2.3.2010 | 11:57
Bretar að snappa.
Það er að koma æ betur í ljós það sem vinir mínir bæði í Þýskalandi, Austurrík og Danmörku hafa verið að segja. Evrópusambandið er skíthrætt við þessa litlu þjóð í ballarhafi. Nú er hótað sem aldrei fyrr. Hollendingar sitja eftir sárir og móðir, rúnir orku til að ljúka málinu.
Hér eykst aftur á móti andstaðan við óréttlætið og þvinganirnar. Þrátt fyrir endalausan áróður ríkisstjórnarinnar.
Gætið að hvað þessi maður segir, John McFall, þetta hafi afleiðingar fyrir alla Evrópu, kosning hér upp á Íslandi. Þeir vita sem er að á eftir kemur þeirra eigið fólk, og að spillingin mun vella upp á yfirborðið á fleiri stöðum en hér.
Ég las einhversstaðar í gær að menn væru að BÍÐA MEÐ AÐ SENDA ÚT KOSNINGAGÖGNI, TIL AÐ SJÁ HVORT VERÐI AF ATKVÆÐAGREIÐSLUNNI: Hverslags ósvífni er þetta eiginlega? Eru menn algjörlega fyrrtir veruleikanum. En hann er sá að hér verður kosið eftir nokkra daga. Þið komist ekki hjá því kæru stjórnmálamenn, því ég get lofað ykkur því að meirihluti landsmanna mun aldrei samþykkja að gengi sé þvert á bak vilja meirihluta þjóðarinnar, og það er ekki verið að tala um 51% það er verið að tala um yfir 70% og fer talan hækkandi eftir því sem nær dregur.
Fólk sem áður var meðfylgjandi ESB inngöngu hefur snúist á sveif þeirra sem ekki vilja í í töluverðum mæli. Þrátt fyrir mikinn áróður og allskonar leigupenna, bæði hérlendis og erlendis til að hræða úr okkur líftóruna, séu með flesta miðla á sínu bandi. Það dugar ekki til.
Við viljum fá að kjósa. Og Jóhanna, þú spyrð kjósa um hvað? 'Eg skal segja þér hvað ég vil kjósa um; 'Eg vil segja með þessu atkvæði mínu að ég hef algjöra skömm á framkomu ykkar í þessu Icesavemáli.
Þið getið sem best haldið áfram að stjórna landinu, ef ekki er hægt að setja á neðarstjórn, því þrátt fyrir allt, eruð þð skárri en D og B. En þið verðið að fara að opna augu og eyru fyrir því sem fólkið í landinu er að segja ykkur.
Hætti þessu ESB brölti og einbeitið ykkur að vanda fólksins í landinu. Frasinn um að moka flórinn, að lögð sé nótt við dag í að vinna að málum, eða þetta sé vandi síðust ríkisstjórna, duga bara ekki lengur sorrý það er komið meira en eitt og hálft ár.
Snúið ykkur að þvi sem brennur á fólki og látið þessi hugðarmál ykkar forystumannanna í glatkistuna í bili. Icesave og ESB eru ekki á dagskrá hjá þjóðinni. Það er aftur á móti skjaldborgin um heimilin og þjóðina, skattar sem eru að slig almenning sérstaklega öryrkja og aldraða, og slík mál. Þau mega einfaldlega ekki bíða lengur. Ef þið getið ekki komið ykkur í þann gírinn, ber ykkur að segja af ykkur og leyfa öðrum að komst að.
Ég geri mér grein fyrir að enginn núverandi stjórnmálaflokkur vill taka við þjóðarbúinu, þá verður að skipa utanþingsstjórn, og í hana þarf að velja vel. Ef það á að voga sér að skipa gamla afdankaða pólitíkusa eins og Þorstein Pálsson eins og heyrst hefur, þá springur það allt saman framan í andlitin á þeim sem það reyna. Við erum búin að fá nóg af gömlu spillingarliði, og öllu sem það inniber.
McFall: Telur að lausn verði að nást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein. Er henni 150% sammála
Jóhann Elíasson, 2.3.2010 kl. 12:05
Já sammála.
Verst þykir mér að fylgjast með þessari fléttu sem er í smíðum. Á föstudag verður komið nýtt tilboð.
Stefán Jóhann Arngrímsson, 2.3.2010 kl. 13:10
1000 sinnum sammála. Ef rétturinn til að kjósa verður tekinn af okkur þá verður vonandi, já ég segi vonandi verður allt vitlaust hér á landi. Ég tel það mín mannréttindi að fá að kjósa á laugardaginn og ef það kemur nýr samningur þá tel ég það líka mín mannréttindi að fá að kjósa um þann samning líka.
Sameinuð getum við sigrað í þessarri baráttu, við höfðum betur í þorskastríðinu vegna þrautsegju og sennilega heiðarlegra pólítíkusa en eru við stjórnvölinn núna. Við fengum í gegn sjálfstæði frá dönum.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það er ekki okkar almúgans að borga þennan skandal.
Hvet alla til þess að fara að kjósa á laugardag og ef þessi réttur verður tekinn af okkur hvet ég alla að mæta á Austurvöll í staðinn og mótmæla.
Kidda, 2.3.2010 kl. 13:36
Flott hjá þér og sammála er ég öllu sem þú segir, það er ekki hægt að þola lengur þessa niðurlægingu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2010 kl. 14:18
Einmitt, þess vegna er ég BÚIN AÐ KJÓSA. Gerði það fyrir viku síðan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2010 kl. 14:42
Er líka búinn að kjósa tek sko ekki sénsinn á þessum vitleysingum sem "stjórna".
Jóhann Elíasson, 2.3.2010 kl. 16:34
Snilla, sammála þér
Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2010 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.