Sólarupprás á Ísafirði og smá kúlulíf.

Hér er allt að birta, sólin skríður niður Eyrarfjallið dag frá degi, og það er vel. 

IMG_0524

Svona var hún komin í gær.

IMG_0545

Þessi var tekin í dag, en það er ekki að marka, því hún sést betur niður í bæ en héðan.

IMG_0523

Og himnagalleríið er opið.

IMG_0526

Þessi var líka tekin í gær.

IMG_0538

Og svona var nú sólarupprásin í morgun.

IMG_0540

Þetta er nú örugglega á við gott Heklugos.

IMG_0541

Þessi litadýrð varir samt ósköp stutt, bara nokkrar mínútur.

IMG_0542

Svo breytist roðin yfir í gult.

IMG_0544

Smátt og smátt.

IMG_0546

Svo verður þetta svona. 

IMG_05381

Fallegt ekki satt?

IMG_0520

Úlfur les fyrir Hönnu Sól, hann er duglegur að hjálpa til.

IMG_0522

Afi les fyrir Ásthildi, svo heimtar hún ömmu sín.  Og þegar amma kemur segir hún; við gleymdum að lesa.  Og það  ekki tauti við komandi hvað þá að segja að afi sé búin að lesa.  Ekkert tekið til greina.  Svo er lesið aftur og meira.  Loks kúrir hún sig svo niður hjá ömmu.  Í kvöld var mikið að spjalla, því við fórum til læknis í dag, mér fannst hún eitthvað svo lottaraleg.  Það var samt allt í lagi með hana.  En við þurftum að spjalla heilmikið um lækninn.  Hann skoðaði í eyrun á mér, sagði hún og hálsinn.  Og rassinn bætti hún við.  Nei sagði ég hann skoðaði ekkert rassinn.  En það er eitthvað í rassinum á mér, sagði hún.  Hvað er þar, spurði ég, er það bolti... nei sagði hún og hló.  Er það kannski kúkur? spurði ég.  Nei bara að grínast sagði hún og hló alveg svakalega mikið. 

IMG_0529

Þegar við skiluðum mömmu og pabba úr á flugvöll, sagði hún strax að nú færum við og keyptum púsl.  Jú það var umsamið.  Þegar við komum niður í búðina fékk hún að velja milli tveggja mynda.  En hún mundi vel eftir myndinni sem ekki var keypt.  Svo notaði hún fyrsta tækifæri til að plata ömmu til að fara og kaupa púslið sem ekki var valið síðast.  Hún er ótrúleg þessi stelpa. Heart

IMG_0532

Þessi púsl gerir hún á örfáum mínútum alveg hjálparlaust.

IMG_0534

Það var hér.. Hanna Sól hafði rifið upp flipa við nögl, það blæddi og hún vildi fá aðstoð. 'Eg sagði að við skyldum bíða eftir afa, til að klippa nöglina.  Litla systir fylgdist með af áhuga.

IMG_0535

Það varð að samkomulagi að bíða og Hanna Sól fékk sér pappír á sárið og lagði af stað upp að horfa á sjónvarpið.  Þá heyrist í þeirri litlu; Andskotinn.

Hanna Sól snýr sér við og horfir með vandlætingarsvip á mig; þarna sérðu amma, þetta ert þú búin að kenna barninu.  Blush

IMG_0536

Svo í lokin ein af Brandi og Snúð.  Þeir eru að verða dús.

Góða nótt og megi allir góðir vættir vaka með okkur öllum.  Sérstaklega sendi ég hlýjar kveðjur til Haiti og fólksins þar, sem á um sárt að binda og svo hinna sem leggja nótt við dag að bjarga því sem bjargað verður.  Góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásthildur.

Ég man þegar maður var að sjá fyrstu sólargeislana og það var magnað. Maður horfði lengi á !

Takk fyrir frábært myndskeið. 

Kveðjaá alla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 00:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Þói minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2010 kl. 00:38

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Amma þó að kenna barninu að segja andskotinn.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.1.2010 kl. 01:37

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Amma þó, svona hefur maður ekki fyrir börnunumDásamlegar myndir

Jónína Dúadóttir, 14.1.2010 kl. 06:10

5 Smámynd: Jens Guð

  Glæsilegar og skemmtilegar myndir!

Jens Guð, 14.1.2010 kl. 06:17

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Brandur er fljótur að meta aðstæður og lætur ekki einhvern kettling setja alla sína tilveru á annan endann.

Jóhann Elíasson, 14.1.2010 kl. 08:57

7 identicon

Usss, passa orðbragðið,  En myndirnar, þær rifja upp gamlar góðar minningar frá þeim tíma að áhyggjur voru engar, mamma og pabbi gátu reddað öllu. Stundum var vont veður og mátti ekki fara út, en oftast skemmtilegt, hentaði bara mismunandi leikjum eftir hvort var snjór og frost fyrir sleða, skauta eða snjóhús. Ógleymanlegt þegar kviknaði í úlpunni hennar Klöru í snjóhúsinu og henni einni var ekki kalt þar sem hún stóð í björtu báli. En ómeidd slapp hún með skemmda úlpu sem mamma hennar lagaði snilldarlega. Örfáir dagar í að sólin nái niður til þín, fyrr en í Sólgötuna.

Dísa (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hundskammast mín auðvitað fyrir þetta.   í það minnsta segir hún það með réttri áherslu. 

Jamm Brandur er skynsemdarköttur.  hehe...

Já Dísa manstu, við vorum að tala um að okkur væri kalt, nei sagði Klara mér er hlýtt, hún sat uppi við kerti sem við höfðum sett hér og þar í snjóhúsinu.  Svo stóðu logarnir upp úr úlpunni.   Stundum þurftum við líka að klofa snjóinn í klof eða jafnvel upp í mitti til að komast í skólann, þá var maður lengi á leiðinni, og oftar en ekki vorum við krakkarnir sem áttum lengst að,  þau einu sem mættu í skólann.    Já það er ekkert langt í að Sunna heimsæki mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2010 kl. 09:49

9 Smámynd: Kidda

Takk fyrir himmnamyndirnar og hinar lika. Ég þori að veðja að Brandur mun kenna þeim yngri hvað má og hvað ekki, siða hann til.

Í þá gömlu góðu daga þegar það kom almennileg snjókoma. N'una er haustveður allann veturinn. Lítið varið í það.

Knús í kærleikskúlu  

Kidda, 14.1.2010 kl. 11:19

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alvega dásamlegar myndir takk fyrir mig

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2010 kl. 11:36

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kidda mín mér sýnist hann nú þegar byrjaður að kenna honum matarsiði og svoleiðis.  Já hér er enginn snjór ekki haldur á skíðasvæðinu því miður.

Mín er ánægjan Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2010 kl. 11:46

12 Smámynd: Laufey B Waage

Himnagalleríið stendur aldeilis undir nafni.

Og sólskinið fallegt á fjallstoppinum.

Laufey B Waage, 14.1.2010 kl. 17:43

13 Smámynd: Páll Blöndal

Ásthildur, hvar eru þessar hljóðupptökur gerðar og hvenær?
(Þ.e laögin sem eru í spilaranum þínum)

Páll Blöndal, 15.1.2010 kl. 00:25

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær voru gerðar upp í Glóru hjá Labba, Ólafi Þórarins.  Upptökustjóri var Helgi E. Kristjánsson og þetta var tekið upp árið 1985.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2010 kl. 15:30

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2010 kl. 15:30

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Falleg er náttúran og börnin dásamleg 

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 18:50

17 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha amma þó híhíhíhí....

Þú ert yndisleg Cesil mín...takk fyrir þessar frábæru myndir og sögur hér í kommentunum

Ragnheiður , 15.1.2010 kl. 22:06

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín.

HEhe Ragnheiður mín, já maður þarf að passa á sér túlan stundum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband