27.3.2010 | 11:15
Hugleiðing.
Ég er svona að pæla í ýmsum hlutum, fyrir utan að vera með ritstíflu, þá er hugurinn á fullu.
Ég verð að viðurkenna að stjórnmálin eru skrýtin í dag, og mér virðist ég ekki vera eina manneskjan um það að vera rugluð í rýminu.
Var til dæmis að sjá skoðanakönnun um flokkana í Reykjavík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur, og sá sem kemur sáir og sigrar er Jón Gnarr. Hann er sjálfsagt hinn vænsti maður og þau sem standa með honum að framboði. En er fólk virkilega ekki komið lengra en svo að það ætli að kalla yfir sig aðra búsáhaldabyltingu, með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki. Því þetta er ekkert annað en slíkt í öðru formi. Það er hlaupið á næsta hest út í miðri á.
Í fyrra tilfellinu er fólk sem gjörsamlega skilur ekki hvað er í gangi að ætla að kjósa yfir sig aftur og aftur sama spillta liðið sem hefur tröllriðið landinu undanfarin 20 ár eða svo, og svo hinir sem hlaupa á fyrsta flekan sem býðst.
Það tekur nefnilega tíma að byggja upp stjórnmálaafl. Það vitum við í Frjálslynda flokknum. Það hefur tekið okkur um að bil 12 ár í umbrotum og auðmýkingum, liðhlaupum, höfnun, lygum og rætni. Það sem vildi okkur til er að við höfum þessa góðu málefnaskrá, sem hefur alltaf staðið óhögguð.
Og fólk hefði betur hlustað á það sem forystumenn flokksins sögðu, þ.e. þeir sem hafa verið flokksmenn, en ekki þeir sem hlupu inn til að reyna að sveigja af leið. En það er einmitt það sem gerist við svona ný framboð, það er fullt af fólki sem hleypur á pallinn til þess að trana sjálfum sér fram, en ekki til að vera með í liðsheildinni. Það tekur tímann sinn.
Þess vegna er undarlegt að fólk skuli ekki velja það sem fyrir er, til dæmis Frjálslynda flokkinn, Borgarahreyfinguna eða Hreyfinguna, en stökkva beint á þann boltan sem rúllar framhjá skrautlegur og skær.
Ef við ætlum að byggja hér upp nýtt Ísland, þurfum við einmitt að bera ábyrgð á atkvæði okkar og skoða vel hvað er í boði. Hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Stefnumálin númer eitt tvö og þrjú.
Ég var virkilega undrandi að heyra það eftir viðskiptaráðherranum að hann furðaði sig á því hve lítil áhrif hrunið hefur haft á ástandið í landinu. Þá skildi ég loksins fyrir fullt að þetta fólk þ.e. ráðamenn landsins eru ekki í neinum tengslum við almenning í landinu. Þau lifa og hrærast örugg með sínar tekjur og afkomu, innan um alla hina sem eru með fastar tekjur og afkomu, samráðherra, fólkið í ráðuneytum, bankastjórnendur sem eru að taka allt sem hægt er að taka af almenningi og svo útrásarvíkingana sem þeir eru að vernda fyrst og fremst.
Almenningur stendur úti í kuldanum og horfir inn um hélaðar rúðurnar, eins og litla stúlkan með eldspýturnar.
Ég get sagt Gylfa Magnússyni það að þessi fjandans kreppa hefur gjörsamlega umbylt mínu lífi, hrakið mig úr öryggi út í kuldan, börnin mín öll farin eða að yfirgefa landið vegna ástandsins. Þetta virðist ekki valda neinum áhyggjum hjá því fólki sem lofaði að slá skjaldborg um heimilin og fólkið í landinu.
Steingrímur hefði til dæmis gott af að lesa gömlu ræðurnar sínar upp á nýtt, þessar sem hann flutti í stjórnarandstöðu, þau hann og Jóhanna ættu að leggjast yfir að lesa og LÆRA utan að kosningaloforðin sem nú liggja gleymd og grafin í glatkistunni.
Þau þurfa reyndar ekki annað en að lesa DV til að sjá að daglega er verið að bera fólk út úr húsum sínum, einstæðar mæður, ekkjur og bara venjulegt fólk, sem bankarnir láta bera út, þeir eru að eigna sér allt það sem almenningur í þessu landi á, og gera það meðan ríkisstjórnin horfir á með blinda auganu, algjörlega áhugalaus, og undrast hve lítil áhrif kreppan hefur haft í landinu.
En verst af öllu er að hugsa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn nái þeim tilgangi sínum að hrekja þessa duglausu ríkisstjórn frá. Því þá fyrst frysi í Helvíti.
Þeir eru núna grímulausir í afstöðu sinni til sægreifanna og sýna svart á hvítu að þeirra hjarta hrærist fyrst og fremst með peningaöflunum. Það er þeirra upphaf og endir. Við sáum þetta greinilega í Kastljósinu í gær þegar þær áttu saman Vigdís Hauksdóttir og Ólína Þorvarðardóttir. Frekjan og yfirgangurinn í framsóknarkomunni var yfirgengilegur og svo greinilegt að hún vissi ekkert hvað hún var að tala um. Ég var ánægð með Ólínu bæði í þættinum og svo það sem ég las um fundinn og fundafundinn í Edinborgarhúsinu.
Ólína þekkir miklu betur ástandið úti á landi, hefur kjark til að brjóta það til mergjar og segja frá. Kjark sem eiginlega enginn hefur haft hingað til nema Frjálslyndiflokkurinn og forystumenn hans. Enda hefur það brunnið þar vel á.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, lýðræðið kostar, það er ekkert sjálfgefið að við höfum það. Við sjáum það núna eftir áratuga kæruleysi og heimóttarskap í kjörklefanum hve við getum alið af okkur spillingaröfl og komið á nánast einræði Mammons. Við höfum látið það átölulaust að vera hlunnfarin, svipt eignum okkar og ættingjum og kosið sömu spillinguna yfir okkur aftur og aftur.
Hér þarf að vera breyting á. Nú þurfa menn að taka upp nýja háttu. Ég get bent þeim á sem hafa kosið undir hótunum L.Í.Ú manna um brottfluttning atvinnulífsins ef menn kjósa ekki rétt, að það veit enginn hvað maður gerir í kjörklefanum, þess vegna eru kosningar leynilegar. Til að fyrirbyggja að einræðisherrar misnoti fólk á þann hátt.
Við hljótum að þurfa að taka okkar ábyrgð á því hvernig málum er háttað í dag.
Okkur ber að veita aðhald og eina aðhaldið sem við eigum til er að kjósa ekki fólkið sem bregst okkur. Það er eina ráðið sem dugar, eina sem pólitíkusarnir hræðast. Það er vopnið okkar, en ef við bara kjósum til að kjósa, hugsunarlaust og með einhverjar glansmyndir í hausnum, þá verður vopnið bitlaust og við þurfum að híma fyrir utan hrímaðar rúður, skjálfandi og reið og horfa á dýrðina fyrir innan; eða eins og fjármálaráðherrann okkar fyrrverandi sagði þegar Frjálslyndi flokkurinn var á þingi og hafði áhyggjur af hvert stefndi; hvað er þetta drengir, sjáiði ekki veisluna!!!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá! Og sæl. Ég hef lítið velt fyrir mér hvaða flokki Æseif-skoðanasystkin mín tilheyra. Ég skráði mig í Kristin stjórnmálasamtök. Skoðanakannanir rata oft nálægt úrslitum kosninga. Rétt eins og raunin varð í hruninu,að flest atkvæði fengu núverandi stjórnarflokkar. Óhætt að segja að óánægja með,Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn hafi snúið fólki til V.G. og já Sf. Leiða má að því líkum að nú séu þeir refsiglöðu að snúa aftur "heim" ,því óánægja með stjórnarflokkana í dag ræður þar miklu. Svona á fótboltamáli (sem þú gefur þig lítt að) Nú eru varnir stjórnarliða að bila,þá sækja hinir og skora grimmt. Aðeins þetta með at,Ólínu og Vigdísar, ég hreinlega er engu nær enda sellurnar að dofna. Hugsaðu þér að BNA.forseta efni, eru dæmd eftir frammistöðu í kappræðum,en ´þar er reyndar tekið á öllum málum þjóðríkis,sýnist þeir sjaldan rekast á. Er að fara út að "anda",gangi þér vel og eins og kristinni manneskju sæmir enda ég á "Í guðs friði".
Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2010 kl. 14:26
Hæ, Ásthildur.
Já, Stjórnmálin á Íslandi í DAG,... eru vægast sagt skrýtin
og er þá vægt tekið til orða.
Góð grein hjá þér.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 20:53
Í raun eru kjósendur í siðferðislegri klemmu, það er næstum ekkert almennilegt heiðarlegt fólk í framboði. Ég get ekki kosið minn gamla flokk, Hreyfingin kemur næst mínum skoðunum í dag, svo þar á eftir Fjálslyndir. Fjórflokkinn þarf að senda í endurhæfingu, og sjálfsskoðun.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2010 kl. 22:07
Þetta eru góð skrif hjá þér nú sem endranær,það væri betur að fleiri hugsuðu eins og þú!Enn við Frjálslinda fólkið við erum ekki í kosninga kreppu eins og margir,þó það bæri illu heilli ekki árangur síðast.
Þórarinn Baldursson, 28.3.2010 kl. 02:11
Heil og sæl "kúlu Ásthildur" mín.
Fínn pistill hjá þér, og núna þegar helv. kreppan virðist vera að sökkva djúpt inn hjá almenningi, er ótrúlega afstætt að heyra þessar yfirlýsingar frá ráðamönnum. Þeir eru svona í grenju, hemju, og upphafnings leikriti allt eftir því hvernig klukkan slær.
Er samt stolt af Ólínu, hún stendur sig í málaflokknum "sjávarauðlindir Íslendinga" enda herskár baráttukona í hvíventa!
Vona samt heitt og innilega að þeir fari að þrykkja einhverri alvöru inn í málflutninginn. Walk the Talk, heitir það í stuttu máli.
Það virðist samt ýmislegt vera í pípunum ...... loksins, enn er þó beðið eftir hamarshögginu!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.3.2010 kl. 06:37
Góður pistill mín kæra
Jónína Dúadóttir, 28.3.2010 kl. 08:30
Alltaf gott að lesa tilfinningaþrungna pistla á mannamáli frá heilsteyptri konu
Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2010 kl. 11:49
Gott að lesa þetta, góður pistill eins og alltaf þú er sko "cool"Hildur
Ásdís Sigurðardóttir, 28.3.2010 kl. 12:00
Það er ekki ritstíflulegt það sem rennur frá þér í þessum frábæra pistli. Þetta er hverju orði sannara. Ef að þessar skoðanakannanir endurspegla vilja þjóðarinnar þá held ég að þjóðinni sé ekki viðbjargandi. Hvað þarf að berja fast á fólki til að það sjái í gegnum glansmyndina. Er það virkilega svo að það dugi að setja huggulega stráka í forystu flokkana. Ég held að það sé aðeins farið að falla á lýðskrumarann, Simund Davíð, og spái ég því að vegur framsóknarflokksins verði ekki mikill. En Sjálfstæðisflokkurinn virðist geta staðið af sér hvað sem er og er þá sama þó tugmiljóna styrkir komi frá einhverjum ónefndum að ekki sé nú talað um það sem kom frá félögum sem lifðu hátt á froðufé. Takk fyrir hugvekjuna. kveðja úr Andakíl Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 14:01
Sæl flokkssystir og takk fyrir síðast. Ég tek undir það sem sagt hefur verið um Ólínu Þorvarðardóttur nema mér fannst hún og Vigdís allt of frekar í þættinum og tala hvor ofan í aðra. Hún hefði grætt meira á því að láta Vigdísi tala meira . Hún stóð sig hinsvegar afburðavel í þætti með Friðriki J. Arngrímssyni framkvæmdastjóra hjá LÍÚ á dögunum. Hún er hinsvegar langt frá mér í þjóðmálum öðrum eins og aðild að ESB og það rugl allt saman. Annað mál Ásthildur, má ég fá lánaða eina mynd hjá þér frá þinginu okkar FF á dögunum sem er á blogginu þínu. Þær eru allar frábærar og ég ætla að nota hana á bloggið mitt ef þú leyfir það. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 14:54
Takk sömuleiðis Kolla mín, auðvitað máttu fá eins margar myndir og þú vilt. Og takk fyrir síðast. Já ég hugsa að þú hafir rétt fyrir þér að það hefði verið sterkur leikur að láta Vigdísi tala meira ég sá að einn af frammámönnum flokksins hér kommenteraði einhversstaðar á hana og sagðist ætla að rétta kúrsinn hjá henni á næsta landsfundi.
Þorsteinn já þetta er alveg stórundarlegt, enda er sagt að Flokkurinn sé ekki pólitík heldur trúarsamkoma, og ég held svei mér þá að það sé rétt. Vonandi tekst samt fólki að opna augun svona þegar nær líður kosningum og fara að hugsa um hvað það er að gera.
Takk Ásdís mín.
Takk Sígrún mín
Takk Jónína mín
Jenný Stefanía mín ég vona að þú hafir rétt fyrir þér með það að aðgerðir séu einhversstaðar handan við hornið. Ég skemmti mér vel yfir orðunum Þeir eru svona í grenju, hemju, og upphafnings leikriti allt eftir því hvernig klukkan slær. Er alveg sammála því. Enda er einhvernveginn upplýsingar og traust fjarri allri pólitíkinni í dag. Vonandi tekst okkur að rétta hjá þeim kúrsinn svo þau fari að taka sig á og vinna í okkar þágu en ekki sjálfra sín og sinna.
Takk þórarinn, nei við erum ekki í svona tilvistarkreppu, það skortir fé en við höfum tvær hendur hvert og eitt okkar, sem við erum ákveðin í að nota til að koma okkur áfram, sýnist mér á öllu.
Mikið rétt og góður punktur hjá þér Kolbrún Jóna mín. Við fáum ekki að velja á listana, því það er alltof mikið um að einhverjir toppar setji valda menn ofar en þá sem tilheyra grasrótinni. Þetta ber að hafa í huga þegar farið verður að stilla upp listum.
Einmitt Þói minn.
Já einmitt kristinn stjórnmálasamtök Helga mín. Gleymdi þeim. En það er mikið rétt að fólk hrekst til og frá, vegna þess hve stjórnvöld standa sig illa. Þess vegna þarf fólk að hugsa upp á nýtt og leyfa nýjum framboðum og nýju fólki að spreyta sig, það er eina leiðin til að skapa traust og trú almennings.
Ég bendi á vegna þess að talað er um að við fáum ekki lánafyrirgreiðslu, það er auðvitað vegna þess að hverjum dettur í hug að treysta íslenskum ráðamönnum fyrir meiri peningum, þegar þeir eru með allt niðrum sig, ekkert að gerast í að taka á þjófunum, útrásarvíkingar ganga enn lausir og verið er að afskrifa skuldir þeirra í massavís og gefa þeim svo fyrirtækin aftur. Sömu spillingarliði í bönkunum afskrifa alla sem eru vinir og meðbræður og henda svo almenningi út í djúpulaugina. Halda menn ða ráðamenn annara landa fylgist ekki með? það gera þeir auðvitað og eru þess vegna ekki tilbúnir að henda góðum peningum á eftir slæmum. Svoleiðis er það bara, enda myndi það bara hjálpa stjórnvöldum að afskrifa hjá fleiri millum. Lán sem bærist stjórnvöldum í dag, myndi EKKI GAGNAST ALMENNINGI Í LANDINU, þess vegna vilja menn ekki lána íslendingum í dag. Þannig er það bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.