8.2.2010 | 23:27
Elskuleg mín.
Hef ekki haft tíma til að skoða öll innlegg, var rétt að koma heim, en ég heyrði svo frábæra sögu í Reykjavíkinni að ég verð að deila henni með ykkur. Lofa að lesa og svara ykku öllum á morgun.
En sagan er svona; Og hún er frá annari hendi, frá þeirri fyrstu, sem er mjög vel inn í málefnum líðandi stundar,
Bretar og Hollendingar voru búnir að taka á leigu hótel í London, ráða fullt af lögfræðingum, viðskiptafræðingum og hagfræðingum, og bjuggust við nokkurra mánaða deilum við íslendinga um Icesave. Þarna sátu þeir allir tilbúnir í slaginn, þegar dyrnar opnuðust og inn kom......................... einn afdankaður stjórnmálamaður, gagnfræðamenntaður með pennan á lofti og gólaði; Hvar á að skrifa undi ég nenni ekki að standa í þessu....... Og auðvitað var bara skrifað undir og svo heyrðist bara JIBBÝ um allt hótelið. Ég get svo svarið það að ég skora á fréttamenn að skoða hvort þessi saga er fleipur eða sannleikur, því svo sannarlega talaði þarna að mínu viti aðili sem þekkir vel til í málunum.
Hvernig í andskotanum eigum við að halda andlitinu ef þetta er svona? Ég bara spyr, vegna þess að ég er ekki tilbúin til að láta börnin mín og barnabörnin sitja í gapastokk fátæktar út af einhverjum vini fjármálaráðherra. Og ég er ekki tilbúin í að láta ræna af mér æruna og líf mitt, út af svona bjánagangi. Ég er heldur ekki tilbúin til að samþykkja að þjófarnir fái 80 % niðurfelldar skuldir meðan ég á að borga allt upp í topp. Sorrý bara.
Jóhanna farin á taugum og flúin af vettvangi, Steingrímur búin að ljúga okkur upp í rjáfur yfir hvað þetta var nú allt saman besti samningur sem við gátum fengið, með besta vin sinn með pennan á lofti til að skrifa undir í hans nafni. Fjandinn hafi það fólk, ætlum við virkilega að sætta okkur við þetta? Ætlum við virkilega að bara borga skuldir sem við eigum ekki, og bogna, blikna og segja börnin okkar á sveitina bara til að bjarga mannorði karls sem varð fjármálaráðherra af því að fólk treysti honum til góðra verka, og af því að fólk trúi því að kerling sem stendur ekki einu sinni undir því að geta kallast sannur íslendingur, út að ESBást, lofaði okkur skjaldborg sem aldrei hefur litið dagsins ljós.
Hvenær ætlum við að vakna og leyfa okkur að brjálast og senda þetta lið út í hafsauga, ásamt Sjálfstæðismönnum og Framsókn? Eigum við ekkert stolt eftir? Eina vitið er að fara fram á við forsetann að hann setji þessa vonlausu ríkisstjórn af, og hlusti á þjóðina og fari fram á að hér verði sett á utanþingstjórn fagfólks sem bæði þorir, getur og vill vinna það sem best kemur þjóðinni, en ekki spilltum stjórnmálamönnum, í hvaða flokki sem þeir sitja í. Förum upp út pólitískum hjólförum og heimtum utanþingsstjórn.
Nebb ég segi hér með nei!! og aftur nei!!!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég segi líka nei og aftur nei!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.2.2010 kl. 00:28
Já ég segi og skrifa, skrifaði NEI.
Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2010 kl. 01:46
Mín kæra, ég held að þessi saga sé sönn, og þegar ég rifja upp með mér viðtalið við þennan fyrrnefnda afdankaða stjórnmálamann, þegar hann var spurður að því hvort hann hefði verið beittur þrýstingi af hálfu Breta og Hollendinga að klára málið þá svaraði hann ,,,nei nei ég bara nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir mér,, og svo hló hann og bætti við við Ísl. erum eins og Kristur forðum við tökum á okkur syndir Evrópu á okkar breiða bak (kannski ekki nákvæmt orðaval en mjög nálægt því) og svo hló hann enn meir. ég get sagt þér að eftir það viðtal þá trúi ég sögu þinni vel. Og eins og ég sagði í síðustu bloggfærslu minni þá er tímabært að við tökum málin í okkar hendur, stöndum saman og spýtum í lófana, við skuldum börnum okkar barnabörnum og þeirra börnum það. Baráttukveðjur til þín og allra hinna,,
Hulda Haraldsdóttir, 9.2.2010 kl. 05:51
Sæl Ásthildur.
Frábær saga og "líkindalega sönn ".
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 08:00
Já ég er sammála ykkur með það að sagan er sennilega alveg dagsönn. Þetta fer að verða komið nóg af fíflagangi fólks sem virðist hafa eitthvað allt annað í huganum en að bjarga þjóðinni frá gjaldþrotum. Hvað það er nákvæmlega sem þau eru að gambla, er erfitt að spá í. En mér sýnist á öllu að hér séu að verða vatnaskil. Hvort þau verða okkur til góðs eða ekki, veit ég hreinlega ekki. En ég bara veit að við megum ekki við meira klúðri stjórnvalda í málefnum þjóðarinnar. En svo getum við ekki staðið saman um nokkurn skapaðan hlut heldur. Megi allar góðar vættir vera með okkur jónum og gunnum þessa lands ekki veitir af.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 08:36
Heil og sæl ! Mikið er nú gott að heyra í þér aftur, og sjá að þú hefur ekkert dalað við þessa suðurför þína. Var að vona að ég fengi að sjá þig í ferðinni þinni, en það verður að bíða. Sendi mínar bestu óskir til þín og þinna. Kv. Steini Árna. Borgarfirði
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 08:45
Er sammála þér að flestu leiti en bið þig hugsa um, að betra væri, að Sjálfstæðisflokkurinn færi bara í ,,hundahreinsun" og hlúði að fornum gildum sínum og kæmi þá tvíefldur til starfa fyrir þá sem hann var stofnaður til,--duglegra íslendinga.
Ég hef haldið mig í Flokknum, barist fyrir grunngildunum og ekki látið hrekjast þó að mönnum hafi verið vegið af ,,Gróðapungunum" eins og við Matti Bjarna blessaður nefndum þá bæði innan og utaná LÍÚ sem ég nefni svona daglig dags Líjúgara.
Mín bjargfasta skoðun er sú, að þetta sé eini flokkurinn sem gæti náð sáttum í þjóðfélaginu eftir að hafa farið í grandskoðun á sínum fyrri gjörðum og athugun á því hvar hrasað var og af hverju ekki var gripið í lurginn á Gróðapungunum.
Með ljúfri kveðju Vestur.
e.s.
Veit að nú er framundan prófkjör hjá íhaldinu ykkar, hvar drengur góður gefur kost á sínum starfskröftum, ekki letja menn til stuðnings við Eirík Finn, mér er annt um karlinn þann.
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 9.2.2010 kl. 09:09
Sæl Ásthildur, ekki veitir af vættum landsins til stuðnings. Loftið hefur verið býsna þungt á Íslandi allt, allt of lengi og ég finn að það er farið að hafa áhrif á ungu kynslóðina. Þakka fyrir hlýju orðin á mínu bloggi, baráttan er endalaus - bæði í trúmálunum sem í pólitíkinni. Menn eru svo fastir í hjólförum og kössum að það hálfa væri nóg.
Ég mæli með utanþingsstjórn líka, flokkarnir hætta aldrei að ota sínum tota og hygla sínum, svoleiðis er þetta bara. Þjóðkirkjan vinnur svoleiðis líka og þess vegna hef ég ekki áhuga á að starfa undir hennar hatti. Ég er þó ekki að draga úr því góða starfi sem þar er unnið, en samt sem áður; þar er klíkan sem gildir ..
Manni fallast oft hendur og spyr sig hvort að það sé í raun og veru hægt að ná heilindum upp á borðið í þjóðfélaginu, en á jákvæðari nótum þá hittir maður alltaf svo mikið af frábæru fólki sem vill ekkert annað en heiðarleika svo ef margar heiðarlegar hendur vinna saman þá ætti að nást árangur.
Það var gott að hittast, þó kvöldið liði allt of fljótt, og ég er þakklát henni Laufeyju fyrir að leiða okkur saman.
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.2.2010 kl. 09:38
Já mikil skömm er að, ef satt reynist trúlega sönn.
En eigi veit ég hvað mun koma best út fyrir land og þjóð, eitt veit ég þó að það verða að verða breytingar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2010 kl. 10:07
Nei.Hvort sem sagan er sönn eða ekki þá er það mín skoðun að við eigum að láta reyna á málið fyrir dómstólum.Og ef við töpum þá borgum við annars EKKI.
Hvort sagan er sönn eða ekki veit ég ekkert um,en gæti auðveldlega trúað henni þegar grannt er skoðað.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 10:22
Já Steini minn það er farin að koma tími á okkur að hittast.
Bjarni minn Ég veit að þú og fleiri góðir sjálfstæðismenn hafið unnið af heilindum að reyna að koma skikki á Sjálfstæðisflokkinn, þar fara líka góðir menn eins og Guðmundur Halldórsson aflakló og Kristinn Pétursson. Þið hafið samt unnið fyrir gíg, því þið verðið undir í allri spillingunni sem grasserar í Sjálfstæðisflokknum eins og öllum hinum þremur. Eina vitið er að losa okkur við allan fjórflokkinn eins og hann leggur sig, og fá nýtt ferstk blóð inn í stjórnmálin. Ég segi því miður, því þið þrír sem ég nefni eruð eðalmenni bara í röngum flokki. Eiríkur Finnur er góður og gegn maður ég vil óska honum góðs í prófkjörinu. Ég mun samt ekki skipta mér af því hver kemur til með að leiða Sjálfstæðísflokkinn í næstu kosningum. Ég tel Í-listann vænlegri til vinnings.
Jóhanna mín það er nú eina ljósið í myrkrinu að vita og finna hve margir í raun og veru vilja réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ef vil vill tekst okkur að sameina þá krafta og velta spillingunni úr sessi með samtakamættinum. Það hefði aldrei geta gerst fyrr, en nú hefur almenningur netið og því er erfitt að leyna og fela glæpi sína og vangjörðir.
Já Milla mín mikið rétt. Við getum öll verið sammála um markmiðið, það eru ef til vill aðferðirnar sem greinir á. Ég er orðin dauðleið á öllu þessu undirferli og lygum.
Birna Dís, já af hverju gerum við það ekki bara ? Það er einhver hræðsla í gangi við stórþjóðirnar, einhver undirlægjuháttur sem ég þoli ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 10:48
Velkomin heim í kúluhúsið ykkar
Hvort sem sagan er sönn eða ekki þá er það á hreinu að það var ekki samið fyrir hag þjóðarinnar. Ég segi nei við að borga nema dómstólarnir segji annað og búið sé að hundelta þá sem stálu úr bankanum.
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 9.2.2010 kl. 11:02
Já einmitt, við getum bara ekki sætt okkur við að þegja og borga. Bara alls ekki. Takk annars ljósið mitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 11:18
Hroll setti að mér við þessa lesningu. Sammála þér Ásthildur - við þurfum utanþingsstjórn.
, 9.2.2010 kl. 11:25
Sá þetta á blogginu hennar Ástu Hafberg; http://www.neydarstjorn.org/index.php/Fors%C3%AD%C3%B0a tilvitnun frá Þórði Birni Sigurðssyni. Lýst vel á þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 11:28
Úr Neydarstjorn
Neyðarstjórn
Koma þarf á neyðarstjórn* á Íslandi, stjórn sem nýtur trausts almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar.
Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma til þess að vinna að eftirfarandi verkefnum:
1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum
2. Rannsókn á efnahagshruninu
3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar
4. Stjórnlagaþingi
Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings og nýtur almennrar virðingar og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu sérfræðinga innan lands og utan.
Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá, verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga.
Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn vitjunartíma og verja slíka stjórn falli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 11:29
Hér sé stuð, gaman og hressandi að lesa þetta allt, samt ekki gaman að heyra þessa sögu, hún er ljót og kannski sönn, gæti alveg trúað því. Við stöndum saman ekki spurning. Kær kveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2010 kl. 12:10
Mér hefur lengi verið það ljóst að fjórflokkurinn er ónýtur og auk þess lífshættulegur allri von um siðbót af neinum toga. Sjálfstæðisflokkurinn verður að byrja á að taka til í sínum ranni áður en hann fær stöðu til að blanda sér í pólitíska umræðu.
Neyðarstjórn er orðið sem ég hef notað um næstu ríkisstjórn og þar má ekki vera þefur af neinni flokksbundinni persónu.
Árni Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 17:44
Já kanski þetta sé sönn saga maður trúir orðið öllu, minstakosti verður maður ekki hissa, en hvernig fer það fram, hvernig kemur maður á þjóðstjórn ekki hef ég trú á að FORSETINN mundi gera sínu samflokksfólki það. en það má reyna aldrei að vita.Gott að hafa svona fólk eins og þig Ásthildur mín.
Eyjólfur G Svavarsson, 9.2.2010 kl. 17:50
Takk fyrir innlitið.
Ásdís mín ég held að við séum dálítið líkar í okkur
Árni það er alveg laukrétt fjórflokkurinn er gjörsamlega ónýtur. Og það er líka hárrétt almenningur mun aldrei samþykkja að pólitískur þefur verði á neyðarstjórn. Loksins eru ráðamenn farnir að hlusta á fólkið, vegna þess að við höfum hærra núna en oft áður.
Eyjólfur þakka þér hlýlegt innlegg. ég hafði ekki mikla trú á forsetanum fyrr en hann hafnaði fjölmiðlalögunum, og svo aftur núna þegar hann gerði það sem enginn bjóst við, hafnaði flokksfélögum sínum. Sem sýnir mér að maðurinn er með sitt á hreinu og er í meira sambandi við útlönd en okkar ágætu Jóhanna og Steingrímur. Hann gat hreinlega ekki annað en hafnað þessu, svo arfavitlaust er það. Og í framhaldi af því þarf hann að leysa málið og þá er næsta skref að setja á legg utanþingsstjórn, sem ég er nokkuð viss um að hann mun gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 18:37
Líst vel á svona utanþingsstjórn
Kidda, 9.2.2010 kl. 19:49
Ásthildur þetta er alveg hrikalegt ástand sem Íslendingar eru að ganga í gegnum núna og eru engan veigin réttlátir.
Við eigum ekki að borga þetta rugl sem þessir veruleika fyrtu fávitar komu okkur í.
ÉG skil ekki þetta þrælslega lundarfar í okkur Íslendingum hvað þarf mikið gerast til að fólk fari standa saman og komi út úr húsum sínum og láti í sér heyra.
Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert fyrir þjóðina hennar tími er laungu búinn
Guðmundur Friðrik Matthíasson, 9.2.2010 kl. 20:14
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2010 kl. 21:00
Kidda mín, og það mun verða!!!
Já Guðmundur þetta er orðið óþolandi ástand og ég skynja að þetta fer að breytast. ég skynja það bara allstaðar að fólk er búið að fá nóg, og ég skynja líka að ráðamenn eru farnir að sjá það líka. Nú er bara að komast frá þessu með hausinn uppi og með reisn. Það verður að vísu erfitt eftir allt saman. En við verðum að leyfa þeim að gera það þannig.
Knús til baka Linda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 21:23
Blessuð Ásthildur rakst hér inn á bloggið frá þér
og er sannarlega ánægð með þessi 100%
endilega hringdu í mig
kv Ragnh.
Ragnheiður Guðmundsd (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:57
Já geri það Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2010 kl. 17:25
Ég tek undir með Árna (komment #18). Við höfum annarsvegar hrunflokkana: Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sem hönnuðu það frjálshyggjukerfi sem ól af sér spillinguna er leiddi til hrunsins; og gerðu út á helmingaskiptaregluna: Þínir menn fá þennan banka, mínir menn hinn bankann... Samfylkingin leysti Framsóknarflokkinn af og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór á flug, tapaði jarðsambandi og allt snérist um þetta fáránlega og fráleita dæmi að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ. Hennar verður helst minnst fyrir tvennt: Að hafa farið með fríðu föruneyti til Afganistan til að leysa aldagamlar ættbálkadeilur. Komin heim sagðist hún hafa betri skilning en áður á þessum ættbálkadeilum. Hinsvegar að hún kannaðist ekki við að þeir sem mótmæltu bankahruninu væru þjóðin.
Svo er það VG. Æ, ég ætla ekki út í hvernig á einu augabragði Steingrímur varð allt í einu annar en hinn harði óspillti gagnrýni baráttumaður gegn Icesafe og því öllu. Kannski er hægt að eygja vonarglætu í Ögmundi og Lilju. ???
Þjóðin hafnaði Frjálslynda flokknum þrátt fyrir að vera sammála stefnumálum FF. Borgarahreyfingin náði inn 4 þingmönnum en er nú margklofin sem Þráinn Bertelsson óháður þingmaður og hin þrjú sem Hreyfingin klofin frá Borgarahreyfingunni. Ég veit svei mér ekki hvað er best eða skást í stöðunni.
Jens Guð, 11.2.2010 kl. 00:15
Góð greining hjá ykkur Árna Jens minn. Ég er alveg viss um að foringjar fjórflokksins eru allir búnir að vera. Það er bara spurning hvenær þessi stjórn springur með hvelli. Það er allt í undirbúningi. Málið er að það þorir enginn að taka við keflinu. Því það skíðlogar í báða enda.
Og við erum ekki búin undir kosningar. Það verður því sem fyrst að fara að huga að utanþingsstjórn. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé afarasælast að gera Evu Joly að næsta forsætisráðherra, fá Gunnar Tómasson og aðra góða drengi með í slaginn, sem hafa verið að benda á það sem aflaga hefur farið, en ekkert verið hlustað á.
Við verðum að sjá fram á fleiri en einn leik í stöðunni. Og við megum ekki bíða eftir því að Jóhanna gefist endanlega upp opinberlega, þó það sé í raun og veru búið að gerast fyrir löngu. Svo kemur röðin að Steingrími. Nýjustu fréttir benda til þess að hann sé komin með báðar lappir út í fúafen með Svavari Gests og Indriða. Ég er ekki farin að sjá hvernig hann getur snúið sig út úr þeim hanaslag sem nú á sér stað milli VG og Samfylkingar. Og þar rær sennilega Ingibjörg Sólrún á bak við. Hún er hvort eð er búin að vera sem pólitíkus. Ef til vill ætlar hún að draga restina með sér. Sem er besta mál.
En þá kemur spurningin hvað gerum við? Næsti leikur hlýtur að vera utanþingsstjórn eða neyðarstjórn. Við getum ekki farið út í kosningar og setið aftur uppi með sama fólkið bara með öfugum formerkjum. Það er komið nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.