Kúlublues og dans dans dans.

Ég hef ekki haft döngun í mér til að skrifa undanfarið.  Það er svo sem bara eigingirni í mér.  En málið er að litlu englarnir mínir eru á förum til Austurríkis.  Til mömmu og pabba.  Það er auðvitað þannig sem það á að vera.  Það er bara svo fjandi sárt í sálinni.

En ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa þær.  Og þvílíkir gullmolar sem þær eru og hafa verið blessaðar.  En þá fækkar líka kúlumyndunum af börnunum, eftir því sem þeim fækkar. 

Mesta gleði getur stundum breyst í sáran söknuð á einu augabragði.   Nú er reyndar búið að eyðileggja þetta augabragð því um leið og ég tek mér það í munn, sé ég Sigmund Erni drukkinn í ræðustól Alþingis veifandi hendi í hringi. Slíkur er máttur miðlanna. 

En hér koma samt myndir liðinna daga. 

IMG_0549

Hér má ennþá sjá álfaprinsessur á sveimi.

IMG_0551

Stóri stubburinn minn er líka góður að hjálpa til, hér er hann að bursta tennur í Ásthildi og þvo henni.

IMG_0564

Prinsessur í bubblubaði.

IMG_0555

Komnar í náttafötin og búnar að velja sér bók.

IMG_0569

Sólveig Hulda fer samt ekki fyrr en í vor.

IMG_0570

Her er verið að gera eitthvað rosalega áhugavert.  Það er verið að skrifa.  Hanna Sól er svo spennt fyrir að læra að lesa.

IMG_0573

Hún vill líka gjarnan passa Sólveigu Huldu.

IMG_0576

Hún getur alveg haldið á henni sjálf.

IMG_0578

svo er það töffarinn fröken Cesil. á sínum uppáhaldsstað.

IMG_0582

Ætli hún verði ekki bara leikkona.

IMG_0588

Þetta er uppáhaldsstaðsetninginn og stillingin hennar. 

IMG_0590

Sólveig með mömmu sinni.

IMG_0593

Og hér eru þær að dansa.  Það er strumplatan í þetta skipti.

IMG_0600

Allir að dansa.

IMG_0601

Dansað við kisu líka

IMG_0603

Bahama la la la....

IMG_0614

Hreyfingin nær alla leið út í fingurgóma.  Hún þarf ekki að læra það sú stutta.

IMG_0615

Flott lítil stúlka.

IMG_0618

Enginn slæðudans hér, það er ekkert minna en teppadans.

IMG_0622

Hanna Sól gefur ekkert eftir heldur.

IMG_0625

Dansinn dunar.

IMG_0634

Og það eru líka tilþrif.

IMG_0635

Flott!

IMG_0623

Sólveig hefur samt meiri áhuga á að dansa við kisu.

IMG_0636

Svo er að skipta um búning og halda áfram.

IMG_0639

Það verður að nota kjólasafnið.

IMG_0645

Svo að hneyja sig fyrir framan spegilinn.

IMG_0652

Og enda með stæl.

IMG_0648

Kisur þurfa líka að borða.

IMG_0556

Veðrið er alltaf jafn fallegt. 

IMG_0558

Þessar myndir blekkja dálítið, því þær virðast dimmri en þær eru, ég er að spá í litina.

IMG_0566

Hér er svo baðmynd af fyrirsætunni minni.

IMG_0567

Og hér er hin. Heart

Ég get sagt ykkur að þetta verður erfitt hjá mér.  En ég gleðst fyrir hönd dóttur minnar.  Hún veit líka að ef hlutirnir ganga ekki upp, þá er ég tilbúin aftur.  Ég vil að hún ljúki náminu sem hún hefur fórnað svo miklu fyrir. En ég ætla mér að njóta samvistanna við þær uns þær fara.  Og síðan þarf ég að fara að vinna í sjálfri mér.  Og við okkur saman ég og Elli  minn og stubburinn okkar.   En það er bara þá... maður á að láta hverjum degi nægja sína þjáningu.  Morgundagurinn kemur svo með eitthvað nýtt sem þarf að ráða fram úr.  Og svo er ágætt að gelyma því sem var í gær, því þar hafa málin verið leyst. 

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda, og eigið góðan sunnudag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nú er orðið langt síðan ég hef komið við í bloggheimum. Langaði bara að senda þér knús og kveðjur Ásthildur mín. 

Alltaf jafnnotalegt að sjá myndirnar þínar og færslurnar.

Ljós og góðar kveðjur

Ragnhildur

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.1.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Ragnhildur mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 15:13

3 identicon

Yndislegar myndir af yndislegum börnum.  Ég skil vel að erfitt verði að sjá af þeim, en svo eins og þú segir kemur hitt á móti að styrkja sambandið við pabba og mömmu. En eitt veit ég, þær eiga aldrei eftir að gleyma hve gott var að búa hjá afa og ömmu meðan mamma var í námi og það fylgir þeim alla tíð veganestið frá þessum tíma. Vertu svo dugleg að vinna í að styrkja sjálfa þig og strákana þína heima, Ella og Úlf. Gangi þér allt í haginn og njóttu meðan er. Allt það besta vaki yfir þér og þínum elsku vinkona.

Dísa (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín.  Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér þar með stelpurnar.  Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá þær aftur.  Allavega er ljóst að móðir þeirra kemur ekki heim í sumar.  En það er stutt eftir af náminu.  Svo þetta verður vonandi ekki langur tími.

Já ég er harðákveðin í að gera eitthvað í mínum málum, jafnvel breyta alveg um kúrs, sé til hvað ég geri með það.  En ég er ef til vill komin á tíma með að breyta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 16:59

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Den tid den sorg... Njóttu þeirra á meðan þú hefur þær

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2010 kl. 17:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hrönn min það ætla ég mér að gera.   'eg er bara svoddan óttalegt tilfinningabúnt og auli að það hálfa væri nóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 17:53

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....sem er kostur

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2010 kl. 18:36

8 Smámynd: Kidda

Á ekki allt sinn tima, núna kemur tíminn að vera með mömmu og pabba. Afi og amma að vinna i sjálfum sér og stubbur lika. En þetta verður erfitt að sjá á bak fólkinu sínu til útlanda. Njótið þess að vera með prinsessunum þar til þær fara. 

Risaknús í kærleikskúluna

Kidda, 17.1.2010 kl. 18:41

9 Smámynd: Ragnheiður

Elskurnar litlu, ég sýndi hér herranum á heimilinu dansimyndirnar og hann skemmti sér vel yfir þessum frábæru myndum. Ég mun sakna myndanna af þeim og get rétt skilið hversu erfitt það er fyrir ömmuna að molarnir fari annað.

En þetta hefur líka áreiðanlega verið erfitt fyrir mömmuna þeirra, þessa duglegu stúlku sem hún er.

Knús og kær kveðja elsku Cesil mín

Ragnheiður , 17.1.2010 kl. 20:57

10 identicon

Ég nýt þess alltaf að skoða myndirnar hér á blogginu þínu og finnst líka gott að lesa færslunar þínar. Þú átt falleg barnabörn og þau gefa okkur svo sannarlega hlýju og gleði í hjörtu okkar það veit ég af eigin reynslu. Njóttu þessara stunda sem þið eigið eftir að verja saman þær verða ómetanlegar. Kærleikskveðja og knús til þín. Guðný.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 22:54

11 identicon

Kæra vinkona ! Sendi þér og þínu fólki bestu kveðjur. Megi almættið vaka yfir ykkur og veita þann styrk sem þið þurfið til að komast yfir þessa tilfinninga hindrun. Knús á ykkur úr Borgarfirði. Kv. Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 23:06

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fallegar myndir af fallegu litlu fólki :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2010 kl. 01:25

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk öll.  Þið hafið alltaf stutt við mig þegar ég hef þurft á því að halda, fyrir það er ég þakklát.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2010 kl. 09:25

14 Smámynd:

Æ elsku Ásthildur mín - ég finn sársaukann alla leið hingað. Mikið skil ég þig að eiga erfitt með að sjá á eftir litlu gleðigjöfunum úr landi. Það skiptir ekki máli þótt maður viti af þeim í góðum höndum - þær skipa svo stóran sess í lífinu og hafa örugglega hjálpað við að létta ykkur áföllin í fyrra. vonandi halda áfram að streyma til þín gleðigeislar frá fólkinu þínu og þið Elli og Úlfur að njóta samvistanna í kúlunni þótt vanti tvær snúllur. Knús á þig vinkona

, 18.1.2010 kl. 14:04

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æii, það verður erfitt að sjá á eftir þeim, en svo fylgir því líka gleði að þær eru að fara til mömmu  Þú ert sko búin að gefa þeim dýrmætan tíma sem þær eiga eftir að rifja upp í framtíðinni

Sigrún Jónsdóttir, 18.1.2010 kl. 15:02

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegir gullmolarÆi hvað ég skil þig vel elskuleg... en þær fara með frábært veganesti frá ykkur og svo koma þær aftur, engin hætta á öðruOg eins og þú segir sjálf, þið þurfið að huga að ykkur sjálfum líka

Jónína Dúadóttir, 18.1.2010 kl. 15:42

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig.  Sá tími sem ég hef með þeim verður bæði fullur af kærleika og sorg.  Ég geri mér grein fyrir að þegar þær eru farnar, þarf ég að fara að sinna öðrum málum og koma mér í lag.  Jafnvel stokka alveg upp spilin.  Ég er að spá og læt ykkur vita ef ég læt verða af því sem ég hef í huga.  En það er sama hvað gerist hjá okkur, lífið heldur áfram meðan við drögum andann og ef við gefumst upp og leyfum uppgjöfinni að komast að, þá er líka allt búið.  Þess vegna þurfum við að bíta í skjaldarrendur og berjast fyrir tilveru okkar.  Við ráðum sjálf hvort við "lifum" eða "deyjum", í óeiginlegri merkingu.  Ef almættið lofar, þá á ég töluvert eftir af mínu, ég er ennþá hraust og vel á mig komin.  Nógu sjálfselsk til að koma sjálfri mér framarlega í goggunarröðina, og aldrei verið hrædd við að berjast eða taka afstöðu.  Það hjálpar mér núna meira en margir gera sér grein fyrir.  Innilega takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2010 kl. 16:36

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl góða mín! (svona ávörpuðu eldri konur mann í árdaga), þessu ávarpi fylgdi,viðurkenning,hlýja og heilmikill breyður faðmur sem var til taks.                Get rétt ímyndað mér kátínuna í krýlunum í dansinum,alla vega er innlifunin auðsæ.   Blessunar óskir.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2010 kl. 18:25

19 Smámynd: Laufey B Waage

Æ hvað ég skil þig. En ég get næstum lofað þér því að svona viðskilnaður verður aldrei eins slæmur og maður heldur fyrirfram. Nema bara fyrsta daginn eða svo. Svo má líka segja að það hefði orðið ennþá erfiðara fyrir þig að láta þær frá þér eftir eitt eða tvö ár í viðbót.

Æ fyrirgefðu Íja mín, ég á auðvitað ekki að leika Pollýönnu leikinn fyrir þig. Bið þig bara að njóta þeirra meðan þær eru ennþá, - og njóta síðan þess sem síðan tekur við (t.d. að heimsækja mig hm hm).

Laufey B Waage, 18.1.2010 kl. 19:44

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Laufey, það styttist heldur betur í það mín kæra.  En það er gott að fá svona pepp, því ég veit auðvitað að það getur aldrei farið öðruvísi en vel. 

Takk Helga mín þetta er gott ávarp með öllu sem því fylgir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2010 kl. 20:35

21 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Yndislegar alltaf þessar myndir hjá þér Ásthildur og hvað þessi börn eru heppin að eiga svona ömmu og afa eins og ykkur, þetta hlýtur að vera alveg hreint æðinslegt fyrir börn að fá að upplifa þessa gleði sem er alltaf hjá ykkur :) og ég skil það vel að það verði erfitt þegar þau fara

Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.1.2010 kl. 20:52

22 identicon

Þessi börn eru svo falleg og gaman að skoða myndirnar þínar og lesa skrifin þín. Vona að allir góðir andar styrki ykkur öll á erfiðum tímum.  Kærar kveðjur.

Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 21:43

23 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zúrt með zædu, gæzkan mín góða, en foreldrin eiga líka náttla að fá að vera með.

Nem nú zamt að af verkefnum hefur þú nóg, & vizz er ég um að barnúngarnir bráðmyndarlegu eiga eftir að zæka í kúluna þína aftur & enn.

Takk fyrir mynderíið enn & aftur, mar finnur lyktina af fjöllunum & zænum...

Steingrímur Helgason, 18.1.2010 kl. 23:13

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðborg mín.

Takk Ásta mín og velkomin hingað inn.

ég vona það svo sannarlega Steingrímur minn.  Takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2010 kl. 08:38

25 Smámynd: Ásta Björk Solis

Jaeja blessunin eg er sammala ollum sem hafa skrifad og tala fra reynslu minni thvi eg meira og minna var alin upp af badum ommum og afa,thad eru bestu minningar ur minni aesku.Ommurnar voru gjor olikar en badar eru alltaf i minu hjarta sem og annar afi min.Eg thakka gudi fyrir ad hafa gefid mer thennann tima med theim thaer voru skemmtilegar hlaejandi og bara bestu konur sem eg hef kynnst a aefinn bara. Eg veit ad thinar litlu koma til med ad skrifa blogg um sina aesku hja ykkur.Gud blessi ykkur oll

Ásta Björk Solis, 20.1.2010 kl. 06:10

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi hlýlegu og hughreisandi orð Ásta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2010 kl. 11:08

27 identicon

Alltaf gaman og skoða myndirnar þínar ...

Maddý (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband