Frjálslyndir á landsþingi.

Eins og ég sagði áður brá ég mér af bæ og fór á landsþing Frálslynda flokksins sem haldið var á Hótel Cabin á helginni.

IMG_1421

Færðin var eins og best á kosið, Hesturinn alltaf jafn glæsilegur.

IMG_1428

Þó við eigum ekki eldgos hér vestanlands, þá eigum við nokkuð sem jafnast alveg á við eitt slíkt.

IMG_1429

Ótrúlega tilkomumikið og ekki þarf að hætta flugi, eða rýma hús og loka vegum.

IMG_1431

Röðull glaður rennur,

og rökkrið nálgast senn.

IMG_1432

Ekki öskugjóska bara sól og ský.

IMG_1433

Og hvítir fannatindar.  Þvílíkt land sem við eigum Íslendingar.  Og hve suma langar að selja það eða gefa útlendingum, til að vera stórir karlar í útlöndum.

IMG_1444

Þetta er hann Grétar Mar æringi og prakkari.  Við áttum góðar stundir saman Frjálslynd föstudag og laugardag.  Ég tók nokkrar myndir en fyrst ætla ég að setja inn stjórnmálaályktunina sem var samþykkt á fundinum.

Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins

 

Mynd_0460945

Því verður ekki á móti mælt að ef stefna Frjálslynda flokksins hefði orðið ofan á við stjórn landsins á síðasta áratug, þá stæði þjóðin nú í allt öðrum og miklu betri sporum.  Frjálslyndi flokkurinn barðist gegn einkavinavæðingunni, verðtryggingunni, skuldsetningu þjóðfélagsins og illræmdu kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.

 

Eina leiðin fyrir Íslendinga út úr þröngri stöðu er að auka framleiðslu og gjaldeyrisöflun en alls ekki að fara leið AGS og Fjórflokksins um stóraukna skuldsetningu, niðurskurð og hækkun skatta.  Við endurskoðun

efnahagsáætlunar AGS verði tekið mið af íslenskum raunveruleika. Beinasta leiðin við öflun aukins gjaldeyris er að gera betur í þeim atvinnugreinum sem þjóðin gerir vel í s.s. sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu.

 

  

 

 

 

 Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað rökstutt að hægt sé að ná miklu mun meiri verðmætum í sjávarútvegi án aukins kostnaðar með því að fiskur fari á frjálsan markað, taka í burt hvata til brottkasts, veiðiheimildir verði auknar verulega og bæta nýtingu.  Möguleikar ferðaþjónustunnar eru ótæmandi enda er landið fagurt og gott en almennt glímir atvinnugreinin líkt og aðrar við gríðar háa vexti sem verður að lækka. Nauðsynlegt er að samningar um stóriðju verði gagnsæir og tryggi úrvinnslu afurða. Ýta á  undir almenna nýsköpun í smáu sem stóru í;  líftækni, tækni, landbúnaði og þjónustu. Horfa skal til skynsamlegra lausna óháð kreddum,  við eflingu atvinnulífs s.s. að tryggja iðnaði og garðyrkjubændum rafmagn á hagstæðu verði.

 

Kreppa er staðreynd á Íslandi en hún er skilgetið afkvæmi sambúðar spilltrar stjórnmálastéttrar og fjárglæframanna.  Frjálslyndi flokkurinn hafnar því að afleiðingarnar af henni lendi með fullum þunga á þeim sem síst skyldi og eiga enga sök. Fjármagnseigendum var bættur strax skaðinn en skuldugur almenningur látinn blæða og blæðir enn.

 Allir eiga rétt á mannréttindum og viðunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan.  Stöðva verður að fólk sé hrakið út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verð- og gengistryggðra lána. Tryggja verður sanngjarna lausn, lágmarksframfærslu og að sérstök áhersla verði lögð á aðbúnað þeirra sem erfa munu landið.  Endurskoða þarf samspil álagningar skatta og beitingu skerðingarreglna hjá Tryggingarstofnun svo tryggja megi eldri borgurum, öryrkjum og atvinnulausum viðunandi lágmarks laun.    

Staða mála í íslensku samfélagi kallar á endurmat á skipulagi samfélagsins  og á það jafnt við um stjórnskipan  og samkrull hagsmunasamtaka.  Frjálslyndi flokkurinn hvetur fólk til virkari þátttöku í kjarabaráttu en verkalýðsforystan er orðin verulega höll undir Fjórflokkinn og  á í óskiljanlegu samkrulli við Samtök atvinnulífsins.  Minni atvinnurekendur og nýliðar í rekstri eiga lítið skjól í SA sem virðast telja það heilaga skyldu að viðhalda óbreyttu kerfi sérhagsmuna. 

 

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun lagt áherslu á að landið verði eitt kjördæmi.   Ráðherrar skulu víkja af þingi til þess að skerpa á þrískiptingu valdsins.

 

Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna. Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi beinu lýðræði. Þjóðaratkvæðagreiðslur færa valdið til þjóðarinnar  frá stjórnmálastétt sem bundin er á klafa þröngra sérhagsmuna. 

 

Tryggja skal rétt minnihluta þingsins til  þess að vísa málum til þjóðarinnar en það leiðir til þess að leiðtogar stjórnarflokka sem ráða sínu þingliði verði ekki einráðir við lagasetningu

 

Sömuleiðis er það krafa að 10% atkvæðisbærra  manna geti með undirskrift hjá opinberu embætti, s.s. sýslumanni eða ráðhúsi, látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál.  Sömuleiðis skal halda í málskotsrétt forseta Íslands.

 

Festa skal í sessi að stjórnlagaþing verði kallað saman á 25 ára fresti til þess að  tryggja að grundvallarlög lýðveldisins verði tekin til endurskoðunar fjórum sinnum á öld.

 

Við hrunið hafa mikilvægustu stofnanir landsins misst trúverðugleika sinn og fer Hæstiréttur ekki varhluta af því. Grundvöllur þess að bæta þar úr er að það ríki almenn sátt í samfélaginu um skipan dómara að tilnefning dómsmálaráðherra þurfi samþykki aukins meiriluta Alþingis.

 

Bæta þarf vinnubrögð Alþingis m.a. svo að fundir þingnefnda verði í  heyranda hljóði en það tryggir opin og lýðræðisleg vinnubrögð.

 

Standa skal vörð um að háskólar og fjölmiðlar ræki hlutverk sitt sem miðstöð og miðlun gagnrýnar hugsunar en mikið hefur skort þar á.  Frjálslyndi flokkurinn leggur til að Háskóli Íslands þiggi ekki stöður eða styrki til einstakra embætta, heldur verði styrkjum veitt í einn pott sem úthlutað verði til rannsókna.  Það yrði til þess að sérhagsmunaöfl, s.s. LÍÚ, geti ekki búið áróður í fræðilegan búning og gengisfellt  háskólastarf.  Tímabært er að taka aðferðir Hafró til gagngerrar endurskoðunar. Uppbygging fiskistofnanna  síðustu áratugina hefur ekki gengið eftir, enda stangast aðferðir Hafró á við viðtekna vistfræði.

 

Frjálslyndi flokkurinn mun setja sér siða- og umgengnisreglur sem fela m.a. í sér að frambjóðendur undirriti drengskaparheit um að láta af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn ef viðkomandi verður viðskila við hann.

 

Nú í niðursveiflunni,  er talsverður vandi að afla fjár í gegnum skattkerfið til þess að halda uppi samfélagslegum gæðum  á borð við; menntun, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, trygga lágmarksframfærslu o.s.f. Hætt er við að aukin skattheimta skrúfi efnahagslífið í enn frekari niðursveiflu og því mikilvægt að fara varlega í skattahækkanir. 

 

Ísland ætti í ljósi biturrar reynslu  vafasamra fjármagnsflutninga að verða leiðandi á alþjóðavettvangi um upptöku Tóbínskatts á fjármagnsflutninga á milli landa. 

 

Ekki verður séð að Ísland eigi nokkuð erindi inn í ESB, en sambandið er hvorki vont né gott í eðli sínu heldur stórt hagsmunatengt stjórnkerfi. Sérstaklega í ljósi fiskveiðistefnu sambandsins og harðneskjulegrar afstöðu í garð Íslendinga í kjölfar bankahrunsins.

 

Íslenska þjóðin getur átt bjarta framtíð en þá verður hún að þora að losa sig úr viðjum séhagsmunabandalaga og vinna sameinuð að aukinni verðmætasköpun og atvinnu í landinu.

Svo mörg voru þau orð. 

En sem sagt þetta var gott þing og umræður miklar, og ekki allir á sama máli með alla hluti frekar en er þegar margir koma saman.  En málin voru rædd og komist að niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við.

IMG_1446

Unnið í málefnavinnu.

IMG_1447

Það mæddi mikið á þessum tveimur dömum, sem voru ritarar fundarins.

IMG_1448

Það var svo tekið matarhlé, maturinn á Hótel Cabin er bæði ódýr og góður.

IMG_1449

Hér voru fleiri ísfirðingar, þau voru í keppnisferðalagi í íþróttafélaginu Ívari.  Stóðu sig vel sumir komust í undanúrslit. 

IMG_1451

Hér er Rannveig mín og Sela Pétur sem er kallaður svo strandamaður, þau voru að vinna í málefnahópi.

IMG_1453

Svo var komið að kosningum, hér talar annar frambjóðandinn um varaformann, Ásta Hafberg fyrir sínum áhugamálum.

IMG_1457

Ábyrgðarfullur formaður, Sigurjón var einn í kjöri, og ég óska honum velfarnaðar í nýju en erfiðu starfi, hér er mikið verk óunnið, en þau þrjú Ásta hann og Grétar Mar standa ekki ein, því hér eru margir tilbúnir til að bretta um ermar og hjálpa til.

IMG_1458

Það voru margir á fundinum, og mörg gömul traustvekjandi andlit, þeirra sem hafa verið með frá upphafi, líka ný andlit tilbúin til að leggja sitt á vogaraflið, og svo þeir sem voru að koma aftur eftir hlé, vegna leiðinda.  Það var einkar ánægjulegt.

IMG_1461

Menn klöppuðu fyrir nýkjörnum formanni.

IMG_1475

Tveir þungavigtarmenn í Frjálslyndaflokknum, töffararnir Guðjón Arnar og Grétar Mar.

IMG_1478

Það var slegið á létta strengi um kvöldið og þá er Pétur Bjarnason alveg nauðsynlegur með nikkuna.

IMG_1480

Vinur minn Jens Guð hér fremstur meðal jafningja.

IMG_1482

Sæt saman formaðurinn og frúin.

IMG_1485

Helga Þórðar sú sem skipulagði þingið er hér að bjóða upp útrásarvíkinga.

IMG_1489

Frú Barbara Kristjánsson hafði líka heklað flottar húfur sem menn gátu keypt.

IMG_1491

Hér er vinur minn Guðsteinn Haukur, sem ég hef aldrei séð, en þekki samt vel.

IMG_1492

Georg fá Vestmannaeyjum kom og sá og sigraði inn í miðsstjórn.

Takk öll fyrir frábæran fund og skemmtileg heit.  Ég er vongóð um að við náum vopnum okkar og komumst aftur á ról.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnað

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 18:12

2 identicon

Flottur hópur og glæsilegar myndir.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 19:15

3 Smámynd: Kidda

Er ekki einsdæmi að það sé svona snjólétt á þessum árstíma ?

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 23.3.2010 kl. 22:18

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er Villi Valli hættur á nikkunni? Auðvitað er hann ekki alstaðar þar sem harmonikuspil er á Ísafirði.Man bara þegar henn spilaði t.d. í samkomuhúsinu á Þingeyri hvað maður var heillaður af,leik hans. Ég hélt mest upp á (man ekki hvernig er skrifað)chíkó,chíkó.Jæja Frjálslindir að vakna. Jens Guð,með gull í mund, smekkmaður. Kveðja

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2010 kl. 22:24

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegar myndir og fróðleg frásögn.  Takk fyrir mig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2010 kl. 01:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Einmitt Ragna mín flottur hópur, tilbúin að bretta upp ermar og vinna landin sínu og þjóð til góða.

Kidda mín jú þetta er mjög óvenjulegt á þessum tíma, en voða notalegt samt.

Villi Valli grípur enn í nikkuna hef ég trú á, en hann lagði saxan á hilluna, allavega hætti hann í lúðrarsveitinni í fyrra.  Villi Valli var mörg á einn af aðal hljómlistamönnunum hér og er ennþá, hefur gefið út tvo hljómdiska.  ég man eftir chiko chikó.  Já Jens er flottur. 

Takk og knú Kolbrún Jóna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2010 kl. 09:24

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Bjart yfir Frjálslyndum núna, ekki veitir af öðrum möguleikum en fjórflokknum. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 11:04

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Jóhanna mín.  Satt er það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2010 kl. 11:04

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.3.2010 kl. 22:07

10 identicon

Sæl Ásthildur og takk fyrir síðast.  Þetta var ánægjulegt eins og það á að vera, hef fulla trú á að okkur takist að blása lífi í flokkinn okkar aftur enda eigum við erindi við fólkið í landinu kv. úr Andakíl Steini Árna.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 03:01

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Þorsteinn nú látum við hendur standa fram úr ermum. 

Knús Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2010 kl. 14:11

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er farin að þekkja svo ansi marga hjá Frjálslyndum

Sigrún Jónsdóttir, 26.3.2010 kl. 10:57

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég stóðst ekki mátið að lauma þessu öllu saman inn á bloggið mitt.

Jens Guð, 26.3.2010 kl. 12:28

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott þetta Ásthildur, en mikið er ég gapandi á myndinni! hehehehe ... p.s. það var gaman að hitta þig loksins!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.3.2010 kl. 14:58

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðsteinn Haukur minn þú ert að ræða málin  Segðu A.....

Velkomið Jens minn.

Við erum bestust Sigrún mín og þú líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2010 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband