Aldrei fór ég suður.

Ég er að hlusta á Aldrei fór ég suður í tölvunni.  En brá mér aðeins á tónleikana áðan, nú eru Ingó og veðurguðirnir að syngja; erum að spila í kvöld á Ísafirði!!!

IMG_1716

Hér er hann og hann er að segja Halló Úlfur, svona bara fyrir mig. Wink Og Úlfinn, er að bíða eftir að koma fram.

IMG_1692

En ég er gift kóngulóarmanninum hehehehe

IMG_1693

Og þetta er auglýsing fyrir Murr kattarmat frá Súðavík, alíslensk framleiðsla.

IMG_1694

Það var algjörlega stappað við skemmuna hjá HNK í kvöld.

IMG_1695

Allt opið og svo vinalegt, ókeypis inn og þannig á það bara að vera.

IMG_1696

Stappa af fólki.

IMG_1697

Ótrúleg stemning.

IMG_1698

Dáni slikk sonur Laufeyjar og stjórinn hér.

IMG_1699

Hér er fólk á öllum aldri.

IMG_1701

Þetta er svona listræn mynd ehheh í þessum skrifuðu orðum er hljómsveitin Reykjavík að spila sem er að mestu ísfirsk.

IMG_1708

Hér erum við búin að pota okkur baksviðs, þar sem hljómlistamennirnir eru.

IMG_1709

Flottir.

IMG_1710

Mugipapa og fleiri

IMG_1711

Og hér eru þeir sem eru að bíða eftir að komast inn á sviðið.

IMG_1714

Þessi er algjört krútt!!

IMG_1716

Set þessa inn aftur því hér er ekki bara Ingó heldur líka Smári Karls frændi minn og Valdimar Jóhannsson sem er í mörgum hljómsveitum m.a. Reykjavík. Og rétt í þessu er verið að syngja afmælissöngin fyrir Smára því hann afmæli í dag til hamingju með daginn Smári minn!Wizard

IMG_1718

Og þegar ég fór heim, var enn að streyma að fólk úr öllum áttum.

IMG_1720

Ungir glaðir krakkar en sennilega fjölskyldufólkið að fara heim með börnin. 

Þetta er bara yndi.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Var þetta Úlfur þinn í fréttunum í kvöld. Allavega fannst mér þeir ekki ólíkir strákranir og báðir jafn efnilegir. Mannlífið er alltaf líflegra í smábæjum úti á landi.  Ég eyddi deginum í að þrífa og elda svo geggjaðan mat, en e.t.v. eru allir svo uppteknir af sínu, svo hér sit ég ein að blogga - reyndar mjög sátt.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 2.4.2010 kl. 23:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki vilja mínar 3 kisur smakka þennan íslenska kattarmat.  Ég kaupi hann samt, það er það besta sem hundurinn minn fær.  Murr kattarmatur og Urr hundamatur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2010 kl. 01:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki að furða þótt það sé ókeypis inn því stemmingin er alveg ÓBORGANLEG (var þetta ekki spaklega mælt?? )  Elli fær mitt atkvæði fyrir frumlegheit og skemmtun.  Væru allir jafn ungir í anda og hann er væri margt betra en það er.

Jóhann Elíasson, 3.4.2010 kl. 04:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elskan, nú er ég komin heim og fer beint að skoða hjá þér, gaman að þessum myndum og þessi skemmtun er bara einstök.

Minn hundur fær alltaf URR og þykir hann góður.

Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2010 kl. 09:19

5 identicon

Fagrar kveðjur í bæinn þinn fallega

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 10:37

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegar myndir, hann Ingó er Selfyssingur eins og þú örugglega veist og mikill gæðadrengur.  Þetta er flott hátíð hjá ykkur.  Kær kveðja vestur og njótið páskanna.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 12:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið. 

Sigrún mín ég held að hann hafi ekki verið í viðtali, hann hefði sagt mér frá því.  Það er gott stundum að vera einn með sjálfum sér, gott fyrir sálina. 

Já Jóna Kolbrún mín það er gaman að þessum dýrum.  Mínir eru báðir vitlausir í Murrið, en ég á ekki hund svo ég veit ekki um Urrið

Hehehe Jóhann jú þetta var mjög spaklega mælt

Takk Milla mín, þetta hefur verið aldeilis ferðalag á þér kona mín. 

Sömuleiðis Ragna mín.

Já ég man það þegar þú segir það Ásdís mín, man eftir honum úr Idolinu.  Þetta er myndarpiltur. Takk sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband