Er ekki bara komið að leiðarlokum í þessum málum? Er þetta eitthvað sem við sem þjóð getum sætt okkur við.

Gaman að sjá svona skemmtilega úttekt á MBL.  Minnisleysi og misskilningur er svo sannarlega við hæfi í þessari grein.  Þetta er hallærislegra en tárum taki.  Og ef þetta fólk virkilega heldur að við pöpullinn trúi þessu í alvöru, þá sýnir það bara hve langt í burtu frá almenningi þetta fólk er komið.  

Sem betur fer er fólk til sem hrærist meðal almennings, og núna er til dæmis fylgingsaukning Pírata til marks um það.  En það eru fleiri þarna úti sem hugsa þannig, til dæmis Dögun flokkur um réttlæti sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum.   

http://www.xdogun.is/stefna/

Ef við virkilega viljum breytingar þá leggjum við þessum flokkum brautargengi, sem hafa hreint borð og vilja fá að spreyta sig með nýju siðferði og nýjum áherslum. 

Hér er til dæmis enn einn fundur Dögunar um þjóðarmál. 

https://www.facebook.com/xdogun/? Fundur um lífeyrissjóði. 

En mér finnst eins og við sem viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði séum sífellt að fá kjaftshögg, sumt sem við höfum haft ávæning af, önnur sem koma okkur algjörlega á óvart.  Leyndarhyggja, svik við landsmenn og hvernig þeir sem hafa einhver efni geta haft geð í sér til að koma sínu fé undan til að þurfa ekki að standa skil á sínu gagnvart samfélaginu.  Þetta hefur viðgengist árum saman því miður, og meðan þetta fólk veit ekki aura sinna tal er fólk þarna úti sem á ekki fyrir mat, á ekki fyrir lyfjum, frestar að fara til læknis og á yfir höfuð ekkert til skiptanna.

Hvernig getur þetta fólk horft framan í almenning vitandi að það er að svíkja og stela og hygla sjálfum sér, og ekki bara með smáræði heldur milljarða, sem það hefur í raun ekkert við að gera. Fólk fer ekki yfir gröf og dauða með þessa peninga, og enginn veit í raun og veru hvenær kallið kemur, sumir eiga ekki einu sinn fyrir útförinni sinni.  En þetta fólk grefur gullið sitt á Tortóla og sambærilegum skattaskjólum.  Og eigum við svo að annast þetta fólk í ellinni, eða hjúkra þeim þegar þau þurfa á því að halda?

TISA-skjámynd-á-fundi1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég ákvað að veita Dögun starfskrafta mína, flokkurinn hefur undanfarið haldið mjög þarfa fundi um þjóðþrifamál, hér er til dæmis opinn fundur um Tisamálið og þeir hafa verið fleiri fundir frá flokknum, og nú næst mun vera haldinn opinn fundur um lífeyrisstjóði landsmanna, ekki vanþörf á í ljósi nýjustu upplýsinga.

mynd01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef við virkilega viljum breytingar, þá verðum við að treysta nýjum öflum að taka yfir, það er orðið löngu ljóst að þeir flokkar sem hafa ráðið öllu hér undanfarna áratugi hafa ekkert meira að leggja til.  Við eigum rétt á að fá sanngirni lýðræði og réttlæti leitt til hásætis.  Treystum nýjum öflum til góðra verka alla vega gefa þeim tækifæri á að sanna sig.  

Það er alveg ljóst að þjóðin vill breytingar, en hún er ef til vill afskaplega óræð um hvernig ber að snúa sér.  Eina leiðin er að treysta góðu fólki til að gera sitt besta.  Gefa nýjum leiðum tækifæri.  

Er ekki komin tími til að sýna skynsemi og vera lausnarmiðuð en ekki endalaust treysta fólki sem svo reynist bara alls ekki vera traustsins verð?  Bara spyr.  smile


mbl.is Minnisleysi og misskilningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband