Austurvöllur og Hörður Torfa.

Þegar ég segi að það sé stemning á Austurvelli á laugardögum kl. þrjú, þá viðurkenni ég að það vantar samt eitthvað.  Ræðumenn eru góðir og tala að mínu skapi.  Þeir sem stjórna þessum fundum eiga heiður skilinn fyrir að standa í stappinu.  Fólkið hlustar og hrópar, og lætur í sér heyra.  Þ.e. flestir, nokkrar valkyrkjur eru þarna sem lofa góðu.  En það vantar samt eitthvað.  Það vantar Hörð Torfason.  Frumkvöðulinn sjálfan.  Manninn sem brýndi raustina, viljum við ríkisstjórnina burt!  viljum við spillinguna burt! og svo framvegis, lýðurinn kallaðist á við hann JÁ JÁ. 

Það má segja að fáir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá.  Það er orð að sönnu.  Hér fyrir allmörgum árum síðan opnaði Hörður umræðuna um homma og lesbíur.  Hann kom sjálfur fram úr skápnum og setti sjálfan sig sem skotspón til að vekja athygli á umræðunni.   Hann gerði það sem enginn þorði á þeim tíma; hann setti sjálfan sig að veði fyrir ástandi sem var orðið óþolandi fyrir homma og lesbíur.  Það sem gerðist í kjölfarið var að honum var sýnt minnsta kosti eitt eða fleiri banatilræði og hann varð að lokum að flýja land.   Hann fór samt ekki langt því hann flutti til Danmerkur, kom heim og flutti okkur fallegu ljóðin og lögin sín.  Það sem hann hefur lifað á allt frá unga aldri.

Loks gat hann komið heim frjáls maður, sem hann sjálfur, vegna þess að upprisa hans sjálfs varð að byltingu sem kom fólkinu öllu til góða.  En ég hugsa oft í Gay pride göngum og umræðum um samtökin sem hann stofnaði og alls þess sem hann lagði á sig og gerði, að þar hafa aðrir hreiðrað um sig og verið í forsvari án þess að minnast mikið á Hörð.   Hann hefur einhvernveginn gleymst í þessari hetjusögu.  Þetta er mitt álit sem ég set hér fram.

Í fyrra byrjaði hann mótmælastöðu á Austurvelli, fyrst bara einn svo bættust aðrir í hópinn, og þessi hópur varð að þúsundum.  Mér er kunnugt um, af því ég þekki Hörð að hann fékk allskonar hótanir, hans fjármál voru skoðuð náið og allt gert til að annað hvort kaupa hann frá þessu eða ýta honum til hliðar.

En Hörður er þannig maður, hann lætur engan kaupa sig, hann skuldar engum neitt.  Engin kúlulán eða yfirleitt lán fyrir því sem hann gerir.  Hann er því manneskja sem er ekki keypt né hótað.

Ég veit ekki af hverju hann er ekki þarna í fararbroddi í dag.  Mér finnst eins og hann hafi gleymst rétt eins og eftir samtökin 78.  eða hvað þau nú hétu.  Það skiptir ekki máli.  Ég hef heyrt að meira að segja í því safni sem verið er að koma upp um búsáhaldabyltinguna sé hans ekki getið þar.  Vonandi er það ekki rétt.  En allavega þá hefur nafnið hans ekki verið borið upp þarna mér vitanlega.  Og þess vegna vantar eitthvað mikið.  Það vantar neistann sem var.  Það vantar upphafsmanninn.  Eldspýtuna sem kveikti bálið. 

Mér finnst við stundum svolítið einmitt þannig, að grípa á lofti það sem aðrir hafa byrjað á.   Það er auðvitað allt í lagi í sjálfu sér, en þá skulu menn líka bera nógu mikla virðingu fyrir þeim sem kemur hlutunum af stað að gleyma þeim ekki, og helst setja þá í öndvegi, þar sem þeir njóta verka sinna.

Ég held að við náum þessu ekki án Harðar, þarna á Austurvelli.  Við þurfum að fara til hans og biðja hann að mæta.  Gera okkur þann heiður að standa þarna í forsvari og sameina lýðinn, hann kann það. 

Ég vil líka að fólk láti ekki sundurtætingaröflin eyðileggja það sem gott er.  Þeir sem stinga á kýlum verða oft fyrir aðkasti, en líka markvissri skemmdarstarfssemi, eins og að láta þá finna fyrir því að standa á rétti sínum og annara.  Stundum með því að hóta þeim lífláti, reka þá úr landi.  En jafnvel líka að hætta að kaupa plötur viðkomandi, mæta ekki á tónleika eða skaða á annan hátt manneskjur sem vilja þjóð sinni vel og gera það af mannkærleikanum einum saman að gera eitthvað svona stórkostlegt.  Þá væri synd ef þeim væri refsað með því að hrekja þá burtu úr landinu, ekki bara einu sinni heldur ef til vill tvisvar. 

Viljum við frekar markaðssetta vindbelgi sem mega ekki reka við án þess að allir landsins fjölmiðlar láti það sig varða og dást að afrekum þeirra, þó þeir hafi sjaldan gert annað en að láta kaupa sig, en langa voða mikið til að vera þjóðfélagshetjur.  Meðan við murkum lífið úr raunverulegu hetjunum okkar.   Og þarna er ég að tala um fleiri en einn og fleiri en tvo.

Hugsum okkur nú aðeins um og skoðum hvað það er sem skiptir máli.  Og hvað það er sem við viljum í raun og veru.  Pólitíkin er jafnvel að reyna að eigna sér byltinguna.  Það dæmi gengur aldrei upp, því ef það er eitthvað sem almenningur er sammála um í dag, er fyrirlitning á pólitíkinni eins og hún er rekin í dag.

Ég vil raunverulegt fólk með raunverulega baráttu eins og Hörð Torfason, Evu Joly og Gunnar Tómasson og auðvitað marga fleiri.  Hverjir vindbelgirnir eru megið þið geta í eyðurnar.  Tækifærissinnarnir eru allt í kring um okkur, sumir þeirra kallast útrásarvíkingar, aðrir reyna að grípa boltan á lofti og klæðast sjálfir frumbúningnum. 

Ég er ekki að tala um fólkið sem er að stjórna núna á Austurvelli ekki misskilja mig með það.   Ég er að tala um raunverulega vindbelgi, við sjáum það vel ef við opnum augun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Já. Satt segir þú , það vantar Hörð Torfason.

En það vantar líka að fólk mæti á Austurvöll.Ég held að fólk sé að bíða eftir skýrslunni sem aldrei kemur.

Sveinn Elías Hansson, 11.2.2010 kl. 11:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það vantar allavega eitthvað á þarna.  Að bíða eftir einhverjum punkti sem svo ef til vill kemur ekki, er stórhættulegt.  Það þarf að byrja strax á að mæta og láta sjá sig.  Ef menn virkilega vilja breytingar þá þarf að fara í gang NÚNA.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir það að það vantar fólkið, eldmóðinn og vera ákveðin í því sem við viljum, okkur tekst að koma því fram ef við stöndum saman.
Kannski eru flestir orðnir svo miklir innipúkar að þeir treysta sér ekki út.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2010 kl. 15:06

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2010 kl. 20:07

5 Smámynd: Kidda

Hefði haldið að það ætti að vera = merki á milli HArðar og búsáhaldarbyltingunni.

Held að margir séu búnir að missa trúna á að eitthvað geti breyst. Það þarf eitthvað að koma fram sem gefur þjóðinni von um að breytingar yrðu til góðs. Get ekki alveg verið sátt við að byltingin hafi skilað miklum breytingum.  Svo erum við orðin dofin fyrir öllum fréttum sem dynja á okkur en enginn er handtekinn eða dæmdur. Að fjármálaglæpamenn hafi komist upp með svona margt og svona mikið er alla vega óskiljanlegt. Svo fá þessir sömu menn fyrirtækin í sínar hendur aftur. Mér hefur ofboðið svo oft á undanförnu ári að ég er orðin hálfdofin núna þegar ég les eitthvað. Er reyndar að mestu í hálfgerðu fréttabanni.

En það væri óskandi ef ný bylting gæti skilað okkur utanþingsstjórn þar sem engir pólítíkusar eða fjármálaliðið ættu aðild að. 

Góða nótt knús í næturkúlun

Kidda, 11.2.2010 kl. 22:19

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hörður Torfa  mætti á einn fund síðastliðið vor. Ég get ómögulega munað í hvaða mánuði.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2010 kl. 00:13

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Milla mín, hvar er eldmóðurinn og samtakamátturinn í íslenskri þjóð? 

Kidda mín ef fólk er búið að missa trúna  fyrirfram, án þess að hafa nokkuð reynt til að bjarga sér, fylgja þeim sem þó eru að reyna að gera eitthvað eins og til dæmis Marínó Njálssyi og hans góða fólki, og svo öllum þeim sem mæta á Austurvöll, þá getum við bara pakkað saman og farið strax. 

Ég neita að gefast upp fyrir þessum þjófum og svikurum.  Þeir skulu frá að borga til baka og fá sína refsingu.  Allir, líka pótintátarnir sem áttu að gæta hagsmuna okkar.  Nýja Ísland skal rísa.

Ég veit að Hörður fylgist með, og ég veit að það hefur verið rætt við hann.  En ég vil að við skorum á hann að koma.   Það er hægt að koma illa fram við fólk á margan hátt.  Eins og til dæmis ég tók eftir því að eina sem kom fram um hans þátttöku í mótmælunum í áramótaskapinu var að hann væri að þessu brölti til að selja bókina sína.  Þetta meiðir.  Og hann átti miklu meira skilið en svona lágkúru fyrir alla sína óeigingjörnu baráttu.  Ég er ekki hissa ef þetta hefur gengið nærri honum.  Sem er strangheiðarlegur baráttumaður og er ekki að nýta sér lúalegar aðferðir sjálfum sér til handa.     

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2010 kl. 09:03

8 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það má segja að fordómafullt fólk opinberi eigin heimsku með því að agnúast út í þá sem trúa á sanngirni og kraft þeirra sem tilbúnir eru að fórna ýmsu til þess að halda fast við sína sannfæringu. Það er satt að Hörður var afl sem hélt utan um sáran og svekktan lýðinn á Austurvelli.  Það væri gott að hafa hann þar. 

Hef ekki komist á Austurvöll lengi vegna veikinda, en stefni að því að mæta loksins á morgun og komandi laugardaga.  Mér finnst skömm að því hvað fáir mæta þarna niðurfrá.  Á Facebook eru allir að ganga í einhverja stuðningshópa "niður með útrásar þetta og glæpa hitt, en svo situr þetta lið bara heima og nöldrar.  Því væri nær að mæta á Austurvelli á hverjum laugardegi.

Ég vinn með mörgum útlendingum og þeir eru alltaf jafn hissa á því að hér sé ekki allt logandi í óeirðum, m.v. allar þær hörmungarfréttir sem dynja á þessari þjóð alla daga og segja flestir að slíkur níðingsskapur hins opinbera yrði tæplega liðinn í þeirra heimalöndum án mikilla mótmæla og jafnvel óeirða.

Ég er reyndar á móti óeirðum, en friðsöm mótmæli eiga fullan rétt á sér.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 12.2.2010 kl. 21:26

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég upplifdi ekki LIVE mótmælin á Austurvelli,en fylgdist med .Já Hörd Torfason vantar tad er engin spurning.

Kvedja í kot úr koti.

Gudrún Hauksdótttir, 13.2.2010 kl. 08:13

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín

Af hverju mætir ekki Hörður Torfason? Getur verið að hann hafi kosið Vinstri Græna eða Samfylkinguna og kannski flokksbundinn í öðrum hvorum flokknum? 

Ég mætti á Austurvöll í janúar og það var ósköp dauft yfir fólkinu. Prýðis ræðumaður sem er formaður Verkalýðsfélags á  Akranesi. 

Fólkið sem var fyrir ári síðan á Austurvelli er ekki þar núna því mest af þessu fólki studdi Vinstri Græna. þau eru sjálfsagt heima núna og mjög ánægð með lífið og tilveruna.

Það er ég aftur á móti ekki og þá meina ég það fyrir þjóðfélagið. Guði sé lof að ég á engin lán en ég á marga vini sem eiga nóg af lánum og eru að sligast. Ömurlegt.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2010 kl. 00:42

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mæl þú manna heilust.

Helga Magnúsdóttir, 14.2.2010 kl. 21:58

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Slæmt að heyra að þú hefur verið lasin Sigrún mín.  Vonandi er þér að batna.   Gott að eyra að þú ætlar að láta sjá þig á Austurvelli. 

Rósa mín.  Það sem Hörður hefur fram yfir marga aðra í þessu máli er að hann er hvergi í pólitík.   Hefur aldrei starfað í slíkum samkomum og er alveg ópólitískur.  Mér finnst það reyndar sorglegt að vera að tengja mótmæli sem eru fyrir allt fólk í landinu við ákveðna pólitíska flokka.  Þetta eru mótmæli almennings gegn óréttlæti sem viðgengst og allur fjórflokkurinn hefur komið að.  Og enginn þeirra er þar saklaus.   Þeir eiga bara að halda sig heima hjá sér með pólitísku skiltin sín og skammast sín fyrir sinn þátt í hvernig komið er.

Hörður er ekki bara ópólitískur, heldur hefur aldrei selt sálu sína fyrir fé.  Hann fer ekki í framkvæmdir nema eiga pening fyrir þeim.  Þess vegna er hann ósnertanlegur gróðapungunum.  Því þeir hafa ekkert á hann. 

Takk Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:15

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kveðja til þín líka Gurra mín.  Já það er upplifun að vera með þarna niður á Austurvelli og finna samstöðu fólkins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:31

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fólk er hrætt við ofbeldi það er skiljanlegt en þegar mótmælt er og mjög margir mæta þá er ekki hægt að treysta því að um friðsamleg mótmæli sé að ræða, við verðum að taka áhættuna vegna ástandsins og aðgerðaleysi stjórnvalda. Einnig verðum við að ná til þeirra sem stálu af okkur og eru að stela með endurkomu gegnum bankana hvítþvottur og vandníðsla er hrikaleg þessa dagana!

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2021768

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband