Það er auðvitað ekki allt í lagi með fólk.

Já, svo er verið að tala um biblíubeltið í Bandaríkjunum, Amish og menn sem einblína á biblíu og Kóran.  Þetta er af sama meiði, menn hafa sett hvali í dýrðlingatölu og blása á allar rannsóknir m.a. um að Hrefnustofninn er ekki í útrýmingarhættu.  Hjartansmál hjá fólki sem jafnvel hefur aldrei séð hafið, né veit nokkurn skapaðan hlut um hvað í honum býr og hvað er í útrýmingarhættu og hvað ekki. 

En að stjórnvöld í lýðræðisríki bregðist svona við er þvílíkur kjánaskapur að ég fæ hroll niður eftir bakinu.  Í rauninni ekkert betra en skoðun Pútíns á hommum, sem flestum finnst algjört hallæri sem það auðvitað er.  Menn eru menn hvernig sem kynhneigð þeirra er, hvalir eru hvalir, dýr sem lifa í sjónum og af því að maðurinn þykist nú deila og drottna yfir dýrunum þá er bara kjánalegt að velja út einn stofn frekar en annan af tilfinngalegum toga, í stað þess að fara eftir rannsóknum og staðreyndum.  Það er sjálfsagt að hlífa dýrum í útrýmingarhættu, en lengra nær þessi hlífð ekki að mínu mati. 

Fyrir nú utan að hrefnukjöt er herramanns matur, og betri en nautakjöt að mínu mati.  

Hrefna

 


mbl.is Lögðu hald á hvalakjöt í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband