15.2.2010 | 14:43
Reykjanes - Heydalur og Evíta Cesil Valintína.
Við fjölskyldan fórum inn í Reykjanes á helginni. Það var virkilega fín ferð og veðrið eins og best verður á kosið.
Hér eru systur mínar tvær, þær ætla að drífa mig með sér í göngutúra. í þetta skiptið fengu þær bara hænuegg. En ég er ákveðin í að fara með þeim næst.
Við lögðum í hann á föstudeginum. Veðrið var eins og best verður á kosið. Eða eins og góður vordagur.
Allt orðið klárt að leggja af stað.
Ferðin gekk mjög vel, enda veðrið með besta móti.
Og svo er maður bara kominn inn í Reykjanes og getur farið að slaka á.
Sigurjón hjálpar mömmu að bera dótið, af því að hann er svo duglegur.
Og pabbi tekur tafl við strákana sína.
en þetta er ferð á vegum Kajakklúbbssins Sæfara á Ísafirði, og nú eru þau að búa sig undir róður.
Allir að verða klárir í bátana.
Þá er hægt að leggja a fstað.
Sigurjón og Óðiinn hjálpa afa, og eru dálítið forvitnir um búnaðinn.
svo er bara að drífa sig í uppvaskið.
Eins og sést bærist ekki hár á höfði, né fáni á stöng.
Og það er búið að setja upp heita potta síðan síðast.
Annars er lauginn einn stór heitipottur. Yndislegt að slaka á þarna, hjá góðu fólki og flottri þjónustu.
Knúsírófur.
Krökkunum fannst gaman að æva sig á kajökunum í lauginni.
Og það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa.
Pæjurnar að undirbúa sig undir Þorrablótið um kvöldið.
Stelpur eru og verða alltaf stelpur....
Knúsírófur. Þær byrja snemma að snúa pabba um litlafingurinn á sér.
Afar eru aftur á móti skemmtilegir í slagsmálin.
Sólveig Hulda klár á Þorrablótið.
Og Jói einn eiganda Reykjaness tók heldur betur vel á móti gestum sínum.
Þarna var mikið fjör og góður matur.
Stelpurnar fást til að smakka hákarl og annað "ógeðslegt".
Það þarf auðvitað að kenna þeim listina að borða þorramat.
Litla stýrið skipti ekki einu sinni svip þegar hún át hvern hákarlsbitan eftir annan og fékk sér harðfisk í eftirrétt.
Sætar saman.
Þessi piltur ætlar greinilega að feta í fótspor pabba síns hans Halldórs á BB og taka fallegar myndir. Snemma beygist krókurinn.
Þrjár sætar pæjur okkur fannst þessi sæta stelpa svo lík henni Kristínu hans Geira frænda.
Eftir þorrablótið var svo gengið og ekið nokkurn spöl þar sem kveikt var bál gestum til mikillar skemmtunnar.
Gíltar var auðvitað með í för og tekið lagið eins og vera ber. Krakkarnir skemmtu sér hið besta.
Þessi herramaður tók þátt í skemmtuninni, hann er héðan úr sveitinni. Flottur er hann.
Sumir verða ótrúlega þreyttir eftir dag í lauginni, þorrablót og svo bálför. Það er bara heilmikið fyrir lítinn sjö ára gutta.
Það var spáð vitlausu veðri daginn eftir, svo við fórum snemma. Synd annars hefði maður dólað sér meira í lauginni og slakað betur á. Við áttum að sækja Úlf inn í Heydal, en það er önnur paradís hér rétt hjá. Þar var líka eitthvað um að vera og Úlfur hjálpaði til að uppvarta fyrir Stellu sína. Þessir tveir staðir eru réttnefndir perlur Djúpsins. Og ekkert meira að segja við vertana á báðum stöðum, Heydal og Reykjanesi en Takk fyrir okkur.
Svona var veðrir á Valentínusardaginn fyrir þremur árum. Hann er mér í minni enn þann dag í dag.
Það var nefnilega þá sem ég eyddi eitthvað um 18. klukkutímum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Þar sem ég ætlaði að vera viðstödd frumburð frumburðar míns.
Það kom svo í ljós eftir langa mæðu að barnið þurfti að taka með keisara. Mamman hafði að vísu sagt það allan tímann. En læknirinn vildi bíða og sjá hvort útvíkkun hæfist ekki. Þegar svo hún hafði barist allan þennan tíma í hríðum, var ákveðið að skera. Þegar búið var að setja í hana allar leiðslur og sprautur við slík tækifæri og átti að fara með hana niður á næstu hæð fyrir neðan, kom í ljós að lyftan var biluð. Svo hún þurfti að ganga sjálf niður á næstu hæð. Það vill til að hún Matthildur Valdimarsdóttir er enginn kveif það get ég sagt ykkur.
Það má segja að það hafi ekki farið neitt lítið fyrir þessari litlu stúlku við að komast í heiminn.
Enda er hún kjarnakona sú stutta.
Komin í réttar hendur.
Það má segja að hún hafi verið umvafinn ást, fædd á Valentínusardaginn, amman Ásthildur viðstödd og ljósan heitir líka Ásthildur.
Stoltur pabbi. Hann var viðstaddur keisarann og stóð sig eins og hetja.
Litla snúllan mín, nú ertu orðin stóra systir.
Reyndar áttu eina stóra systir og tvo aðra bræður. Vonandi líður ykkur öllum vel í Noregsi.
Sakna ykkar allra, mest þó bjarta brossins þíns elsku Evíta Cesil mín.
Innilega til hamingju með afmælið þitt elsku krúsídúllan mín.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 14:50
Yndislegt að vanda, hjá þér er lífið lifað og hvert augnablik gert fagur, fæðing dauði, og daglegt líf !
Kærleikur og Ljós til þín merka kona
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.2.2010 kl. 15:55
Ásthildur Cecil
Þú ert enn að halda úti um mig rógi og lygum á vefnum malefnin.com. Í dag eru nýjar slíkar færslur t.d. af notanda sem kallar sig visir. Þar er hann með ærumeiðingar og fullyrðingar sem eiga sér enga stoð. Ef þetta er ekki fjarlægt á næstu 24 klukkustundum mun ég kæra þessa starfsemi þína til Sýslumannsins á Ísafirði. Ég fann ekkert email eða leið til að hafa samband við þig á umræddum vef og þessvegna sendi þér þessi skilaboð hér!
Ástþór Magnússon Wium, 15.2.2010 kl. 16:28
Knús Ragna mín.
Takk fyrir þessi hlýlegu orð Steinunn mín.
Það gætir einhvers misskilnings hjá þér Ástþór minn. Ég hvorki á né rek Málefnin.com. Ég hef hins vegar gengist undir að vera ábyrgðarmaður fyrir innleggjum málverja. ég hallast reyndar að því að kurteisi og almennilegheit séu vænlegri til árangurs en árásir. En við erum ekki öll eins innréttuð. Ég hef sett þetta innlegg þitt inn á þráðinn þar sem Vísir tjáir sig, og gef honum þar með tækifæri til að taka innleggið út. Mér er hins vegar kunnugt um að hann fór með þér í slaginn í síðustu kosningum og ætlaði að vinna með þér. Sárindi hans eru ef til vill vegna framkomu þinnar í það skiptið. Það er alltaf gott að skoða sjálfan sig áður en maður geysist af stað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 17:01
Áshildur Cecil
Ég er ekki með neinn dónaskap við þig. Það er verið að rægja mig niður með lygaþvælu á þeim vef sem þú segist vera ábyrgðamaður fyrir. Þú veist um þetta, málefnið hefur verið til umræðu áður oftar en einu sinni og þú hefur ekki orðið við beiðnum um að fjarlægja níðskrifin. Nú hef ég aftur og nú ÍTREKAÐ!! beðið þig að fjarlægja rógburð um mig af þessum vef. Ef það er ekki farið á morgun, þá kæri ég til Sýslumanns. Ef þér finnst það dónaskapur að krefjast þess að rógur, níðskrif og lygar sé fjarlægt af opinberum vefmiðli þá verður þú að eiga það við sjálfa þig.
Ástþór Magnússon Wium, 15.2.2010 kl. 17:26
Ég álít Ástþór minn að Vísir segi þetta sem sína persónulega skoðun. Hann á rétt á sínum skoðunum svo lengi sem hann stendur við þær persónulega. Vísir hefur ekki farið dult með hver hann er. Þú ræður hvað þú gerir. En ég tel að Vísir hafi rétt á að tjá sínar skoðanir á þinni opinberu persónu, það heitir tjáningafrelsi. Ef þetta er hans prívat og persónulega skoðun þá er það svo. Ég get ekki bannað mönnum að hafa skoðanir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 17:55
Sælt veri fólkið,þegar ég sá myndina af ný fædda barninu,fór ég að velta fyrir mér hversu mörg sjúkrahús á landinu,gætu framkvæmt "keisara".Skilst að það sé ekki svo flókin aðgerð, en það þarf kunnáttu,hjúkrunarfólk og allar græjur. Ég hef gist þarna í Reykjnesi,sundlaugin rómuð af manni mínum og börnum.Þar hitti ég Englending,sem kvaðst koma þarna á hverju sumri til þess að skoða fugla,líklega fleiri sem vilja skoða nær skógarlaust landslag. Í guðs friði.
Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2010 kl. 18:20
Góð spurning Helga mín, hversu mörg sjúkrahús eiga þess kost að geta brugðist svona við. Sem betur fer eigum við einn besta skurðlækni norðan Alpafjalla, og gott teymi á skurðstofu, svo það gerist ekki betra. Þess vegna þarf að huga að því að fjórðungssjúkrahúsin séu örugglega útbúin þannig að þau geti tekist á við hvað sem er.
Reykjanes er perla, og líka Heydalur. Á báðum stöðum er hreinlega dekrað við mann á allan hátt og ekki er nú prísinn til að fæla frá. Bæði ódýrt og gott. Bara að kynna sér málin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 18:52
Vestfirðirnir eru perla
Gott að þið hafið haft það gott á Reykjanesinu um helgina. Verst að veðrið stytti þá ánægju.
Til hamingju með ömmuprinsessuna
Knús í ömmukúlu
Kidda, 15.2.2010 kl. 19:54
Maður fær bara tár í augun, til hamingju með nýustu prinsessuna og þau öll.
Myndirnar að vanda æðislegar.
Kærleik til ykkar allra
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2010 kl. 20:07
Takk Kidda mín, það var samt ljúft að komast heim og geta slakað á allan daginn. Svo þetta var ekki alvont. var samt pínu sjúskuð eftir þorrablótið.
Takk Milla mín. Knús til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 20:15
Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2010 kl. 20:45
Jamm það er von að þú roðnir dúllan mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 20:48
Þetta hefur verið skemmtileg ferð hjá ykkur, gaman að vera svona saman utanvið hversdaginn. Mér þótti líka spes gaman að sjá mynd af Kristjáni Rafni vini mínum sem skrapp bæjarleið á skemmtun. Farðu vel með orkuna þína og reyndu að safna viðbót .
Dísa (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 08:58
Takk Dísa mín, já ég skal gera það. Kristján Rafn er rosaflottur strákur og duglegur við að hjálpa til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2010 kl. 10:29
Það er eins og ég hef sagt áður, þú og þín fjölskylda lifið lífinu lifandi, takk fyrir myndasýninguna. Hjartanskveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 16.2.2010 kl. 14:09
Knús á þig líka Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2010 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.