Fíflaskapur og reddingar fyrir horn skila engu.

Mikið óskaplega langar þá til að halda völdum alla saman, þeir fórna mannorði sínu og reisn bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. 

Það er að vísu skiljanlegt að fólk þori ekki að treysta þeim sem voru við völd í síðustu ríkisstjórn.  Það ber hæst ótti fólks við að ef þeir komast að verði umsóknin um Evrópusambandið sett á oddinn.  Það gæti svo sem alveg gerst, og skýrir af hverju Samfylkinginn er í frjálsu falli. 

En erum við menn eða mýs?  

Að láta hafa sig og heila þjóð að fíflum vegna eins manns er að mínu mati frekar hrikalegt.  

 

Ég er nokkuð viss um að þetta mál er ekki búið, mótmæli munu halda áfram og af meiri þunga eftir því sem þessi langavitleysa heldur áfram. Þessum mönnum er fyrirmunað að skilja hvað er í gangi, eins og ummæli Bjarna Ben sýna, að landinu verði ekki stjórnað með mótmælum. 

Því verður heldur ekki stjórnað með heimskulegum og skammarlegum redderingum fyrir horn eins og verið er að reyna núna.   Og það verður fróðlegt að sjá þegar vantrauststillagan verður borin fram hver raunveruleg reisn meirihlutans er, hvort þau í alvöru ætli að leggja æru sína undir.  

 

Fyrir utan að vera orðin að athlægi heimsins þá er þetta ástand óþolandi.  


mbl.is Hvar liggur misskilningurinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband