28.3.2010 | 17:12
Myndir og vor í kúlu.
Jæja þá er komið að myndabloggi. Ég hef sem betur fer haft nokkra af ungunum mínum í heimsókn þessa helgi, og reyndar ætlum við að borða saman í kvöld, ég var svo heppinn að finna þetta líka risalæri 2.8 k. sem ætti að duga fyrir okkur öll. En nóg um það. Her koma myndirnar.
Eldþyrnirunninn minn er flottur allan veturinn, nú fara bráðum að koma hvít blóm, og þá verður hann glæsilegur á að líta.
Kamilla drottning er að koma út með ný blóm. Hún er einkar glæsileg, reyndar opnaðist eitt blómið í morgun.
Páskarósin er yndislegt blóm, hún getur lifað úti og blómstrar gjarnan upp úr snjóbreiðunni. Þarna má líka sjá stóru grafmyrtuna. Þau lífga upp á vorið í kúlunni þessar elskur.
Perutréð er líka alveg að springa út. Samkvæmt dóttur minni, þá er þetta svipað komið áleiðis og í Vína. Ef til vill aðeins fyrr þar, enda meiri sól.
Fyrir brottfluttu ísfirðingana mína má sjá að ekki er mikill snjór í fjöllum núna í endaðan mars. Samt er nægur snjór uppi á Seljalandsdal fyrir gönguskiðafólk.
Við Svanfríður vinkona fjölskyldunnar fórum saman með pabba í bíltúr í gær, við fórum í hesthúsin, niður á höfn og komum svo við í Kúlunni. Hann var glaður með félagsskapinn, hann kemur í mat til okkar á eftir.
Smábarnið á heimilinu með uppáhaldsdótið sitt
Hann þvælist um með tuskudýrið sem Hanna Sól á reyndar, um allt húsið og er glaður með það.
Flott saman Snúður og Sigrún Hulda.
Hagaðu þér vel Snúður, segir Sólveig Hulda á barnamáli, hún er ekki farin að tala svo samkvæmt Mary Poppins skilur hún dýramál.
Skafti minn með dóttur sína, sem er eins og snýtt úr úr nösinni á honum, þegar hann var á hennar aldrei, og svo Sigurjón Dagur.
Ólöf Dagmar dugleg og flott ömmustelpa.
tvær sætar saman.
Grallararnir mínir komu líka í heimsókn. Þeir fengu að gista í nótt. Alltaf gaman í kúlu.
Það er nefnilega málið að kistan góða heillar, með öllum fötunum og ævintýrunum sem hún geymir.
Ef þið haldið að þarna sé eitthvað aldurstakmark, get ég frætt ykkur á því að meira að segja tengdadæturnar eiga það til að fá að fara í kistuna til að finna föt
Mamma ég þarf að fara í spidermann gallann geturðu hjálpað mér?
Já þetta verður í lagi.
Svo var sett upp leikrit og leikið fyrir okkur líka.
Sumir eru bara ALLTAF svalir!!!
Meðan aðrir fara á kaf í leikinn.
Þessi leikgleði og skemmturn barna er hrein og ómenguð orka ef við leyfum þeim að gefa okkur gleðina og kátínuna sem þau eiga og gefa frá sér.
Sköpunargleðina og allt það sem þau eiga til.
Þetta er bara skemmtilegt.
Og myndi sóma sér í hvaða leikhúsi sem væri.
En þessi ungi maður var reyndar á Broadway í Grunnskólanum þetta kvöld. New York New York.
Ég sendi ykkur öllum kærar kveðjur og knús.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegar myndir eins og alltaf, ég sakna stelpnanna ykkar gaman að sjá hvað lífið blómstrar hjá ykkur, vona að þú farir vel með þig elsku Ásthildur og hugir vel að sjálfri þér. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 28.3.2010 kl. 17:43
Takk Ásdís mín, ég reyni að fara vel með mig, og er komin í þá stöðu að hugsa hvort með því sé ég orðin sjálfselsk fram úr hófi eg hef beðið dóttur mína að senda myndir, en það er eitthvað vesen á því að koma myndunum í tölvutækt form, vonandi lagast það fljótlega. Þær eru annars ansi ánægðar eru að sulla í Dóná fara á hestbak og bara vera til þessar elskur. Og ég sakna þeirra rosalega mikið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2010 kl. 17:47
Það er gaman að sjá gróandann í öllum myndunum þínum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2010 kl. 20:30
Fínar myndir - .
En þú ert svo fróð um gróður - . Er eitthvert tré til sem heitir kónga - eða konungs-...?
Kveðja,
Ingibjörg
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 21:03
Þú ert ekki sjálfselsk, hef einmitt hugsað svona líka þegar ég var að vinna í sjálfri mér og ná mér á strik, þú bara verður að setja þig í fyrsta sætið um tíma. Gaman að heyra að stelpurnar hafa það svona gott, ég sé þær í anda sulla í Dóná.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.3.2010 kl. 21:24
Gaman að sjá gróðurinn allan hjá þér, hvað hann er kominn vel af stað. Og ekki síður að sjá hvað unga fólkinu finnst augljóslega gaman að koma í Kúlu og fá að njóta sín. En eigingirnin--, ef þú hugsar ekki um þig, hver þá? Við verðum að hugsa um okkur sjálf til að geta hugsað um aðra. Og aldrei held ég að þú komist hátt á lista sjálfselskra ef þeir sem velja þekkja þig. Haltu áfram að hugsa um þig svo við hin fáum betur notið þess sem þú setur hér inn. Þú ert alltaf yndisleg.
Dísa (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:30
Sæl Ásthildur mín! Ertu líka með græna fingur,allt leikur í höndunum (og höfðinu) á þér. Nú þegar grillir í vorið,lyftist á manni brúnin,ætti því að sljákka í manni ónotin
Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2010 kl. 00:26
Eldþyrnirinn er æðislegur eins og allt í skálanum þínum, mín kæra. Verð að viðurkenna að það er smá öfund í gangi hér Kistan þín hefur auðsjánlega mikið aðdráttarafl og það er margt sem leynist í henni. Barnabörnin þí eru heppin að eiga þig sem ömmu, minningarnar frá ömmu og afa í kúlu eru minningar sem aldrei munu hverfa.
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 29.3.2010 kl. 11:03
Það blómstrar allt nálægt þér greinilega... hvort sem það er gróður eða litlar sálir
Jónína Dúadóttir, 29.3.2010 kl. 12:22
Þetta er lífið og gróandinn
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:44
Takk innilega allar. Já Ragna mín, nú blómstrar allt í garðskálanum.
Jónína mín takk
HEhehe Kidda mín, þú getur sjálf bráðum haft ýmsar jurtir hjá þér ekki satt?
Helga mín, já ég hef alltaf verið með græna putta, oftast brúna af mold.
Takk elsku Dísa mín fyrir þessi orð.
Ásdís ég er ánægð með að heyra þetta, því það var farið að hvarfla að mér í alvöru
Ingibjörg mín, ég átta mig ekki á því, en það er eflaust til. Ég skal láta þig vita ef það rifjast upp fyrir mér.
Takk Jóna Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2010 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.