Rambar Ísland á barmi borgarastyrjaldar?

Þetta hefur hvarflað að mér nú um nokkurn tíma.  Þegar ég les blogg og spjallsíður þá sé ég að fólki er heitt í hamsi.  En ekki bara þar, heldur fólki í kring um mig, þó það sé ekki endilega sammála mér í pólitík, þá samt sem áður brennur ýmislegt á þjóðarsálinni.  Og ef við skiljum flokkadrættina undan, þá er það fyrst og fremst spillingin, óheiðarleikin, feluleikurinn, loforðasvikinn og plottið sem er að fara með hreinlynt saklaust fólk. 

"Ég verð að viðurkenna" sagði einn við mig í dag, "þegar þú byrjaðir að tala um utanþingsstjórn leist mér ekkert á slíkt, en núna" sagði hann," skil ég að það er það eina sem kemur til greina".  Og þetta er stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar.

Ég les um svikaplott upp á upphæðir sem ég geri mér ekki einu sinni grein fyrir hvað þýða, frekar en ég veit hve langt er til tunglsins, svona ímyndarlega séð.  Brosandi svikahrappar með allt sitt á hreinu í Tortola og Langbortistan stillandi sér upp fyrir framan myndavélar og náttúrulega alsaklausir.  "Gjaldþrota gamlir jakkafatagaurar sem sagt er að aki um á milljónajeppum, uppþornaðir pólitíkusar sendir til að semja um erfið milliríkjamál, sem vitað er að hafa enga getu í slíkt eða settir í stjórnir banka.  Lögfræðingar, bankastjórnendur, allskonar leiðtogar sem ekki má hrófla við...... og svo gleymnir ríkissaksóknara sem gleyma jafnvel hvað mágkonur þeirra heita og jafnvel synir.  Og allt er þetta í lagi og ekki hægt að hrófla við neinu af því að lagabálkar búnir til að þeim sem vilja geta sleppt skúrkunum, virka ekki á svona aðal.  En svo les maður líka um örvæntingafulla foreldra unglinga sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni, af unggæðishætti gengu ef til vill aðeins of langt, en mest skilst manni hafi verið ofsagt um sektir, að þar á enga miskunn að fá.  Þeir skulu sitja í fangelsi hundeltir af saksóknara eftir saksóknara eftir því sem fyrsti saksóknarinn er of kærulaus, lesblindur eða bara jafn spilltur og allir hinir neyddist til að hætta við málsókn.

Og ég spyr, með lítið barnapartý heima hjá mér litlar stelpur að kveðja litla dóttur dætur mínar tvær sem eru að fara til Vínar, og vegna ástandsins koma ekki heim í sumar.  Því það er miklu ábatasamara fyrir dóttur mína að vinna í Vín, en að reyna að koma heim í sumarfrí, HVAÐ ER AÐ OKKUR?  AÐ LÁTA ALLT ÞETTA YFIR OKKUR GANGA ENDALAUST.

Erum við frosin, hrædd eða trúum við lyginni sem er troðið ofan í kokið á okkur á hverjum degi?

Hvað er að þegar bara nokkur hundruð manns nenna að mæta á Austurvöll til að mótmæla þessu öllu? Í stað þúsunda?

Við erum vel upplýst fólk, við getum fylgst með fréttum, og þó þær séu einhliða og alltaf fylgjandi ráðandi öflum eða peningafólkinu, þá getum við bæði lesið um þetta á netinu og skoðað það í erlendum fjölmiðlum.  Samt sem áður sjáum við ennþá einfaldar húsmæður/húskarla úr sveitinni mala eins og foringjar þeirra vilja, velmenntaða sérfræðinga tala annað hvort gegn eigin sannfæringu eða með loforð um vegtitla eða gott starf í Brussel.

En almenningur brennur.  Og hvenær gerist það?  Þegar stjórnvöld og kyndarar fjórflokksins ganga of langt?  Ganga svo mikið of langt að það kviknar í púðurtunnuni. 

Íslenskir kjósendur bera mikla ábyrgð.   Þeir hafa nánast gengið að kjörborðinu og kosið algjörlega ábyrgðarlaust í yfir 20 ár, með lyginni og loforðunum sem hafa verið svikin jafnóðum, en alltaf verið fyrirgefið af sauðunum.

Það er kjósendum að kenna að við erum komin í þessa óþolandi aðstöðu með kæruleysi sínu um atkvæði sitt og meðvirkni, látandi ljúga að sér endalaust með smjaðri og smeðjulegheitum.  Svo er öllu gleymt eftir kosningar og mennirnir sem lofuðu öllu fögru komust fram með sitt, og þá kemur þeim ekkert við litli jón og gunna lengur fyrr en eftir fjögur ár.  En hvað þá? jú litli jón og gunna eru annað hvort búin að gleyma þessu öllu eða halda að nú sé þetta öðruvísi.  Er nema von að maður vilji að fólk fari í greindarpróf til að geta kosið?

Já ég spyr rambar Ísland á barni borgarastyrjaldar?  þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör.  Það var einu sinni sungið lag af Pálma Gunnarssyni sem hét; Af litlum neista verður oft mikið bál.

Hvenær verðu lítill neisti að stóru báli sem ekki verður auðvelt að stöðva?  Ég sé öll merki þess að það geti gerst fyrr en seinna, ég finn það líka á sjálfri mér að það er suttur kveikjuþráðurinn orðin í mér. 

Málið er að yfirstéttin, pólitíkusarnir og útrásargaurarnir og fólki sem þeir eru að raða á jöturnar eru svo langt frá okkur hinum að þau einfaldlega gera sér enga grein fyrir að bálkösturinn er nú þegar hlaðinn, það er búið að hella bensíninu yfir og nú er bara eftir þessi litli neisti.  

Ég álít að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær.  Það eina sem ég get sagt er að ég vona að þeir sem eru yfirvegaðri og rósamari verði ofan á og haldi aftur af þeim sem mest eru örvæntingarfullir.  Það veit enginn hvenær sál hefur fengið svo mikið nóg að hún sleppi sér.  þegar allt er horfið lifibrauðið húsnæðið framtíðin og það sem maður lifir fyrir þá verður hættan sú að fólk ræður ekki lengur við ástandið.

Ef einhverjum finnst þetta óhugsandi, vil ég benda þeim sama á að ég var í Serbíu í sumar.  Þar geisaði stríð milli ættbálka fyrir bara nokkrum árum.  Menn drápu mann og annan.  Ég kynntist þessu fólki í sumar, margir af þeim höfðu lent í því að vera fluttir nauðungarflutningum frá Króatíu yfir landamærin.  Það var alltaf sagt að Serbar væru óargadýr.  Það fólk sem ég kynntist og var þverskurður af serbum, reyndust vera fólki eins og ég og þú.  Yndislegt gott fólk, glaðlegt og hamingjusamt.  Þó gerðist einmitt það að upp úr sauð svo svakalega að menn drápu fyrrverandi nágranna sína miskunnarlaust af minnsta tilefni, Þar voru hvorugir saklausir króatar eða serpar.

Það þarf því örugglega að fara varlega í að ýta þjóðinni svo út í horn að hún eigi sér ekki viðreisnar von.  Og það er bara ekkert svo langt í það því miður.   Sérstaklega þegar maður upplifir að það eru nokkrir fíflabeinsturnar sem rísa hátt og þar situr fólkið og gín yfir eignum, lífi og limum þjóðarinnar.  Þegar fólk skynjar að það húsnæði sem það hefur stritað fyrir er svo bara selt á brunaútsölu til gæðinga ráðamanna.  Og tól og tæki sem áttu að skapa lífsviðurværi fer sömu leið.  Að bankarnir sem hafa ráð manna í hendi sér, eru að úthluta sérgæðngum því sem verið er að taka frá almúganum.  Þá segi ég hingað og ekki lengra.   Það er þegar farið að tala um bæði fallöxi og gapastokk á Austurvelli.  Ég mæli nú frekar með því að þar verði reist útisena, þar sem hægt verður að setja spillingaröflin upp á og rassskella þau í augsýn þeirra sem misst hafa allt sitt. 

Þó að það bjargi ekki tapinu, þá getur bara vel verið að það hjálpi sálartetrinu að sjá sjálftökfólki og þá sem hjálpuðu því til þess og jafnvel tóku þátt rassskellt ærlega á Austurvelli.  Ég minni á að það gerðist einmitt hér á Ísafirði að yfirvald var rassskellt upp við staur á Silfurtorgi.  Við getum allt sem við viljum með samtakamætti. 

 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

Takk fyrir mig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flottur pistill. Ég finn líka reiðina krauma. Og það virðist vera bæði hjá þeim sem kusu þessa stjórn og hina. Mér finnst að við séum eins og lömb á leið til slátrunar. Ljótt að segja þetta en hvað á fólk að hugsa sem sér allt hrynja á meðan aðrir sitja enn að kjötkötlunum.

Góðar kveðjur.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.1.2010 kl. 17:49

2 identicon

Já Ásthildur mín þetta endar með Borgarastyrjöld, mín tilfinning er sú að Framsókn og sjálfstæðisflokkur umsnúi öllu sem fyrri ríkisstjórn gerði, verðbólgan mun nálgast 50% og Dópsala mun blómstra hérna og verða vinsæl atvinnugrein því miður.Atvinnuleysið stefnir í 20% og Glæpaalda gengur yfir landið og höfuðborgasvæðið. Held að það gæti alveg verið að 15-20. þúsund mannsflyttu úr landi og bara af höfuðborgarsvæðinu. veit ekki hvort ástandið verður jafn slæmt allsstaðar gæti kannski verið eitthvað rólegra einhverstaðar úti á landsbyggðinni. Þetta árið verður líka slegið met í hjónaskilnuðum. Þetta er mín tilfinning fyrir árið 2010. verum samt bjartsýn og reynum að brosa. Knús og kærleikur til ykkar. kv Guðný.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var vissulega heitt í kolunum fyrir rúmu ári,augljóslega stuttur kveikiþráðurinn í nú verandi fjármálaráðherra. Hann er örugglega eini þingmaðurinn sem hefur stjakað við pólitískum andstæðingi í þingsal,í greinilegu æðiskasti.               Hverju getum við búist við af okkur.þegar þessi ráðherra,vinnur leynt og ljóst á móti öllum okkar vörnum í Icesave - mykjunni. Hann er drifinn áfram af hatri,með stálklær,sér allstaðar auð,sem aur,en mannauðinn sem þræla.

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2010 kl. 18:02

4 identicon

Þvílíkur snilldarpistill mín kæra.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:05

5 Smámynd: Kidda

Af litlum neista verður oft mikið bál. Það eru orð að sönnu, við erum allt of mörg sem látum okkur nægja að pústa aðeins í netheimum en nennum ekki að gera neitt í málunum og það vita stjórnvöld og hafa vitað í áratugi.

Skýrslunni frestað um mánuð svo að þeim sem eru nefndir á nafn geti komið og hvítþvegið sig og sína. Mars og apríl eru mánuðirnr sem ég held að sjóði upp úr. Ég er næstum því hætt að kippa mér upp við fregnir um að hinn eða hinn hafi gert þetta eða hitt og það er það sem stjórnvöld eru að bíða eftir að við verðum svo dofin að við höfum varla rænu einu sinni á að fara og kjósa um Iceslave.

Ætla rétt að vona að Guðný hafi ekki rétt fyrir sér en hún gæti verið samt soldið nær sannleikanum en ég vildi að yrði. Það mun koma í ljós núna um mánaðarmótin hvernig fólki gengur að borga jólin og svo á eftir að koma í ljós allar hækkanir á öllu sem hafa dunið yfir okkur. 

Enn og aftur skrifar þú pistil sem ég er 100%sammála.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 27.1.2010 kl. 18:20

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er búinn að vera reiður og ráðþrota lengi. Allt of lengi.  Ég er til að  æða út á göturnar um leið og stíflan brestur og kannski er það þannig með flesta.  Fólk trúir því samt ekki fyrr en í fulla hnefana að það verði svikið svona illilega og í dag heldur það í sér og bíður átekta um hvernig fer með Icesave og skýrslu ríkissaksóknara m.a. Fólk heldur í vonina en veit að það er veik von.  Þegar úr því verður skorið mun stýflan bresta.  Ég finn þessa reiði allstaðar í kringum mig. Menn tala jafnvel um að "taka fólk úr umferð"; vopnbúast. Það er skelfilegt að sjá sómakært fólk umbreytast svona og það segir mér að það má búast við flestu. 

Nú liggjum við undir hótunum um einskonar efnahagstríð frá kvótaelítunni, ef við tökum af þeim eignarhaldið í áföngum.  Nú sitja menn á þingi eins og ekkert hafi í skorist þótt þeir séu sekir um tugföld brot Árna Johnsen. Hæstaréttardómarar verja gjörninginn í blöðum.  Þetta er bara í dag.  Fáránleikinn er draumkenndur. Fólk fer að vakna upp af þessari martröð og segja "hingað og ekki lengra!" 

Nú þýðir lítið að bíða og undrast og sjá. "Ætla þeir virkilega að  láta verða af þessu?  Eiga þeir virkilega að komast upp með þetta?" Svarið er ljóst fyrir löngu. "Já, þeir ætla sér það sko. Hér slítast tvenn spillingaröfl um hræið af íslandi á meðan erlend græðgisöfl kynda undir og bíða færis.  Það verður að höggva þennan hút.  

Takk fyrir þennan pistil. Veit ekki  hvort hann gerði mér gott, en hann vakti allan hryllinginn með mér að nyju.

Leitt að litlu snúllan er að fara og ekki er það fagnaðarefni að sjá á eftir börnunum sínum. Þetta er bein afleiðing þessa. Þetta snertir alla sárar en nokkurn grunar.  Skítt með budduna. Það er allt hitt, þetta mannlega og góða, vinir börn og barnabörn sem er að hverfa á braut. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2010 kl. 18:25

7 Smámynd:

    Ég bara spyr hvaða kjötkötlum?  Þeir eru nú víða tómir sem sést af því hve margir þurftu að leita til Mæðrastyrksnefndar og fá matargjafir í dag. Eruð þið ekki búin að fatta það enn að við erum algerlega gjaldþrota . Guð minn hvað er hrikalegt að lesa þessar greinar ykkar margra hér á mbl.  Hvaða meinloka er þetta eiginlega að þessi stjórn sem nú er að moka skitinn og reyna að bjarga því sem bjargað verður eigi sök á ástandinu.  Sorrí en eru ekki allir flokkar komnir að málum og eru allir sem einn  að keppast við að finna lausn á öllum þessum málum. Er allt þetta tal um flokka ekki tímaskekkja núna þessa dagana.  Hættum nú þessu flokkakjaftæði.  Það eru frábært fólk Alþyngismanna , fræðimanna,  og  sérstkur saksóknari, og sérfræðingar erlendis frá að  reyna að hjálpa okkur .  Svo ´Asthildur mín hefur mér þótt þú ókurteis við mig þegar ég hef commentað hjá þér.  En eins og ég var að segja á facebokk og mbl blogginu "ég skypti um face og bloggvini ef ég þarf á því að halda.                                   

, 27.1.2010 kl. 19:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað er þér frjálst að skipta um bloggvini og facebookvini Áslaug mín.  Ekki banna ég þér það og vil heldur að fólk bara segi sína meiningu og hendi manni út. 

En að segja að þessi stjórn sé að moka einhverju út er barnaskapur.  Þau eru alveg jafn spillt og hinir.  Ég var að lesa ansi fróðlegan pistil eftir Ögmund Jónasson í Dv síðan í gær.   Þar sem hann er að svara Jóhanni Haukssyni snilldarlega.   Ögmundur er nefnilega einn af þessum örfáu heiðarlegu alþingismönnum sem eru ekki falir fyrir fé, líkt og Lilja Mósesdóttir og fólkið í Hreyfingunni, þau hafa aldeilis fengið að heyra það.

Ef fólk þolir ekki skoðanir annara og vill bara þagga niður og fela þær raddir, þá segir það meira um þá sem þannig hugsa en þá sem hafa skoðanirnar.

Ég tel mig seinþreytta til vandræða, en það sem núna er að gerast er eitthvað sem sennilega verður ekki umflúið.  Það er ef til vill ekki eins alvarlegt og franska byltingin, en engu að síður mun hafa afgerandi áhrif á Ísland til frambúðar.  Ef til vill er nýja Ísland nærri en við höldum, ef við bara stöndum saman.  En það er nefnilega málið.  Við förum alltaf niður í skotgrafirnar og verjum OKKAR FÓLK, þó það sé sýnilega ekkert að gera af viti.   Og í tilfelli Jóhönnu og Steingríms greinilega að vinna gegn hagsmunum landsins okkar.

Það skal enginn segja mér að þau séu að þrífa upp skít eftir aðra.  Ég hlustaði á mann í Silfri Egils bara núna um daginn sem fullyrti að fjórflokkurinn hefði ákveðið að fórna almenningi fyrir elítuna.   Og ég trúi því virkilega að svo sé.  Og það gerir meiri hluti íslendinga, þess vegna er reiðin svona mikil.  Og reiðin er hættuleg.

Ef þetta væri virkilega velferðarstjórn þá væru ekki svona margir að leita til Mæðrastyrksnefndar til matargjafa.  Þá væri búið að ganga að stórgrósserunum og láta þá afhenda þjófnaðinn.  Þetta með að það sé frábært fólk alþingismanna, fræðimanna og saksóknara og sérfræðinga erlendis frá að hjálpa til, vil ég benda á að til dæmis Eva Joly og fleiri af hennar kaliber hafa reynt að hjálpa okkur við að berjast á móti bretum og hollendingum, við litla hrifningu stjórnarinnar.  Einu alþingismennirnir sem ég treysti eru Ögmundur Jónasson, Lilja Mósesdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari, Margrét mig minni Hinriksdóttir.  Hinir hirða afskaplega lítið um það heit sem þeir gáfu við inngöngu í Alþingi að kjósa samkvæmt samvisku sinni.  Það er svo komið að ég fæ klígju þegar talað erum um hæstvirtan forseta Alþingis, eða háttvirta þingmenn.  Það er hlálegt að menn geti pínt kollega sína til að sýna sjálfum sér virðingu sem þeim ekki ber.  Og allt samfélagið er að verða svo sjúkt að mann setur hljóðan.

Nei þetta fer að verða komið gott. Ég segi eins og Jón Steinar það þarf ansi lítið til að ég hlaupi út á götu og taki þátt í slíku upphlaupi.  Þvílíkt er mér ofboðið.  Enda ætla ég mér að mæta á Austurvöll á laugardaginn.  Vona að þar verði fleiri, helst nokkur þúsund manns að mótmæla óráðssíunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2010 kl. 19:51

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sjáumst á Austurvelli á Laugardag,er að hrista  af mér. (-: Flensuna.
                                                                                          

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2010 kl. 22:57

10 identicon

Sæl öll

Því miður ég er sammála öllum ( svartsynistu ykkar ) ....það mun koma allt fram á næstunni ,hvað býr í brjósti ..það mun reiði fólk gera það að bloð renni og haus farið af ....það un verða hættulgt að búa í RVK  og nágrna....ríkt og efnamikið fólk flyja ( áður en þeim verða rænt og jafnvel refsað )...

það verður að bjarga skuldörum og gefa börnum að borða...

því miður ,tíminn liður hratt og ríkisstjórn ( jóhanna og steingrimur ) eru enþá að berjast fyrir  esb og iceslave... 

Guru (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:57

11 identicon

Þakka þér fyrir pistilinn,varnaðarorð í tíma töluð.Ótrúlegt hvað afneitun er orðinn algengur sjúkdómur,því ástandið er vissulega sjúkt,bæði meðal hins almenna borgara og eins hinna sem við borgum fyrir að halda haus.Því miður er ég sammála þér Ásthildur og Jóni Steinari að það versta er ekki komið,mars-apríl eru sennilega örlagamánuðirnir.

Takk aftur.

Þórður

Þórður Einarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:12

12 identicon

Heil og sæl; Ásthildur mín - sem og, þið önnur, hér á síðu hennar !

Ég las; hugleiðingu þína, fyrr í kvöld - og vil fullyrða, að fáum en þér, hefði tekist betur til, með lýsinguna, á ástandinu, hér á landi.

Það eru ógnartímar framundan; sameinist Íslendingar ekki um, að gera stjórnmála hyski 4 flokkanna óstarfhæft; með öllu.

Með beztu kveðjum; á Vestfirði - sem víðar um héröð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:45

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir enn einn frábæran pistil, ég vonast til þess að hitta þig á fundinum á laugardaginn.  Svo smá leiðrétting hún Margrét er Tryggvadóttir.  Ég er þér sammála hvaða þingmönnum hægt er að treysta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2010 kl. 00:52

14 identicon

Sæl Ásthildur.

Frábær pistill.

Ég er mjög reiður og er löngu búinn að sjá fyrir mér það sem á eftir að ske. Í dag er það óumflýjanlegt. Þetta er spurning um dagsetningu , sem að ég held að verði ekkert undirbúið. Það gerist eitthvað í stjórn Ríkisins eða á þingi, sem verður til þess að fólk fer út á götur. Algjörleg búið að fá yfirflæði af ógeði yfir sig. Já, ég er reiður.

Kveðja á þig og þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 07:46

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innliti og góð svör.  Já ég held að hér verði að fara fram heiðarleg umræða og rannsókn á ástandinu.  Það þurfa að vera algjörlega utanaðkomandi manneskjur.  Þar treysti ég til dæmis á Evu Joly sem virðist sem betur fer hafa áhyggjur og góð tengsl við þjóðina.  

Það að láta siðblinda vandræðagemsa eiga að sitja í svona nefndum, sem hafa verið uppvísir af blekkingum og svikum er óþolandi.  Og það er líka óþolandi að foringjar stjórnmálaflokka sjá ekkert athugavert við slíka aðkomu sinna manna.  Við erum allof mikið innstillt á flokkadrætti og föst í hjólförum flokkanna.  Sem betur fer sé ég að fólk er aðeins farið að átta sig á því að einmitt þess vegna hefur spillingin grasserað eins og sýnt er nú.  Af því að pólitíkusum hefur aldrei verið veitt aðhald í því að hætta við að kjósa þá, ef þeir haga sér ekki samkvæmt sínum loforðum.   En það þarf svo miklu meira ef duga skal.   Það þarf hreinlega að banna flokkana í nokkur ár meðan þessi kjánalega leppakynslóð þroskast og yngra fólk tekur við.  Ég hef til dæmis heyrt að það sé búið að stofna ungliðahreyfingar í Dlistanum á Ísafirði bæði í menntaskólanum og í barnaskólanum.   Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið.  Það er löngu þekkt að sumir stjórnmálaflokkar veita unglingum bjór og veislur fyrir kosningar.   Þetta er eitthvað sem á ekkert skylt við lýðræði.   Heldur rír sýn á framtíðina fyrir menn sem þannig haga sér.  Og það er alveg ljóst að fólk sem telur sig þurfa að KAUPA sér atkvæði er ekki með réttláta, góða stefnu, eða líklegt til að framfylgja henni, þó hún gæti svo sem litið vell út á pappírum. 

Ef hinn almenni íslendingur vill virkilega Nýtt Ísland, þá eigið þið að gefa fjórflokknum frí, mæta á Austurvöll láta í ykkur heyra og krefjast þess að við fáum utanþingsstjórn strax.  Og að við fáum að greiða atkvæði okkar um hvort við viljum Isesave eða ekki.  Það er grundvallaratriði að fjórflokknum takist ekki að hafa af okkur þann rétt.  Látum þau finna til tevatnsins, og hvar valdið liggur í raun og veru.  Við höfum gert það tvisvar og við vitum það.   Samtakamáttur er allt sem þarf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 09:08

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þingmenn hafa verið varaðir við af undirrituðum og öðrum frá því í sumar að þessar aðstæður gætu myndast.  Eins og nú er komið eru litlar líkur á því að friður haldist - því miður.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.1.2010 kl. 09:58

17 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er löngu komin á þá skoðun að við þurfum að henda út flokkunum á alþingi og koma á fót utanþingsstjórn. Fjórflokkurinn er að drepa þjóðina. Flottur pistill.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.1.2010 kl. 11:32

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk drengir.  Já ég held að það sé óumdeilanlegt að landið er á barmi örvæntingar, þ.e. þjóðin sjálf.  En elítan, stjórnmálamennirnir, bankamennirnir útrásarvíkingarnir og fólkið sem er verið að raða á garðana beint fyrir framan augun á okkur sér ekki neitt.   Hvernig byrjaði franska byltinginn annars?  er ekkert hægt að læra af sögunni?

Það þýðir ekki að hugsa sem svo að við séum siðmenntuð þjóð, þegar fólk er komið á barm örvæntingar þá gerist eitthvað.  Það ætti hver maður að geta sagt sér sjálfur.  Og þessi tilfinning mín vex frá degi til dags og gerir mig ennþá meira sorgmædda og reiða.  Bara ef við fengjum einhver viðbrögð önnur en litlar dúsur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 11:42

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo brennur líka á mér, ef ungmenninn sem voru að mótmæla verða handtekinn og dæmd sek, hvar verður þeim holað niður?  Verður farið með þau á Litla Hraun, þar sem allt er vaðandi í allskonar viðbjóði, meira að segja hefur heyrst af nauðgunum?  Það er frýnileg framtíðar sýn eða hitt þó heldur.  Ef það gerist skal ég prívat og presónulega taka mér stöðu fyrir utan fangelsið og krefjast þess að þau verði látinn laus.  Það verður dropinn sem fyllir minn mæli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 11:52

20 Smámynd: Kidda

Hvernig var annars með 80 ára leyndina, er það þess vegna sem skýrslunni er td frestað. Af því að stjórnvöld vita að það springur allt í loft upp hérna. Þair fatta bara ekki að það springur allt í loft upp hvort sem það er nafnleynd eða ekki.

Það er enginn af fjórflokkunum saklaus í þessu rugli svo að það kemur ekkert annað til greina en utanþingsstjórn með engum pólítíkusum og liggur við að senda alþingisfólkið heim, segja þeim upp störfum með engann biðlaunarétt.

Verður þú á Austurvelli á laugardaginn Cesil? Það þýðir þá það að dúllurnar eru að fara um helgina

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 28.1.2010 kl. 11:58

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já því miður þá eru þær á förum þessar elskur.  Þetta er fjandi erfitt.  En ég ætla mér að taka þessu eins og kerlingarnorn bíta í skjaldarrendur og ef til vill verð ég grimmari eftir.   Sjáum til.  Knús á þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 12:02

22 Smámynd: Njáll Harðarson

Góður pistill hjá þér Ásthildur.

Skýrslan góða, væntanlega, svarta og svo frv. verður hápunkturinn í ábendingarferlinu, þar á að koma skrýrt fram hverjir landráðamennirnir, þjófarnir og eða þeir sem ég hef alltaf kallað "þeir sem eiga landið" eru.

Sjáftaka þessara manna hefur birtst vel í því hvernig farið var að því að rústa landsbyggðinni með kvótatilfærslum, veðsetningum og sölu, sem síðan kristallaðist í flutningi fjármagnsins (Þýfis) til viðskiptaævintýra í útlöndum.

Ég vildi líka gjarnan sjá skýrslu og ábendingar um erlendar innistæður og eignir  alþingismanna, sérstaklega frá þeim árum þegar samið var um herstöðina og NATO. Það fær mig engin til að trúa því að þeir hafi ekki þegið smá laun frá Sam frænda

Njáll Harðarson, 28.1.2010 kl. 12:34

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur hjá þér Njáll.  Það væri gott að rannsaka nokkra tugi aftur í tímann og sjá svart á hvítu hvernig spillingin hefur þróast gegnum tíðina.  Þetta er ekkert að byrja núna.  Það versta er að það þarf kjarkfólk til að opna ormagryfjuna, því eins og hægt er að sjá hvernig kvótagreifarnir andskotast í dag, má gera ráð fyrir að aðrir dekurhópar í samfélaginu muni ekki láta betur ef hrófla á við þeim.  En það er til fólk sem þorir getur og vill.  Það fólk þarf að finna og virkja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 12:43

24 Smámynd: Njáll Harðarson

Rétt er  það Ásthildur, vandamálið er að það eru svo margir sem skulda greiða til þeirra sem "eiga landið" eins og apar sem klóra hvor öðrum á bakinu. Fyrir 28 árum gafst ég upp á að elta ólar við ímyndað réttlæti á Íslandi og flutti, asnaðist til að halda að 10 seinna væri allt orðið betra, aðeins til að flytja aftur af landinu.

Mín einlæga von er sú að þjóðin beri gæfu til þess að geta tekið höndum saman og notfæra sér núverandi aðstæður til þess að hreinsa vel til, það mun trúlega ekki gefast annað tækifæri í bráð. Það er svo aftur álitamál hvað talist getur verið hreint hús.

Áfram Ísland!

Njáll Harðarson, 28.1.2010 kl. 13:10

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ótrúlega sammála þér eins og fyrridaginn, finnst ég samt ráðalaus og finnst ég ekki geta neitt til bjargar, þetta er allt sama pakkið í þessum flokkum þvþí miður.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2010 kl. 13:43

26 identicon

Ástæðan að einhverju leiti er sú að við erum orðin vön því að láta fara illa með okkur,orðið rótgróið inn í okkar þjóðarsál. T.d af hverju fékk Kolkrabbinn að ráða öllu í þessu þjóðfélagi síðustu 40 ár, nánast enginn þorði að gagnrýna að örfáar fjölskyldur áttu og stjórnuðu Íslandi,,ástæðan,,við vorum hrædd við að missa vinnuna,skiljanlega,, ,angar Kolkrabbans náðu niður á öll stig þjóðfélagsins,.Þetta var allt í boði Sjálfstæðisflokksins sem fólk heldur að vilji frelsi í viðskiptum ,,og engu betri var Smokkfiskurinn sem var í boð Framsóknarflokksins með sitt SÍS veldi og alla spillinguna þar í kring...Nei Nei Nei Íslendingar nú verðum við að stoppa þessa spillingu því þessir draugar fortíðar eru að vakna aftur og byrjaðir að koma örmum sínum út um allt þjóðfélagið..Og aðeins að Samfylkingunni þetta fólk sem hefur styrkt þessa hreyfingu eru sauðir sem hafa verið reknir eða út hýst frá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn,,og að Vinstri grænum þeir geta engu breytt vegna að þess að á öllum stigum stjórnsýslunar eru menn sem eru pólitískt skipaðir og þeir hlýða bara sínum gömlu húsbændum í einu og öllu...

Res (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 14:30

27 Smámynd: Njáll Harðarson

Ég held að þjóðarsálinni sé að verða það ljóst að nú er annað hvort að duga eða drepast, því nú er lag sem aldrei fyrr.

Við megum ekki láta tækifærið úr greipum ganga, öll þjóðin á Ísland, við eigum öll hlut í gæðum lands og sjávar. Það er ekki umsamningsatriði, við segjum NEI og aftur NEI og göngum svo veginn á enda og ryðjum burt ófögnuðinum. Burt þú forni fjandi.

Njáll Harðarson, 28.1.2010 kl. 14:58

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kæra Áshildur. Þú ert góð, sterk og réttsýn kona Takk fyrir allan sannleikann í pistlinum þínum. Ég tel að fleirum sé treystandi á þingi í öllum flokkum en þú telur upp.

En vandamálið er að ekki virðist mega segja frá nokkrum skapaðan-hlut á mannamáli sannleikans á þingheimilinu eða utan þess, jafnvel þótt fólk sé búið að átta sig á hvernig heildarmyndin lítur út. Fólk á þingi verður bara að koma fram og tilkynna þjóðinni nákvæmlega sín sjónarmið og sinn skilning á málunum og út frá sínum heiðarlega skilningi í víðu samhengi. Og við verðum að styðja það fólk sem vill leiðrétta. Annars nær auðjöfra-ræningja-klíkan að halda áfram með sinn einokunar-fjölmiðlunar-áróður!!! Þjóðin verður að hætta að hlusta á auglýsinga-frétta-blöðin sem eru Fréttablaðið og Morgunblaðið ásamt RÚV!!!

Við verðum að fara að læra að réttlætið er ópólitískt og ó-flokksbundið!!!

Ég ætla ekki að horfa þegjandi og aðgerðarlaus á að ungt og svikið fólk verði að afhenda aleiguna og æruna til Íslenskra banka-spillingar-svika-toppa. 

Ég hvet alla til að krefjast þess á málefnanlegan hátt að fá að vita hver situr í innstu framkvæmdar-valda-stólum bankanna, sem svo leggja þá hræðilegu vinnu á heiðarlega starfs-menn bankanna á gólfinu að misþyrma sviknu fólki með öllum nei-svörunum út af erviðri stöðu bankanna á meðan Friðrik (svika) Sópur fær vel borgað fyrir að hafa svikið og stuðlað að þjófnaði og áframhaldandi þjófaleyfi í nafni banka!!! Hvar býr þessi maður? Förum nú heim til hans og betlum frá honum upp í hungur þeirra sem svelta í ríkasta landi veraldar!!!

Síðustu helgi var ég á Austurvelli og get bara ekki sætt mig við að ungur maður með réttlætistilfinninguna í lagi sem heitir Atli,  þarf að fara frá þessu landi til að Frikki Sópur og aðrir svikarar fái áfram að stela frá þessu heiðarlega unga fólki. Stela frá unga fólkinu sem er raunverulegi framtíðar-auður landsins. Ekki nokkur dóms-bið-tími eða peningar geta bætt upp svik við, og tap á þessu fólki úr landinu okkar allra. Ég mæli með að þessi ungi maður: Atli, hinn ungi og réttláti, verði settur í embættið sem Friðrik Sóps-svikari hefur verið settur í!!!

Þessi skýrmælti drengur á Austurvelli síðastliðinn laugardag á að fara í stöðuna sem sumir eru að reyna, á órökstuddum málefnanlegum-rökum réttlætis að troða inn í okkar banka sem hirðfífli auðjöfranna!!! Áfram með þjófnað svikaranna???

Hjálpi okkur öllum, allar góðar vættir!!! 

Ég ætla að halda áfram að kynna mér möguleika höfuðstöðva bankanna sem stendur saklausu, sviknu og arðrændu fólki til boða. Ég trúði því að það væri verið að hjálpa fólki sem var svikið og vildi gefa því fólki tíma og séns, en hef séð að tíminn hefur ekki verið notaður til þess.

Er það ekki ólíðandi að sá sem stolið hefur verið frá þurfi að mæta í héraðsdóm til að eiga möguleika á leiðréttingu? Ég fékk nú bara magaverk þegar ég áttaði mig á að sá sem stolið hefur verið frá þurfi sjálfur að nota sinn vinnutíma til að sækja sitt mál í héraðsdómi, og missa þarmeð úr vinnu með tilheyrandi launa-tapi!

Ég er þrautseig og þrjósk og gefst aldrei upp, en nú sé ég að ekki er raunhæft að reyna að standa sig. Kjörin eru slík hjá höfuð-paurum bankanna að ekki er möguleiki fyrir heiðarlegt, duglegt fólk með góðan vilja að takast á við vandann.

Svo gleymist alveg í þessu öllu að allir eru mannlegir og takmörk eru fyrir hvað fólk getur tekið þátt í samfélagi sem byggist á að allir séu löglærðir og með yfirgreind. Kerfis-skyldur eru óteljandi á Íslandi, en hvernig á fólk að geta fjármagnað þessar skyldur??? 

Er raunverulegur vilji stjórnar-andstöðunnar aðallega og einnig þeirra sem hlusta á kosninga-áróður hennar, til að pína fólk til að vinna svarta vinnu og stunda vændi til að standa undir kosnaði Íslands-samfélags-mafíunnar vegna hruns auðmanna-svikara sem enn eru inni á þingi???  Við skulum ekki kalla kjarnyrtan sannleikann á Íslensku óheflað málfar, heldur horfast í augu við staðreyndirnar á skiljanlegu mannamáli á Íslensku.

Þótt fólk vinni allan sólar-hringinn dugar það ekki til að bjarga sumum frá gjaldþroti vegna ráns hins opinbera þ.e.a.s. 20-30 ára ráni stjórnmálamanna á Íslandi!!! Það er komin hefð á þjófnaðinn hér á landi og hefðir eru ó-löglegar!!!

Ég mæti á  samstöðu-þjóðfund á Austurvelli á laugardag til að hlusta og ræða mín sjónarmið á málunum!!! Íslenska kvóta-banka-mafíu burt frá þingi og Íslandi! Atli ætti að hætta við að flytja til Noregs og stjórna í staðinn Íslandsbanka!!! M.b.kv. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2010 kl. 15:10

29 Smámynd:

Ætlið þið að leysa öll vandamál þjóðfélagsins með því að arka nú á Austurvöll í þeim tilgangi að sprengja stjórnina ? Þeir sem stóðu á Austurvelli eftir hrun fengu það í gegn að það var efnt til kostninga og kosið um þessa stjórn. ÞAÐ ER ÖLL RÍKISSTJÓRNIN AÐ VINNA SAMAN NÚNA TIL AÐ LEYSA MÁLIN ER ÞAÐ EKKI GOTT Á MEÐAN ER. Skoðanaskypti eru mjög góð og allar rökræður líka, en hér er hvorki verið að skyptast á skoðunum né rökræða hlutina. Þetta sem á sér stað á blogginu þínu á ekkert skyllt við það.

Ég ætla aftur á móti að nota næsta laugardag til að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði þar sem eru glæsilegir nýliðar og flott fólk í kjöri.

Ég heldi aldrei blogg og fés vinum út vegna skoðana þeirra eða eðlilegra rökræðna. Þegar ég geri það er það yfirleitt vegna þess að það sínir mér eða örðrum dónaskap. Ásthildur ég er líka seinþreitt til vandræða og þolinmóð að eðlisfari en ætla að endurtaka þau orð sem þú viðhafðir í þínu eigin bloggi þegar ég sagði mínar skoðani. að "ég lemji hausnum við steininn, horfi ekki út fyrir rammann, fari bara með klisjur. Þetta kallaði mamma mín að væru blammeringar við fólk en ég kalla þrtta dónaskap. Bara svo þú vitir á hvaða forsendum ég hætti bloggvináttu við þig.

, 28.1.2010 kl. 15:23

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áslaug mín, mér þykir leitt ef ég hef sært þig.  Það var aldrei meiningin.  Ég get oft verið hvassyrt, sérstaklega þegar mér er mikið niðri fyrir og það er ég nefnilega núna.  Vegna þess að ég trúi því einfaldlega ekki að þessi ríkisstjórn sé á fullu við að gera eitthvað til að leysa málin.  Ég held þvert á móti að þau séu með hangandi hendi að verja Icesace2.  Og koma okkur inn í ESB.  Þetta tvennt get ég ekki þolað.

Ég get sagt þér að ég var alveg sátt við þessa ríkisstjón í upphafi.  Ég kaus hana ekki, en ég treysti bæði Jóhönnu og Steingrími.  'Eg geri það ekki lengur.  Um leið og Jóhanna varð forsætisráðherra klauf hún þjóðina í herðar niður með ESBumsókn og þeim talsmáta að allt færi hér á verri veg ef við sæktum ekki um.  Það hefur reyndar ekki gengið eftir.  Framganga Steingríms á þessum sömu slóðum eru líka á eina bókina lærð.  Þau neita að viðurkenna þó margir þungaviktarmenn leggist á þá sveif, að það sé hægt að ná betri samningum um þennan umdeilda Icesave. 

Þess vegna er þessi ríkisstjórn í dag rúin trausti.  Nú veit ég ekkert um þinn póltíska bakgrunn eða hvort þú veist meira um hvað þau eru að bauka út í horni, ég er ekki að segja að ekkert gott hafi komið frá þessari ríkisstjórn.  Ég er afskaplega ánægð með Jón Bjarnason bæði með tillögum sínum um auknar strandveiðar og rétti sjávarbyggða til að nytja auðlindir sínar.  Og ég er líka alveg himinlifandi yfir því hvað bændur og búalið eru að fá að gera við vinnslu á sínum búum, með projektinu beint frá býli. Ég held líka að Ögmundur hafi verið á réttri leið í heilbrigðisráðuneytinu þegar hann varð að hætta.  En þar með er það upp talið sem ég er ánægð með. 

Ef þú upplifir í umræðum hér að ég og fleiri sem hafa lagt til orð viljum mæta á Austurvöll til að fella þessa ríkisstjórn, þá ráðlegg ég þér að lesa betur.  Ég hef margoft sagt að ég treysti þessari ríkisstjórn betur en Sjálfstæðis og Framsóknarflokki.  En það er ekki þar með sagt að ég vilji styðja það sem hún hefur verið að gera.  Því það má spyrja hvar er skjaldborgin, hvað með endalausar skattahækkanir, og allskona álögur sem eru að sliga heimilin.  Ég verð því að hryggja þig með því að fólk sem ekki sér að hér er ekki verið að bjarga þjóðinni heldur útrásarvíkingum, hugsar ekki út fyrir ramman og slær höfðinu við stein.  Er fast í hugsanaferli sem segir að það geti ekkert gerst nema þetta tvennt, annað hvort að láta allt yfir sig ganga með þessa ríkisstjórn, eða fá yfir sig hörmungina B - D.  Ég vil nýja leið.   'Eg vil fá utanþingsstjórn fagfólks sem getur komið okkur upp úr þessum pólitíska farvegi.  Leitt okkur út úr frumskógi villidýra sem ætla enn og aftur að gleypa okkur og halda sem þræla.  Með vitund og vilja þessarar ríkisstjórnar, rétt eins og hinnar fyrri og þeirrar þar áður. 

Ég er einfaldlega búin að fá nóg af þessari spillingu.   Og ég vil sjá nýtt blóð, hreinsun og nýtt Ísland rísa.  Það gerist ekki með fjórflokkinn við völd, ekki einu sinni þó Frjálslyndir fengju nokkar menn og Hreyfinginn nokkra, það dugir bara ekki til.  Það þarf að aflúsa og segja upp þessum ráðamönnum sem stjórna með samtryggingu, lygum og blekkingum.  Fyrr getum við ekki átt von á réttlæti, virðingu og þeirri samhyggð sem þjóð þarf að hafa.

Þess vegna ætla ég að mæta á Austurvöll á laugardaginn og láta vita að ég vil nýtt Ísland, nýja stjórnarhætti, spillinguna burt.  Ég er sjálf orðin gömul og þarf svo sem ekki að kvíða morgundeginum, en ég vil að börnin mín og barnabörnin geti átt mannsæmandi líf á því gósenlandi sem þau hafa fæðst í.  Ekki láta misvitra pólitíkusa láta öll landsins gæði af hendi til gjörspilltra Evrópupopulista sem ætla sér að ráða yfir Evrópu eins og Hitler reyndi á sínum tíma.  Það er komið nóg.

En ég vil enda með að biðja þig innilega afsökunar á að hafa sært tilfiinningar þínar.  Svona líður mér bara og ég er vön að segja hlutina eins og þeir snúa að mér.  Það hefur meira að segja hamlað mér í mínu opinbera starfi, vegna þess að ég hef valið að segja mína meiningu frekar en að strjúka kettinum svo hann mali.  Slíkt mal er nefnilega falskt og getur orðið endasleppt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 18:24

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við verðum að fara að læra að réttlætið er ópólitískt og ó-flokksbundið!!!

Anna Sigríður mikið er ég sammála þér þarna.  Þetta er einmitt kjarni málsins.  Málið er að íslendingar fara alltaf ofan í hjólförin pólitísku og byrja að ráðast hver að öðrum þaðan.  Því miður.  Það  er líka sorglegt af þingmenn eru svo frústreraðir að þeir þora ekki að segja meiningu sína ef hún stríðir gegn flokkshagsmunum.  Við verðum alltaf að reyna að vera við sjálf.  Takk fyrir innlitið og góðan pistil hér.

Ég vil reyndar þakka ykkur öllum fyrir að taka þátt í þessari umræðu. Þetta er mín sannfæring og það er gott að heyra að það eru fleiri sem deila þessum áhyggjum og hugsunum.  Innilega takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 18:28

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Færslan hennar Láru Hönnu frá því í dag.  Hvað segja menn um þetta? http://blog.eyjan.is/larahanna/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 21:49

33 Smámynd: Njáll Harðarson

Þakka þér fyrir að benda mér á þetta blogg hennar Láru.

það kemur reyndar ekki á óvart að menn seilist eftir gullinu, hversu ílla fengnu skiptir siðleysingja og landráðamenn engu.

Njáll Harðarson, 28.1.2010 kl. 22:16

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnzt þú bezt...

Enda, mér líður einz & veni okkar Jóni Zteinari & örugglega mörgum fleirum.  Maður fær zig ekki í að blogga um það zem að er zárara en tárum taki um landa zína & lýðinn í foryztuhjörðinni fyrrum eða núverandi & kann ekki að nefna til valkozti aðra, til að fá einhverja trú.

Enda líður okkur félögum held ég bezt hérna að fá að njóta þezz að leza piztlana þína hérna á þínu bloggi, bara zwo að við báðir vitum að við erum ekki einir í heiminum hérna á norðurhjaranum okkar með zamhljóða zkoðanir þínum.

Ást & kozz til þín, vena mín kær...

Steingrímur Helgason, 29.1.2010 kl. 00:28

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steini minn ef til vill þarf maður að vera of sorgmæddur og reiður til að láta sig skipta hvaða afleiðingar svona skrif hafa.  En ég vil bara koma því fram sem ég er að hugsa.  Ástandið er að verða óþolandi og ég vantreysti öllum þessum fjórum sem fóru út að ræða við hollendina og breta.  Ég vil fá að vita hvað þeir eru að bralla í bakið á okkur.   Þeir hafa sýnt það allir að þeir hugsa fyrst og fremst um sinn eigin rass.   Og slíka menn er auðveltara en ekkert að kaupa til fylgilags við hvað sem er.  Jafnvel að svíkja land sitt og þjóð.

Mín er ánægjan Njáll minn.  Lára Hanna hefur verið ötul við að benda á spillinguna og hún á heiður skilinn fyrir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2010 kl. 09:31

36 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Tek undir þína réttmætu gagnrýni og ég deili vissulega þínum áhyggjum.  Það er svo sannarlega búið að fara illa með "íslenska sauðinn..!"  En eins og þú bendir á þá verður SAUÐURINN að breyta um hegðun, hætta að kjósa blint FL-okkanna sem ljúga, svíkja & blekkja.  Ránfuglinnn (Bófaflokkurinn) og Samspillingin eiga auðvitað ekki skilið atkvæði...lol...!  Þeir sem vilja kjósa Framsókn ættu að hugsa til Finn Ingólfssonar & helmingaskiptar reglunnar um leið og þeir ælta að setja X-ið við B..lol...!  Íslenskir kjósendur hafa því miður "gullfiska minni" og "þangað leitar klárinn þar sem hann er kvalinn" - flest allir mínir ættingjar kjósa X-D, "bara af gömlum vana...út frá nafni FL-okksins!"  Ég tek undir orð Sollu styrðu:  "Nú er mál að linni....!!!!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 29.1.2010 kl. 12:14

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já takk fyrir þetta Jakob.  Það er bara spurningin hvernig er hægt að opna augun á sauðunum þannig að þau skilji hvað er í gangi.  Án þess að reita þau til reiði.  Það er verðugt verkefni. 

Sumir eru einfaldlega of auðtrúa, of saklausir til að trúa því að fólk sé svo rotið að fara vísvitandi með lygar og ósannindi til að bjarga eigin skinni.  Hvernig heiðarlegt og góðhjartað fólk að geta skilið þannig þankagang.  Og hvernig á hinn venjulegi maður að trúa því valdabrölti sem herjar á allan heiminn eins og hann leggur sig.  Og að íslenskir ráðamenn eru undir þeirra áhrifum, með von um að hljóta náð fyrir þeim stóru herrum úti í heimi.  Jafnvel einhverju skrifborði úti í Brussel og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af íslenskri krónu.  Hvað þó þurfi að fórna 300.000 manna þjóð úti á ballar hafi, eða hvað erum við mörg orðin eftir?  Blómin hefur farið eða er að forða sér.  Við hin sem sitjum eftir verðum sennilega að gera eins og Eva Joly segir, veiða fisk og sjóða hann með kartöflum og svo besta kjöti í heimi, íslensku fjallarolluna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2010 kl. 13:00

38 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir frábæran pistil. Vonandi sjáumst við næsta laugardag.

Helga Þórðardóttir, 31.1.2010 kl. 23:32

39 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég las þessa grein og finnst hún vera alveg frábær og vel skrifuð! Og ég er þér svo hjartanlega sammála um þetta!

>Við verðum að fara að læra að réttlætið er ópólitískt og ó-flokksbundið!!!

Réttlætið er okkar almennings að velja okkur saman framtíð okkar sjálf! Ég er búinn að tala um þetta mál í marga mánuði og skrifa um þetta á bloggi mínu. Líka í skjali mínu sem ég kalla "Okkar Ísland" Skrifað um þetta og setti skjalið saman rétt fyrir hrunið.

Það fer að líða að því að vð tökum málin okkur í hendur því við erum búin að fá okkur fullsödduð svo væglega sé tekið til orða. Þó ég hafi ekki komist á síðasta laugardag þá var ég með þeim sem þar voru í anda.

Hver veit nema að við eigum að nota okkur neitun á Icesave sem næsta framgang inn í framtíðina og framhaldið?

En við þurfum að fara að halda fund um málið og hvað séu okkar næstu aðgerðir?!

Guðni Karl Harðarson, 31.1.2010 kl. 23:34

40 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sannfærist alltaf betur og betur um það eftir því sem ég les meira frá þér að við erum skoðanasystur! Þakka þér fyrir þennan góða pistil og svo marga aðra líka. Baráttukveðjur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.2.2010 kl. 00:59

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að hitta þig Helga mín. 

Gott hjá þér Guðni, við verðum að fara að láta hendur standa fram úr ermum.

Rakel ég er sammála því að við hugsum líkt Baráttukveðjur til þín líka mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband