6.1.2010 | 12:55
Í fullri alvöru segi ég nú!!
Það viðhorf sem birtist hér er alveg með ólíkindum. Ætlar ríkisstjórnin virkilega að fara í stríð við meirihluta landsmanna? Þau hafa ekki virt háværar kröfur og beiðnir fólksins um betri samning, haldið áfram sínum hræðsluáróðri. Þegar svo forsetinn hafnar þessum ólögum, þá er lagst í ennþá meiri fýlu, við ætlum ekki að gera neitt, þetta er bara starfsstjórn til að lágmarka skaðan sem forsetinn hefur valdið.
Því líkur barnaskapur.
Ég skal segja ykkur frá mínu brjósti, það voru rúmlega 50.000 íslendingar sem skrifuðu undir áskorun, samkvæmt skoðanakönnunum voru yfi 70 % landsmanna á móti þessum samningi. Nóta bena ekki á móti því að greiða samkvæmt samþykkt frá því í sumar. En þið þverskölluðust við og vilduð ekki styggja breta og hollendinga, vegna þess að DRAUMURINN UM ESB VAR STERKARI EN UMHYGGJA YKKAR FYRIR ÞJÓÐINNI. Þetta er nú sannleikurinn hann er sár, og það svíður undan honum. Mest svíður ykkur sennilega að fólkið í landinu fékk uppreisn með ákvörðun forsetans og néru því upp í andlitin á ykkur að þið væruð á rangri leið.
Þið ERUÐ EKKI AÐ LÁGMARKA SKAÐAN MEÐ SKÍTLEGRI FRAMKOMU YKKAR, ÞIÐ ERUÐ AÐ HÁMARKA HANN. í stað þess að vera í liði með þjóðinni, breyta um kúrs og standa með ákvörðun forsetans og allra þeirra sem stóðu með honum, þá sýnið þið ykkar rétta eðli hroka og yfirgang, með því að gefa bretum og hollendingum vopn í hendur, til að reyna að koma yfir okkur klafanum sem þið ætluðuð okkur alltaf. Til að fá miðann inn í ESB. Ykkar er skömmin. Ef þið ætlið ekkert að gera annað en að koma þjóðinni gegnum þjóðaratkvæði um Icesave, gerið okkur þá þann greiða að fara frá og láta aðra um að bjarga landinu. Þá eruð þið greinilega ekki fær um slíkt. Það hefur marg oft komið fram að málin þola enga bið. 'Eg hef séð svona framgang hjá ungum börnum þegar þau fá ekki það sem þau vilja. En þið eigið að vera fullorðið fólk, meira að segja fullorðið fólk með gríðarlega ábyrgð.
Í stað þess að fylkja ykkur um meirihluta landsmanna, og vinna af heilindum með okkur öllum, þá er sest út í horn í fýlu. Það er nú heila málið. Og það þegar landið brennur. Þið komuð okkur í þessa aðstöðu með þumbara hætti og viljaleysi til að hlusta á hvað þjóðin var að segja. Svo hlakkar í sumum við að Sjálfstæðismönnum og Framsókn verði hleypt að í stjórn. Ef svo verður, er það EINGÖNGU YKKUR AÐ KENNA, AÐ FÁ HRUNFLOKKUNUM ÞAÐ VALD AÐ STÖÐVA ALLAR RANNSÓKNIR. ÉG LÝSI FULLRI ÁBYRGÐ Á YKKAR HERÐAR EF SVO VERÐUR.
En ég krefst þess að forsetinn setji á utanþingsstjórn ef þetta eru hótanirnar ykkar, við þær er ekki hægt að una.
Ríkisstjórnin er starfsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér talar móðir sem veit hverning á að skamma unglingana og snúa þeim til betri vegar þegar þeir hafa gert eitthvað af sér. Frábær grein Ásthildur.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 13:07
Takk fyrir það og velkomin hér inn Jón Aðalsteinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 13:09
Heyr, heyr!! Ég tek undir hvert orð hjá þér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.1.2010 kl. 13:25
Heyr heyr. Tek fullshugar undir hvert orð frá þér mín kæra vinkonaþ
Kidda, 6.1.2010 kl. 15:09
Rétt eins og sjálf fjallkonan tali,þarf að hirta þetta lið.
Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2010 kl. 15:31
Ekki lengur neinn meirihluti Ásthildur mín. Dæmið virðist vera að snúast við. Rúmlega helmingur þjóðarinnar er nú ósáttur við synjun forsetans samkv. nýjustu fréttum. Það heyrðist bara hæst í hinum þ.e. þeim sem vildu synjunina. Þeir sem vildu samþykktina hafa t.d. ekki geta tjáð sig hér á blogginu enda þá samstundis teknir í karphúsið og það ekki með neinum silkihönsku hjá sumum.
En þjóðaratkvæðagreiðsla mun náttúrulega skera úr um þetta. Verst hvað margir eru ósáttir við að þurfa að ganga í gegnum það ferli, finnst þeir ekki hafa forsendur til þess. Tekur tíma og þrek að setja sig inn i málin og svo er það spurningin, hvar fær maður hlutlaust sérfræðiálit á málinu?
Kolbrún Baldursdóttir, 6.1.2010 kl. 19:17
Hjartanlega sammála þessari þrumusendingu frá þér Ásthildur.
Stærsta vandamálið núna er einmitt að reynt er að klína á almenng þessa lands Björgólfuð Stokkhólms-heilkenni, sem hrjá nú marga, sem hafa ekki það móavit hins augljósa að við eigum ekki að borga fyrir syndir einkavædds græðgis-kapitalisma heimsins. Hvers konar nýfrjálshyggjulið, hinna síðari tíma heilögu í trénuðu heilabúinu, vill það? Það er liðið með sinn blauta draum um ESB. Og klíni nú enginn á mig einhverju flokks-skírteini. Ég er utan þeirra, enda gjörsamlega ómúlbundinn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 19:17
Kolbrún segir: "Dæmið virðist vera að snúast við. Rúmlega helmingur þjóðarinnar er nú ósáttur við synjun forsetans samkv. nýjustu fréttum."
Ég tel að dæmið sé að snúast við vegna þess að fólk er hrætt og er aðeins að missa trúna á sjálft sig sem þjóð, enda nóg af fólki til að grafa undan, og verst þegar Íslendingar gera það sjálfir. Eva Joly kom í fréttir og sagði "keep the faith" .. þ.e.a.s. trúna á okkur sjálf! ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 19:45
Það er markvisst reynt að hræða fólk.
En mér til mikillar undrunar og gleði snéri Steingrímur blaðinu á Ch 4 í kvöld við og nú virðist hann ganga í takt við forsetann. Ónot Jóhönnu, Össurar og Þórunnar í garð forsetans eru stórskaðleg fyrir þjóðina gagnvart Bretum. Þetta má ekki gerast aftur.
Ég er með link á viðtalið á síðunni minni
Sigurður Þórðarson, 6.1.2010 kl. 23:50
Hef áður sent þer orð ágæta Ásthildur ! Og geri það enn einu sinni til að styðja við þinn frábæra pistil ! takk innilega ,þetta er svo satt og rett hjá þer Og það eru leiknir svo ljotir leikir þessa dagana að fólk má ekki hlusta Það er svo mikill hræðsluáróður og svik og plott að við verðum að standa saman , Þett SAMAN AÐ VINNA AÐ ÞJOÐARHEILL . Minni á orð frú Evu Joly I kvöld að við þyrftum að standa fast saman og lata ekki hræða okkur , ekki af neinum ne neinum og trúa á okkur sjalf !! STÖNDUM SAMAN . BARÁTTA KOSTAR SITT en það hefst !! Og ekki að óttast innantóma FARSA STJÓTNVALDA I KLIPU !!!
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 00:19
Ég trúi því ekki að allur þessi fjöldi fólks vilji fá aftur íhaldið og framsókn aftur við stjórnvölinn. Þeir stjórnuðu landinu í áaratugi með þvílíkri vinvæðingu og sukki og skyldu eftir sig skítaslóð sem núverandi Ríkistjórn er að reuyna að þrífa upp eftir þá. Er það virkilega þetta sem þessi 70% vilja því það er augljóst að stjórnandstaðan hefur tafið málin með met málþófi í þynginu. Svo er þessi hreyfing indifens (ég kann nú ekki einu sinni að skrifa þetta útlensku skrípi) mynduð af framsóknarflokknum eins og allir vita. Nei ég veit ekki alveg hvað vakir fyrir forsetanum kanski að koma á Forsetalýðræði. Nei ég held að okkur sé ekki viðbjargandi. Nú verður gaman að sjá hvernig mbl tekur á þessari athugasemd minni ég verð kanski rekin af blogginu.
, 7.1.2010 kl. 09:55
"Já sæll" Þakka mjög svo góða grein sem er hverju orði sannari, og síst af öllu ofmælt. Því miður hefur lítið verið hróflað við spillingarliðinu innan stjórnkefisins, Þar sem þó þyrfti að taka vel til. Vonandi heldurðu áfram á sömu braut og hristir upp í okkur þann metnað sem þarf til að þessi þjóð rísi upp til að takast á við það mótlæti sem við blasir núna. Held þó að það hafi sést allverulega svartara. Okkar aðal veikleiki er hvað margir virðast missa móðinn þegar á móti blæs. Kæra Ásthildur, Haltu áfram að blása fólki andann í brjóst. Veit að við munum standa af okkur þetta óveður. Kær kveðja úr Andakíl. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:37
Steini minn ég geri hvað ég get. Þetta er einhvernveginn svo augljóst að mér þykir leitt hve margir (lesist) samfylkingarfólk hefur leppana fyrir augum og skoðar ekki heildarmyndina heldur þröngan pakka heimatilbúinn af forystunni sem er á góðri leið með að mála sig út í horn.
Áslaug mín við alla vega ekki ég vil fá yfir okkur ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Enda eru þeir ekki einu sinni á þeim buxunum undarlegt nokk. Þeir bjóða fram sátt um að standa saman að nýjum samningum. Meira að segja þessir menn gera sér grein fyrir því sem margir samfylkingarsinnar sjá ekki, að hér er málið að standa saman. Við hin viljum ekki setja á okkur skuldaklafa bara til þess eins að draumur Samfylkingarinnar um inngöngu í ESB rætist. Það er auðvelt að sjá með fullri virðingu, þá klúðraði ríkisstjórnin samningagerðinni, með því að senda afdankaðan pólitíkus til viðræðna, það var eins og að senda lambið til samninga við Úlfinn að hann mætti ekki éta það. Enda "nennti " hann svo ekki að standa í þessu þrasi, og skrifaði bara undir. Við vorum búin að sætta okkur við annan samning, en bretar og hollendingar höfnuðu honum á grundvelli einfeldningsháttar samningaliðsins héðan, sem eru sífellt að gefa þeim undir fótinn með að allt verði nú í lagi. Brown bauðst meira að segja til þess að HJÁLPA ÍSLENSKU RÍKISSTJÓRNINNI AÐ PLATA ÞJÓÐINA TIL AÐ SKIPTA UM SKOÐUN. Er þetta sæmandi og viðunandi niðurstaða? Nei ekki fyrir mig. Ég get ekki látið svínbeygja mig svona, ef hægt er að ná betri niðurstöðu. Og þá er ég að hugsa um börnin mín og barnabörnin, því þau eru þau sem þurfa að bera þetta ekki ég.
Takk Ragnhildur mín, og það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera, að standa saman og tala einum rómi. Þeim rómi sem ómað hefur í allt haust, fá betri samning.
Sigurður Steingrímur kom ekki vel úr út viðtalinu breska, það var eins og í miðju viðtali áttaði hann sig á því hvað hann var að gera, og reyndi að klóra í bakkan, en það var of seint og of lítið.
Jóhanna mín, já svo sannarlega er vindurinn aftur að snúast okkur í hag, en það er ekki vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, það er vegna Ólafs Ragnars, Evu Joly og þeirra manna erlendis sem eru að sjá hvers lags rugl er hér á ferð.
Pétur já ég vildi auðvitað helst að við greiddum ekki neitt. Mér skilst þó að stjórnvöld, þ.e. fyrrverandi hafi klúðrað því tækifæri. Þess vegna ríður á að reyna að bæta skaðan og reyna að komast að samkomulagi sem eitthvert vit er í. Okkar núverandi stjórnvöld virðast vera algjörelga vanfær um slíkt því miður.
Kolbrún mín, það virðist vera svo að eftir viðbrögð Ólafs Ragnars í gær og svo Evu Joly sé almenningur að átta sig á einangruðum málfluttningi ríkisstjórnarinnar, þau eru að mála sig út í horn, og því miður ætla ekkert að læra af þessu.
Takk Jóna Kolbrún, Kidda og Helga.
Jón Aðalsteinn vissulega hef ég þurft oft að tala börnin mín til, líka systkini þar sem ég er langelst og svo núna barnabörnin. Við erum víst öll meira og minna börn, og oftar en ekki sýna börnin meira þroskastig en fullorðnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2010 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.