25.3.2010 | 14:42
Árshátíð Grunnskólans á Ísafirði 2010.
Fór á árshátíð Grunnskólans á Ísafirði í morgun. Það var virkilega skemmtilegt að sjá alla þessa kátu krakka gera svo fína hluti. Þarna voru flottir búningar og skemmtilegar sýningar. Kennarar skólans og krakkarnir eiga þakkir skildar fyrir þessa frábæru sýningu.
Hér eru aðalkynnarnir.
Fyrsti bekkur söng skemmtilega á mörgum tungumálum. Ótrúlega flott.
Þau sungu á íslensku, kínversku, ensku og eitthverju afríkutungumáli.
Hver bekkur kynnti svo sína sýningu. Hér eru annars bekkingar. Þau byrjuðu með Palla einum í heiminum, og ræddu um að það væri betra að deila öllu með vinum sínum, heldur en að vera einn.
Hér er hann Palli með allt dótið og sælgætið, en hann er bara einn. Eins og útrásarvíkingur.
Þá er nú betra að deila með vinum.
Og muna að við erum öll á sama báti í heiminum.
Og syngjum öll sama söngin í kór.
Þriðjubekkingar spáðu í hvað aðrar þjóðir geri á sínum árshátiðum, hér syngja grænlendingar.
Í USU dansa þeir auðvitað línudans.
Í Afríku dansa þeir tryllta dansa.
Kína er kurteisin uppmáluð.
Og á Spáni dansa þeir flamengo í skrautlegum kjólum. Ætli einhverjar mömmu hafi ekki setið við að sauma?
Í frace kyrja menn svo aluette.
Fjórðubekkingar fóru með okkur í víking til Ameríku.
Þar brugðu þeir á leik.
Hér er Auður Djúpugða, sem var svo vitur að hún vissi að einn og tveir voru þrír
Finmtubekkingar tróðu upp með brandara og sögur, hér erum við í bíó.
Flottir kynnar, eins og þau voru reyndar öll.
Sjöttubekkingar buðu okkur í ævintýraferði um norðurlönd, þar heimsóttu þau Hálsaskóg, Kardimommubæ, Kattholt og fleiri góða staði.
Ræningjarnir ákveða að ræna Soffíu frænku til að taka til.
Soffía frænka þarna og bakararnir og fleiri góðkunningjar norrænna ævintýra.
Sjöundi bekkur fór með okkur á tímaflakk á vegum indíjána til að reyna að losna við mafíósa. Hér er New York New York. Úlfurinn þarna fyrir miðju.
FLottur er hann.
Sjá drenginn minn, að dansa.
Hér eru mafíósarnir og Indíjánarnir.
Já þau voru flott og mikið gaman að þessu innilega takk fyrir mig.
það hefur ekki verið neitt smáverkefni að finna alla þessa flottu búninga, og aga alla þessa fjörugu krakka og koma þeim svona vel á sviðið, þar var hvergi neinn bilbugur eða tafs, allt gekk ótrúlega smurt og vel. Ég ráðlegg foreldrum og aðstandendum að fara og sjá þessa flottu sýningu í fyrramálið kl. 9. Að vísu sá ég svo ekki eldri bekkingana, þeir sýna í kvöld. En vel þess virði að fara og sjá.
Hreykin með mömmu eftir sýninguna Óðinn Freyr.
Og litla ömmuskottið Sólveig Hulda.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau hafa verið ótrúlega góð krakkarnir oft mætti nú taka meira tillit til þess sem þessi frábæri ungdómur í landinu er að segja og gera.
Jóhann Elíasson, 25.3.2010 kl. 15:14
Hæ. Ásthildur
Hvað er meira spennandi en að vera sem barn , þáttakandi í einhverju svona, Hvort ég man.
Frábærar myndir. Takk fyrir .
Kær kveðja á þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 16:53
Þetta hefur verið æðislegur morgun hjá ykkur. Man hvað þetta voru skemmtilegir dagar í den og þvílíkt flottar sýningar oft, mikil vinna á bakvið. Til lukku með flotta Úlfinn ykkar. Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2010 kl. 17:07
Flott hjá þeim. Örugglega verið mikil en skemmtileg vinna hjá þeim. Úlfur er flottur þarna og amma getur sannarlega verið stolt af stráknum sínum
Dísa (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 18:33
Jóhann ég er sammála, við eigum að veita börnunum meiri athygli. Dugnaðinum, einlægninni og réttlætiskenndinni þeirra, þá værum við í betri málum í dag.
Jamm þói minn, við vorum þarna á sínum tíma ekki satt?
Já Ásdís mín, þetta var bara rosalega skemmtilegt og góð upplifun.
Dísa mín já stubburinn minn var virkilega ánægður á æfingum og glaður í dag, og þau eru að sýna aftur í kvöld þessi eldri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2010 kl. 19:27
Svona sýningar þar sem öll börnin taka þátt, eru mjög skemmtilegar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2010 kl. 22:33
Sætt.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.3.2010 kl. 00:21
Takk fyrir frábæra myndasyrpu
Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.3.2010 kl. 01:33
Flott hjá þeim
Jónína Dúadóttir, 26.3.2010 kl. 06:45
Börn eru besta fólk:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 08:05
Þori ekki alveg að sverja fyrir það en ég held að foreldrum á höfuðborgarsvæðinu sé ekki boðið á árshátíðarsýningarnar í grunnskólunum. Man aldrei eftir að hafa heyrt af því.
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 26.3.2010 kl. 20:21
Þetta heitir að lyfta Grettistaki.
Takk fyrir að deila með okkur sem búum annars staðar.
Í mínum bæ er foreldrum - ömmum - öfum - frænkum - frændum - alltaf boðið á allar hátíðir hjá nemendum skólans.
Kveðja,
Ingibjörg
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 20:25
Já þetta er Grettistak Ingibjörg mín. Alltaf gaman að sjá þig droppa inn.
Hvað segirðu Kidda mín, er foreldrum ekki boðið að koma og sjá það sem börnin eru að æfa og gera svo fallega og vel. það er miður.
Eimmitt Ragna mín.
Svo sannarlega Jónína mín.
Mín er ánægjan Margrét mín.
Takk Hildur Helga, sá ekki betur en þitt fólk væri þarna líka
Þetta er afar þroskandi fyrir börnin Kolbrún Jóna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.