19.2.2010 | 14:46
Vetrarmyndir og gróður í Kúlunni og smá pólitík.
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í fyrradag í einkar fallegu veðri.
Það hefur snjóað dálítið, en samt ekki nóg til að opna skíðasvæðið almennilega.
Þegar maður hefur farið erlendis, þá verður manni ljóst hve litirnir á Íslandi eru hreinir og tærir.
Það var líka fallegt í Bolungarvíkinni.
Þangað förum við pabbi stundum í bíltúr, til að spjalla við Ella sem er að flísaleggja nýja félagsheimilið þeirra.
Falleg sýnin yfir á Grænuhlíðina og Snæfjallaströndina í sólinni.
Þessir hólar voru bara sandur hér fyrir nokkrum árum síðan. Bolvíkingum tókst að græða þá upp, aðallega með rækjuskel, svo nú er þarna gras og gróður mest held ég þó melgresi, en enginn sandstormur.
Hæstakaupstaðarhúsið, þetta fallega hús er friðað, og á að verða kaffihús í framtíðinni, það verður gaman þegar fólk getur sest út á Austurvöll með kaffibolla.
Kúlan með sól í sinni.
Það er gaman í góðu veðri.
Stubburinn notaði góða veðrið til að fara á snjóbretti.
Það skiptast á skin og skuggar.
Daginn lengir, og bráðum kemur vor.
Í Naustahvilftinni dísirnar dansa.
Og hér er kúlan í forgrunni.
Gamall mjólkurbrúsi.
Þennan dverghvítþin hef ég átt lengi, það má sjá glæsilega könglana sem standa ennþá. Hann ber köngla árlega.
Það gerir líka þessi glæsilega stafafura.
Inn í garðskálanum er farið að vora, brum farin að þrútna hér er jólarósin og stendur ennþá.
Páskarósin kemur til með að standa allavega fram að páskum.
Begonían er skrautleg allan veturinn.
Þessi er búin að standa síðan í haust.
Þessi er samt mesta undrið. Hún er afskorin og er búin að standa síðan að jarðarförin hans Júlla míns fór fram, og nú er hún farin að koma með ný blöð og leggi. Svei mér þá ef það er ekki táknrænt fyrir að hann lifir ennþá. Ég ætla að passa upp á hana. Þetta er í rauninni ótrúlegt, því hún stendur að vísu frammi í garðskálanum, en það var ekkert vatn lengur eftir í vasanum sem hún stendur í.
En að öðru.
Pólitíkin er undarleg tík. Og ég held að aldrei hafi verið jafn mikill hiti í landsmálunum og nú. Og sennilega aldrei verið jafn erfitt að vera stjórnmálamaður. Fólk er búið að fá sig upp í háls af allskonar undanbrögðum, tilfærslu á sannleika og ólíkindalátum. Það er ekki við almenning að sakast heldur sjálfa stjórnmálamennina sem hafa hagað sér þannig að ekki er hægt að bera virðingu fyrir þeim flestum lengur. Það er nefnilega þannig að maður getur ekki keypt sér virðingu. Hún er og verður alltaf áunninn. Ég held að verðandi stjórnmálamenn, og þeir aðrir sem ætla sér að leggja í vegtyllur ættu að hafa það í huga, að það er að pissa í skóinn sinn, að ætla að ljúga sig út úr hlutunum. Þetta var hægt einu sinni, meðan fjölmiðlar voru flokksbundnir eða bundnir sínum eigendum, en með tilkomu spjallrása og bloggs, er þetta ekki hægt lengur. Því fyrr eða síðar kemur sannleikurinn alltaf upp á yfirborðið. Og þá er erfitt að standa nakinn frammi fyrir fólkinu og reyna að ljúga sig út úr vandræðunum eina ferðina enn.
Við höfum horft upp á þetta núna um hríð. Og ég er satt að segja hálfpartinn farin að vorkenna þeim sem standa í framvarðarlínunni, vegna vandræðagangsins og hvernig þau standa úttauguð og búin á því frammi fyrir spurningum fréttamanna, sem verða að fylgja því eftir sem upp kemur á netinu.
Ekki misskilja mig þannig að ég viðurkenni að þetta sé í lagi. Því það er svo fjarri því. En sjálfskaparvítin eru oft þau verstu. Það er nefnilega svo að það er alltaf best að segja sannleikann og biðjast afsökunar. Heldur en að reyna að skrökva sig út úr hlutum sem maður hefur komið sér í. Það er auðvitað erfitt að viðurkenna að maður hafi gert vitleysur, en það er ennþá erfiðara að standa frammi fyrir vitleysunni þegar hún er skjalfest og vottuð. Þetta eru okkar frammámenn að upplifa núna.
Ég held satt að segja að fjórflokkurinn eigi sér ekki viðreisrnarvon. Ég spái því að ólgan sem er í dag muni hræra svo upp í pólitíkinni að enginn flokkanna sem nú eru á þingi þoli þann snúning. Ég skynja það á fólkinu sem ég les og hlusta á að það er allt að breytast. Það verður hreinsun og uppstokkun, sem er reyndar orðin bráðnauðsynleg. Og það er trúa mín að það verði ekki aftur snúið.
Ég bendi til dæmis á samvinnu þriggja flokka hér á Ísafirði, sem ekki hefur borið neinn skugga á. Það er Í-listinn sem samanstendur af Frjálslynda flokkum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. Þessu fólki hefur tekist að vinna saman sem einn maður, einn flokkur. Og núna var að detta inn bæklingur um fólkið sem býður sig fram í vor. Glæsilegur hópur, þau gefa út bæklinginn sameiginlega sem einn hópur, það er ekki einusinni rætt um hvaða flokki hver tilheyrir, heldur eru þau kynnt í stafrófsröð og almenn kynning á fólkinu sjálfu. Ég er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist á vali og uppsetningu.
Sjálfstæðismenn eru nýlega búnir að standa í prófkjöri, þar var allt annað upp á teningnum, það voru þrír að berjast um fyrsta sæti, sem er auðvitað allt í fína lagi. Þau voru með sér kosningaskrifstofur og hart barist. Ég er ekki að setja út á þetta, einungis að benda á að þarna er munur á. Einn flokkur þar sem barist er um hvert sæti, meðan hinir gera allt sameiginlega og í góðum vinskap. Ég á örugglega eftir að ræða þessi mál betur seinna.
Það er nefnilega ekki sama landspólitíkin og sveitastjórnarkosningar. Það er meiri nærvera í heimahögum. Það getur bæði verið slæmt og gott. En það er allt öðruvísi.
Ég held að ólgan sem nú er að rísa hægt en örugglega verði okkur til góðs. Það hreinsar út spillinguna og nýtt fólk kemur inn. Ég hef enga trú á því að fólkið sem nú stendur í eldlínunni hafi orku eða þrek til að halda áfram, og ekki einu sinni löngun ef út í það er farið. Atferli þeirra og framganga hafa orðið til þess að þau geta það ekki lengur. Og nú þegar fólk er að vakna upp við vondan draum, þá held ég að það láti ekki svona koma fyrir aftur. Eða ég vona það allavega.
Sá fjórflokkur sem við þekkjum núna mun að mínu mati líða undir lok. þeir munu allir klofna, sumir armar sameinast armi annars og aðrir hrökkva lengst til vinstri og lengst til hægri. Við munum sennilega fá fleiri flokka og annarskonar samsetningu. Þetta er í rauninni nauðsynlegt, eftir allt það sem við erum komin út í, reið, frústreruð og tortryggin. Hvergi haldreipi eða von um heiðarleika drenglyndi og virðingu fyrir þjóðinni.
Þegar við svo vöknum upp við að menn hafa meira að segja gengið svo langt að falla á kné fyrir erlendum þjóðum og grátbeðið um að forða þeim frá þjóðaratkvæðgreiðslu, finnst mér eiginlega mælirinn fullur, ég verð að segja það. Og það er raunar sorglegt að horfa upp á Össur reyna að smokra sér framhjá sannleikanum með því að segja þetta hafa bara verið aðstoð um hjálp fyrir Ísland. Þegar það er ljóst af þessu að bæði sendiherra BNA og bretastjórn tóku þessu sem svo að það þyrfti að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með öllum ráðum.
Ég ætla bara að segja það hér, ef þið ágætu stjórnmálamenn úr öllum flokkum á þingi haldið að þið komist fram hjá þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, þá skuluð þið gleyma því. Forsetinn færði okkur þetta vald, og þið fáið því ekki breytt. Hvað svo sem kemur út úr þeim kosningum, kemur í ljós. Þá er það ykkar eða annarra tilkallaðra að takast á við eftirleikinn. Við erum nefnilega þjóðin, og það sem þarna fer fram verður okkar að greiða eða losna við. Það hlýtur því að vera okkar að segja af eða á.
Eigið svo góðan dag öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2023534
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegur og bjartur dagur þegar þú tókst þessar myndir, svona hefur þetta verið hjá mér líka en enginn er snjórinn. Ég er svolítið lík þér í pólitíkinni þessa dagana, það er enginn öfundsverður í því starfi og ýmislegt sem á eftir að ganga á held ég. Maður vonar það besta. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2010 kl. 17:23
Sæl Ásthildur.
Flott er kúluhúsið og allar myndirnar.
Nú þekki ég ekki til stjórnmálanna á Ísafirði núna.
En svo sannarlega vona ég að fólk sjái það að samvinna er best þegar þarf að vinna sig út úr hlutunum.
Kær
kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 18:08
Ég held að okkur líði flestum svona Ásdís mín, það eru bara örfáir sauðir sem hafa ennþá leppa fyrir augum. En það er alltaf svoleiðis. Meirihlutinn ræður samt sem áður.

Takk Þói miinn, já þetta er fallegur dagur. Samvinna er það sem við verðum að temja okkur, og ekki láta hræðsluáróður blinda okkur sýn. Skynsemin þarf að fá að ráða, og okkar eigin reynsla og þekking. Þá erum við vel stödd, og þá þarf ekki að óttast um landið okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2010 kl. 19:37
Blessuð! Gaman að sjá Hæstakaupstaðahúsið. Þegar ég var þarna í handboltakeppnum um miðja seinustu öld,var ég jafnan send í verslunina Dagsbrún,því Sigríður var frænka fóstur pabba míns. Það var vandræðalegt fyrir mig,því ég kunni ekki að tala við fullorðna.Én nokkuð auðvelt að segja að ég var góð í handbolta. Þetta jafnast á við utanlandsferðir bolta'krakka í dag. Flottar myndir eins og allta´
.
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2010 kl. 22:29
Frábærar myndir, og frábær pistill.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.2.2010 kl. 22:37
Við ættum öll að flýta okkur sem mest við megum og kjósa utankjörstaðakosningu varðandi Icesave. Þannig að ef við erum öll búin að kjósa utan kjörfundar áður en að kosningadegi kemur, ef ríkisstjórnin ætlar sér að blása kosninguna af. Þá sjá ráðamenn hvaða hug þjóðin ber gagnvart þessum samningum.
Hvað með það, ég fæ barasta heimþrá til Ísafjarðar við það að skoða myndirnar þínar. Það hlýtur að liggja í genunum, enda hef ég aldrei búið þar þó föðurættin mín sé þaðan. Ég man bara hvernig var að koma til Ísafjarðar þegar ég var barn og unglingur. Hvað loftið var tært og þess vegna allir litir skærari en ella.
Við fjölskyldan stefnum að því að fara Vestfirðina næsta sumar - engin spurning.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 19.2.2010 kl. 23:39
Þú heldur okkur við efnið Ásthildur mín
.. Ég fékk nú alveg gæsahúð þegar ég sá myndina af hvítu rósinni. 
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.2.2010 kl. 00:00
Alltaf jafn indælt að kíkja við hjá þér hérna. Einhvern veginn get ég alltaf samsamað mig þínu pólitíska viðhorfi.
Kveðja,Haukur Nikulásson, 20.2.2010 kl. 00:11
Stórkostlegar myndir.
Sólveig Hannesdóttir, 20.2.2010 kl. 00:42
Kæra vinkona ! Hef alltaf jafn mikla ánægju af að kíkja hér við, sjá myndir og lesa pólitíkina þína og finna að maður er ekki einn um þessar skoðanir
Kveðja til ykkar kúlubúar úr Borgarfirði, Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 07:05
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2010 kl. 08:27
Mikið rosalega eru myndirnar þínar fallegar, gaman að sjá að þú hefur drifið pabba þinn með út í Vík. Gróðurinn fallegur og stendur sig það sem úti er. En hvíta rósin, þetta er ótúlegt, þú verður að láta reyna á hvað úr henni verður.


Pólitíkusarnir eru aumkunarverðir allir sem einn.
Dísa (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 10:32
Takk fyrir fallegar myndir af fallegum stað. Hvíta rósin minnir mig á aðra hvíta rós sem ég fékk þegar pabbi fór, hún hélt áfram að blómstra og var komin með rætur, ný blöð og nýja knúppa en þegar ég setti hana í mold þá visnaði hún. Hún lifiði góðu lífi í rúma 2 mánuði.
Pólítíkin er undarleg tík en við erum að ég held alveg samtíga í áliti okkar á þeirri tík.
Knús í snjókúluna
Kidda, 20.2.2010 kl. 12:50
Yndislegar myndir og hvíta rósin er einstök, að sjálfsögðu er Júlli að hugsa um hana.

Hvað pólitíkina snertir þá vonum við að allt fari vel, jú samvinnan er allt sem þarf og að fólk sé ekki ætíð að þykjast vera best og mest.
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2010 kl. 14:00
Ótrúlegt með hvítu rósina.
Hlakka til að sötra sojalatte í Blómagarðinum við Hæstakaupstaðarhúsið með þér, eða Dóru minni, eða Svönu eða Lísbeti, eða ........... bara sem flestum ísfirskum vinum.
Laufey B Waage, 21.2.2010 kl. 17:38
Sömuleiðis Laufey mín, það verður flott.
Takk Milla mín, já þetta er alveg einstakt með rósina.
Kidda mín já við höfum greinilega sömu sjón á pólitíkina. Ég vona að rósin mín lifi áfram. Ég ætla að reyna allavega.
Takk Dísa mín, já ég fer stundum með hann út í vík í bíltúr, til að ræða við Elías. Hann er nú komin á Öldrunadeildina á sjúkrahúsinu, en vill samt halda sínu sjálfstæði. Ég var hjá honum í dag, og við fórum saman upp á Hlíf í íbúðina hans, og smábíltúr. Hann er frekar einman í íbúðinni, en vill bæði halda og sleppa þessi elska.
Knús Hrönn mín.
Takk Steini minn, sömuleiðis. Við hittumst sennilega um 20 mars ekki satt?
Takk Sólveig mín og velkomin hingað inn.
Já Haukur ég finn það vel, við erum nokkuð samstíga.
Takk Jóhanna mín elskuleg. Já þessi hvíta rós er sennilega bara einsdæmi.
Gaman að heyra Sigrún mín. Ef ég verð heima þá kíkir þú við hjá mér.
Takk Jóna Kolbrún mín.
Takk Helga mín, ég man vel eftir Dagsbrún, og Sigríðu og Jóhanni Eyfirðingi. Sérstaklega man ég eftir búðinni og þeirri gömlu, sem var afskaplega afgerandi kona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2010 kl. 21:50
Hvíta rósin er einstök, ótrúlegt bara
Knús á þig Ásthildur mín. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.2.2010 kl. 23:54
Flott er hvíta rósin
Það skal enginn taka af okkur réttinn til að kjósa hvort það á að setja þessi lög yfir okkur! Við munum berjast gegn því ef stjórnvöld ætla sér það.
'Eg tek undir það sem Sigrún segir! Af stað að kjósa eins fljótt og þið getið!
Guðni Karl Harðarson, 22.2.2010 kl. 18:07
Sammála því Guðni, ég ætla mér að fara á morgun og kjósa. Ef þessi rós er eins þrjósk og sonur minn, þá lifir hún áfram. Við sjáum til.
Takk Sigrún mín já þessi rós er einstök.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2010 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.