Draumur - eða skilaboð að handan?

Ég brá mér örstutt af bæ og fór á landsþing Frjálslyndaflokksins.  Það var virkilega ánægjulegur tími, og gott andrúmsloft.  Loksins er sami gamli friðurinn og var í árdaga flokksins, sömu gömlu tryggu andlitin og hlýjan og væntumþykjan sem var, en einnig ný andlit og fersk, og svo gömlu félagarnir sem höfðu flúið lætin og erjurnar sem voru orðin nánast óþolandi sem eru að týnast inn aftur. 

Skemmtilegast var að heyra að eftir meira en áratug, stendur málefnasamningurinn eins og klettur.  Svo vel var staðið að gerð hans fyrstu árin.  Sumt hefur áunnist, þ.e. aðrir flokkar hafa tekið að hluta til undir þau sjónarmið sem koma þar fram, önnur bíða.  Það hefði betur verið hlustað á okkur í meira mæli.  Guðjón Arnar sagði líka í sinni lokaræðu að hann væri fastur fyrir, og ef menn kæmu nýjir inn í flokkinn og vildu svo fara að breyta um kúrs, yrðu þeir að yfirgefa flokkinn.  Stefnan og málefnin héldu.  Málefnasamningur sem grasrótin hefur unnið og skrifað upp á blívur.  Auðvitað þarf alltaf að vera að skoða og bæta inn í eða breyta smávegis, þar sem tímarnir breytast, en svo sannarlega stendur megin kjarni okkar föstum fótum.  En því verður ekki breytt nema á landsþingi með meirihluta atkvæða.  hægt er að skoða hann á xf.is

Ég á eftir að koma hér með myndir og upplýsingar um fundinn okkar, en það verður ekki í dag. 

merki

Við hittumst þrjár dömur á Kaffi Hressó á sunnudaginn og ræddum landsins gagn og nauðsynjar.  Við vorum fulltrúar Samfylkingarinnar, Frjálslyndaflokksins og Borgarahreyfingarinnar.  Eftir þær umræður er ég komin á þá skoðun að við konurnar, þessa venjulegu og svo mjúku mennirnir eigi að fá stjórnvölin í hendur og fá að leysa úr málum landsmanna.  Við höfum réttu sýnina og kunnum að tala saman og vinna saman.  En það er bara alltaf þessi eiginhagsmunastefna og pot sem er að fara með allt til fjandans.

c_documents_and_settings_skrufa_my_documents_my_music_my_pictures_akureyri_906461_907385

Þess vegna ber ég von í brjósti um aþingi götunnar, það er bara fólk eins og ég og fleiri sem þar eru að vinna þarft og gott starf.

 

En ég ætla að segja ykkur núna dálítið sem bar fyrir mig, þessa helgi, og mér þykir afar merkilegt.

Ég skrifaði þetta upp, svo ég gleymdi ekki smáatriðunum. 

 

Aðfararnótt laugardagsins 20. mars dreymir mig draum sem var svo erfiður að ég vaknaði upp og fann hvernig það hríslaðist óttatilfinning um mig alla.  Var ekki svefnsamt eftir það.

 

En mig dreymir að ég send fyrir ofan og innan æskuheimili mitt Vinaminni.  Það var snjór yfir, snjófjúk og dimmt.  Þá sé ég flugvél koma út úr kófinu, og fer sína vanalegu leið inn fjörðinn.   Ég hugsa samt og veit að það er ekki kveikt á ljósabúnaðinum á vellinum.  Svo flugvélin fer aftur. 

 

Skömmu síðar birtist hún aftur, en nú er líka við hlið hennar önnur flugvél, þyrla.  Ég horfi á þessar tvær flugvélar fljúga yfir mig og inn fjörðinn, en ég sé að þetta muni ekki enda vel, þær eru of nálægt hvor annarri loks fer svo að litla vélin (þyrlan) rekst utan í þá stærri og þeytist upp í fjallshlíðina og það kemur heilmikið bál.   Ég missti sjónar af hinni flugvélinni, en veit samt að hún hefur flogið áfram, frussað öllu bensíninu úr og yfir bæ sem stendur þarna Hafrafell.  Ég hugsa með mér að það þurfi að aðvara fólkið, því ef einhver neisti verði, þá muni húsið standa í björtu báli vegna bensínsins.  Ég vissi ekki símanúmer fjölskyldunnar, en hringi í 112 og bið um að fólkið sé vakið. 

 

Ég vakna þarna upp og líður ansi illa.

 

Ég sagði fólki þennan draum á laugardagsmorguninn, og ein þeirra spyr mig hvort ég sé berdreymin.  Ég segi að mig dreymi stundum fyrir ýmsu, en það sé yfirleitt tákn sem ég skilji.  Segi þeim frá fiskabúrunum sem mig dreymir oftast undan atburðum, og fer eftir ástandi fiskana og búrsins hvort hann er fyrir góðu eða slæmu. 

 

Um kvöldmatarleytið er svo hringt í mig, það var vinkona tengdadóttur minnar sem býr í Noregi.  Hún segir mér að yngsta barnið þeirra sonar míns hafi brennst illa og hafi verið fluttur með þyrlu á sjúkrahús og sé haldið sofandi.   Það sé ekki vitað hvort hér sé um að ræða tveggja eða þriggja stigs bruna.   Fannst mér sem þarna væri einhver vísbending.   Ég náði svo í son minn um kvöldið í síma, og fékk þetta staðfest.  Ég spurði hann hvort hann hefði brennst eitthvað líka, þar sem hann sat með barnið þegar þetta gerðist.  Nei sagði hann ég brenndist ekkert. 

 

En það var svo aðfararnótt sunnudagsins sem ég fékk samhengi í málið.  Það var einhvern veginn komið til mín, ýtt inn í huga minn atburði sem ég var búin að gleyma.  En  sem sýndi mér svart á hvítu að hér var verið að koma til mín skilaboðum.

 

En það gerðist fyrir nokkrum árum að við fjölskyldan voru stödd í Fljótavík, þangað sem við förum oftast einu sinni á ári.  Júlíus sonur minn var þarna líka, og eitt kvöldið þá var kveiktur varðeldur, og hann ætlaði að sprella, tók upp í sig flugvélabensín og ætlaði að frussa því út úr sér, og leika eldgleypi.  Það vildi ekki betur til en svo að það kviknaði í bensíninu í andlitið á honum og hann skaðbrenndist.  Það vildi  honum til að þarna var stödd stúlka, sem var gift lækni á Akureyri.   Það er sími á einum  bæ þarna, sem var óvenjulegt á þeim tíma, en hún gat hringt í manninn sinn norður og fengið upplýst hvað bæri að gera gegnum símann.  Hún og móðir hennar vöktu svo alla nóttina yfir syni mínum og kældu andlit hans.  Það kom svo flugvél morguninn eftir  og sótti hann og hann fór á sjúkrahúsið.  Þar fékk hann að vita að andlit hans væri tveggja til þriggja stigs bruna, og hann mætti búast við að fá ör.  En hann og yngsti bróðir hans Skafti, fóru heim og ég átti stóra aloe vera plöntu, sem þeir skáru niður og suðu úr mjöð.   Þetta bar hann svo á andlit sitt stanslaust.  Eftir viku, þegar hann fór í eftirlit á sjúkrahúsið var andlit hans gróið, og ekkert ör að sjá.

 

Þegar þetta rifjaðist upp fyrir mér, skildi ég drauminn.  Þarna voru allar vísbendingarnar komnar.

 

Stóra og litla flugvélin, eldurinn, meira að segja frussið með flugvélabensínið, síminn og fyrst og síðast, plantan sem læknaði hann svo vel.

 

Það eina sem ég var hugsi yfir var að mig dreymir þetta aðfararnótt laugardagsins, en barnið brennist ekki fyrr en á hádegi daginn eftir.  Það er eins og þetta hafi verið vitað fyrirfram og gerðar ráðstafanir til að koma skilaboðunum áfram til mín.  Ég þykist sjálf sjá puttaför sonar míns á þessu.  Og er viss um að hann var þarna að senda skilaboð.  Og þegar ég kveikti ekki á perunni, gerði hann aðra tilraun.  Með því að koma atvikinu inn í huga minn í svefni. 

Ég er sannfærð um að ef eldri sonur minn fer eftir þessum ráðum, mun barninu batna fyrr og vera öralaus. 

angel

 

Eigið góðan dag elskurnar.  Og það er gott að vera komin heim aftur.  Tíminn flýgur frá manni þegar svona er.  Og enginn tími gefst til neins.  Það er bara vinna og útréttingar.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Velkomin heim aftur, hafði grun um að þú værir í bænum á þessum fundum

Þetta með Aloe Vera plöntuna þekki ég mjög vel á eigin skinni. Tók einu sinni utan um hausinn á lóðbolta og fann þegar húðin festist við hann. Allur lófinn var sár á eftir. Tól plöntuna mína, skar af henni öðru megin og hreinlega pakkaði lófanum í opin blöð af plöntunni. Sviðinn og sáraukinn hurfu um leið og ég ber engin merki um þetta og húðin var gróin vel daginn eftir.

Draumurinn er magnaður.

Knús í draumakúlu  

Kidda, 22.3.2010 kl. 17:48

2 identicon

Velkomin heim, skildi ekki af hverju ekkert fréttist af þér. Draumurinn er alveg ótrúlegur, vonandi að drengurinn grói vel.

Dísa (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 19:59

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er búin að rækta Aloe Vera plöntur í stofuglugganum mínum undanfarin 22 ár.  Ég hef líka reynt á eigin skinni hvernig brunasár læknast og skilja ekki einu sinni eftir sig ör.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2010 kl. 21:03

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://huxa.blog.is/album/myndir/image/430531/   <-  Mynd af móðurplöntum Aloe Vera ræktunarinnar og nokkrum græðlingum, ég gef plönturnar þeim sem vilja.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2010 kl. 21:25

5 Smámynd: Ragnheiður

Æj vesalings barnið og fólkið hans allt.

Ég á ekki Aloa vera plöntu en sé að hún er greinilega þarfaþing...

Kær kveðja til þín mín kæra

Ragnheiður , 22.3.2010 kl. 21:25

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það var hreint yndislegt að fá loksins að hitta þig Ásthildur, og var þetta afskaplega vel heppnað landsþing, ég hlakka til að sjá myndirnar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.3.2010 kl. 22:22

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já Guðsteinn minn, það var meiriháttar að hitta þig, og þú ert jafnvel ennþá flottari svona í augsýn.

Já Ragnheiður aloa vera er þarfaþing.  Ég á plöntur frá Júlla mínum og nota þær við öll brunasár hér á þessu heimili og allskonar sár.  Heyrði reyndar um barn sem drakk einhvern hroða og var vart hugað líf, svo datt einhverjum í hug að gefa því Aloa vera seyði, og því var bjargað. 

Jóna Kolbrún mín, já þínar líta mjög vel út.  Mágkona mín í Mexícó er með eina stóra í garðinum sínum, og hún tekur alltaf enda af henni sem snýr út í sólina, segir að þær séu kraftmestar.

Hehehe Dísa mín, já þetta var svona örskotsferð, hitti bæði Magga Reyni og Adda.  Þetta var bara frábært þing.

Kidda mín sé að hér eru margir sem nýta sér þessa frábæru plöntu með góðum árangri.  Og já þessi draumur var sterkur.  Svo fékk ég skilaboð í nótt líka, var hér heima hjá mér, og hér var kona sem mér fannst vera amma mín, þó hún liti öðruvísi út, en ég vaknaði með þessi orð í hausnum; ég ætla að láta þig hafa peningana, þá þarftu ekki að fara.  þú mátt ekki fara þessa hættuför.  Ég svaraði í huganum að ég væri ekki að fara neitt.  En er talsvert hugsi yfir þessu.  Eins gott að þetta var ekki fyrir Reykjavíkurferðina, þá hefði ég ekki þorað að fara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2010 kl. 23:28

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aloe Vera plantan gerir kraftaverk á bruna

Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 00:02

9 Smámynd: Kidda

Ég kýs að túlka síðasta drauminn þannig að þú finnir peninga til að halda kúlunni.

Sá mínar í gærmorgunn og þær eru orðnar hálfdapurlegar, enda hafa þær gleymst í bílskúrnum í marga marga mánuði. Í þó nokkuð mörgum bókum sem ég á um glervinnu, hvort það er glerbræðsla, perlugerð eða um lóðun á gleri þá er marg oft talað um sem eitt af verkfærunum eða því sem nauðsynlegt er að hafa í kring um sig er góð  planta af Aloe Vera.

Jóna Kolbrún, ertu til í að skipta á Aloe Vera og jukku? 

Knús í draumakúluna  

PS eru ekki blómin og trén farin að vakna í gróðuskálanum

Kidda, 23.3.2010 kl. 08:32

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Hrönn mín.

Það væri gaman ef það reyndist rétt Kidda mín.  Aloa vera er dugleg að jafna sig og lifir við ótrúlegustu aðstæður bara ef henni verður ekki kalt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 09:06

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2023071

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband