorum á leið heim frá Akureyri í gær þegar viðtal var tekið við Jón Gnarr, þá sögðu sumir í bílnum: ,, er hann fimm ára þessi?"
það er ekki hægt að gera grín að fólki og heldur ekki því ástandi sem við lifum við.

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2010 kl. 09:49

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2010 kl. 10:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman.  Já mér fannst þetta virkilega skammarlegt, svo voru þeir allir flissandi í lokin, eins og þetta hefði verið rosalega fyndið.  Hvar er samúðin með þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 11:05

6 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Ég hef styrkt stjórnmálamann persónulega með fjárframlagi, ekki ætlaðist ég til þess að hann gerði mér neinn greiða, ég styrkti hann einfaldlega af því ég treysti honum til þess að sinna starfi sínu sem kjörinn fulltrúi í lýðræðislegri kosningu.

Það hugsa ekki allir eins og þú og á meðan reglur og lög segi ekki annað, þá bara nær þetta ekki lengra og það væri vænt af þér að hætta þá þessu einelti. Það kallast einelti þegar maður er að ráðast á aðra fyrir eitthvað sem manni finnst sjálfum vera bannað en er það ekki.

Magnús V. Skúlason, 4.5.2010 kl. 13:24

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað eru alltaf til undantekningar, og svo finnst mér eitt að styrkja menn með einhverjum þúsundköllum, en þegar upphæðin er orðin milljón og þar yfir, held ég að menn séu ekki bara að styrkja menn til góðra málefna.  Sorrý. 

Það eru til reglur og það eru líka til siðferðisreglur.  Sumar reglur eru þannig að það er bæði hægt að fara kring um þær og beygja þær á alla lund ef menn hafa til þess vilja.  Í dag er það nú svo að meira að talað um siðferðisreglur og siðferði manna og minna um reglugerðir sem hægt er að brjóta með smá sveig. 

Nei það kallast ekki eineldi þegar einhver ræðst á annan fyrir að að gera eitthvað sem miðbýður siðferði manns sjálfs.  Það heitir að segja eins og manni býr í brjósti Magnús minn.  Einelti er miklu alvarlegri og andstyggilegri atburður, sem hefur bæði drepið fólk og gert það þannig til framtíðar að það bíður þess ekki bætur.  Þess vegna er það í hæsta máta ótilhlýðilegt að líkja því saman að hneykslast á siðsleysi stjórnmálamanna, og einelti sem er einn ljótasti glæpur sem framin er.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 14:07

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég missti alveg af þessu. Enda setti ég mig í fréttabann nú fyrir skemmstu.

Hils í kúluknús

Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2010 kl. 22:53

9 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er þörf lesning,ég einmitt misti það litla álit sem ég þó hafði á þessum manni. Þarna fór hann yfir strikið,ég horfði á þetta í tölvu og henti þessu þegar hann birjaði að grínast með þetta,hann ætti að skammast sín. Vona að þú og þitt fólk hafi það sem best. :)

Þórarinn Baldursson, 5.5.2010 kl. 00:27

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Jón Gnarr missti sig aðeins þarna en grínið er samt gott þó það hafi verið á kostnað útigangsmanna. Hann einfaldlega var að koma með róttæka hugmynd (í gríni) um lausn vanda þessa fólks hversu smekklegt sem manni getur þótt það. Hitt er svo annað að hann kom illa út þarna en ég hló mig máttlausan yfir honum á rás 2 fyrr um daginn.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.5.2010 kl. 10:43

11 Smámynd: Kidda

Missti algjörlega af þessu, fylgist næstum því bara með vefmyndavélunum frá gosinu. Gæoð tilbreyting frá hinum fréttunum.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 5.5.2010 kl. 17:24

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er gott að einhver getur talað í orðleysinu. Mér er svo orðavant að ég finn ekki einu sini sæmileg orð handa þér. Ekkert nema: Takk fyrir að tala í okkar stað!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.5.2010 kl. 02:09

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur Cesil og þið hin! Ég hef fulla trú á réttlætis-hugsjón Jóns Gnarr!

En áróðurinn getur orðið ó-trúverðugur!

Áróður þeirra sem hafa næga peninga og eru í réttu klíkunni getur meira að segja gert þann góða og heiðarlega dreng: Jón Gnarr tortryggilegan?

Undarlegt nokk?

Ég styð Jón Gnarr og ef ég væri Reykvíkingur myndi ég kjósa hann! Hann þekkir nefnilega hvernig það er að vera minnimáttar í okkar Íslenska kerfi!

Og það gerir hann gífurlega hæfan, ásamt hans víðsýnis og réttlætis-tilfinningu! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2010 kl. 18:16

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið og hlýleg orð öll sömul. 

Anna mín ég er ekki að tala um réttlætiskennd Jóns Gnarr, ég er einungis að segja að hann gekk of langt í þessu gríni með útigangsfólk.  Og þar hittir á auman blett hjá mér, því ég þekki svolítið til fólks sem þannig er og hefur verið ástatt fyrir.  Og ég veit líka að þau geta ekki varið sig.  Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 

Takk Rakel mín, þú segir oft svo margt skynsamlegt sem ég er svo 100% sammála. 

Kidda mín já það er alveg hárrétt það er miklu betra fyrir sálina að skoða náttúruhamfarir, en þessar endalausu hamfarir af mannavöldum, því þær hefðum við getað varast.

Já Ævar minn, við verðum samt að vera á verði þegar fólk fer yfir strikið.   Annars er hætta á að viðmiðin brenglist og strikið færist til

Takk Þórarinn minn.

Flott hjá þér Hrönn Sigurðardóttir, svona á almennilegt fólk að vera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband