Kúlulíf.

Nú fer að styttast í að litlu gleðigjafarnir mínir hverfi á braut.  Þær hlakka auðvitað til og mest þó Hanna Sólin mín.  Hin er meira hugsandi yfir öllu.  Segist vera hrædd.  Ég held að hún skynji að það eru miklar breytingar í vændum.  Hún er eins og amma sín, föst í viðjum vana. 

IMG_0806

Sólin og snúllinn.

IMG_0810

Amma ég ætla að hjálpa þér að elda matinn, segir sú stutta.

IMG_0811

Hrært í sósunni.

IMG_0813

Við erum báðar sorgmæddar, amma toguð og teygð þar að auki.

IMG_0814

Svo hlæjum við bara að öllu saman.  Vegna þess að þrátt fyrir allt er lífið dásamlegt.

IMG_0823

Og Brandur þarf svolítið að siða Snúð til.  Þ.e.a.s. hann er alltaf að reyna að leika við Brand og hann vill ekki svona smábarnalæti.

IMG_0868

Það þarf því að taka kettlingin föstum tökum.

IMG_0870

Og sætta sig ekki við neitt minna en fulla uppgjöf.

IMG_0826

Hér er öskubuska að bíða eftir góðu norninni.

IMG_0828

Og Voila eins og hendi veifað komin í danskjólinn.

IMG_0839

Ásthildur fékk þessa fínu kórónu á leikskólanum sínum.  Hún var voða stolt svo var líka veisla.

IMG_0840

Agalega fín stelpa.

IMG_0848

Svo var haldið kveðjupartý hjá Hönnu Sól fyrir vinkonurnar sem hún hefur eignast á Sólborg.  Því miður vantar eina hana Snæfríði en hún er úti á Kanarí.

IMG_0850

Auðvitað var svo farið í að máta kjóla, hvað annað?

IMG_0851

Þetta er nú einu sinni Prinsessupartý.

IMG_0853

Flottar stelpur.

IMG_0855

Það er líka gaman að klifra.

IMG_0861

Hver annari flottari þessar elskur.

IMG_0862

Sumar brugðu sér á hestbak.

IMG_0864

Loks var gert virki.  Þannig var allt týnt til sem hægt var að nota í slíkg.

IMG_0841

Ísafjörður heldur áfram að vera jafn fallegur, og sífellt bjartari.

IMG_0844

Þær náðu þó ekki að drekka sólarkaffi, því það gerum við þegar sólin skín.  Þó hún sé nú komin alla leið niður í Sólgötu.

IMG_0846

Hún er samt ekkert langt undan.

IMG_0865

Seinasti morguninn í Kúlunni.  Svona er lífið bara.  Það gefur bæði mikla gleði og svo sárar stundir, sem erfitt er að sætta sig við.  Þó heldur lífið áfram og við ráðum hvernig við tökum á því.  Við getum lagst í sorg og sút verið bitur og reið.  Eða við getum hugsað fram í tímann og séð að það borgar sig alls ekki, því það gerir ekkert fyrir mann nema eyðileggja allt það góða og fallega.  Og eftir þennan dag kemur annar, með eitthvað skemmtilegt og öðruvísi.  Svo hitti ég þær einhverntíman aftur og vona bara að þær hafi ekki gleymt mér og kúlunni, afa eða Úlfi. 

Sjáumst síðar kæru bloggvinir.  Og eigið góða helgi. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta ljúfan.Á hverjum degi er maður minntur á það að það er ekki sjálfgefið að allt sé alltaf eins og maður óskar.Margir eiga um sárt að binda .Styrkleikinn felst í að kunna að nýta sér mótlætið í meðbyr,jafnvel þótt að manni finnist sumar aðstæður þannig að engin sé vonin.Kveða vestur í Ísafjörðinn fallega og kúluna hlýju þar sem menn og dýr eru uppfullir af kærleik alla tíð.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku besta vinkona ég er nú að koma að tölvunni eftir þriggja vikna veikindi og vissi ekki að þær væru að fara út til mömmu sinnar sólargeislarnir þínir, en eins og þú segir þá er bara lífið svona og nú er komin tími á að þið Elli Hugið vel að ykkar heilsu og gleðjast einn dag í einu.
Svo hafið þið Úlfinn þann flotta strák.

Sendi þér og þínum kærleik og ljós
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2010 kl. 14:52

3 identicon

Elsku Íja mín, glætan að þær gleymi afa og ömmu eftir svona langa dvöl. Ég þekki líka gott ráð til að koma í veg fyrir það ef minnsta hætta væri. Búa til fyrir þær myndabók sem þær gætu sjálfar flett og skoðað og rifjað upp ýmislegt sem þær hafa brallað. Börn gleyma ekki svo gjarna þeim sem þau elska, síst þeim sem hafa dekrað og leikið með þeim.  Hitt er svo annað að erfitt er að sjá á eftir þeim og sakna. En þú hefur staðið af þér stærri storma og risið upp. Ég vona að þeim gangi allt í haginn á leiðinni og hjá pabba og mömmu. Og ég sé ömmu fyrir mér brosa gegnum tárin og berjast fyrir sínu og ná sér uppúr öldudalnum. Mínar bestu kveðjur til ykkar í Kúlu

Dísa (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 17:33

4 Smámynd: Kidda

Er með þér í huganum, vantar orðin sem ég vildi segja núna.

Knús í kærleikskúlna

Kidda, 29.1.2010 kl. 18:21

5 Smámynd:

Mikið er þessi efsta mynd af sólinni og snúllanum falleg. Það er gott hvað þú ert búin að eiga fallegar stundir með yndislegu gleðigjöfunum þínum, það yljar þér meðan þær eru í burtu og á eftir að fylgja þeim alla þeirra ævi. Sendi hughreistingarkveðjur í kúluna og vona að sólin fari brátt að skína á ykkur í öllum merkingum

, 29.1.2010 kl. 19:28

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já hann Brandur er pottþéttur uppalandi.

Jóhann Elíasson, 29.1.2010 kl. 21:40

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska ykkur öllum góðrar ferðar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.1.2010 kl. 01:42

8 Smámynd: Ragnheiður

Elsku vinkonan mín

Ég átti verulega bágt með mig við að lesa þetta hjá þér, ég finn svo til með þér elskuleg. Samt skil ég alveg allar aðstæður og fjarri því að ég ætli að taka einhverja afstöðu þannig ...

Þið eruð óskaplega duglegt og flott fólk og mikið eru þau flott krakkarnir þínir og barnabörnin...

Og nú segi ég eins og Himmi minn, klús !

Ragnheiður , 30.1.2010 kl. 19:34

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2010 kl. 20:43

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Veit bara ekki hvað ég á að segja elsku vinkona,nema senda þér ljúft knús og kærleika.Já maður á eftir að sakna þess að fá ekki að fylgjast með litlu dömunum,þeirra uppátæki og skemmtilegheit.........en knús til þín elskulegust mín..

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.1.2010 kl. 05:24

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þær gleyma þér ekkert elskuleg, það er ekki hægt

Jónína Dúadóttir, 31.1.2010 kl. 08:09

12 Smámynd: Kidda

Er farin að sakna þín elsku Cesil mín

Knús til þin hvar sem þú ert

Kidda, 3.2.2010 kl. 09:33

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad verdur tómlegt í Kúlunni tegar gledigjafarnir tínir eru farnar  og á sitt annad heimili.Tad er líka búid a dvera yndislegt ad fylgjast med ömmunni og afanum leika med fallegu prinsessunum og gefa teim allann tennann kærleik sem tær hafa notid.Tvílíkt hvad tær eru heppnar stúlkurnar Hanna og nafna tín.Og audvitad tid ad hafa fengid ad njóta teyrra tennan tíma.En.....Koma tímar og koma rád .Tid hittist vonandi fljótlega aftur.Tær eru komanar til mömmu sinnar og pabba sins og amman og afin hafa kvatt tær um stund med tár á kinn.

Stórt fadmlag til ykkar í Kúlunni  kæra Ásthildur

Gudrún Hauksdótttir, 3.2.2010 kl. 11:18

14 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Stórt knús vestur.

Flott hvernig þú hefur höndlað öll þín mál. Við eigum að leyfa okkur að sýna tilfinningar, tala um þær og það er svo flott hvernig þér hefur tekist það. Ég er sjálf að baslast í mínum tilfinningum eftir að hafa misst mína elskulegu systur, sem var ári eldri en ég, þann 30.11.2009. Maður grætur úr söknuði í tíma og ótíma og svo hlær maður þegar maður minnist alls þess sem skemmtilegt frá bernskunni og skemmtilegum minningum úr fortíðinni. "Lífið er lærdómsferðalag" skrifaði ég á blogginu mínu um áramótin - og þannig ætla ég að líta á áframhaldið....

Farið vel með ykkur fyrir vestan - og við munum læra að lifa með sorg og með söknuði !

Guð veri með ykkur

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.2.2010 kl. 20:00

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskuleg mig langar að heyra bara smá frá þér, þú ert svo yndislega dugleg
Kærleikskveðjur til Ella
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2010 kl. 20:57

16 identicon

Ohh ég hefði viljað taka þátt í prinsessu partýinu, sitja í drottningarkjól með kórónu og taka svo myndir af öllu saman! 

Lífið er hreyfanlegt og stundum erum við einmitt hrædd við það.  Það verður aldrei allt eins og það var alltaf.  En við eigum minningarnar, þær tekur enginn frá okkur.

Stórt knús á þig elsku Ásthildur mín

Maddý (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband