1.4.2010 | 22:15
Hátíðarundirbúningur og svo hitt og þetta frá mér.
Ég hef ekki haft tíma til að fara blogghringinn minn elskuleg, er á kafi í að grufla í mold og bara sinna mínu andlega atgerfi, það reynist stundum heilmikil vinna get ég sagt ykkur.
En hér eru nokkrar myndir frá því í dag.
Horfast í augu grámyglur tvær, sú skal vera músin sem mærir, kötturinn sem sig hrærir , fíflið sem fyrr hlær og skrímslið sem skína lætur í tennurnar Nei ég er búin að gleyma þulunni. En flottir eru þeir.
Áfram heldur þrautinn, þú skalt tapa flónið þitt.
Sagði þér það, ég er stærri og sterkari.
ég get sagt ykkur að hér er allt endurnýtt, gamlir snjóskaflar samanmokaðir verða fínustu rennibrautir.
Hef grun um að þetta sé í boði annað hvort Sólborgar eða Eyrarskjóls leikskólanna og fóstrurnar hafi fundið þessa frábæru leið til að skemmta ungunum sínum.
Og þau skemmta sér vel börnin.
Hér er verið að flytja snjó niður í miðbæ, til að setja skíðahátíðina, en svo var líka fluttur snjór upp á skíðasvæði, þannig að snjórinn er nýttur og endurnýttur allt eftir behag, geri aðrir betur.
Já hér skiptir allt um stöðu eftir því hvað þarf að nýta í það skiptið. Hér er bara hugsað í lausnum, frábært að gjörnýta alla möguleika. Bílarnir aka bara annarsstaðar.
Hér getur að líta út um bæjarhlaðið hjá mér hvar Aldrei fór ég suður hátíðin verður.
Fánarnir blakta við hún.
Skíðavikufánin og hinn íslenski vísa veginn inn í Tungudal og Seljalandsdal, dalina tvo.
Það er ekki mikill snjór en eins og sjá má, er nægur snjór í skíðabrautunum, bæði hefur verið ekið snjó úr miðbænum og svo framleiddur snjór og svo sendi Guð okkur smá líka svona yfirlag til að fullkomna verkið Málið er að þegar ég sá um skíðavikuna, þá galdraði ég bara snjóinn, þurfti ekki að keyra hann eitt eða neitt hann koma bara ofan af himinum.
Séð yfir Ísafjörð ofan af Tungudal.
Og hér er verið að undirbúa Aldrei fór ég suður, sjálfboðaliðar að reisa sviðið.
Málið er að þetta risabatterí er að mestu unnið af sjálfboðaliðum, og allir gefa vinnuna sína, líka þeir sem koma fram, þetta byggist allt á samvinnu frá smæsta verkefni til þess stærsta. Einungis þannig getur þetta gengið.
Eins og sjá má er það nauðsynlegasta komið líka þ.e. klósettinn
Hér er svo pókermót í fullum gangi. Hér er keppt um Júllabikarinn til heiðurs syni mínum, sem var liðtækur pókerspilari.
einhver þessara flottu stráka fara heim með bikarinn sem hér er í forgrunni. En skyldu engar stelpur spila póker?
Snæfjallaströndin hulin dulúð íslenskrar náttúru.
Annar snjóhaugur, önnur börn. Hér er allt nýtt sér til skemmtunnar.
Meira að segja bæjarbrekkan sett undir keppni. Ég er svo ánægð með hugmynda auðgi okkar unga fólks sem sér um skíðavikuna. Frábært aldeilis.
Eins og sjá má hefur snjó verið komið fyrir í bæjarbrekkunni og þar fór fram brunkeppni held ég.
Og allt þokast í rétta átt í Aldrei fór ég suður, það má skoða prógrammið á aldrei.is þar sem hægt er að sjá hverjir koma fram og hvenær, nema allt getur þetta skolast til, eftir því sem aðalgúrúinn segir Bjarki Slikk. En vonandi gengur þetta allt upp. Því mikil vinna liggur hér að baki. Gamanið byrjar klukkan sex annað kvöld.
Hér eru hetjurnar sem voru að vinna í dag á fulli við undirbúninginn.
Og veðrið fallegt eins og sjá má.
Vorglaðningur í kúlunni.
Og með kvöldsólina í baksýn óska ég ykkur gleðilegra Páska. Hér er allt tilbúið til að taka á móti gestum og gangandi, gleði ríkin og gömul andlit í sjónmáli. Þetta er yndæll tími. Ég vildi ekki missa af þessu. Eigið góða páska.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir eins og við var að búast Brandur toppar allt. Gleðilega páska og hafið það ætíð sem allra best í kúlunni.
Jóhann Elíasson, 1.4.2010 kl. 22:46
Gleðilega páska
Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2010 kl. 23:38
Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2010 kl. 23:39
Takk fyrir skemmtilega myndasýningu. Manstu þegar við fórum á Dalinn og þú rændir skíðunum hans Nonna og hafðir svo ekki lag á að festa ólabindingarnar? Það var brjálæðislega gaman að sjá bílstjórnana sem voru á leið upp Skíðaveginn þegar þú komst brunandi niður sitjandi á skíðum festum saman með samanvöfðum ólunum. Aldrei að drepast ráðalaus. Reyni að halda í ráðaleysisbannið enn í dag.
Dísa (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 23:52
Gleðilega páska.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2010 kl. 01:17
Takk fyrir innlitin. Já Jóhann minn Brandur er besti köttur, og það þarf ekki að smala honum eitt eða neitt
Knús Hrönn mín
Knús Ásdís mín
Já ég man eftir þessu þegar þú segir mér frá Því Dísa, við brölluðum ýmislegt á þessum tíma
Knús Jóna Kolbrún mín
Og gleðilega Páska!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2010 kl. 10:40
Gleðilega páska elsku Ásthildur mín, og fyrirgefðu hef ekki verið á blogginu í langa tíma kær kv
Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2010 kl. 17:30
Gleðilega páska elsku vinkona .
Brandur að ala hinn upp og kenna honum hver er æðri á heimilinu og ræður. Ef ég væri ung þá kæmi ég vestur á Aldrei fór ég suður, hlýtur að vera rosalega gaman á þeirri hátíð. Systurdóttir mín verður fulltrúi fjölskyldunnar á hátíðinni en hún er stödd á Flateyri hjá ömmu og afa yfir páskana.
Knús í skíðakúluna
Kidda, 2.4.2010 kl. 18:10
Gaman að sjá þig aftur elsku Katla mín.
Já ég veit að þú myndir njóta þín hér Kidda mín. Það er hægt að hlusta á þetta í beinni. http://snerpa.is/aldrei Knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2010 kl. 19:26
Já ég myndi njóta mín alveg örugglega, væri samt frekar á þessum aldri til í að moldvarpast með þér í gróðurhúsinu.
Knús í gróðurhúsið
Kidda, 2.4.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.