15.3.2010 | 23:54
Se la vive
Það er alveg eins og vorið sé komið, það er komið vor í fuglana, og líka manneskurnar, það er vor í lofti segja menn og líta í kring um sig, heldurðu nokkuð að veturinn komi, segir fólk og horfir á mig og bíður eftir að ég segi eitthvað sem skyggir á gleðina. Þau muna nefnilega ennþá eftir því þegar ég sá um skíðavikuna í nokkur ár hér um árið, og var í viðtali í útvarpinu og spyrillinn segir við mig; og hvernig ætlarðu svo að halda skíðaviku Ásthildur, hér er allt marautt og enginn snjór og páskarnir eru eftir tvo daga. Ég drjúg með mig svaraði, snjórinn kemur. Um leið og ég geng út úr húsinu, er byrjað að snjóa, og það snjóaði stanslaust í fleiri daga, það kom þvílíkur snjór að menn höfðu varla séð annað eins lengi. Og svo fór fólk að biðja mig um að láta hætta að snjóa Í nokkur ár á eftir spurði fólk, ætlarðu nokkuð að láta snjóa svona mikið núna Ásthildur En að öllu gamni slepptu, þá er vorið einfaldlega komið í hjörtum og huga okkar hér.
Maðurinn minn á góðri siglingu um sundinn blá og kollan líka.
Brandur á vaktinni, hann er að kenna litla dýrinu reglurnar.
ég bauð minni elskulegu fjölskyldu í mat á sunnudaginn, bráðum missi ég þau líka til Noregsi. En sem betur fer verður Sigga mín og Sigurjón og Ólöf eftir hér í bili að minnsta kosti. Svona er það bara.
Nýjasta línan í húfum er hér að líta. Töffara en allt sem er töff.
Zorró og Snúður, flottir báðir tveir.
Rétt missti af tækifærinu, snúður svaf í feldinum á Zorró.
Svo er hér nýjasta auglýsingin, svona í tilefni auglýsinga sem hafa dunið á okkur undanfarið:
Þú hefur fengið lán í bankanum þínum til að gera við leka á þaki hússins. Bankastjórinn á þrjú börn, elsti sem er drengur er auðvitað búinn að fá gott vel launað starf í bankanum, telpurnar tvær eru í dýru námi erlendis. Hann þarf því að krefja þig um að borga lánið með vöxtum og verðbótum og vaxtavöxtum. Um leið og þú skríður á síðustu metrunum til mæðrastyrksnefndar geturðu glatt þig með því að þú átt þinn þátt í hagvexti landsins Stöndum saman!
Eigið góða nótt elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022151
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki óska eftir snjó elsku dúllan mín..... þetta er fínt svona
Jónína Dúadóttir, 16.3.2010 kl. 07:13
Knús
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 07:43
Það væri bara gott að fá vor snemma núna, en ég get svo vel unnt skíðaunnendum þess að fara á skíði, hér er grátið vegna snjóleysis í fjallinu.
Yndislegar myndir að vanda krúsin mín
Kærleik í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2010 kl. 08:43
Alveg sátt við að halda vorinu áfram. Verst með snjóinn að það er svo erfitt að stjórna honum. Hann á að vera á skíðasvæðum og sleppa byggð, en oft verður það öfugt, hann fýkur af skíðasvæðunum í byggðina. Gaman að sjá fjölskylduna saman þó fá séu. Bara að njóta.
Dísa (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 08:47
Það væri óskandi að það myndi bara snjóa inni í Tungudal tímanlega fyrir skíðavikuna. Heitir skíðavikan núna Aldrei fór ég suður?
Þú ert heppin að ná svona mörgum myndum af Brandi,Snúð og Zorró saman. Um leið og ég ætla að ná í myndavélina þá fara mín frá hvort öðru.
Knús í kisukúluna
Kidda, 16.3.2010 kl. 08:57
Kidda mín já það væri óskandi að það væri nægur snjór um páskana. Þetta eru eiginlega tvær óskildar hátíðir, Aldrei fór ég suður er tónlistarhátíð, sem Mugison, Mugipapa og margir fleiri standa að, en skíðavikan hefur verið hér frá árinu 1937, en féll niður nokkur ár og var svo endurvakinn. Þar er margt til skemmtunnar, en mest þó í sambandi við skíði, Garpamót, páskaeggjamót, furðufatadagur og grill og sælgætisregn eru með því sem alltaf er.
Hehe Dísa mín já það er erfitt að stjórna snjónum. Manstu í gamla daga þegar við vorum að ösla snjóinn út Seljalandsveginn í skólann, stundum alveg upp í klof.
Takk Milla mín. Já ég er svo sem fegin að hafa svona lítinn snjó, en það mætti vera meira af honum í brekkunum.
Knús á móti Ragna mín.
Ókey Jónína mín, ég lofa
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2010 kl. 11:09
Frábærar húfur Ég væri alveg til í eina svona appelsínugula.
Annars er ég ánægð með hvað hljóðið í þér er gott Knus og kram
Hrönn Sigurðardóttir, 16.3.2010 kl. 11:13
Takk Hrönn mín, já ég er að hjarna við. Jamm þessar húfur eru töff.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2010 kl. 11:47
Það er skrítið þetta veðurfar sem umvefur jarðarkúluna okkar nú um stundir, farið að vora á Ísafirði í mars.... Ég hélt að oftast væri þá allt á kafi í snjó þar. Og mikið eru ferfætlingarnir þínir fallegir. Ekki ónýtt að spóka sig um með þeim á ljúfum vor-vetrardögum.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.3.2010 kl. 21:14
Mér finnst hann Snúður þinn algjört æði, myndirnar þínar eru alveg ótrúlega fallegar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2010 kl. 01:08
Það er oftast allt á kafi í snjó á þessum tíma Sigrún mín. En nú er bara komið vor.
Takk Jóna Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2010 kl. 11:04
Já vorið er að koma, það fer ekki milli mála Falleg fjölskyldan þín og Snúðurinn litli alveg frábær, greinilega ekki hræddur við Zorró þótt hann sé hundur
, 17.3.2010 kl. 11:08
Takk Dagný mín. Nei Snúður er ekki hræddur við Zorró, enda er það frekar Brandur sem tuskar hann til, þegar hann gerist of æstur í leikaraskapnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2010 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.