Konuhelgi í Reykjanesi og kvennakór Borgarfjarðar.

Ég skrapp inn í Reykjanes á helginni.  Þetta var konuferð, með tveimur systrum mínum og þrem vinkonum fjölskyldunnar allrar.  Þetta var dásamleg ferð og ég fékk heilmikið út úr henni andlega, í góðum og skemmtilegum félagsskap, lauginn, fékk góðan mat og skemmtiatriði meira að segja.

IMG_1825

Fyrst er hér lítil ömmustelpa, sem er kjötæta eins og amma og Ásthildur Cesil. Heart

IMG_1827

Úlfur að hjálpa afa í gróðurhúsinu.

IMG_1833

Hér eru svo gellurnar, hver annari flottari og skemmtilegri. Laugin í Reykjanesi er algjörlega frábær og mikil heilsulind, við vorum fleiri klukkutíma ofan í henni.  Fengum sól allan tíman en dálítin blástur, en það er bara oft þarna, skiptir bara ekki máli.

IMG_1848

Á laugardagskvöldinu fengum við okkur kvöldverð, sem var ríkulegur og góður, ekta íslenskt lambakjöt og þjónustan góð.

IMG_1849

Hérna voru líka fleiri, til dæmis jeppagaurar, og svo Susan og Einar.  Ég sagðist myndi senda kveðju frá þeim í Tónlistarskóla Ísafjarðar og geri það hér með.  En Susan er kórstjóri kvennakórs Borgarfjarðar og þær tók lagið fyrir okkur.

IMG_1856

Þetta er virkilega skemmtilegur kór og raddirnar tandurhreinar, það er svo sem auðvitað með snillingin Súsan við stjórnvölin.

IMG_1864

Við fengum svo líka kattardúettin, frá þessum tveimur, og það var virkilega gaman.

IMG_1870

Og Borgfirskir bændur og búalið skemmti sér konunglega yfir skemmtuninni.

IMG_1872

Hér kemur svo grand finale.  Þau voru í óvissuferð og gaman að þau skyldu koma í Reykjanesið meðan við vorum þar.  Takk fyrir okkur kvennakór Borgarfjarðar.

IMG_1875

Þær enduðu svo á finnska söngnum Kalli Olla kukkulalle, veit að þetta er ekki rétt skrifað.

IMG_1888

Þessi litli gaur er einmitt hjá afa og ömmu núna með systir sinni, Ólöf Dagmar.

IMG_1889

Köttur og barn.

Eigið gott kvöld elskurnar og takk fyrir mig. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sömuleiðis og góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 26.4.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf gott að kíkja á bloggið þitt.  Skrifin þín og myndirnar hafa alveg sérstök áhrif á mig.  Góða nótt og hafið það sem allra best í kúlunni.

Jóhann Elíasson, 26.4.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lagið heitir Kalliolle kukkulalle, sem þýðir  Steinahæð.  Frábærar myndir hjá þér eins og venjulega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2010 kl. 00:15

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æðislegar myndir og gaman hvað þið skemmtuð ykkur vel Ásthildur mín, hefði sko alveg viljað vera með ykkur þarna.

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2010 kl. 08:50

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært

Jónína Dúadóttir, 27.4.2010 kl. 09:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll

mín er ánægjan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2010 kl. 13:14

7 Smámynd: Kidda

Gott að helgin var góð, átt það svo innilega skilið

Knús í kærleikskúlu

Kidda, 27.4.2010 kl. 18:51

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halló Ísa! Datt þetta í hug,það minnir mig á,þegar við þurftum að ná á símstöðina á Ísafirði,þetta var kallmerkið, vinkona mín vann á símstöðinni.  Ég er byrjuð á fullu að vinna,kíkti á bæina hér,á blogginu. Sé þú komst við hjá mér takk fyrir það,flottar konur. Kær kveðja og góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2010 kl. 22:17

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er einz & að koma heim, að leza bloggið þitt vinkona.

Takk.

Steingrímur Helgason, 28.4.2010 kl. 01:01

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín.

Halló Ísa  Kær kveðja til þín líka Helga mín.

Takk minn kæri Steingrímur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband