10.3.2010 | 12:04
Smá nöldur í gömlu hrói.
Ég sit ofan í einhverri tímalausti holu og á erfitt með að krafla mig upp á bakkann. Mér er sagt að þetta sé fullkomlega skiljanlegt og það er meira að segja orð yfir þetta fyrirbæri, kallast ef ég man rétt áfallastreituröskun. En þetta birtist þannig að ég er eins og dofin, einhver innri söknuður og tregi. Ég er afllaus og tilfinningarnar hanga utan á mér. Ég kem mér ekki að neinum sköpuðum hlut, og á erfitt með að hitta fólk. Þó passa ég vel upp á að það sjáist ekkert utan á mér. Brosi og heilsa eins og ekkert sé. En finn hve ég er sundurtætt innaní.
Ég veit að þetta gengur yfir og ég veit líka að þetta er bara hlutur sem allir sem ganga í gegnum það sama verða fyrir. Sumir taka þetta út strax, aðrir eru að mjatla þetta smám saman.
Ég verð að taka á, til að fara á fætur á morgnana. Finn að hugurinn fer niður í holuna í myrkrið, ég verð að beita öllu mínu þreki til að láta hugan hoppa yfir þessa andstyggðargloppu Vera jákvæð, hugsa eitthvað fallegt Erfitt að einbeita mér, þess vegna hef ég ekki farið blogghringinn minn nú í nokkra daga, ég hef einfaldlega ekki orku til þess. Sorrý mínir elskulegu vinir. Þetta kemur fljótlega, nú fer að koma sá tími að það þarf að grufla í moldinni og fylgjast með því þegar plöntur fara að vaxa og dafna. Þær eru að gæjast upp úr moldinni og brosa til mín.
Að vísu ekki haustlaukarnir, þó það gæti sem best verið einmitt þannig.
Og nú vill bankinn eignast húsið mitt. Ég er víst enginn útrásarvíkingur sem get látið afskrifa skuldirnar. Verst að ég nýtti þá ekki í eigin þágu, þessum peningum sem ég á ekki til. Þeir fóru í annað.
En svona er lífið bara. Það gengur upp og niður. Og þó okkur finnist það stundum liggja meira niður en upp, þá vitum við að meðan við höfum heilsu og góða fjölskyldu þá er það einmitt það sem skiptir mestu máli. Svo er að sjá til með hitt. Hvernig maður getur spilað úr stöðu sem virðist vera vonlaus.
Málið er bara að þegar maður er orðin 65 ára og bráðum 66 Þá finnst manni einhvernveginn að það sé sá endi sem ætti að vera hvíld og rólegheit. Ekki sama þrælkunin og í upphafi, þegar við vorum að byggja upp hreiðrið og koma ungunum á legg. En lengi má manninn reyna.
Þó ég sé að nöldra svona geri ég mér grein fyrir því að það eru margir sem eru miklu verr settir en ég. Það er ekki málið. Við erum svo mörg í þessari súpu sem snýst endalaust og sogar allt niður í miðjuna. Við erum bara svo mismunandi langt frá miðjuhringsoginu. Að sumir ná að grípa í bakkann, meðan aðrir sogast niður. Og einhvernveginn hefur alveg gleymst að setja öryggisnetið undir niðurfallið.
Við sem hreykjum okkur af að vera svo rík þjóð. Og sum okkar sem endilega vilja borga skuldir til erlendra aðila langt umfram það sem okkur hugsanlega ber. Samanber fréttaritarann í Englandi sem sagði að íslendingar væru ekkert svo fátækir það þyrfti ekkert að vorkenna þeim að greiða skuldina. Við viljum nú ekki láta líta á okkur sem ölmusuþjóð sagði hún svona einhvernveginn, og hló við. Jamm svo er nú það. Við erum svo rík. Við erum svo rík að það er fullt af fólki á götunni, eða á leið þangað, þegar bankarnir bjóða upp húsin. Við erum svo rík að fólk tekur leiðina út þegar það sér ekkert framundan.
En ég ætlaði ekki að hafa þetta svona langt og mikið væl. Mig langaði bara til að heilsa upp á ykkur og segja að ég væri orkulaus og hef þess vegna ekki kíkt við hjá ykkur.
Set kannski inn nokkrar myndir til að létta þetta aðeins. Ég hef ekki heyrt frá litlu tátiljunum mínum um hríð. Ég sakna þeirra líka. Það er samt gott að vita að þær eru glaðar og hjá mömmu og pabba sínum.
Ásthildur litla í Náttúrminjasafninu í Vín.
Að leika við afa.
Afi og Hanna Sólin.
Óðinn Freyr og Daníel Örn í heimsókin.
Prinsessan mín fallega.
Og svo fara lömbin að fæðast bráðum.
Svo líður tímin og alltaf vorar meira og meira, og okkur eykst þróttur þegar sólin fer almennilega að skína á okkur.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku vina. Kærleiksfaðmlag með vindinum til þín.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 12:08
Knús og kærleikur
Hlý vinarkveðja, Ester.
Ester Júlía, 10.3.2010 kl. 12:13
Hafðu nú engar áhyggjur þó svo að þú heimsækir okkur á bloggið. En ég kannsat aðeins við þessa áfallastreituröskun og tel mig vita svona nokkurn veginn hvað þú ert að ganga í gegn um.
Ég bara trúi því ekki að kúlan verði boðin upp.Skil eiginlega ekki þessa aðsókn íbúðalánasjóðs og bankastofnana að vilja safna íbúðum og öðrum fasteignum í sína eigu. Til hver spyr ég eins og fávís kona. Á svo að koma með .ær allar á markað í einu og snarfella íbúðarverðið.
Nei við almúginn skulum borga og borga svo að hægt verði að afskrifa fyrir auðmennina. Hef heyrt að það sé ekki einu sinni hægt að semja um smáskuldir lengur, nema að þekkja einhvern háttsettan starfsmann í bönkunum.
Vona svo sannarlega að ykkur takist að klóra í bakkann og halda kúlunni. Fallið þið annars ekki undir frestunin fram í okt að mig minnir.
Kærleikur, knús og orka í kærleikskúluna ykkar
ps. Gæsin okkar Gunýjar gengur stundum vel að koma sér að verki. Get, ætla skal.
Kidda, 10.3.2010 kl. 12:57
Vonandi fer allt á besta veg hjá ykkur kúlubúum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2010 kl. 13:56
´Kæra Ásthildur!
Að létta á hjarta er líkn í nauð,
að látast er erfiði dagsins,
og berjast um lífsins daglega brauð
og brosa allt til enda,lagsins.
Þessi varð til einhvern tíma við svipaðar aðstæður,á svipuðum aldri og þú ert nú. Ég trúi að eitthvað verulega gott gerist. Bestu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2010 kl. 14:13
Það hefur margt gengið á hjá þér undanfarið Ásthildur mín og ekkert skrítið að vera svolítið dasaður eftir að vera komin inn úr storminum. Njóttu þess bara að vera í núinu. Þar er allt, sem skiptir máli hverju sinni. Fotíðin má liggja á fyrir utan þar sem hún á heima og það sem ókomið er er jafn órætt og alltaf og óþarfi að brjóta heilann mikið um það. Vertu bara viss um að þú ert auðug af kærleik og velvilja hvert sem þú kannt að snúa þér. Eftir allt, þá getur tilveran tæplega annað en batnað. Lífspendúllinn staldrar alltaf örlítið við áður en hann sveiflast að nýju. Þar ertu núna. Það fer allt vel.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2010 kl. 14:35
Sæl mín kæra ljúfa vina. Ég þekki því miður djúpið svarta sem sogar mann að sér og stundum langar mann að skríða ofan í djúpið og ílengjast þar. Við þurfum öll einhvern tíma á lífsleiðinni á hjálp að halda en mikið ansi er nú oft erfitt að viðurkenna það og að leita eftir henni í staðinn setur maður bara upp andlitið og þykist bara brattur þó svo að maður fari beint afsíðis og brotni saman. Allt sem þú ert búin að ganga í gegnum á skömmum tíma er meira en nokkur móðir/amma ætti að gera á heilli mannsæfi. Þó svo að enginn geti skilið að fullnustu sorg þína og söknuð, þar sem engir tveir upplifa hlutina á sama hátt og svo skjótast upp allavega misvitrir sérfræðingar með ráðleggingar og uppástungur (eins og ég) en mín reynsla er sú að yfirleitt er betra að ræða hlutina og helst við einhverja sem eru manni ekki nátengdir, vegna þess að við höfum tilhneigingju til að reyna að hlífa þeim sem standa manni næst og vera duglegur þeirra vegna. Ég hugsa til þín í bænum mínum og ef þú getur notað mig a einhvern mögulegan/ómögulegan hátt þá veist þú hvar mig er að finna.
Hulda Haraldsdóttir, 10.3.2010 kl. 16:43
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:44
Stundum vildi maður helst sofa eða finna þann sem getur skilað barninu manns sem af manni var rifið. Enn er kvikan svo sár og daglegt amstur svo ömurlega snúið.
Kær hjartans kveðja til þín elskuleg
Ragnheiður , 10.3.2010 kl. 19:55
Á engin huggunarorð handa þér Ásthildur mín, en ég hef verið á svipuðum stað þótt ekki hafi ég misst eins og þú, þökk sé almættinu. Það tekur langan tíma að komast upp úr holunni og suma daga þarf maður bara að fá að vera ofan í henni í friði. Oft er aðeins bjartara yfir eftir svoleiðis daga og smám saman fjölgar björtu dögunum þótt holan sé alltaf innan sjónmáls. Vertu góð við sjálfa þig og karlana þína og bráðum kemur vorið með sól og líf og oftast er það betri tími en veturinn og rysjótta veðurfarið. Sendi þér mínar bestu hugsanir kæra vinkona
, 10.3.2010 kl. 20:59
Frábærlega framzettar hugleiðíngar þínar & hreint frá hjartanu einz & vant er frá þér vena.
Við zkulum eiga von zaman upp úr þezzu zwartnætti zem marga umhylur núna & trúa á betri tíð, með blómlegum högum.
Þeir eru þarna enda, það er bara zkuggaþoka yfir.
Beztu til þín & þinna.
Steingrímur Helgason, 10.3.2010 kl. 22:55
Sæl mín kæra. Við í Andakílnum sendum þér okkar bestu kveðjur. Það er frábært hversu vel þú getur tjáð þig á blogginu. Við Steini minn sitjum hér sitt með hvora fartölvuna og lesum bloggið þitt. Kúluna hlýtur að vera hægt að hafa áfram í ykkar höndum því hún á hvergi annars staðar að vera. Við biðjum að heilsa drengjunum þínum tveim. Gangi ykkur vel kæra vinkona.
Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:10
Cesil mín.
Kveiktu á þremur kertum, trúar vonar og kærleika hvert kveld, eigðu stund með sjálfri þér, skrifaðu fyrir þig pistil hvern dag, " hverning líður mér í dag ? " bara á blað eða tölvuna fyrir sjálfa þig.
Settu fjárhagsáhyggjur á einn bás, en þína líðan á annann, settu þar stórt hlið á milli.
góð kveðja. Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.3.2010 kl. 00:49
Kæra Ásthildur,
- mig langar að taka undir orð Jóns Steinars og minna þig á að besta hjálpin þín við þig sjálfa er að - anda, djúpt og meðvitað og feykja þér inn í Núið, aftur og aftur. Þegar hugsanirnar og tilfinningarnar flæða fram enn á ný, segja þá já við þeim, kannast við þær, anda og leyfa þeim síðan að fara.
Það eru hreint ótrúlegir hlutir að ganga yfir þessa jörð núna og sem hluti af henni ertu einnig að upplifa það. Það er verið að umbylta öllu sem var -, meira að segja jörðin er einnig að endurgera sig, sem við sjáum í óvenjulegu veðurfari, jarðskjálftum og möndultilværslum. Þetta hefur áhrif á allt sem á jörðinni er- við erum öll samtengd.
Leyfðu þér svo að fara í gegnum þitt sorgarferli á þínum forsendum, - það er ekki eins hjá neinum.
Hef sjálf farið í gegnum sjálfsmorðsreynslun -svo ég þekki það.
Leyfðu þér að líða eins og þér líður, það er ekkert að því , hlúðu að sjálfri þér, leggðu þig ef þig langar til þess, gráttu eins of þú vilt en mundu svo eftir að vera í NÚINU.
~ ~ ástarkv. vilborg~ ~
Vilborg Eggertsdóttir, 11.3.2010 kl. 03:38
Hugsa til þín
Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 08:24
Leiðin til Ljóssins liggur oftast um hlið myrkurs.
Barátta við umhverfið, sem hefur varað lengi, vegna mismunandi sýnar á viðfangsefnið hefur sogað úr þér orku og þegar,--þrátt fyrir allt, missirinn, sem þú óttaðist --varð. Þá er ekki nema von, að sárin taki mikla orku til að gró.
Þú ert á réttri leið, að huga að blómunum, því í þeim er huggun fegurðarinnar og árétting vissunnar um, að allt mun aftur blómstra þó á öðrum stað verði.
Skjaldborgin sem okkur var lofað, fór á annan stað. Nú eru útrásar og áhættu götustrákarnir og stelpurnar í skjaldborginni og verið er að útbúa mjúka lendingastaði fyrir kúlulána fólkið. Þetta eru ótrúlegir tímar þegar öllu er snúið á hvolf. Vinstristjórnir nota hvert tækifærið sem gefst til að afskrifa fyrir stórþjófa og ofurkapítalista svo sem eitt þúsund milljón milljónir fyrir Jón Ásgeri sætabrauðsdreng.
Venjulegt fólk er sett út af sakramennti þessara og skulu sæta eignaupptöku vegna aðgerða þessara manna sem nú eru að ráða ráðum sínum innan kerfisins, sem eru jú SÖMU og voru þar áður að mestu leiti.
Pabbi minn sagði við mig þegar talið barst að eignum ,,það eru öngvir vasar á síðustu flíkinni, Bjarni minn"
Maður leggur af vopnin og þakkar góðu stundirnar, vígmóður og þreyttur. Svo verður manni lyft og þá er ekki þreyta, né sársauki lengur til, né tímamælingar.
Kærar kveðjur úr 101
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 11.3.2010 kl. 11:22
Elsku Íja mín. Ég finn til með þér en get ekki ímyndað mér líðan þína. Í gamla daga var sagt "segðu það steininum frekar en engum", það er örugglega gott að tala eða skrifa frá sér hluta af vanlíðaninni frekar en loka inni. En það er okkur svo tamt, "ég hef það fínt" þegar allt er að springa. Vildi geta skotist til þín stund og knúsað þig og hlustað. Er með hugann hjá þér
Dísa (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 12:28
Knús og faðmal vestur
Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 12:41
Innilega takk öll ég vl að þið vitið að ég sit og les þetta allt, og er ykkur svo þakklát. Þetta hjálpar mér alveg heilmikið. Þið eruð frábær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2010 kl. 13:19
Það er ótrúlegt hvað okkur er tamt að setja upp sparisvipinn og segjast hafa það fínt á sama tíma og okkur líður bölvanlega. Mundu bara, að þú átt fullan rétt á að líða eins og þér líður og þarft ekki að afsaka það við nokkurn mann. Það er ekki hægt að setja sig í þín spor. Vonandi birtir til hjá þér elsku Ásthildur og þú átt örugglega eftir að komast upp úr holunni þinni. Orkuknús og Ljós til þín. Og til hamingju með Úlfinn þinn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.3.2010 kl. 15:23
En gamalt hvað?? Af því ég er komin yfir tvítugt fattaði ég þetta ekki alveg strax.
Dísa (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 16:52
Nú er náttúran að koma með fallega vorið sitt.
Tökum vel á móti vorinu og þá mun einnig vora í hjörtum okkar.
Bestu kveðjur / Jenni
Jens Sigurjónsson, 11.3.2010 kl. 18:32
Baráttukveðjur til þín. Það gengur enginn átakalaust í gegnum það sem þú hefur gengið í gegnum og ekki lagast það þegar fjárhagsáhyggjur bætast ofan á. Þú stendur þetta samt allt af þér, þú ert nefnilega svoleiðis.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2010 kl. 20:30
Elsku vinkona, vitur maður er á ferð þar sem Jón Steinar er, tek ég undir orð hans.
Hugsaðu vel um sjálfan þig ljúfust mín
Kærleik í kúlu
Þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2010 kl. 08:19
Alltaf gaman að lesa pistlana þína, svo einlægir og falslausir.
Ég tek undir hvert orð. Af hverju er svona löng biðröð hjá mæðrastyrksnefnd? Við erum svo rík. Sumir byrja að bíða þar fyrir utan upp úr klukkan átta á morgnana. Já, og af hverju eru svona margir að missa heimili sín? Hvert á þetta fólk að fara? Á það allt að fara á leigumarkaðinn? Fara bankarnir þá að leigja út íbúðirnar sem við misstum? Munu þeir drottna yfir aumingjunum? Þetta lítur ekki vel út og skiljanlegt að annað slagið þyrmi yfir mann.
Samt er nú alltaf mikil gleði í skrifum þínum. Ég þekki þig ekki en af því sem ég hef lesið um þig á síðunni þinni þá ertu afar glaðlynd og kjörkuð
Eva Sól (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 09:04
Takk enn og aftur öll velkomin hingað Eva Sól. það er sennilega rétt hjá þér að ég sé glaðlynd, svona yfirleitt. það hefur fleytt mér um langan veg gegnum tíðina, þó það dugi ekki alltaf til.
Ég hef svo sannarlega notið þess að lesa allt sem þið hafi sett hér inn. Mörgum sinnum Það er eitthvað svo notalegt að finna hlýju og falleg orð, streyma til manns, þegar manni líður svona asnalega. En þið hafið lyft mér upp mörg þrepin mín kæru og fyrir það er ég óendanlega þakklát.
Ég held bara að ég sé farin að nálgast skörina. Þar eigið þið mestan þáttinn öll sem eitt. Þúsund þakkir yfir mig.
Í dag ætlar Úlfurinn að halda upp á afmælið sitt, og það er allt í hershöndum. Hann er að skipuleggja allt og það á að vera perfect segir hann. Afi get ég treyst þér til að gera þetta og þetta og þetta. Svo á að kaupa í pizzur og gos og nammi Tinna frænka ætlar að baka pizzurnar, enda ein sú besta á svæðinu. Kúlan verður uppfull af fjörugum yndislegum krökkum, en við hjónin ætlum bara að læða okkur í næsta hús.
Verðum þar á vakt. Eina áhyggjuefnir er reyndar að ef veðrið verður svona gott, geta þau allt eins farið með græjurnar út eins og síðast, og það verði músik upp um alla veggi hjá Dodda vini mínum og Pálínu konu hans. Sem betur fer leyfir útivisgtartíminn ekki nema takmarkaðan tíma fyrir þessar elskur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2010 kl. 12:16
Mikið svakalega ertu sæt á þessari mynd þarna
Þú ert æðisleg kona, ég er ekki í minnstum vafa að þú skríðir - nei hoppir - upp úr þessari holu fyrr en síðar. Þú ert bara svoleiðis!
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.3.2010 kl. 12:43
Þú ert falleg kona að innan sem utan og allt sem ég hef lesið hjá þér segir mér að þú kemur upp úr þessari vanlíðan, ef ekki þú, þá hver ? Ég veit þetta er ömurlegt en samt eðlileg líðan miðað við allt sem þú ert búin að ganga í gegnum
Sendi þér mitt hlýjasta faðmlag og bestu hugsanir mín kæra
Jónína Dúadóttir, 13.3.2010 kl. 08:22
Hallgrímur Óli Helgason, 13.3.2010 kl. 08:28
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 13.3.2010 kl. 12:40
Innilega takk öll saman, þið eruð frábær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2010 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.