Löng færsla: Ég fer þegar vindurinn snýst, sagði Mary Poppins, þurfum við ef til vill matkeið af sykri til að taka inn meðalið?

Ég fer þegar vindurinn snýst sagð Mary Poppins. 

Í dag er ég bjartsýnni en í gær um að okkur takist að leysa Icesave málin farsællega.  Það er vegna þess hvernig umræðan hefur þróast.  Allt frá því að Ólafur Ragnar fór í viðtalið til bretanna, og stóð sig svona glimrandi vel, síðan kom Eva Joly og studdi hann og okkur.  Því næst komu viðurkenningar á okkar málstað á færibandi. 

Samherjar ríkisstjórnarinnar fóru mikinn í gær við að mála skrattan á vegginn, og ríkisútvarpið og sjónvarpið var undirlagt af áróðri gegn fólkinu í landinu og þeim vilja þess að fá að ráða sjálft um hagi sína.  Á tímabili óttaðist ég að þeim tækist að drepa þann frelsisanda sem sveif um eftir höfnun Ólafs Ragnars á Icesaveólögunum.  Bloggið var undirlagt af óhróðri um forsetan og alla vondu stjórnarandstöðuna sem vill bara skemma og eyðileggja þann góða árangur sem ríkisstjórnin hefur náð og komast sjálf til valda.

En fólk er að átta sig á svo mörgu núna.  Í fyrsta lagi þá var ekkert verið að gera í málum við að kynna íslenska hagsmuni í útlöndum.  Það hef ég eftir konu sem vinnur á breska sjónvarpinu.  Þegar bretar fá ekki fréttir, sagði hún, þá búa þeir þær bara til sjálfir.  Og af því að enginn kom og talaði máli þjóðarinnar, þá bjuggu þeir bara til, og höfðu auðvitað til hliðsjónar neikvæðni og niðurrifstal forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar allrar.  Meira að segja í fyrsta viðtali eftir orð forsetans gátu þau ekki stillt sig um að vera neikvæð og pirruð.  (Það var hann sem gerði það ekki ég) Segja börnin í leikskólanum.

En í dag kveður við annan tón.  Það er tónn sátta.  Hvað sem samfylkingar fólk segir, og það er oftast bálreitt eða vonsvikið, og leynir því ekki.  Þá sækjast hvorki Sjálfstæðisflokkur eða Framsókn eftir því að hrekja stjórnina frá völdum.  Þeir hafa nefnilega boðið upp á sátt um betri samstöðu og að standa saman sem þjóð.  Stjórnarliðar eru þeir einu sem hafa rætt um að slíta stjórninni.  Engir vondir sjallar eða gráðugir frammarar sem ráðast fram og vilja hrifsa völdin.  Því er þá snúið upp í að þeir þori ekki.  Gott og vel það getur vel verið.  En ég er ánægð með að svo er komið.  Því ég vil þá alls ekki við völd núna.  Þó ég sé ósátt við vinnubrögð og sérstaklega barnalega fýlu stjórnarliða, þá held ég að þeim sé betur treystandi til að gera upp Hrunið en þeir sem sátu síðastliðin 20 ár.  Þó verð ég að segja að Samfylkingin er ansi brennd á rumpnum af því, og með ólíkndum að þau skuli hafa menn eins og Björgvin Sigurðsson innanborð, sem steinsvaf á sínum verði.   En nóg með það.

Ég ætla að setja hér inn á eftir þessum orðum mínum stórgóða grein eftir enga aðra en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem ég hef ekki haft mikið álit á.  En í greininni er gefinn sá tónn sem MUN VERÐA OFANÁ, eftir því sem rykið fellur og heildar myndin kemur betur í ljós.  Ég ætla líka að leyfa mér að setja hér inn valin svör við bloggi Ólínu Þorvarðar, þeirrar mætu konu.  Andsvar við bloggi hennar þar sem hún segir að forsetinn hafi verið blekktur. 

Ég tek undir með því fólki sem hér talar.  Við náum aldrei neinu ef við ætlum að halda þessu vonlausa þrasi áfram.  Því fyrr sem Samfylkingarmenn gera sér grein fyrir því, því betra.  Ég tala bara um Samfylkinguna eins og þið sjáið, því ég er á því að Vinstri Grænir með örfáum undantekningum liggi undir feldi og hugsi sjálfstætt.  Þeir hafa líka orð Ögmundar og Lilju Mósesdóttur í eyrunum, sem tala skynsamlega og ýkjulaust og eru sjálfum sér samkvæm.

Það þarf að taka leppana frá augunum og fara að huga að heill þjóðarinnar allrar, en ekki reyna að finna sökudólg eða annarlegar hvatir fyrir því að fólk reynir að leiða ríkisstjórnina á rétta braut í þessu Icesavemáli.  Samningurinn sem þau ætla að bjóða okkur upp á er nefnilega ekki ásættanlegur, og alls ekki ef ástæðan er löngun inn í ESB, eins og mér til dæmis virðist vera. 

Það á að draga umsóknina um ESB til baka og einbeita sér að því að snúa bökum saman um endurreisn samfélagsins, hjálpast að við að finna ásættanlega lausn á Icesave sem þjóðin getur sætt sig við.   Það er glapræði eins og ríkisstjórnin virðist ætla að gera, að kljúfa þjóðina í herðar niður í ósætti, af því þau fá ekki samninginn samþykktan með góðu eða illu. 

En hér er fyrst grein Ingibjargar Sólrúnar, ég er ánægð með hana og tek undir það sem hún segir:

 

 

http://www.visir.is/article/20100107/SKODANIR03/353483655/-1

  Ingibjörg Sólrún. Fréttablaðið, 07. jan. 2010 06:30

Nú er mál að linni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar um Icesave Mynd/Anton Brink Í 15 mánuði hafa íslensk stjórnvöld átt í harkalegri milliríkjadeilu við bresk og hollensk stjórnvöld vegna ábyrgðar á innlánsreikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Inn í þá deilu blandast óhjákvæmilega erfiður ágreiningur vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gagnvart íslenska fjármálakerfinu þann 8. okt. 2008. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að gríðarlegur aflsmunur er á deiluaðilum og að þarf mikla lagni, útsjónarsemi og staðfestu til að ná hagstæðri samningsniðurstöðu fyrir Íslands hönd. Í þá 15 mánuði sem deilan hefur staðið hefur það ekki gert íslenskum stjórnvöldum auðveldara fyrir að innanlands er hver höndin upp á móti annarri. Deilt er um hvort og þá hvaða ábyrgð íslenska ríkið beri á innistæðum í útibúum bankans í þessum löndum og svo er líka deilt um hvort og hvernig eigi að semja við bresk og hollensk stjórnvöld sem hafa þegar gengist í ábyrgðir gagnvart innistæðueigendum. Eins og í öllum milliríkjadeilum alls staðar í heiminum eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í því að hvetja til átaka frekar en samninga og vopnaðir réttlætisrökum reyna þeir að telja almenningi trú um að það muni skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Hér eins og annars staðar eru þetta falsrök því eina leiðin til farsældar er að þjóðir rétt eins og einstaklingar lifi í sæmilegri sátt við sjálfa sig og aðra. Tvær ríkisstjórnir og allnokkrir samningamenn hafa nú glímt við að leysa Icesave-málið á þessum 15 mánuðum og ennþá er það í uppnámi. Á þessum tíma hafa margir verið úthrópaðir sem vanhæfar liðleskjur af þeim sem standa álengdar og fylgjast með. Og enn eru gerð hróp að fólki. Að samningamönnum fyrir vanhæfni, að ríkisstjórninni fyrir blekkingar, að forsetanum fyrir að setja málið í uppnám, að In defence fyrir að blekkja fólk til undirritunar, að stjórnarandstöðunni fyrir afneitun og ábyrgðarleysi. Og svo er deilt um hver sagði hvað hvenær og hver bar ábyrgð á hverju hvenær. Allir á móti öllum.Þegar Forseti Íslands ákvað að synja lögunum frá 30. des. staðfestingar reiddust stjórnarliðar en stjórnarandstæðingar kættust. Það er hvort tveggja skiljanlegt í ljósi umræðna undanfarinna vikna og mánaða. En er ekki kominn tími til að við reynum að semja um vopnahlé innanlands meðan við leiðum þessa erfiðu milliríkjadeilu til lykta? Það munu gefast næg tækifæri síðar til að taka upp innanlandsdeilurnar aftur ef menn svo kjósa. Núna verða stjórnarliðar að halda aftur af hugaræsingi sínum og stjórnarandstæðingar af meinfýsni sinni. Báðir aðilar vita sem er að það verður ekki undan því vikist að semja um lyktir deilunnar. Í því sambandi skiptir engu máli hvaða ríkisstjórn er við völd því stjórnvaldið er eitt og hið sama og verkefnin hverfa ekki þó skipt sé um flokka og fólk. Þetta ætti okkur að vera orðið ljóst. Ísland á nú þegar í fjármálakreppu og gengiskreppu og gæti staðið andspænis alvarlegri stjórnarfarskeppu ef ríkisstjórnin ákveður að standa eða falla með lögunum frá 30. desember. Það gæti orðið dýrkeypt - fyrir þjóðina alla. Þess vegna eiga stjórn og stjórnarandstaða að slíðra sverðin og sameinast um að leiða samningamálin við Breta og Hollendinga til lykta. Skipa þarf pólitíska sátta- og samninganefnd og velja í hana fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Þessi nefnd leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái fullt umboð ríkisstjórnar og þingflokka til að semja fyrir Íslands hönd. En við megum engan tíma missa og þess vegna verður þetta að gerast strax. Hinn kosturinn er að samþykkja lögin frá 30. des í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar hætt við að aðdragandi þeirrar atkvæðagreiðslu og túlkun niðurstöðunnar myndi síst draga úr átökum heldur bætast í safn allra þeirra deilumála sem nú þegar geisa meðal þjóðarinnar. Og það sem við þurfum núna er friður og lausnir en ekki átök og orðaskak. Höfundur er fyrrverandi utanríkisráðherra. Hér er svo fróðleg grein tekin af bloggi Baldurs Gauts Baldurssonar.http://formosus.blog.is/blog/formosus/#entry-1001945 

Góð grein í erlendu blaði

Greinin er birt hér: http://www.dailymail.co.uk/debate/article-1241184/How-idiots-London-let-cod-fishers-make-fools-us.html

 Should you happen to live in Leicester, and woke up this morning to hear that you, your children and grandchildren were responsible for £35billion of debt, the idea might take some of the fun out of the breakfast cornflakes. It is one thing to get a hefty post-Christmas credit card bill or fall behind with mortgage repayments. But £35billion? I mention Leicester because the city's population of 300,000 is around the same as that of Iceland. The collapse of that tiny country's overblown banking system has left the country with a hangover far more terrifying than that of Britain. Opposition: Hundreds of people gather outside Mr Grimsson's Reykjavik home to protest against the bill The local currency, the krona, has halved in international value. Wages have been cut, jobs lost. The economic future looks black, with credit available only at punitive interest rates. They are good and mad about what has happened. In a country where crime scarcely exists, the cars and houses of 'the Vikings' - the big financial wizards who drove their banks to destruction - have been vandalised. Icelanders now call themselves the 'Iceslaves', in token of the vast debt burden they must labour for decades to pay off. And this week, the country made a gesture of defiance towards the outside world. Its president, Olafur Grimsson, vetoed a parliamentary bill which would have allowed Iceland eventually to repay £3.66billion owed to its British and Dutch government creditors. Tomorrow, Iceland's parliament will arrange the terms of a national referendum on the bill, which it is almost cerby tain to face popular rejection. Most Icelanders do not care that this will threaten their lifesaving loans from the International Monetary Fund. They shrug at the notion of seeing Iceland's bonds being reduced to junk status. They are unmoved by their prospective EU membership being denied, their international status in the doghouse. They simply refuse to accept responsibility for liabilities which will wreck their lifestyles, because of the follies of a few reckless tycoons - and the whole international regulatory system. They claim that the terms demanded by the British and Dutch governments - which have refunded the lost cash of savers in their countries - are extortionate. The Icelanders' threatened strike - which is what their rejection of the bill will amount to - goes to the heart of the ongoing debate around the world about who takes the rap and bears the cost of the financial crisis. Technically, there is no doubt that Iceland's big banks, which went bust and had to be nationalised, are responsible for the money they took in. But some of us have more than a smidgeon of sympathy for the Icelanders' plight. What was the entire international financial system, and the regulators supervising it, thinking of when they allowed a volcanic wasteland that Warren Buffett could buy himself as a Christmas present to masquerade as a global banking centre? British savers, and dozens of local authorities, deposited hundreds of millions of pounds with Icelandic banks because they offered higher interest rates than anybody else. They chose to believe in Santa Claus because Moodys credit agency gave Iceland a top Triple A rating, while the EU and Bank of England nodded wisely and endorsed the place as a safe haven for cash. They were all bonkers, of course. I have been to Iceland several times. The salmon-fishing is wonderful. If you like shaggy ponies, volcanic hot springs, permanent summer daylight and Scandinavian-cuisine, it is a great holiday destination. More... Collapse of Icelandic banks has put town halls' £830m in the red But Reykjavik, the capital, looks a serious city only to those who have never travelled further south than Inverness, and who think the night life of, say, Fort William really hums. We are all so keen on devolution, rights of minorities and national sovereignty that we kid ourselves places like East Timor and Iceland are proper countries with economies and ambassadors abroad - and even, heaven help us, major international banks. In truth, they are mere offshore communities, which can manage their own affairs perfectly satisfactorily as long as they do not try to play out of their league. Defiance: Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson At the height of the recent Icelandic boom, its banks were borrowing in dollars, which rendered them hopelessly exposed when their own currency fell through the floor. The only real assets Iceland possesses are fish, a superannunuated pop singer named Bjork and a nice line in sweaters. This did not stop the world's bankers and regulators from treating-Iceland's other financial institutions as major players, thanks to the overarching delusion that the whole international system was too closely interlocked for any part of it to collapse. Instead, as the wretched Icelanders have now discovered, 300,000 people need to knit an awful lot of sweaters to pay off £35billion. Many people in Britain still do not seem to grasp the fact that we, too, will have to meet the vast bills for our own bankers' failures, as soon as the election is over and we have a responsible government which recognises the horror of our predicament. True, Iceland is incomparably smaller, and its per capita debts much bigger. But the principle is the same. Taxpayers are left to suffer the consequences of the financial crisis, while those who contrived it walk away. I am sometimes accused of hammering in print too hard and often at bankers, who today maintain their obscene levels of personal reward after committing follies for which every citizen of Britain and America will suffer consequences for years. Yet it seems right to keep making the point, as long as the guilty walk free and rich. European and American regulators who indulged Iceland's banks seem more deserving of blame than the Icelandic people, who merely provided the stage set for a huge financial nonsense. Would you trust Leicester City Council with responsibility for overseeing banks dealing in tens of billions? No? It was equally silly to suppose tiny Iceland's incurably provincial government a credible guarantor for such sums. Whatever manoeuvres now take place between Iceland and its creditors, I shall be surprised if the British and Dutch governments get back the cash with interest over 15 years which they are demanding. Legally, the Icelanders have not a leg to stand on. But I save my anger for the idiots in New York, London and other European capitals who allowed the cod fishers to make fools of us as well as themselves

Eva Joly. 284007_258_preview 

Hvetur til að samið verði á ný

Eva Joly segist hafa fengið það staðfest hjá höfundum Evrópureglugerðarinnar um innstæðutryggingar, sem liggur til grundvallar Icesave-deilunni, að reglugerðinni hafi aldrei verið ætlað að takast á við hrun bankakerfis heillar þjóðar. Joly segir að verið sé að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til 2024 svo að tíminn til að semja sé nægur. Það sé settur alltof mikill þrýstingur á íslensk stjórnvöld. Hún telur að menn verði að fara á byrjunarreit með málið. Nauðsynlegt sé að minnast þess að meingölluð Evrópureglugerð frá 1994 um tryggingasjóð innstæðueigenda hafi valdið þessum vanda. Reglurnar sjálfar kveði ekki á um ríkisábyrgð. Hún segist einnig hafa rætt við þá menn sem sömdu reglugerðina á sínum tíma, til þess að öðlast skilning á henni.Þeir hafi tekið það skýrt fram að reglugerðinni hafi ekki verið ætlað að taka gildi við hrun meðal þjóða eða hrun heilla bankakerfa. Íslendingar hafi því öflug rök fyrir því að ábyrgðin sé ekki eingöngu Íslands heldur Evrópu allrar. Staðan sé því einstök og kalli á nýjar lausnir.

Hér má hlusta við viðtalið við Evu Joly í heild sinni. Það er á ensku. 

Síðan nokkur valin svör til Ólínu.  En þau sýna það sama viðhorf sem komið hafa hér fram hjá þessum hér að framan. 

Það er alveg ljóst að ef við höldum okkur við sátt og samlyndi og hættum að vera í fýlu og kýta um hver byrjaði, þá munum við ná árangri, og er það ekki það besta sem til er?

·          Kristinn // 7.1 2010 kl. 11:19

Það er nöturleg staðreynd að flokkspólitískir hagsmunir ríkisstjórnarinnar og þingflokka hennar eru komnir í beina andstöðu við þjóðarhagsmuni Íslands.

Það er hverjum ljóst, sem á annað borð vill um það hugsa, að þeir samningar sem alþingi samþykkti 30. desember leggja þyngri byrðar á íslenskan almenningin en hann getur borið. Því miður hafði ríkisstjórnin málað sig (með fádæma afglöpum við samninga) út í það horn að verða að ýta samningunu í gegn, ella hverfa frá völdum.

Ekki mátti hugsa til þess að missa völdin.

Í staðin var sett af stað öllu alvarlegra leikrit en þú sakar Bjarna og Sigmund um. Markmið þess leikrits var að sannfæra Íslendinga að þeir væru svo aumir og óelskaðir í útlöndum að Icesave yrði að kyngja.

Ákallið um þjóðaratkvæðagreiðslu var síðasta hálmstráið til að stöðva þennan ógjörning. Í mínum huga skiptir það ekki öllu máli hvort samningurinn fellur í þjóðaratkvæðagreiðslu eða nýr og betri samningur kemur í hans stað. Ósk þjóðarinnar í málinu nær fram að ganga.

Hér komum við hinsvegar aftur að hinni nöturlegu staðreynd, reynist mögulegt að ná betri samningum er ríkisstjórnin búinn að gera sig að fífli. Fyrstu viðbrögð við synjun forseta báru þess merki að þau gerðu sér grein fyrir þessu. Í stað þess að nýta það einstaka tækifæri sem þá gafst til að koma málstað íslendinga á framfæri, kusu Jóhanna og Steingrímur að TALA MÁLI BRETA OG HOLLENDINGA.

Ég hef oft verið óánægður með gjörðir íslenskra stjórnmálamanna (annað væri óeðlilegt), en í fyrsta skipti á ævinni fann ég til viðbjóðar.

Nú hafa Bjarni og Sigmundur boðið þverpólitíska samvinnu með það eitt að markmiði að ná samningum sem þjóðin getur við unað. Einu viðbrögð stjórnarliða er að saka þá um óheilindi.

Hvort er mikilvægara, Ólína, hagsmunir þjóðarinnar eða hagsmunir þingsflokks Samfylkingarinnar? Það er ljóst að þeir fara allavega ekki saman í dag.

·           

·           Fjári // 7.1 2010 kl. 11:26

Um hvað snúast hótanir Breta og Hollendinga og þá sérstaklega Breta fyrst og fremst.
Að hindra aðild Íslands að ESB er það þessvegna sem Samfylkingin vill endilega samþykkja þennan samning eða er það vegna þess að þið óttist að Bretar og Hollendingar fari fram á hærri greiðslur frá Íslandi ef svo er þá ættir þú að kynna þér stöðuna aðeins betur hér er ekkert meira að sækja þið hafi þegar afsalað ykkur öllu sem hægt er í þessum samningum.
Og í guðana bænum hættið þið að tala um gjaldþrot seðlabankans í þessu þeir peningar eru að mestu leiti hér innanlands. En Icesave peningarnir komu aldrei hingað þeir fóru í hlutafjárgambl á bretlandi og í bandaríkjunum.
Hverjir fengu fjármagnstekjuskattinn af Icesave?

·           

·           Þórður Runólfsson // 7.1 2010 kl. 11:30

Hér er einn sem tekur upp hanskann fyrir ísland en hefur líklega verið blekktur eða hvað?

Maris Riekstins. Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Í viðtali á Reuters segir hann viðbrögð ríkja gagnvart ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa Icesave-lögum í þjóðaatkvæðagreiðslu, óhugnanlega enda var Ísland að fylgja sínum lýðræðisreglum.

Hann bendir á að það sé stjórnskrárvarinn réttur forseta Íslands að vísa lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

    Andri Thorstensen // 7.1 2010 kl. 11:31

 

Það verður bara að horfa framhjá þessum deiluefnum eins og staðan er í dag.
Hvað svo sem okkur finnst um ákvörðun forsetans (og við getum rifist um hana síðar) að þá er lykilatriði að gera hið besta úr stöðunni eins og hún er akkúrat núna.
Það er náttúrulega út í hött að það sé deilt svona mikið um mál sem snýst eingöngu um hagsmuni en alls ekki um pólitík.

Núna reynir því á Alþingi og ríkisstjórn. Það væri til að mynda gríðar sterkur leikur hjá stjórninni að skoða af fullri alvöru tillögu Ingibjargar Sólrúnar um þverpólitíska nefnd og eins tillögu Evu Joly og fleiri um alþjóðlegan sáttasemjara.
Ennfremur virðast margir erlendir aðilar standa með okkur, sbr. leiðara Indepenent og Financial Times í morgun.

Það má auðvitað vel vera að það sé of seint að gera þetta núna og þá verður bara að hafa það, en kosturinn er sá að við höfum tímann fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni til að allavega skoða þessa möguleika. Ef til vill er þetta ekki mögulegt en það skaðar nú varla að reyna?

Ef það kemur svo í ljós, sem er nú vel líklegt, að ekki sé hægt að komast lengra en með núverandi samningi þá ætti í það minnsta að vera mun auðveldara fyrir stjórnina að sannfæra þjóðina um að kjósa rétt.

Þetta hlýtur í það minnsta að vera mun sterkari leikur fyrir land og þjóð en að halda áfram að deila um hver gerði hvað og leggja stjórnina svo að veði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í febrúar. Slíkt væri gríðarlega áhættusamt því ef stjórnin tapaði slíkri atkvæðagreiðslu gæti hún ekki annað en sagt af sér sem þýddi kosningar og tafir um marga mánuði.

Aðal vandamálið núna eru nefnilega ekki Bretar, Hollendingar, ESB eða AGS, heldur þessi fjárans innlendi ágreiningur!
Alþingi verður einfaldlega að gera úrslita tilraun til að leggja þessar deilur til hliðar og ná sátt í málinu.

·          

·           

·           Jón Þórhalls // 7.1 2010 kl. 11:52

·          

Hættið nú að vera svona svakalega pirruð og farið að vinna að breiðari sáttt um þetta mál inná þingi og á meðal Alþingis. Það mætti halda að þú og þinn flokkur þrífist á því að standa á ágreiningi og taka aldrei samstöðu. Þið hafið verið svo upptekinn af því að vera á móti öllu sem stjórnarandstaðan hefur komið með að þið hafið misst fókus og það er ekki gott.

Erlenda pressan er að ranka við sér og farinn að skilja málstað þjóðinar betur og þennan ósanngjarna samning. Standið nú í lappirnar og hættið að væla þetta endalaust. Forsetinn er búinn að synja þessum lögum nú er kominn að því að vinna í sátt og samlyndi og fá betri samning…

·           Kári // 7.1 2010 kl. 12:13

Þú ert því miður á kafi uppfyrir eyru í flokksstarfi. Það hindrar það að þú Ólína lesir í umhverfi þitt eins hratt og þörf er á núna. Það á einnig við um flesta sem tala hæst og munnhöggvast mest. Hvaða mynd er að afhjúpast á spilaborðinu á meðan flokksbundnir spilararnir í heimaliðinu horfa ekki niðurfyrir sig á spilaborðið. Þeir skoða ekki einu sinni hvað þeir eru með á hendi því þeir eru svo uppteknir við að henda prumpusprengjum í fésið á hvor öðrum. Á meðan engist fólk eins og ég við að horfa uppá þetta “velmeinandi” lið tapa undirtökunum. Ég kæri mig ekki um að tilvera mín og framtíð velti á heimóttarlegum þrasvana þeirra. Þess vegna er ég þakklátur fyrir sprengjuna sem Óli henti á spilaborðið til að knýja spilamennina til að hugsa koma sér útúr kústaskápnum hér heima. Það eru aðstæður í spilinu sem þeir sáu ekki fyrir rykbólstrum í þrengslunum inní heimóttarskotinu sínu. Sjáið bara nú eru Steingrímur og Gylfi komnir í leiðangur og Óli fékk alvöru árásargjarnan spyrill á sig í gær. Þetta hefur aldeilis hrært upp í stöðunni. Mér líður loksins eins og mitt hjáróma tíst hafi heyrst. Takk Ólafur.

 En nú er þetta orðið svo langt að enginn nennir að lesa það.  En mér finnst það skipta máli að við förum að snúa umræðunni upp í meiri sátt.  Ég skal glöð styðja þessa ríkisstjórn til dáða, ef hún fer að hlusta á fólkið í landinu eins og hún lofaði.  Gleyma ESBástinni og hugsa um þjóðarhag í Icesave en ekki hag breta og hollendinga.  Ég bara skil ekki alveg af hverju það er svo erfitt að halla sér að okkur þjóðinni.  

Eigið góðan dag elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Las þetta frá orði til orðs og fannst þetta ekkert langt en mikill sannleikur í pistlinum eins og venjulega.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 7.1.2010 kl. 14:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Kidda mín.  Knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband