14.3.2010 | 12:03
.........Og lífið heldur áfram.......
Ungi maðurinn okkar hélt veislu á föstudaginn, hér voru u.þ.b. 20 flottir krakkar, æska þessa lands lofar svo sannarlega góðu. Þau sáu sjálf um allan undirbúning og tóku svona það mesta eftir sig, eftir veisluna. Við hjónin brugðum okkur í næsta hús, svona til að leyfa þeim að vera í friði. Vissum jú að hávaðinn var mikill.
Undirbúningur í fullum gangi.
Vissuð þið að strákar geta líka staujað? Ef það þarf að gera sko!
Og það er svo auðvitað hjálpast að.
Og það er ekki bara Páll Óskar sem hefur svona flotta JD veislu. Þetta var allt saman tekið í alvöru, og dansgólfið af markað, og sjónvarp og magnari við dansgólfið.
Allt að verða klárt, og Snúður fylgist með af athygli.
Tinna frænka bakaði fullt af pizzum, og svo var gos snakk og nammi.
Flottur, hann er orðin táningur.
Tinna mín dugleg, hér er hún að prjóna peysu milli þess sem hún bíður eftir að deigið hefi sig.
Og litla bjarta Sólveig Hulda var með mömmu.
Dugleg lítil stúlka.
Og hér er Birta mætt í afmælisveisluna. Svo voruekki teknar fleiri myndir, þvi við þurftum að vera farin þegar gestirnir kæmu.
Snúður er mikill leikköttur.
Og hann er að verða svo stór.
Það má sjá af myndum að mikið hefur tekið upp af snjó hér, enda hitinn fyrir ofan frostmark í marga daga, 4 - 7 ° ekki amalegt, heitara en í Vín, sýnist mér á tölum úr veðurfregnum.
Já þessar eru fyrir fjallafólkið mitt og gömlu ísfirðingana.
Svo vil ég þakka ykkur öllum innilega fyrir innleggin ykkar hér fyrir neðan, ég las þau oft yfir og þau glöddu mig mjög mikið.
Ég sá svo fallega sögu hér á einu blogginu, sem mig langar að setja hér inn.
Bloggarinn heitir Anna. Og hér er þessi falllega saga, sem á svo mikið erindi til okkar í dag.
Faðirinn og dóttir hans föðmuðust innilega á flugvelinum. Bæði vissu að þetta væru þeirra síðustu samfundir - hann var háaldraður og veikburða, hún bjó í fjarlægu landi. Loks urðu þau að skilja þar sem síðustu farþegarnir voru kallaðir um borð.
-Ég elska þig. Ég óska þér þess sem nægir, sagði faðirinn við dóttur sína. -Ég elska þig líka pabbi. Ég óska þér þess sem nægir, sagði dóttirin. Farþegi sem stóð þar hjá stóðst ekki mátið að spyrja við hvað þau ættu með þessari ósk.
-Þetta er ósk sem gengið hefur frá kynslóð til kynslóðar í fjölskyldu okkar, sagði gamli maðurinn. Hún merkir:
Ég óska þér nægilegs sólskins til að líf þitt verði bjart.
Ég óska þér nægilegs regns til að þú kunnir að meta sólskinið.
Ég óska þér nægrar hamingju til að þú varðveitir lífsgleðina.
Ég óska þér nægilegrar sorgar til að þú gleðjist yfir litlu.
Ég óska þér nægilegs ávinnings til að þú fáir það sem þú þarfnast.
Ég óska þér nægilegra ósigra svo að þú metir það sem þú átt.
Ég óska þér að þú finnir þig nógu velkomna til að geta afborið hinstu kveðjustundina.
(Þessi saga birtist t.d. í bæklingi sem heitir Æðruleysi, kjarkur, vit - orð til uppörvunar á erfiðum tímum í samantekt Hr. Karls Sigurbjörnssonar. Skálholtsútgáfan gefur út).http://blossom.blog.is/blog/blossom/#entry-1030259
Megið þið eiga góðan og yndælan dag öll mín kæru og aftur og innilega takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megir þú líka eiga indælan dag mín kæra og þakka þér fyrir að leyfa mér að kíkja inn hjá þér
Jónína Dúadóttir, 14.3.2010 kl. 12:18
Ætíð hlýnar manni um hjartaræturnar er maður lítur inn hjá þér ljúfust mín
Kærleik í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2010 kl. 12:33
Njóttu dagsins elsku Ía mín, fallegur drengur Úlfurinn ykkar, það hefur verið gaman í veislunni. Yndisleg sagan, takk fyrir mig
Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2010 kl. 12:48
er að prufa nýja tölvu,sendi þér kveðju
Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2010 kl. 15:08
Falleg saga. Eigum við ekki stundum að staldra við og njóta lífsins og alls þess sem við höfum? Þetta hefur verið flott veisla hjá honum Úlfi. Ég var að kenna fyrir nokkrum árum í framhaldsskóla og get sagt það án þess að blikna að krakkarnir voru hvert öðru frábærara og með þá vissu að þau sjái um mig þegar ég verð gamall verð ég alveg áhyggjulaus, ég hefði áhyggjur ef lið eins og Heilög Jóhanna og Steingrímur Júdas myndu sjá um mig.
Jóhann Elíasson, 14.3.2010 kl. 15:43
Takk fyrir þetta Ásthildur.Lífið er fallegt í unglingunum okkar.Unglingar eru besta fólk.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 15:56
Takk öll sömul. Þetta var virkilega fallegur dagur, og gefandi á margan hátt. ég fór upp í gróðurhús og fjölgaði pelargoníum, sáði dverghvítþini með fræjum úr garðinum hjá mér og ætlaði að heimsækja pabba á sjúkrahúsið þar sem hann dvelur nú, en hann hafði þá skroppið með mági mínum í íbúðina sína á Hlíf og var þar alsæll, vildi ekki í bíltúr. bara njóta þess að vera heima hjá sér smástund. Svon erum erum við. Viljum bara njóta augnabliksins, þannig á það að vera. Kjötið mallar í ofninum og ég bíð eftir að sonur minn og fjölskylda komi í mat. Þau elska lærið hennar mömmu og sérstaklega sósuna. Svona er lífið. það er bara það sem við sjálf gerum úr því, ekkert flóknara en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2010 kl. 18:18
Alltaf gaman að kíkja í kúluna til þín. Hafðu það sem allra allra best.
Helga Magnúsdóttir, 14.3.2010 kl. 19:16
Ía mín ég fylgist með þú átt allt gott og fallegt skilið og þátt þú eftir að finna.
ssssssmikið er alltaf fallegt hjá ykkur.
Kv. Erla SV.
erla (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 19:42
Hæ,ekki veit ég hvaða fjör hefur verið í tölvunni,en vonandi skilur þú þetta?
Kv.Erla
erla (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 19:49
Asskoti ertu flott kona, Ásthildur! Ætla að taka mér þig til fyrirmyndar. Takk fyrir innblásturinn.
Rannveig Guðmundsdóttir, 14.3.2010 kl. 21:06
Fallegar myndir af frábærum strák og stað. Sagan er yndisleg og segir okkur mikið. Við þurfum bara það sem nægir en heimtum oftast meira.
Skilaðu kveðju til pabba þíns.
Dísa (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 22:11
Gull að leza alltaf þitt bloggerí.
Þú nærir anda minn & zál.
Takk.
Steingrímur Helgason, 14.3.2010 kl. 22:39
Ég óska þér þess sem nægir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2010 kl. 23:48
Innilega takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 08:28
Erla mín mikið er gaman að sjá þig hér. Ætlaði löngu að vera búin að hafa samband. Já ég skil þetta alveg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 08:36
Það hefur verið vaka fjör í kúnni þetta partýkvöld
Sagan sem fylgir með segir svo margt sem við erum fyir löngu búin að týna niður í græðgi og öðru.
Hvernig gengur að sá fyrir sumarblómunum?
Knús í partýkúluna
Kidda, 15.3.2010 kl. 09:46
falleg saga og fallegir strákar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 10:34
Kidda mín það gengur bara vel. Ég er að prikla eða dreifplanda núna, og svo að taka græðlinga. Þetta er allt að koma sig hjá mér.
Takk Birna Dís mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.