7.1.2010 | 22:13
Kúlulíf og nokkrar myndir.
Ég kvaddi Báru mína í dag. Hún hélt á vit Vínar og dýralæknaskólans, Bjarki fór líka, svo nú er allt við sama og það var. Við fórum með þeim inn á flugvöll ég og stelpurnar. Við förum inn á flugvöll með mömmu og pabba, svo förm við að kaupa púsl, sagði sú stutta. Og þá mundi ég eftir því að seinast þegar mamma fór, var hún svo sorgmædd að ég greip til þess ráðs að fara í bæinn og kaupa handa henni púsl, það er eitt af hennar uppáhalds. Svo nú er það alveg á hreinu, mamma fer og hún fær púsl. Við fórum svo og keyptum púsl, og síðan á leikskólann. Svo er bara rútínan, vinna, sækja stelpurnar, elda mat, koma þeim í bað og bursta tennur, lesa og svæfa Ég held að sú stutta hafi bara verið dálítið feginn að komast í sína vanalegu rútínu.
En hér koma nokkrar myndir.
Ótrúlegir litir í náttúrunn hér vestra á þessum tíma. Þurfti samt útlendinga til að benda mér á það á sínum tíma, við tökum þessum litabrigðum sem sjálfsögðum hlut.
Ísköld fegurð.
Það þurfti að pakka upp öllu dótinu og fötunum drottinn minn, það var sko ekkert smá.
Snúlli fór með þeim suður, og Brandur var bara glaður með það. Hann er í dálitlu afbrýðiskasti núna, en það rjátlast af honum.
Ótrúlegur þessi kettlingur, tekin eins mánaða og algjörlega húsvanur, hefur aldrei pissað eða kúkað fyrir utan kassann. Og er alveg eins og ljós.
Hér er álfaprinsessa að undirbúa þrettándaball.
Ásthildur ætlar líka, en hún á svona líka flotta sokka.
Þessi hattur er sennilega meira svona álfa segir mamma.
Og lagar höfuðfatið meðan pabbi klæðir Ásthildi í sokkana.
Svo er gott að fá sér egg, fara sjálf út í hænsnakofa og sækja egginn og fá ömmu til að steikja þau, nammi namm.
Já þessi dásamlega birta í ljósaskiftunum.
Svo var að fara út á flugvöll og kveðja pabba og mömmu. Þær voru ótrúlega duglegar og góðar þessar elskur.
Og þá er bara að fara út í bíl og kaupa púsl.
En pabbi þeirra tók nokkrar fallegar myndir sem ég ætla að setja hér inn líka.
Kisi í letikasti og lætur fara vel um sig.
Þessi er tekin á leiðinni heim frá Reykjavík.
Fegurðin er alveg ótrúleg.
Bára mín.
Álfaprinsessan komin niður að væntanlegri brennu.
Litla systir og mamma líka.
Hér koma álfarnir. Álfabrennan er haldinn til skiptis á Ísafirði og í Bolungarvik. Og er afar skemmtileg uppákoma á þrettándanum.
Stundum hafa álfadrottningin og kóngurinn komið ríðandi á hestum, það er afar hátíðlegt. en hér er prinsessan farin að dansa með álfunum og tekur sig vel út.
Hún var svo hreykin að fá að vera með í hópnum.
Fallega litla prinsessan mín.
Og svo var skotið upp flugeldum, það er alltaf gert líka.
En svona er þetta bara, fólk kemur og fer, vinir og ættingjar kveðja og fara, eða heilsa og koma. Ég á afar erfitt með að kveðja. Það kemur alltaf kökkur í hálsinn og tár í auga. En það verður bara að hafa það. Þetta er eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En sem sagt nú er að hefjast rútína sem setur lífið í fastar skorður aftur.
Eigið gott kvöld elskurnar og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og reyndar okkur öllum og vernda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meiriháttar myndir. Brandur verður fljótur að "sætta" sig við Snúlla. Það er nefnilega málið að kettlingarnir litlu sætu stækka og þá breytist ýmislegt.
Jóhann Elíasson, 7.1.2010 kl. 22:29
ótrúlega fallegir litir í fyrstu myndinni.....
.....og takk fyrir fallegar mannlífsmyndir af fallega fólkinu þínu
Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2010 kl. 22:35
Myndin hérna af álfaprinsessunni þinni er frábær, litirnir og uppstillingin snilldin ein. Snúlli litli er fallegur i holunni sinni þarna, hann var heppinn að koma í Kúlu. Hérna eru loksins kisustrákar farnir að sættast. Sofa nú loks saman en það tók rúma 4 mánuði. Sá litli minn er orðinn rólegri og þá sættist gamli við hann
knús í Kúluna
Ragnheiður , 7.1.2010 kl. 22:52
Jónína Dúadóttir, 7.1.2010 kl. 22:57
,, Eins og fjólubláir draumar,,
Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2010 kl. 23:51
Flottar myndirnar, sérstaklega þær fjólubláu. En líka frá álfabrennunni, ég get ímyndað mér að Hönnu Sól hafi líkað að fá að vera með. Mér varð einmitt hugsað til hennar þegar ég sá í BB um daginn að verið væri að leita að börnum í álfadansinn, en búningarnir voru fyrir eldri börn.
Dísa (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 08:34
Æðislegar myndir Ásthildur mín og mikið eiga þær gott að eiga ykkur að prinsessurnar þínar, það er nefnilega ekki sjálfgefið að amma og afi geti tekið að sér barnabörnin, en auðvitað er þetta best fyrir þær.
Ég hef alltaf sagt hvað ég var rík er ég ólst upp, átti langafa sem ég man vel eftir, svo langömmu sem lifði mína fermingu og á ég mynd af okkur saman hún í sínum fallega skautbúning, svo átti ég afa og ömmu sem gaman var að koma til.
Svona minningar eru ómetanlegar bæði fyrir okkur og ekki síst fyrir börnin.
Mætti vera meira um ömmu og afa heimsóknir svona yfirleitt, en það eru svo margir uppteknir við eitthvað sem það veit varla sjálft hvað er.
Knús og gleði sendi ég í kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2010 kl. 08:37
Takk mín kæru. Einhvernveginn tók ég aldrei eftir þessari litadýrð hjá okkur meðan sólin nær ekki upp fyrir fjallatinda fyrr en stúlkur frá Ástralíu og Nýja Sjálandi komu hingað til að vinna hjá föður mínum í rækjuverksmiðju voru að dásama alla þessa litadýrð, þær voru endalaust að taka myndir og áttu ekki orð. En svona er þetta það þarf að benda manni á fegurðina sem við höfum fyrir augunum daglega til að við tökum eftir henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 11:00
Af öllum myndunum ólöstuðum þá ber hin efsta af. Held svei mér þá að þetta sé ein fallegasta mynd af sólaruppkomu eða sólsetri sem ég hef séð.
Álfabrennur og svo margt annað held ég að fyrirfinnist ekki lengur nema úti a landi. prinsessurnar eru svo heppnar að fá að vera hjá afa og ömmu og líka öll hin afa og ömmubörnin.
Knús í kærleikskúlu
Kidda, 8.1.2010 kl. 13:06
Já þetta er sólaruppkoma þó dimm sé Kidda mín. Sólaruppkoma við ysta haf, reyndar kemur sólin ekki upp fyrir fjöllin ekki fyrr en 24 janúar eða svo.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.