Kúlulíf og ýmislegt annað..

Það fer að styttast í annan endan að birta myndir af þessum yndislegu stelpum.  Því brátt verða þær Vínardömur og fara til pabba og mömmu.  Þannig er lífið bara.  Allt tekur enda og er breytingum háð.  Það þarf ekki að vera til hins verra.  Það fer algjörlega eftir því hvernig við sjálf tökum á málum.  Við getum sökkt okkur ofan í sorg og sút, eða við getum tekið hinn pólinn í hæðina og litið á jákvæðu hlutina og sætt okkur við það óhjákvæmilega.  Börn eiga að vera hjá foreldrum sínum, þannig er það bara ef það þá er mögulegt.  Þó afi og amma séu góð og geri allt vel, þá er það bara þannig að börn eru best komin hjá orkufullum foreldrum.  ég er samt stolt af því hvernig okkur afa hefur tekist til með okkar litlu gimsteina að hafa haft þær í tvö ár og geta skilað þeim heilbrigðum hamingjusömum og góðum einstaklingum til foreldra sinna.  Hanna Sól var í stöðumælingu varðandi tök á íslenskri tungu og var langt fyrir ofan meðallag. Málið er bara að afi og amma eiga alltaf eitthvað auka til að gauka, þolinmæði og tíma sem foreldrar oftar en ekki hafa ekki. 

 En ég get alveg sagt það hér og nú að ég hef ekki séð eftir augnabliki af tímanum með þessum ljúfu og einlægu karakterum.  Og ef ég ætti að gera hlutina upp á nýtt, myndi ég gera nákvæmlega það sama aftur, og við bæði.

IMG_0655

Amma þetta er varalitur.  Nei Hanna Sól mín þetta er augnskuggi. Nei amma þetta er sko varalitur.

Allt í lagi elskan mín, auðvitað er þetta varalitur.

IMG_0656

Það er sko klassi yfir svona ákveðnum dömum.   Og auðvitað á að virða þeirra skoðanir og álit.  Því ekki?  Ef þetta er varalitur, þá er það bara varalitur og bara ekkert annað.

IMG_0658

Það finnst Ásthildi Cesil líka, svo ég verð bara að sætta mig við það.  Hver er ég svo sem að halda eitthvað annað? Stundum þurfum við líka að líta raunsætt á hlutina.  Ef viljinn er sá að svart sé hvítt og hvítt sé svart, þá er það bara þannig.  Ef það skiptir ekki meira máli en hér er. 

IMG_0659

UUUUMMM þessum líkar lífið.   Hann hefur lent í allskonar litlum puttum og uppákomum, og veit ekki einu sinni að bráðum verður því lokið og hann fær að njóta sín í friði þ.e.a.s. nema þegar Brandur er að siða hann til.  Hann fær sum sé ekki að fara með til Vínar.  Svo hann verður eftir hér.

IMG_0662

Systkinin á góðri stund.

IMG_0664

Málið er að þau hafa öll haft gott af því að tilheyra hópnum.  Úlfurinn að læra að umbera og virða litlar dömur og enda ekki uppi sem dramaprins.  Og þær að þurfa að díla við stóran bróður sem stundum getur orðið pirraður á þeim, en er svo ósköp ljúfur og góður við þær.  Við þurfum öll að læra að bera virðingu hvert fyrir öðru og skilja þann heim sem aðrir lifa í.  Þannig lærir maður að vera í samfélagi manna og dýra.

IMG_0665

Hanna Sól er orðin svo mikil dama, að hún nennir ekki að vera lítil stúlka lengur.  Amma ég vil bara vera stór.. segir hún.  Og ég hugsa ástin mín nógur er nú tíminn.

IMG_0668

Ásamt öllu öðru sem þessi nafna mín á eftir að gera, verður hún frábær kokkur.  Þegar kemur að því að elda mat, dregur hún stól að eldavélinni og tekur fullan þátt í eldamennskunni.

IMG_0669

Með tilþrifum.

IMG_0670

Amman er líka dálítið þannig að hugsa að það sé betra að venja börnin við það sem er hættulegt, heldur en að banna og útiloka.  vegna þess að ég trúi því að með því að kenna þeim að umgangast það sem er hættulegt komi þeim til góða.   Allavega hefur þetta ljós aldrei brennt sig, klippt af sér putta eða skorið sig á beittum hníf.  Við eigum að kenna þeim að umgangast þessa hluti, í stað þess að halda þeím frá og taka þar með æfinguna af þeim.

IMG_0671

Amma komdu og sjáðu ég er búin að búa til hreiður!!!

IMG_0673

Stundum er maður alveg búin eftir leikskólann og allt það daglega í lífinu, og þá er gott að mega aðeins loka augunum og fá frið.

IMG_0674

Ójá það er gaman að elda.

IMG_0675

Og þetta eru góðar ostafylltar bollur sem litli kokkurinn er að elda fyrir fjölskylduna.

IMG_0677

svo er líka gaman að skoða myndir og púsla.

IMG_0679

Þetta er svona skemmtilegt sjónarhorn fyrir dömurnar mínar.

IMG_0678

Og eins og sjá má núna 22 janúar þá er enginn snjór að heitið geti á Ísafirði.  hann er allur suður í Evrópu á einhverju Icesaveflippi ef marka má fréttir undanfarið.

En ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Við munum rísa upp og réttlætið mun sigra, hafið ekki áhyggjur af öðru.  Til þess munum við sjá sjálf og standa saman um það sem gera þarf.  Það er svo skrýtið með mannshugan að þegar við leggjum okkur til og stöndum saman þá víkur lyginn, verður ótrúverðug, þó einstaka raddir reyni að hræða og ógna, þá verða þær raddir hjáróma og þagna, þegar krafan um réttlætið hækkar og verður samhljóma kór.  Við getum allt sem við viljum, við þurfum bara að vita hvað það er sem við viljum og sjá.... sjónarmið fjöldans mun ráða för.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KNúds og kærleikur elsku Ásthildur til ykkar allra.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 07:33

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er ríkidæmið þegar á reynir. Með bestu kveðju...

Haukur Nikulásson, 22.1.2010 kl. 07:46

3 identicon

Þetta er lífið að umgangast fólk á öllum aldri og leyfa öllum að spreyta sig. Og ég fer ekki ofan af því að þegar frá líður verða minningarnar frá verunni hjá ömmu, afa og Úlfi með dýrmætustu perlunum í sjóðnum. Munur á afa og ömmu og pabba og mömmu er að reynslan er búin að kenna okkur að tíminn skiptir svo miklu máli og eldra fólkið á meira af honum og getur leyft sér að nýta hann öðruvísi. En fjölskyldan og fólkið manns er auðurinn sem máli skiptir.

Dísa (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 09:29

4 Smámynd: Laufey B Waage

"það sé betra að venja börnin við það sem er hættulegt, heldur en að banna og útiloka.  vegna þess að ég trúi því að með því að kenna þeim að umgangast það sem er hættulegt komi þeim til góða." - segir þú undir einni myndinni.

Ég man ekki eftir að hafa heyrt neina mömmu eða ömmu tala svona áður. - En sjálf geri ég það oft - og bæti þá gjarnan við einni af uppáhaldssetningum mínum úr Ronju ræningjadóttur: Ég verð að æfa mig í að detta ekki í Helvítisgjána.

Það er dáldið fyndið að ég skuli tala þannig, því að ég hef orðið miklu hræddari um börnin mín og barnabörnin nú á efri árum, en þegar ég var ung og vitlaus. En að sama skapi þarf ég að minna sjálfa mig á þessa óþægilegu staðreynd að börnin þurfa að fá að æfa sig í að detta ekki í Helvítisgjána.

Góða helgi mín kæra.

Laufey B Waage, 22.1.2010 kl. 11:40

5 identicon

Knús og kærleikur til ykkar. Kv Guðný

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:47

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg eins og alltaf.  Ég á son sem er að verða 28 ára, þegar hann var pjakkur dró hann alltaf stólinn að eldhúsbekknum þegar ég var að elda og hann var ekki gamall þegar hann steikti með mér fisk í fyrsta sinn, hann er snilldarkokkur í dag og getur í raun hvað sem er, ekkert vex honum í augum, ég var alltaf að leyfa honum að prófa það sem hann hafði áhuga á.  Ég skil að það verður tómarúm þegar skotturnar fara en þú hefur svo góða sýn á allt að þetta verður líka góður tími sem er framundan, forsjónin sá til þess að þær voru hjá ykkur á skelfilega erfiðum tímum og hjálpuðu öllum, líf ykkar er fyrirmynd sem margir mætti skoða og fara eftir, sendi kærleik til ykkar allra elsku vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2010 kl. 13:52

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er yndislegt ad skoda myndirnar af systkinunum vid ýmisstörf í Kúlunni á Ísafirdi.

Mikid er yndisleg ad geta látid frá sér Gullmolanna eftir svona vel lukkud 2 ár í ömmu og afa húsi.Skil svo vel hvad tid erud stolt,tad myndi ég líka vera.

Hjaartanskvedjur til ykkar í kúluna sem  mér finnst ég tekkja ordid ansi vel bara .

Gudrún Hauksdótttir, 22.1.2010 kl. 14:39

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

kærleikur til þín  Ásthildur mín

Ég er ekki dugleg að blogga núna. En vonandi kemur það er eitthvað dofinn núna.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.1.2010 kl. 15:06

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk fyrir þína yndislegu færslur sem endra nær. Mikið eruð þau dugleg systkinin. Ég er alveg sammála þér með börnin og hætturna. Það er okkar hlutverk að hjálpa og kenna að takast á við það sem framundan er í lífinu. Ef við tökum það frá þeim, verða þau aldrei undirbúin undir lífið. Ég á nefnilega eina dóttlu, sem verður 29 ára á þessu ári. Hún fékk að malla og prófa ýmislegt á sínum yngri árum. Í dag er hún sjálfstæð, glæsileg kona, með sterka sjálfsbjargarviðleitni, frábær kokkur með meiru. Knúr og kærleikskveðjur til þín, Ásthildur mín.

Sigurlaug B. Gröndal, 22.1.2010 kl. 15:58

10 Smámynd:

Þú ert vitur kona Ásthildur. Heppin börnin að eiga slíka ömmu

, 22.1.2010 kl. 17:20

11 Smámynd: Kidda

Það er svo mikið til í þessu að leyfa þeim að umgangast hættlegu hlutina. Hef unnið á vélum frá því að ég var 15 ára og mörgum hættulegum. En á meðan maður ber virðingu fyrir vélunum og sýnir varkárni þá er hægt að umgangast hættulegustu verkfæri á þess að verða fyrir skaða, ég mun samt aldrei þora að vinna í málmrennibekk

Mínir höfðu engann áhuga á matreiðslu, ekki einu sinni eftir að ég hætti að elda. Ef þeir geta ekki eldað ofan í sig sjálfa þá geta þeir bara svelt

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 22.1.2010 kl. 20:16

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl ásthildur mín.

Það er svo gaman af stelpunum. Þær eru flottar dömur og eru að læra að nota snyrtidótið hennar ömmu sinnar. Kannski þarf að endurnýja eitthvað af snyrtidótinu. Mér sýnist að notkun sé dálítið mikil stundum.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.1.2010 kl. 21:24

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 22.1.2010 kl. 21:32

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2010 kl. 00:38

15 identicon

Afmælisknús á litlu prinsessuna!

Ég á eftir að sakna myndanna af skottunum þegar þær verða farnar út, mér finnst að mamman ætti að fá sér blogg eða facebook og vera jafndugleg og þú að setja inn myndir

Hafið það gott síðustu dagana ykkar saman, þær eiga eftir að sakna ömmu sinnar og afa mikið. 

Hjördís á Hellu (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 14:31

16 Smámynd: Kidda

Alveg sammála síðasta ræðumanni. Bára verður bara að fara að blogga og setja inn myndir

Á litla skottið afmæli í dag, þá fær hún afmælisknús

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 23.1.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband