Sonur minn lifir.

Undanfarið hefur mér liðið undarlega.  Það er svona ljúfsár tilfinning, bæði sorg en samt einhver innri gleði líka.  Gleðin er vegna þess að ég veit að sonur minn lifir.  Hann lifir en er farin þangað sem ég get ekki heimsótt hann, en hann kemur til mín.  Ég bæði finn það sjálf og svo fæ ég líka kveðju frá honum gegnum aðra.  Það þykir mér vænt um. 

Þetta byrjaði fyrir alvöru þegar mig dreymdi drauminn sem var fyrirboði slyssins á litla barnabarninu mínu honum Símoni Dag og skilaboðin frá Júlla mínum um aloe vera plöntuna og notkun hennar á brunasár.  Sagði frá því hér: http://asthildurcesil.blog.is/admin/blog/?entry_id=1033348

Ég hef oft fundið fyrir nálægð hans og veit að honum líður ekki vel yfir sorg minni.  En við getum hvorugt gert neitt í því.  Það verður bara að hafa sinn gang.  En mér líður vel með að vita af honum, og vita að honum líður vel og að hann lifir fallegu lífi við að hjálpa öðrum, rétt eins og hann gerði meðan hann var hér.

En síðan mig dreymdi þennan draum, hef ég einhvernveginn orðið vissari í minni sök með nálægð hans.  Og þess vegna er ég glöð inn í mér.  Það er gleði sem er eins og ljós.  Skín inn í mér og lætur mér líða betur.  Ég hitti konu í gær sem flutti mér skilaboð frá honum og staðfesti reyndar það sem ég sjálf vissi innst inni. 

Við ræddum líka um það hvernig aðstandendur sem farnir eru safnast saman til að taka á móti þeim sem fer.  Þetta hef ég upplifað nokkrum sinnum hjá þeim sem farnir eru.  Þau sjá ástvini og eru jafnvel farin að tala til þeirra rétt fyrir andlátið, eins og þau séu á mörkunum og viti varla hvoru meginn þau eru. 

Afi minn heitinn sá þetta vel, þegar hann fór í jarðarfarir, hann sagði mér oft frá því, hann sá kirkjugestina, prestinn og kistuna, en þar handan við voru þeir ættingjar sem tóku á móti þeim sem var að skipta um stað.  Hann sagði mér líka að gömlu konurnar í sveitinni komu í langan tíma í kirkju og jarðarfarir eftir að þær yfirgáfu þessa jarðvist.  Þær vor fyrst eins og þær voru upprunalega, en svo smám saman þynntust þær út, þar til þær sáust varla lengur og hurfu svo alveg.  Þá voru skiptin orðin raunveruleg, og þær sáttar við að fara þangað sem þeim var ætla.

Júlli minn þurfti ekki svona langan tíma, hann var kallaður í sérverkefni.

Yngsti sonur minn Skafti er að fara til Noregs, þá eru þau öll farin til útlanda börnin mín, nema Rolando.

Ég veit ekki hvort ég get heimsótt þau eins og ástandið er í dag.  En ég veit af þeim og get fylgst með þeim á netinu og í gegnum símann.  Með Júlla minn þarf ég innsæið til að hafa samband.  Það er í sjálfu sér ekkert óraunhæfara en síminn og netið.  En maður þarf að hafa trú á því að skilaboðin og tilfinningin sé rétt.  Og þannig er það með mig.   Það er gott að geta sagt upphátt og trúað því sjálf, sonur minn lifir.  Heart

IMG_3549


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ég lifi og þér munuð lifa" .. þetta eru orð sem ég trúi - og veit - eins og þú að við lifum áfram, þó að formið sé öðru vísi en við erum akkúrat í hér og nú.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.4.2010 kl. 11:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum sammála um þetta mín kæra vina, gleðilega páska og njóttu vel. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 12:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar, já og mér líður betur með þá vitneskju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2010 kl. 13:35

5 Smámynd: Kidda

Svona er bara lífið. báðum megin

Knús í páskakúluna

Kidda, 4.4.2010 kl. 15:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til baka Kidda mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2010 kl. 16:20

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott að heyra Ásthildur,  hef aldrei efast um óravíddir lífsins, sem við sem skoppum á jörðinni nú um stund sjáum reyndar bara í einni vídd.  Sumir hafa fengið að skyggnast í fleiri víddir, og borið okkur sögur af fögru mannlífi umvafið kærleik og umhyggju.

Manstu þegar ég bað þig að reyna að hugsa um Júlla í gleði og hlátri, þannig myndir þú hjálpa honum mest við vistskiptin.   Þú ert greinilega komin vel á veg og samskiptarásin orðin virk.

Gleðilega páska og hlýjar kveðjur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.4.2010 kl. 18:01

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Jenný og ég sagði þetta sama við þig, er mesta sorgin er liðin hjá þá að minnast gleðinnar.
Þú ert yndisleg Ásthildur mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2010 kl. 21:29

9 identicon

Sæl , Ásthildur mín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:45

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll. 

Jenný mín og Milla, já það er alveg rétt, ég man eftir þeim orðum ykkar.  Eina sem ég veit að hryggir hann er sorgin mín.  En ég get bara ekki gert neitt í því eins og er.  Veit bara að ég læri smátt og smátt að lifa með henni.  Og mér liður betur að vita að hann er ekki langt í burtu.

Blessaður Þói minn og gangi þér vel með þína heilsu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband