Góðar fréttir.

Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt núna um nokkurn tíma.  Þetta er góður mótleikur gegn einhliða svartnættisrausi ríkisstjórnar Íslands um hvað verður um okkur ef við borgum ekki þegjandi og hljóðalaust allt sem farið er fram á.  'Eg er reyndar orðin leið og reið yfir að hlusta á Steingrím og svo þá sem ennþá reyna að verja þetta, þó þeim röddum fari fækkandi eftir því sem staðan verður ljósari og menn átta sig á þvílík regin vitleysa þetta er í karlinum.   Jóhanna er löngu horfinn af sjónarsviðinu, nema rétt á einhverjum augnablikum. 

Það er sárgrætilegt að horfa upp á hvernig þau tefla öllu málinu upp í hendurnar á Sjálfstæðisflokk og Framsókn.  Það er nokkuð ljóst að íslenskur almenningur er búin að fá nóg af pólitískum pótintátum hvaða flokki sem þeir tilheyra, því það virðist sami rassinn undir þeim öllum. 

Nú er lag að fara fram á það að við fáum ópólitíska stjórn sem vinnur faglega að málefnum landsins.  Það er alveg ljóst að fólkið í landinu þ.e. meirihlutinn getur ekki lengur treyst því fólki sem kosið var til að leysa úr málum okkar.

Nú er tækifærið til að ryðja spillingunni úr vegi og hefja manngildið og réttlætið til hásætis. 

Það þarf til dæmis enga fyrningarleið til að leysa kvótann til ríkisins.  Það þarf bara að afnema hann.  Það má svo afskrifa skuldir á móti, hjá þeim sem telja sig eiga eða hafa keypt kvóta. 

Veiðirétturinn verður áfram til staðar og það sem breytist er að menn verða að greiða sanngjarnt verð fyrir þann fisk sem þeir veiða  til þjóðarinnar. 

Bankarnir eru samt ennþá stærsta spillingarmálið og þar verður að fara að láta hausa fjúka.  Við eigum ekki að sætta okkur endalaust við að þjófar og ræningjar sitji að ránsfengnum, meðan þjóðinni blæðir út.  Þetta er á allra vitorði en samt gerist ekki neitt.

En ég skora á Indefenxe hópinn að reifa það mál hvort ekki sé komin tími á utanþingsstjórn, og að við heimtum að ráðalausir stjórnmálamenn víki og fagmenn verði settir til starfa við að bjarga landinu okkar.  Það er nú eða aldrei. 

safe_image


mbl.is Indefence á leið í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Kidda

Alltaf er ég sammála þér

KNús í kærleikskúluna

Kidda, 25.1.2010 kl. 19:21

3 identicon

Dettur nokkrum heilvita manni það í hug að almenningur hafi unnið til saka í bankahruninu?

Því skildi almenningur sem svaf svefni hinna réttlátu eiga yfir höfði sér fjárhagslega fjötra um ókomin ár með ófyrirsjáanlegum áhrifum fyrir komandi kynslóðir.

Sú stjarnfræðilega upphæð sem almenningur er krafin um vegna Icesave plús það að fá enga leiðréttingu höfuðstóls lána, höfuðstóls sem vegna ranglátra og óskiljanlegra reiknikúnsta hefur vaxið svo að ekki einu sinni fræðingar talna og speki geta fært rök fyrir eða skilið sjálfir.

Skilningsleysi og ráðaleysi þeira sem með völdin fara er er eitt af undrum veraldar. Það er ekki undarlegt að upp í huga manns komi að um sé að ræða heilsubrest.

Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?

IGÞ (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 19:50

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf beinzkeytt & á púnktinum...

Ég er glaður að til zé fólk einz & þú fyrir fólk einz & mig...

Steingrímur Helgason, 25.1.2010 kl. 23:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.

IGÞ þau hafa örugglega annað hvort verið heilaþveginn, eða þau eru með í þessu plotti sem er að renna upp fyrir þjóðinni.  Þ.e. samtök um að sölsa rústirnar undir stóreignafólkið og fórna almenningi á altari græðginnar.   Og þegar sú mynd er dreginn upp, þá fer maður að skilja ýmislegt sem ekki hefur verið auðvelt að skilja, eins og til dæmis snúning Steingríms og flótta Jóhönnu.  Níðingverkinn þau þola ekki dagsljósið.  En einmitt verður að draga það allt fram.  Þetta gengur ekki lengur.  Þolinmæði fólks er á þrotum, og það er að færast harka í hinn venjulega íslenska ríkisborgara, þ.e.a.s. þá sem ætla að sitja og þrauka á landinu okkar. 

Ótrúlegt sem stjórnvöld og ruplaralýðurinn er komin langt burt frá hinum íslenska raunveruleika.  Þó eru verstir þeir mjálmandi trúarkórar sem lepja allt sem frá þeim kemur og hafa ekki vit til að hugsa sjálfstætt eða draga ályktanir.  Fólkið sem vill láta hugsa fyrir sig pólitískt, græða á daginn og grilla á kvöldin.  Þau eru sýnilega í öllum flokkunum fjórum þessum sem halda í völdin hvað sem tautar og raular. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2010 kl. 08:59

6 identicon

Þú ert......allt sem mig dreymir um að geta komið frá mér í skrifum,   þú ert......snilldin ein, ég er svo sammála þér   Kv. Steini Árna.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 09:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Steini minn, mín er ánægjan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2010 kl. 09:30

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir tennann pistil vinkona enn og aftur eins og talad frá mínu hjarta.

Ég hef aldrey verid og verd aldrey Jóhönnnu og Steingríms FAN. En madur kannski vonadi já vonandi ad tau gætu fundid skynsama lausn á málunum

Ópólitíska tjódstjórn er ég sammála tér med .Hugsanlega já hugsanlega turfum vid ekki ad greida icesve skuldir nokkurra manna sem sett er á margar kynslódir lítillar tjódar.Gefum okkur tíma til ad finna allar hugsanlegar lausnir .

kvedja í kúluna ykkar frá okkur i Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 26.1.2010 kl. 10:02

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú predikar fyrir söfnuðinn.

Hrannar Baldursson, 26.1.2010 kl. 10:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Gurra mín, gefum okkur tíma og hugsum vel áður en óafturkræfir hlutir eru gerðir.

Hrannar já ég prédika, það er víst það eina sem ég get gert.  Og vonað að einhver hlusti og finni að við erum að berjast fyrir réttlæti, jafnræði þegna og frjálsu Íslandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2010 kl. 14:43

11 Smámynd:

Sammála þér Ásthildur. Spillingin er alveg jöfn og fyrr - nú nýjasta útspilið með Friðrik Sophusson sem stjórnarformann Íslandsbanka - hvílík blaut tuska í andlitið þegar maður var að vona að nú yrði spyrnt við fótum gegn spillingu.

, 26.1.2010 kl. 17:29

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dagný mín það er nokkuð ljóst að þessi ríkisstjórn(velferðarstjórn my ass) er á kafi í spillingunni og mun ekkert gera til að taka á henni.  Það þarf eitthvað meira til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband