Svona hitt og þetta.

Já enn og aftur hef ég dottið ofan í svarthol. 

En það er svo margt að gerast bæði hjá mannfólkinu og náttúrunni.  Það er ef til vill komið að því að hreinsunin verði.  Þessi langþráða hreinsun til réttlætis og uppreisnar og endurvakningar og virðingar.  Ég vona það.  Það er komið nóg af svikum, afsökunum og uppskafningshætti.  Og eins og segir í skýrslunni allir benda hver á annan og enginn ber ábyrgð á neinu.  Við skulum láta þau bera ábyrgð öll sem eitt, sem komu nálægt þessu hruni, og voru á alþingi meðan allt þetta gekk á.  Steingrímur er þar ekki undanskilin, þó hann tali eins og sá sem saklaus er.  Hann gleymir því að hann var þarna, og þó hann hafi maldað í móinn, þá hefði hann örugglega geta beitt sér betur en hann gerði. 

Það var ömurlegt að hlusta á Valgerði Sverrisdóttur í kastljósinu.  Það kom svo berlega í ljós vanhæfni stjórnmálamanna og hve þau eru gjörsamlega siðlaus og kærulaus með vald sitt.  Við verðum að fara að bera meiri ábyrgð á því hvað við gerum í kjörklefanum.  Því við skulum ekki gleyma að þetta er að hluta til okkur sjálfum að kenna.  Að kjósa yfir sig aftur og aftur sama spillta liðið verður að lokum til þess að við sitjum uppi með svona handónýtt lið sem hefur engan metnað, enga tilfinningu fyrir fjólkinu í landinu og fyrr en við áttum okkur á þessu.... breytist nákvæmlega ekki neitt.

En nú vonumst við eftir betri tíð og blóm í haga, þó nákvæmlega núna líti ekki vel út á suðurlandi, sendi fólkinu þar mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona svo innilega að allir leppi þar vel, bæði menn og dýr, tún og jurtir.

En ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir svona til að gleðja ykkur og mig. 

IMG_1769

Alltaf gott lambaketið, og gaman að fá fjölskylduna í mat.

IMG_1770

Sólveig Hulda ömmustelpa alveg ótrúlega flott Heart

IMG_1776

Og dugleg lika.  

IMG_1779

Svona fyrir fjallafólkið mitt má sjá hve mikið hefur farið af snjónum undanfarið. 

P4110696

Og nokkrar mynir frá Vín, Hanna Sól er orðin svo stór stúlka, hér að lita flotta mynd.

P4110697

Ásthildur mín er líka orðin voða stór og farin að lita eftir strikunum lika.

P4130783

Og vorið er komið í Vín.

P4130794

Með mömmu á leið úr leikskólanum.

P4130800

Með Dóná í baksýn.  Veit ekki hvort þetta er kanallinn eða áin sjálf.

P4130801

En glæsileg er hún.

P4130810

Og hér má sjá páskaliljur og hvítasunnuliljur.

P4130820

Já litla stúlkan mín er orðin stór. Heart

 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá myndir af litlu sætu stelpunum þínum og baksvipinn á pabba þínum.

Í bullinu um skýrsluna vantaði yfirlýsingar frá fólkinu sem bar stóran hluta ábyrgðarinnar, enginn sagði að hann hefði ekki gert neitt, en það var stóra málið, enginn gerði neitt.

Dísa (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 23:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín, já það er gaman að sjá hve þær hafa þroskast.  Og já enginn gerði neitt.  Þau eru öll eins og saklausir englar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2010 kl. 23:44

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegar myndir, peysan og húfan sem litla dúllan er í er ótrúlega flott. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta skýrslu mál gerir mig altaf reiðari og reiðari!Það dúkkar á kverjum deigi upp eitthvað nýtt sem er verra enn daginn áður,núna íkvöld,sukkið hjá Kristjáni Arasyni og frú.Það er mun meira heldur enn ég hélt,svo situr konan pollróleg á Alþingi og lætur sem ekkert sé.Oj bara.Ásthildur! svo vil ég endilega þakka þér fyrir frábæra síðu,og jafnframt óska þér til hamingju með hvað þú átt yndisleg barna börn.Myntirnar af þessari sórkostlegu fjölskildu ylja mér altaf um hjartaræturnar.:)

Þórarinn Baldursson, 16.4.2010 kl. 00:35

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     fALLEGAR MYNDIR KÆR KVEÐJA.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2010 kl. 01:35

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.4.2010 kl. 07:29

7 identicon

Ekki detta ofaní svarthol......það er svo leiðinlegt þar.  Vertu frekar með okkur hérna "uppi".  Hugsaðu um vorið og alla laukana sem ætla að blómstra fyrir þig á næstu dögum og vikum.  Þessi blóm ætla að blómstra...bara fyrir þig :)  Áttu góða helgi.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 10:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Berglind mín

Knús Jónína mín

Takk Helga mín

Takk fyrir hlú orð Þórarinn.  Það er sama hér ég verið reiðari og leiðari í hvert sinn sem eitthvað nýtt dúkkar upp, og viðbrögð þeirra sem fjallað er um verða fyrrtari, þeir gerðu jú ekki neitt, eða ætla að víkja til hliðiar tímabundið, og halda sig komast upp með slíkt, eða biðjast afsökunnar, ja svei því.  Ekkert alvöru eða hreinskilið, heldur bara til að halda andlitinu gagnvart fólkinu í landinu.

Takk Jóna Kolbrún mín, já þetta prjóna- og hekluverk er ótrúlega flott

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2010 kl. 20:16

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj... hvað það er nú gaman að sjá þær systur svona kátar með mömmu sinni. Krúttin litlu :)

Ég er ekki frá því að í Sólveigu litlu Huldu sé að birtast nýr Sigurjón Dagur algjör krúttbomba Vona að þú hafir það betra Cesil mín með hækkandi sól

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2010 kl. 21:13

10 Smámynd: Kidda

Þú ert svo rík mín kæra af allri fjölskyldunni

Það gerir okkur ekkert gott að vera í forarpyttinum eins og ég kalla hann en hægara að komast úr en í. Sem betur fer er vorið rétt handan við hornið og þá lifnar aðeins yfir manni. 

Mér skilst að það gæti komið til greina að fara vestfirðina í sumar og þá ætla ég sko að koma í heimsókn Gæti vel hugsað mér að vera í Tungudal í nokkurra daga afslöppun.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 17.4.2010 kl. 09:53

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt að sjá myndir af skvísunum, Hanna Sól er fullorðinslegri en áður, farðu vel með þig elsku vinkona, hlúðu að sálinni, sendi kærleik

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2010 kl. 13:22

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kærleiksknús í Kúluhús

Sigrún Jónsdóttir, 18.4.2010 kl. 21:18

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kidda mín það væri gaman að sjá þig aftur.

Takk Ásdís mín.

Knús Sigrún mín.

Það er bara eitthvað fjandans vesen á mér þessa dagana, næ ekki upp orku, get ekki setið við tölvuna og hef ekki haft þrek til að fara blogghringin og hef áhyggjur af því.  Því ég vil vera í bandi við ykkur mín kæru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband