Mugison og Mugipapa og allar hljómsveitirnar á Aldrei fór ég suður.

Sit hér og hlusta á Aldrei fór ég suður hátíðina og er að dást að skipulagningunni, svona er prógrammið í dag.

Klikkhausarnir
Tom Matthews band
Ugly Alex
Jitney boys
Geirfuglarnir
Stjörnuryk
Mc Ísaksen
Kortér í þrjú!
Biogen
Sigríður Thorlacius
Yxna
Biggi Bix
Rúnar Þór
Hjaltalín
Orphic Oxtra
Sólinn frá Sandgerði
URMULL
Dikta
BlazRoca, Sesar A og Dj Kocoon
Nine elevens

Hlusaði á minn gamla við Rúnar Þór og hugsaði af hverju í andskotanum hafði ég ekki samband við hann og fékk að fara með honum á sviðið... nei ég er orðin of út úr þessu núna.  Hefði samt haft gaman af því. 

Núna er þessi Sól frá Sandgerði að spila, svo kemur Urmull og Dikta, Nine Elevens eru strákarnir okkar.  En ég sagðist vera að dást að skipulagningunni.  það er ótrúlega flott að verða vitni að þessari uppákomu, og hve allt fer vel fram og hve allir eru ánægðir, Mugison og Mugipaba og allir sem hafa hjálpað til og auðvitað líka Hálfdán Bjarka, þið eruð hetjur, það er ótrúlega mikið mál að skipuleggja svona uppákomu og hafa hana svona hnökralausa eins og reyndin er. 

Stubburinn minn kom heim alsæll með allskonar átograf frægra poppara, áritaða trommukjuða frá trommaranum í Dikta og margt fleira skemmtilegt. 

Þið eru svo sannarlega hetur og mig langar til að þakka ykkur innilega fyrir að standa í þessu streði og gera það svona rosalega vel.  Og hér fáið þið rós og hrós frá mér.

Rosir

 

  

Gleðilega hátíð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilega hátíð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.4.2010 kl. 02:40

2 identicon

Sæl Ásthildur.

Gleðilega Páskahátíð.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilega hátíð Þórarinn og Jóna Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2010 kl. 10:42

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega páska mín kæraOg ég á einhvertímann eftir að mæta á þessa glæsilegu hátíð hjá ykkur

Jónína Dúadóttir, 4.4.2010 kl. 10:59

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðileg páska sem og alla aðra daga.  Bestu kveðjur í "kúluna" gaman að heyra um framganginn há Úlfi, hvenær spilar hann á hátíðinni??? þá kem ég.

Jóhann Elíasson, 4.4.2010 kl. 11:08

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu ævinlega velkomin Jónína mín.

Jóhann ég held að það verð alls ekkert langt þangað til, hann er nú þegar lagtækur trommari, og hefur áhugann.  Þegar þeir stofna hljómsveit þá líður ekki á löngu áður en þeir vinirnir fara að spila á Aldrei fór ég suður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband