Ævintýri í ökuferð um Ísafjarðardjúp.

Ég skrapp suður í gær og kom heim í dag.  Það var yndisleg upplifun að aka Djúpið, þvílík náttúrufegurð, það var yndislegt veður í gær, sól og logn, en í dag var rigning á leiðinni, en annars besta veður, oglitirnir ólýsanlega fagrir.  Þegar nær kom Ísafirði var hætt að rigna, en ég naut ferðarinnar í botn.

IMG_3812

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta frostnóttinn var í fyrradag. En dagurinn í gær var samt fallegur.

IMG_3813

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Algjört logn en sólin er lágt á lofti á þessum tíma.

IMG_3817

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En litirnir í djúpinu voru ólýsanlega fallegir bæði í gær og í dag.

IMG_3818

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Við eigum svo fallegt land.

IMG_3821

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvalskurðaráin á fullu.

IMG_3825

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litli bær, hér getur maður fengið sé kaffi og vöfflur, það var allavega í sumar.  Hér bjuggu að minnsta kost tvær fjölskyldur í þessu litla húsi, menn bjuggu þröng hér í gamla daga.

IMG_3827

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi gamla hlaðna "kví" stendur enn er mörg hundruð ára gömul, finnst líklegast að hér hafi ærnar verið mjólkaðar. 

IMG_3830

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er greinilegt að álftin er farin að undirbúa sig undir langferð.

IMG_3839

 

 

 

 

 

 

 

Þó eru sumar þeirra pollrólegar, ég sá fjölskyldu upp á lágheiði, hjón með fjóra unga, ungarnir voru sennilega ekki ferðafærir, svo mamma og pabbi bíða róleg, eða hafa jafnvel vetursetur ef ekki vill betur til.

IMG_3843

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Grjót og gróður heillar mig alltaf jafn mikið.

IMG_3844

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég er að njóta mín.

IMG_3851

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestfirsku fjöllinn hulin skýjahjúpi, þessi var tekinn í dag á leiðinni heim.

IMG_3855

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvalskurðaráinn aftur.  Dásamlegt vatnsfall.

IMG_3856

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Selirnir voru sestir upp við Hvítanes.  Þeir voru örugglega saddir og sælir og lágu makindalega á steinum og létu líða úr sér.

IMG_3862

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er ró og hér er friður.

IMG_3864

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndislegir litir.

IMG_3866

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af öllum fjörðum hér er Hestfjörðurinn sá fegursti, hér má sjá hestinn í allri sinni fegurð.

IMG_3867

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegurinn er eins og mjótt strik mitt í ævintýrinu.

IMG_3868

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann er reyndar það eins sem sker myndina, fjall frá spegilmynd.

IMG_3870

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stundum er maður eins og staddur í ævintýraveröld.

IMG_3874

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einungis fuglarnir rufu tærleika sjávarins.

IMG_3876

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stundum vantar orð.

IMG_3878

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rjúkandi í Hestfirði.

IMG_3881

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heart

IMG_3884

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alla þessa fegurð eigum við sameiginlega, þangað til misvitrum mönnum dettur í hug að eyðileggja þetta allt, með gröfum og stórvirkum vinnutækjum.

IMG_3888

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þið haldið að það geti ekki gerst?

IMG_3890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nú málið.  Meðan peningahyggja er sett ofar náttúru og manngildi, þá er allt undir.

IMG_3894

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nú það sem er málið. 

IMG_3894-1

 

 

 

 

 

 

 

 Það er von að fólki sárni.

  


Dúsur?

Ég sé þetta svona:

Stjórn og ráðamenn flokksins kallaðir til skrafs og ráðagerða. 

Hvað eigum við að gera við Gísla Marteinn, segir einn þeirra áhyggjufullur.

Nú hvað?

Jú ég meina hann hefur aldeilis klúðrað sínum málum í flugvallarmálinu, sem meirihluti bæði landsmanna og Reykvíkina eru á öndverðum meiði við hann.

Ó já þú meinar.

Já svo er hann líka tæpur í skipulagsmálunum, vill bara reiðhjólastíga og slíkt, sem ekki fellur beint í kramið. 

Já og það eru kosningar í vor og við getum ekki látið menn með slíkar áherslur vera oddviti okkar í þeim kosningum.

Nei auðvitað ekki, en hvað er til ráða?

Ég er með tromp upp í erminni.

Já þú ert nú alltaf svo sniðugur.

En hvað ertu með í huga.

Sko ég hef hugsað málin, og nú hef ég boðað Gísla á okkar fund.

Það er bankað á dyrnar. 

Þetta mun vera Gísli, hleypið honum inn.

Gísli kemur inn, og er á báðum áttum.

Heyrðu Gísli minn, hvernig lýst þér á að draga þig í hlé í kosningunum í vor.

Af hverju, spyr hann undrandi.  Ég á ekki gott með það, því ég var sá fyrsti sem tilkynnti baráttu mína um leiðtogasætið.

Já ég veit, en það gæti ef til vill hjálpað þér að taka ákvörðun ef þér byðist annað og meira spennandi starf.

Hvað áttu við?

Jú ég hef verið að ræða við Pál Magnússon, við ræddum um að þú fengið að hafa nýjan þátt í sjónvarpinu í vetur.

Ha!

Já, þú ert afar frambærilegur sjónvarpsmaður, og þessi þáttur mun taka á öllum þjóðlífsmálum, pólitík, dægurmál og slíkt.  Þú varst nú afar vinsæll þegar þú varst með þættina þína.

Já, já ég skal hugsa þetta mál, svaraði Gísli. 

Gott, láttu mig vita sem fyrst.

 

Þetta er nú bara samtal sem varð til inn í hausnum á mér, akandi heim frá Reykjavík í dag, hlustandi á útvarpið.

En útkoman er sú sama, og nú fær almenningur að njóta Gísla Marteins enn á ný á skjánum, og þar með verður hann ekki með í hlaupinu um oddamann sjálfstæðísmanna í næstu kosningum. 


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024177

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband