30.4.2010 | 22:46
Svona hitt og þetta aðallega þetta.
égh geng bara á einum þriðja eða fjórða þessa dagana. Bæði er annríki í vinnunni og í garðplöntustöðinni og svo er elsku pabbi minn komin á spítala og á erfitt með að aðlagast því að vera ekki frjáls ferða sinna, eins og þröstur í búri. Það tekur á að horfa upp á þessa elsku svona. En þetta er auðvitað bara lífið eins og það gengur.
Hér eru nokkrar myndir.
Sigurjón Dagur og stóra systir gistu hjá okkur nokkra daga um daginn, hér er hann með egg sem hann týndi sjálfur upp í hænsnahúsi og vildi auðvitað borða strax.
Stóri bróðir og litli bróðir, langafi segir við Úlf að hann þurfi að minna litla bróður á það sem þeir feðgar áttu saman, þar sem hann var svo lítill þegar hann missti pabba sinn. Og þar er af nógu að taka, því Júlli var svo sannarlega barnavinur og gerði svo margt með börnunum bæði sínum og þeim öllum.
Svo er náttúrlega komin sumardagurinn fyrsti og þá er komið sumar ekki satt!
Já hann verður sama náttúrubarnið og pabbi hans og reyndar flestir krakkarnir í kúlu.
Páskarósin mín í fullum blóma núna úti.
Afgarnir að klippa Bodöhlyn, og stubbur fylgist vel með.
Svo má aðeins klifra í trjánum hjá ömmu.
Og gott að fá að halda aðeins í hendina á afa.
Fyrstu vorboðarnir fyrir utan páskarósina eru krókusarnir.
Þeir lífga upp á vorið.
Syprisinn minn sem er orðin sterkur og stór.
Ekki síður tújan, og þetta hér fremst er grænkál sem hefur haft veturinn af og smakkast alveg rosalega vel.
Ólöf Dagmar var rosalega dugleg að hjálpa til við að passa litla bróður sinn.
Solveig Hulda afi og Sigurjón með bókina sem afi las fyrir hann meðan hann var hér, Elsa María og pabbarnir. Hann elskaði þessa sögu.
Það vantar ekki mikið upp á að hún fari að ganga þessi litla stúlka.
Og Ólöf Dagmar kom heim með vinkonur sínar, og auðvitað var upplagt að fara í snú snú Allt hægt í kúlunni.
Sólveig Hulda og afi segja hvort öðru brandara.
ég giska á að hún verði góð í handbolta, því við vorum að leika okkur og hún greip boltan í hvert skipti.
Og svo var leikið líka við mömmu.
Fyrir þremur dögum síðan sagði ég við Ella minn, ég hef ekki heyrt eða séð eina hunangsflugu þetta vorið. Daginn eftir voru komnar tvær, og núna hef ég bjargað fimm stykkjum upp úr tjörninni, það er rútína á vorin. Þessi elska nýkomin úr baði.
Ísköld og blaut að þurrka sig í sólinni.
Áður en hún þandi sína ótrúlega smáu vængi og flaug af stað út í lífið.
en áður en ég hætti, langar mig að segja; heyrði ég rétt að ríkisstjórn velferðar hefur það á dagskrá sinni núna að hækka tryggingar á innvöxtum frá 20 þús evrum upp í 50 þúsund? er það forgangsmál núna þegar við erum að fara í samningaviðræður um Icesave? og svo að leiðrétta myntkörfubílalán? hvað með íbúðarlán?
Ég geri mér grein fyrir að þessi ríkisstjórn er gunga og drusla, en að þau skuli ganga svona undir kröfum peningaaflanna er alveg fyrir neðan allt sem ég hélt að þau myndu gera. Og ég segi nú bara ef þetta eru forgangsmálin hjá þeim, þá vil ég nú bara að þau fari frá sem fyrst, eða að við landslýðurinn þessi sem erum að axla alla ábyrgðina segjum hingað og ekki lengra. Förum að standa upp og koma þessu fólki burt, sem allra lengst og sjálfstæðisflokknum og framsókn með. Þegar ég sem er svona frekar friðarsinnuð og legg á mig að bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni minn(set reyndar mörkin við hunangsflugur og geitunga) en ekki húsaflugur, er farin að alvarlega íhuga að grípa til allra meðala til að losna við pakkið sem sífellt sendir okkur löngutöngina, þá mega þau fara að biðja fyrir sér. Þá er stutt í að þetta verði ekki þolað öllu lengur.
Svona er þetta bara. Menn láta bjóða sér ýmislegt og sumir ansi langt, en svo kemur að stundinni þegar ofbeldið er orðið þannig að fólk sættir sig ekki við það lengur, og því miður eru þessi stjórnvöld alveg heillum horfinn í valdagræðgi og sovétskipunargreipum að þeim er ekki viðbjargandi. Það er mín skoðun.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
´Heil og sæl! Eitthvað gekk nú á í Héraðsdómi í dag vona að ég fari rétt með að það hafi verið þar. Alla vega er lögreglan tiltæk,með fjölmennt lið og líst mér illa á þetta. Kveðja vestur,með von um betri tíð,alla vega eru blóm þar í haga.
Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2010 kl. 23:05
Já ég sá það í Kastljósinu áðan. Það er eitthvað að gerast í okkar litla landi sem á ekkert skylt við lýðræði, og það undir stjórn Velferðarríkisstjórnar sem kallar sig svo.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 23:37
Skemmtilegar myndir af lífinu í Kúlu að vanda. Leitt að heyra þetta með pabba þinn, vonandi á hann eftir að hressast nóg til að koma í mat á sunnudögum.
Einhvern veginn finnst mér vera komið meira vor hjá þér en hérna í bænum, kannski af því að veðrið virkar betra hjá ykkur Krókusarnir mínir eru búnir þetta árið. Enda byrjuðu þeir að koma upp úr moldinni í janúar.
Skil þig vel með að ganga á einum þriðja eða fjórða þó að ástæður séu aðrar, það er ekki góð líðan sem stjórnar því. Vona að þér takist að finna vortaktinn sem fyrst þó ekki væri nema að hálfu leyti eða þremur fjórða.
Knús í ömmu og afakúlu
Kidda, 1.5.2010 kl. 09:09
Jónína Dúadóttir, 1.5.2010 kl. 09:20
Frábærar myndir, ég sá einmitt hunangsflugu hér í síðustu viku. Knús á þig elskan vona að heilsan komi til smátt og smátt.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2010 kl. 11:36
Engin hunangsfluga komin á pallinn hjá mér, en þær koma.
Flottar myndir að vanda, vona bara að pabbi þinn sætti sig við orðið hlutskipti, man þegar afi minn var komin á sjúkrahús og var ekki að skilja að hann mætti ekki fara í bæinn og notaði hvert tækifæri á að reyna að plata okkur öll til að fara með sig, en það var bara ekki hægt.
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2010 kl. 12:52
Fallegar og skemmtilegar myndir.
Kveðja / Jenni
Jens Sigurjónsson, 1.5.2010 kl. 15:39
Sumarið virðist koma með hitabylgju hjá kúlufólkinu. Sú stutta tekur sér bara bað í læknum
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.5.2010 kl. 17:51
Ég bjarga bara íslensku hunangsflugunum, ég drep geitungadrottningarnar. Ég er með ofsahræðslu þegar ég sé geitunga. Ég er með tilbúna krukku og spjald fyrir Garðhumlurnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2010 kl. 00:17
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur til ykkar elsku Ásdhildur mín ......:O))
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.5.2010 kl. 05:46
Takk fyrir frásögu í myndum og máli. Ég skil hvað þú ert að segja með pabba þinn, mamma er búin að vera föst á hjúkrunarheimili í rúmt ár, í gær spurði ég hana hvort hún vildi koma heim til mín að borða og hún svaraði "Ég þigg allt" .. og meinti hún til að komast út.
Knús í kúlu - megir þú fá orku fyrir sjálfa þig og til að gefa öðrum áfram.
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.5.2010 kl. 10:45
Sætar myndir
Anna, 3.5.2010 kl. 22:38
Takk öll, ég er hálf vængbrotin þessa dagana. Það virðist vera erfitt að koma sér upp á hólinn. knú sá ykkur öll
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.