16.2.2010 | 19:59
Maskadagur á Ísafirði - við möskum á mánudegi.
Í gær var Maskadagur á Ísafirði. Það hefur alltaf verið alla mína tíð allavega síðan ég man eftir mér. Hér áður fyrr var alltaf maskaball og veitt verðlaun fyrir flottustu búningana. Stelpurnar í Kristjánshúsinu fengu oftast verðlaunin, enda myndarlegar í höndunum.
Ég var með fullt hús af krökkum sem fengu að sofa í ömmukúlu í nótt. Svo hér var fjör. Enda er hér kistan hennar ömmu góða með öllum búningunum.
Allt í fullum gangi við að klæða sig upp.
Birta búin að mála Úlfinn.
Tilbúinn í slaginn.
Verið að leggja lokahönd á málninguna.
Svo þarf að borða vel áður en allt nammið kemur.
Tvær flottar.
Tilbúin að fara og syngja og sníkja nammi.
Þessir tveir voru líka á rúntinum og komu heim með fulla poka af nammi.
Gaman gaman.
Þetta er samt mesta rúsínan. Tók þessa mynd af Facebókinni hennar Tinnu minnar. Sólveig Hulda flottust. Nei afsakið Maja jarðarber.
Stúlkan í speglinum.
Það vantaði eina gelluna í samkvæmið. Hún fór nefnilega ekki að maska, vildi heldur vera í tölvunni. En hér er hún Alej eða er þetta ef til vill álfabarn, eða glerdúkka?
Stúlkan í speglinum.
eitthvað dularfullt á seiði allavega svona daginn eftir maskadag.
Og það hefur snjóað dálítið hjá okkur í dag.
Þessi er líka tekinn af facebook, vinur minn sendi mér hana og spurði hvort ég hefði séð hana.
Hehehe hún er úr Dario Fo leikritinu sá sem stelur fæti. Ansi langt síðan ég hef séð hana. Alltaf gaman að skoða gamlar myndir.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottir krakkar. Alltaf gaman á maskakvöldi
, einfaldara og ódýrara í gamla daga en rosalega gaman. Man alltaf hvað Helgi var forvitinn, maður þekkti hann nú ekki að rausn, en hann gaf alltaf bollur til að geta séð hver væri bak við grímuna sem ekki var hægt að borða með
.
Dísa (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 22:59
Maja jarðaber er algjört æði, mín 12 ára hringdi í mig í vinnuna í kvöld og sagðist ekki nenna að vera Skoti þriðja árið í röð. Ég á gamla Írska húfu með rauðu hári, svona Irish Paddy húfu. Ég verð víst að finna einhvern ódýran búning fyrir skólann á morgun.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2010 kl. 01:11
Flottir krakkar

Jónína Dúadóttir, 17.2.2010 kl. 08:48
Gaman að skoða þessar myndir, maskadagurinn á Ísó er bara flottastur
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2010 kl. 13:43
Dásamlegar myndir, takk fyrir mig og megaknús
Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2010 kl. 17:04
Takk allar saman
. Vona að þú hafir fundið eitthvað flott á stráksa Jóna Kolbrún mín.
Dísa mín ég held að ég gleymi því aldrei þegar ég fór einu sinni sem draugur í gömlu sængurveri sem amma gaf mér hafði málað á það andlit og klippt úr fyrir munni og augum. Ég fór upp í hús til Haraldar Stígs og þau hlógu sig máttlausa meðan ég tróð bollu í gegnum gatið á sængurverinu. Gat ekkert annað gert, því sængurverið náði niður á tær, og bollan var auðvitað góð
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2010 kl. 17:14
Við áttum yndislega æsku, ég byrjaði alltaf bolludag á að flengja mömmu og þegar ég hafði borðað morgunmat fór ég að flengja Ingu mömmu Ellu. Ég var orðin stálpuð þegar ég fattaði að hún þurfti ekkert að klæða sig þegar ég hafði "vakið" hana, hún reis alltaf fullklædd undan sænginni. Hefur fylgst með mér, annað hvort út um gluggann eða heyrt þegar ég opnaði hurðina og flýtt sér aftur uppí fyrir flengingu. Svo fékk ég mína bollu.
Dísa (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 22:05
Gaman að heyra með Ingu mömmu hennar Ellu. Já við áttm svo sannarlega góða æsku Dísa mín, í vernduðu umhverfi, þar sem flestir foreldrar okkar voru frá svipuðum slóðum, og tóku ábyrgð á ungum hvers annars. það mun ekki gleymast meðan við lifum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2010 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.