18.4.2010 | 23:10
Afmæli, ferming og hitt og þetta.
Já 18 apríl er afmælisdagurinn hans Bjössa okkar. Hann er sonur Ella og skásonur minn. Við erum eiginlega bestu vinir ásamt konunni hans og barnabarninu honum Arnari Milos.
Hann kvæntist út í Belgrad í fyrra sumar þessi elska. Og þau voru svo sæt og fín.
Ísland Serbía, þannig það bara. Serbar eru mjög líkir okkur íslendingum sérlega skemmtilegt fólk og glaðsinna.
Til hamingju með afmælið Bjössi minn. Flottastur.
Svo fermdist bróðurdóttir mín í dag, Aðalheiður Bára, sem ber nafn móður minnar.
Flott og fín með mömmu sinni hér. Þetta var flott veisla, og haldinn í Arnardal sem er frábær staður sem ung hjón hafa keypt og unnið upp, allt svona frumlegt og gert skynsamlega, hér eru leiksýningar og afmæli, allskonar veislur og skemmtilegheit.
Þetta er fyrrverandi fjós, en gert mjög skemmtilega upp.
Hér er Matta mín, í óbeislaðri fegurð.
Litla skottið hennar ömmu sín, með mömmu. Hún vildi ekki víkja frá mömmu í dag.
Tilkomumikil vestfirsk fjöll.
Og Ísafjörður í sól og fegurð.
Ömmuskott með dótið hennar Hönnu Sólar.
Og kisa, þær umgangast hvor aðra með ákveðinni virðingu.
Fyrir fjallafólkið mitt, er svo hringurinn kring um mig.
Kamelíufrúin sýnir svo af sér alla þá fegurð sem hún getur.
Svona er lífið upp og niður, stundum dálítið niður, og þá fer orkan öll í að bara vera til. Það er samt gott að geta gruflað í moldinni og fundið plönturnar vaxa og dafna.
Ég vildi óska að íslenskt efnahagslíf blómstraði jafn vel, og það væri jafnmikil gróska þar. En því miður þá er það svo að spillinginn er eins og öskulag Eyjafjallajökuls, leggst yfir allt og drepur í dróma. Og pólitíkusarnir, og útrásarvíkingarnir skilja ekki að almenningur er búin að fá nóg, þeir eru ennþá að afsaka sig, fara í frí og dunda sér við að láta vorkenna sér, eða jafnvel fórna næsta peði til að lifa af sjálfir. Flestir eru búnir að sjá í gegnum þetta spil allt saman, en svo eru ennþá sauðir sem taka andköf af hrifningu yfir hverju krókódílatári sem fellur, og hverri afsökunarbeiðni sem nær ekki nema rétt inn fyrir skinnið og allt í plati til að líta vel út. Enda sagði Eva Joly að það væri einmitt það sem menn gerðu, reyndu fram í dauðann að afsaka sig og segjast vera saklausir.
Við verðum að halda vöku okkar og hætta að vorkenna eða trúa tárum og sakleysisyfirlýsingum. Ef við viljum hreinsun og uppgjör, verðum við að halda okkur við að krefjast hreinsunar og endurnýjunar.
Það er löngu búið að sýna okkur fingurinn og setja okkur í fjötra, þannig að við megum ekki gefa eftir og trúa því að þetta lið sé allt í einu að sjá eftir öllu, þegar búið er að upplýsa um óheiðarleika þeirra og leik að eldinum. Eins og einhver sagði, of lítið og of seint.
Það er þessi þrælslund sem ég óttast mest. Að fólk fari á sama básinn og kjósi aftur og aftur yfir sig sama liðið, af því að það hefur vælt og veinað yfir hlutskipti sínu. Það er komið nóg af óheiðarleika yfirdrepskap og falsi. Nú ríður á að endurnýja í flokkunum og helst gefa fjórflokkinn alveg upp á bátinn.
Það er til dæmis kómiskt að hlusta á Jóhönnu eins og hún hafi hvergi komið nálægt neinu, þó var hún ráðherra í svokallaðri hrunstjórn, og ef Ingibjörg Sólrún bar ábyrgð, þó það hafi ekki beint heyrt undir hennar svið, þá er Jóhanna jafnsek um skeytingarleysi. En hefur einhver heyrt hana biðjast afsökunnar á sinni þátttöku? Fyrir nú utan að vera algjörlega úti á túni og gera ekki neitt til bjargar almenningi í landinu.
Jæja elskurnar, ég er svolítið langt niðri þessa dagana, það er svo margt sem dregur mig niður. Þó ég viti mæta vel að þetta líður hjá. Þá einhvernveginn hef ég ekki þrótt og þrek til að heimsækja ykkur og vera mem. Mig tekur það sárt, því ég vil svo gjarnan vera í bandi. En ég er líka jafnviss um að þessu bráir af mér fljótlega. Það er bara svo andskoti ömurlegt að upplifa ástandið og geta ekki treyst fólkinu sem á að vera að bjarga okkur út úr vandanum, því það virðist ekkert vera að gerast til bjargar heimilunum í landinu, og svo að hlusta á alþingismenn sem við höfum valið til að gæta okkar hagsmuna reyna hver um annan þveran að sverja af sér ósóman, segjast hvergi hafa komið nálægt, þau þau hafi öll meira og minna vitað nákvæmlega hvað var að gerast. Þetta átti bara að reddast, aðallega þau sjálf auðvitað með samtryggingu og samspillingu. Ég geri mér grein fyrir að það er skelfilegt að horfast í augu við að út er komin skýrsla sem setur allt upp á yfirborðið sem átti að fara leynt. Þau héldu örugglega að þetta myndi aldrei koma upp á yfirborðið, en svo bara kemur þetta beint í andlitið á bæði okkur og þeim. Ef þau kynnu að skammast sín, myndu þau örugglega segja af sér og hverfa af vettvangi. En ónei, það er bara farið í tímabundið frí, eða reynt að láta lítið fyrir sér fara og vonast til að þetta "gleymist"
En við munum ekki gleyma, og ég hef þá trú að núna verði látið sverfa til stáls, og sökudólgarnir minntir á að þeir eigi að víkja.
Segi svo bara góða nótt, sofið rótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða nótt og megi þér snúast allt í haginn, Ásthildur mín. Nu må det være nok!
Það kemur betri tíð með blóm í haga eins og þú veist svo vel , konan sem sinnir gróðrinum svo vel.
og dreymi þig vel
Auður Matthíasdóttir, 18.4.2010 kl. 23:25
Takk Lady mín Góða nótt og sæta drauma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2010 kl. 23:29
XF Er það ekki frammtíðin?Ég vona það. Góða og blessaða nótt,og ljúfa drauma. :)
Þórarinn Baldursson, 19.4.2010 kl. 01:00
Til hamingju með þetta og eigðu ljúfa viku mín kæra
Jónína Dúadóttir, 19.4.2010 kl. 06:50
Flottar myndir Ásthildur mín og til hamingju með þau bæði, flott hjá þeim þarna í Arnardalnum.
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2010 kl. 08:53
Þeir eru ekkert smá líkir feðgar :) hugsa til þín elskan vona að það létti til smátt og smátt
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2010 kl. 16:41
Yndislegar myndir: til hamingju með afmælisbarnið og fermingarbarnið. Hún er alnafna mömmu þinnar er það ekki?
Dísa (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 20:04
Takk Dísa mín. Jú hún er alnafna mömmu, ég skýrði aftur á móti mína dóttur Báru Aðalheiði, vegna þess að þá vissi ég að hún yrði kölluð Bára eins og mamma.
Takk Ásdís mín, ég er svona aðeins að hjarna við.
Já Milla mín, þetta er afskaplega skemmtilegt þarna hjá þeim í Arnardalnum.
Takk Jónína mín og sömuleiðis.
Þórarinn ég vona að Xf sé framtíðin, þar fer óflekkaður flokkur með góðar hugsjónir og stefnumál og gott og óspillt fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2010 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.