10.2.2010 | 17:13
Lítið ferðasaga, með söknuði og nýjum tímum í vændum.
Reykjavík að baki. Og heimilislífið tekur við. Þ.e. nýtt líf, ný stefna. Litlu pæjurnar mínar farnar heim til pabba og mömmu og eins og er erum við ein í kotinu, þar sem Úlfur er í Heydal sér til hressingar hjá henni Stellu og Gísla
En það var gott að fara á Austurvöll og hlusta á þrumandi ræður, hitta fólk sem bar sömu tilfinningar í brjósti og maður sjálfur. Að vísu átti ég leið upp í Kringlu áður en ég fór á Austurvöllinn, þar var allt yfirfullt af fólki, og bílastæði öll full, hringsól þeirra sem leituðu bílastæðis. Og ég hugsaði Kreppa hvað!!
Rölti svo niður Laugaveginn, þar voru konur í flottum pelsum að koma gangandi uppá við. Aðrar skoðuðu í glugga skartgripaverslunar, og unglingar klæddir samkvæmt nýjustu tísku streymdu á móti mér.
En stemningin var á Austurvelli.
Góð stemning á Austurvelli.
Bloggvinkona mín hér, en baksviðs er ljóst að stjórnmálaflokkarnir eru að reyna að nota sér mótmælin í sína þágu. Þetta er bara ekki slíkt heldur mótmæli almennings.
Glaðbeittur alþingismaður. Málið er að litlu flokkarnir eiga ekki upp á íslenskt pallborð því miður, því oftar en ekki eru það einmitt fólkið sem er að reyna að breyta og minnka spillinguna, rétt eins og Frjálslyndi flokkurinn. En hann er ekki búin að gefast upp. Þar er gott fólk að vinna að innri málum flokksins og yfirfara málefnasamning og skoða áherslur. Fólk hefði reyndar betur hlustað á hvað þeir höfðu að segja fyrir kosningar, en ekki bara sundurlyndi og framapot einstakra einstaklinga sem alltaf eru skeinuhættir nýjum og ungum framboðum. Ef við þorum ekki að gefa nýju fólki sjens, þá getum við gleymt nýja Íslandi.
Það var hægt að fá heitt í kroppinn þarna, og veitti ekki af því kalt var í veðri, þó fallegt væri.
Fólk tekur upp nýjar leiðir til að afla sér peninga, þegar hrun verður eins og hér, og örugglega til gleði fyrir þá sem fram hjá fara.
Sumir eru lika duglegir við að skapa og koma sínu á framfæri, á skemmtilegan hátt.
Þessi eru örugglega föst í kreppunni, enda sennilega litli jón og litla gunna og geta sig hvergi hrært.
Ísbjarnarblús, en ég tók eftir að ísleski fánin blaktir víða, og að búðir bera miklu oftar íslensk nöfn í dag. Það er gott að við erum aðeins að eindurheimta þjóðarrembinginn. Því hann er okkur nauðsynlegur núna, þegar við erum þjökuð af minnimáttarkennd yfir aðgerðum sem við áttum sáralítinn þátt í.
Sumt er þannig að mölur og ryð fær grandað.
Meðan annað breytist ekkert, og verður vonandi alltaf til að minna okkur á það sem við erum.
Og máninn glottir ekki hrímfölur og grár heldur fullur og rauður.
En við lögðum af stað í fögru veðri, sem hélst allann tímann.
Og sólin kominn alla leið.
Hér erum við tvær Ásthildar, ólíkt höfumst við að. En það er líka allt í lagi, önnur á útleið hin rétt að byrja.
Hanna Sól, verður hún leikari, arkitekt, fyrirsæta eða hönnuður? Henni stendur allt til boða eins og öðrum íslenskum stúlkum í dag. Ef þær bara halda sínu striki og láta ekki olnboga sig afturfyrir karlpeninginn.
Við fórum líka á þorrablót á Hellu hjá afa og ömmu Stelpnanna.
Ásthildur á tali við ömmu og örugg hjá pabba.
Hanna Sól og frænka hennar fengu líka að vera með.
Þrír ættliðir, maturinn var í boði húsbóndans sem hafði að mestu séð sjálfur um matargerðina. En þessi mynd er sett inn sérstaklega fyrir Kollu og Lúlla, flottur barnabarnið ykkar.
Og stelpurnar fengu Ís.
Vá hvað pabbi er flottur!
Hver annari flottari þessar kvenpersónur!!
Svo var farið í afmæli hjá litla Arnari Milos, en hann varð þriggja ára.
Langflottastur.
reyndar átti Júlíana Lind mín afmæli í gær.
Innilega til hamingju með 13 árin prinessan mín.
Hvar er ég?
Í fjölskyldugarðinum, að skoða hestana auðvitað.
Selirnir eru líka afar spennandi.
Að horfa á sjónvarpið, er líka ágætt.
Hittum Kristínu frænku, en hún býr í Mexícó. Er hér í heimsókn hjá börnunum sínum, sem hér eru.
Afi og stelpurnar í Smáralindinni.
Þetta er skemmtilegt.
Það var líka gaman að fara í pössun meðan afi og amma skruppu á útsölurnar. Sem var nú meira gert fyrir þær, af því það var svo gaman í pössun. Við fórum líka í bíó, þær voru reyndar dálítið smeykar og ekkinn í lokin var ekta, þegar þær héldu að söguhetjan hefði dáið. Við sáum þykknar upp með kjötbollum... eða eitthvað þannig.
Púsl er alveg æði. En þær fengu líka að fara í bíó.
Hér er verið að ræða við mömmu á Skype, alvaran leynir sér ekki.
Eða þannig
Afi!!! þessi stelpa er ótrúlega gefandi og kærleiksrík.
Úlfur er góður að hjálpa til.
Svo má taka dansspor, það er gott líka.
Alltaf saman flotta stelpan hún Hanna Sól.
Eins og hún hafi ekki gert annað en að pósa.
Sæt saman.
Himnarnir gráta þegar litlu stelpurnar mínar fara til Vínar. Nei það er víst bara ég sem geri það.
Landið okkar er fagurt, venjulega á þessum tíma er það hvítt af snjó, en snjórinn er víst bara í New York, París Lundúnum og Jerúsalem.
Þó sést föl á heiðum.
Og klakabrot á fjörðum.
Fallegt engu að síður.
Gæti verið á tunglinu. Úbbs nei bara Steingrímsfjarðarheiði.
Falleg klakamunstrin í ís á fjörðunum vestfirsku.
Tignarlega rísa fjölliin úr sjó.
Sól alla leið.
Meiri íslistaverk.
Degi hallar.
Klakaböndin mynda falleg listaverk.
Hesturinn skín við síðdegissólu.
Fjöllin speglast í sjónum.
Og ský mynda dularfulla ramma um hæstu tinda.
Já það má lesa ævintýri út úr þessum skýjum.
Og svo blasir Ísafjörður við. Með kubbann frá öðru sjónarhorni.
Ernirinn og fjörðurinn. Við erum komin heim.
Brandur og Snúður eru glaðir. Sigurjón og mamma hans hafa hugsað um þá meðan við vorum í burtu og líka hænurnar. Svo hér er allt sem best verður á kosið. Takk fyrir það elskurnar.
En hjá okkur Ella tekur við nýr kafli í lífinu. Nú þarf að huga að vorinu, sáningum og svo uppbyggingu vinnunnar í sumar. Það er alltaf nóg sem þarf að huga að.
En í dag er ég hálf lasin, tekst ekki að ná úr mér þessu kvefi og ná upp orkunni. Það kemur samt fljótlega.
Mikið var gaman að hitta alla sem ég hitti í Reykjavikurförinni. Suma sem ég hef ekki hitt fyrr, en þekki héðan og reyndar annarsstaðar frá. Og bara alla. Og sendi hinum knús sem ég hitti ekki í þetta skipti.
Eigið öll góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kær kveðja elsku vina og það var gott að sitja með þér í svolitla stund, við sitjum lengur næst. Í huga þér er ég þegar vondir dagar koma og ég sit við rúm þitt þegar þess þarf. Himmi minn er með, hann er alltaf með.
Takk fyrir frábærar myndir
Ragnheiður , 10.2.2010 kl. 17:22
Takk elskan mín. Já það var yndisleg stund með þér og Hjalta. Þið hafið bæði svo góða nærveru. Já næst verðum við fleiri og gerum eitthvað skemmtilegt saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2010 kl. 17:28
Alveg á tæru að næst verðum við fleiri
Mikið saknaði ég myndanna þinna á meðan þú varst hérna í höfuðstaðnum.
Held að það sé ekkert skrýtið þó svo að orkan sé lítil þessa dagana en hún mun koma, trúi ég. Það eru svo mikil viðbrigði að hafa ekki skotturnar til að hugsa um.
Knús í sólarkúluna
Kidda, 10.2.2010 kl. 17:49
Sæl kæra Ásthildur! Er búin að skemmta mér við myndaskoðun á síðunni þinni. Ég var að reyna að muna hvar komið er niður af Steingrímsfjarðarheiði,fór þá leið ,,heim,, 1991,að sumri. Aldeilis fínt að geta farið þetta um há vetur. Engu minni töfrar nátturinnar á þeim árstíma. Gott þú ert komin heim. Þér finnst það e.t.v. einum of hljóðlátt fyrst um sinn. Úrþví þú þurftir að næla þér í kvef,er gott að geta hallað sér. Sendi þér bata-kveðjur og knús.
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2010 kl. 18:13
Maður verður alltaf svo mjúkur í hjartanu, þegar maður hefur lesið bloggið þitt.Það sem ég hugsaði um hvað ég held að það eigi eftir að skapast mikið tóm og söknuður, hjá litlu stelpunum þegar þær verða alveg lentar.Þá fara þær að hugsa hvað eru amma og afi að gera núna.Við vorum von að gera þetta og hitt þennan daginn og og og.Ég var orðin 3ja ára þegar foreldrar mínir fluttu frá ömmu og afa.Pabbi sagði oft við mig ef við hefðum ekki flutt á þessum tíma ,þá er ekki víst að þú hefðir komið með okkur.Enda voru amma og afi þau sem ég þurfti alltaf að hringja í td ef ég var veik.Þau vissu allt,og höfðu ráð við öllu.Þið hafið gefið þessum litlu stelpum fjársjóð sem þær eiga eftir að sækja í allt sitt líf.Við vlifðum í betri heimi ef það væru fleiri eins og þið.Kær kveðja.
Margret (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:14
Það er alltaf jafn yndislegt að líta við hjá þér. Frábærar myndir og gott að ferðast með ykkur. Hugsa til ykkar og ég veit að lífið verður gott áfram, þið eruð svo einstök. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 21:18
Velkomin heim á Ísafjörðinn þinn Ásthildur mín. Yndislegt að fá aftur myndirnar þínar að gleðja sig við - ofboðslega falleg þessi af fossinum í klakaböndum. Þótt dapurt sé yfir hjá þér núna er vonandi góðra breytinga að vænta með hækkandi sól og þá má líka búast við að orkan þín aukist. Fram að því er bara að lofa sér að kúra - skil vel söknuðinn eftir systrunum fallegu og glöðu. Reyni að senda þér orkustrauma Ásthildur mín og bið allt gott að fylgja þér og þínum
, 10.2.2010 kl. 21:28
Frábærar myndir eins og alltaf. Alltaf gaman að sjá krakkana og ekki síður landslagið sem er svo breytilegt eftir árstíðum. Er ekki klakafossinn í Skötufirði? Þér er fúslega fyrirgefið að hafa ekki tíma til að hitta mig núna. Það bíður betri tíma. Mig vantaði bara svo að knúsa þig smá, en ég geri það bara í huganum þar til við hittumst. Hugsaðu vel um Íju mína og Ella líka og vertu dugleg að láta þér batna. Það er svo áríðandi að safna orku og eins með hana og plönturnar þínar, það vex ekkert af engu svo það tekur tíma þegar búið er að tæma batteríin.
Dísa (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 22:05
Sæl Ásthildur mín og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér á blogginu þínu. Nú tekur við nýr kafli hjá þér og sitthvað að takast á við. Ég er sannfærð um að dvölin hjá ykkur í kúlunni verða þeim ómetanlegur fjársjóður inn í framtíðina. Ég sjálf átti afa og ömmu í sama húsi og ég ólst upp í. Ég gat alltaf leitað til þeirra og þau voru mér ómetanleg. Ég hef alltaf sagt að ég hafi átt besta afa og bestu ömmu í heimi. Ég er sannfærð um að litlu prinsessurnar þínar eiga eftir að segja hið sama um ykkur. Sendi ykkur bestu kveðjur og bið almættið að styðja ykkur og styrkja í uppbyggingu og áframhaldandi lífsgöngu.
Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 22:11
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2010 kl. 23:11
Hæ Ásthildur .
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 00:19
Jónína Dúadóttir, 11.2.2010 kl. 08:41
Takk öll saman.
Takk Arndís mín. Ég vona það svo sannarlega, að prinsessurnar mínar muni eftir ömmu og afa.
Dísa mín þetta er reyndar ekki foss heldur lækur sem hefur vafið svona utan á sig, tók myndina í Hestfirðinum á svipuðum stað og ég tók myndina af Hestinum sjálfum. Fékk Ella til að stöðva bílinn og leyfa mér að taka þessar tvær myndir, hinar voru allar teknar á ferð. Við eigum eftir að knúsast.
Takk Dagný mín. Já ég ætla að leyfa mér að vera löt og hugsa um sjálfa mig. Annars eru systur mínar farnar að koma við og reyna að draga mig með í labbitúr. Ætli ég fari ekki með þeim í dag.
Kærleikskveðja til baka Ásdís mín.
Margrét mín þakka þér fyrir þessa æskuminningu. Ég hugsa að það sé alveg rétt, það kemur sá dagur að það er ekki hægt að skilja að. Ég ólst reyndar upp hjá ömmu minni, en í sama húsi og mamma og pabbi. Ég spurði mömmu einhverntíman um þetta og hún svaraði; Íja mín, ég get sagt þér að ef við hefðum ekki búið í sama húsi hefði ég verið búin að taka þig til mín fyrir löngu síðan.
Helga mín héðan kemurðu niður lágheiði og að landi Tungu, og áfram yfir Langá og því næst í Ísafjörð, Mjóafjörð og Ögurvíkina, Skötufjörð, Hestfjörð, Seyðisfjörð, Álftafjörð og síðan Skutulsfjörð sem Ísafjörður stendur við. Hinu meginn kemurðu niður Staðardal og svo áfram til Hólmavíkur. Nú fer maður svo Arnkötludal, sem er rétt hjá Sævangi, og sauðfjársetri þeirra strandamanna.
Vona að ég hafi ekki gleymt neinu.
Takk Kidda mín, ég vona að ég verði dugleg við að setja inn myndir, nóg af ég svo sem af þeim, og alltaf bætast nýjar við.
Jóna, Þói og Jónína Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 09:03
Gott að fá þig heim
Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2010 kl. 09:59
Takk Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 10:39
Kæra Áshildur Cesil. Þú gefur svo mikið til mín sem ekki er hægt að meta til veraldlegra eigna.
Takk fyrir allt sem við erum svo heppin að fá að lesa og sjá í þínum færslum. Þú ert í mínum augum algjör hetja, því það er ekki neitt leyndarmál að þú hefur gengið í gegnum gífurlega ervitt líf, og miðlar af reynslu þinni á óeigingjarnan hátt.
Þegar kerfið hjálpar fólki ekki, heldur brýtur fólk niður þá þarf sterka og ekta einstaklinga eins og þig til að þola það álag og tala máli þeirra sviknu! Þú stendur þig eins og hetja í því eins og öðru.
Ég fæ alltaf styrk þegar ég les færslurnar þínar. Takk fyrir þann styrk. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.2.2010 kl. 22:15
Innilega takk fyrir þetta innlegg Anna Sigríður. Það er einmitt svona innlegg sem gefa mér alveg heilmikið fararnesti út í daglegt líf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.