Stundum er lífið erfitt.

Ég er að reyna að vera bjartsýn og vongóð.  En það gengur frekar illa.  Ég er búin að bjóða bæjarstjóranum, yfirmanni tæknideildar og eftirlitsmanni ríkisins til mín í kaffi, við erum búin að fara um skóginn minn og ræða hvernig best er að fara sem varlegast gegnum hann.  Ég er búin að fá mann til að gæta minna hagsmuna líka.  Það eru allmörg tré sem þarf að færa og þeir eru búnir að merkja þau, en enginn veit hvernig það tekst, þó þetta sé eiginlega besti tíminn til að flytja tré.  Samt sem áður eru heilu lundirnir sem verða malaðir niður undir rythma stórvirkra vinnutækja.  Þar sem sjálfur snjóflóðagarðurinn á að koma og þær skeringar sem verða.

Ég hlusta á þessi hryllilegu vinnutæki koma nær og nær og veit að trén mín eru í hættu.  Og mér finnst eins og ég hafi svikið þau í hendur hryðjuverkafólks, sem engu eirir.  "Tímabundin vinna verktaka" að verki þökk sé þér Jóhanna og Steingrímur og yfirvöld bæjarins, af því það þurfti að finna verkefni til að "bjarga bænum". Þvílík öfugmæli. 

Tré rétt eins og aðrar lifandi verur hafa sál og finna til.  Og nú bíður margra trjánna minna þau örlög að verða mulin undir þessum fjandans hryllilegu tólum og tækjum sem engu eira.

Ég er að reyna að vera glöð og áhyggjulaus, en ég er hætt að geta sofið á nóttunni, ég reyni að mantra. Dóttir mín tók Buddhatrú og ég lærði möntru frá þeim góða félagsskap, fer líka með orð sem ég hef sett saman sjálf, ljós, friður kærleikur....

Ef þetta fólk bara gerði sér grein fyrir hvað það er að gera mér.  Allt í nafni peninga... er þetta hægt?

Fólkið hér á Ísafirði og annarsstaðar hefur áhyggjur af mér og reynir að gera mér lífið bærilegra, ég er þakklát fyrir það, það er gjarnan sagt við mig; Ásthildur hvernig gengur, og máttu vera áfram í húsinu þínu.  Og ég segi sú barátta er ennþá ekki hafin, nú er bara að reyna að verja eins mikið af gróðrinum mínum og hægt er.

Ég vil ekki verða veik að reiði eða sorg út af þessu.  Það er bara svo fjandi erfitt að horfa upp á þetta allt saman gerast og ég get bara unnið smá varnarsigra.  Það virðist enginn ráða lengur við þessa tröllavæðingu. Enginn Ómar Ragnarsson að verja mín tré, því miður.

IMG_3794

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til dæmis er voða erfitt að flytja 6m. háar furur svo vel sé.

IMG_3798

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sést ekki mikill gróður hér, en öll þessi tré verða skafinn burt og notuð í undirstöðu fyrir þennan fjandans snjóflóðavarnarvegg, það er bara ömurlegt.

Og ekki líður mér betur að vita að ég hef boðið mörgum verum að koma til mín, vegna sprenginga sem gerðar hafa verið til að nota grjótið í uppbyggingu, verur sem þarf að hlú að og eru hjálparlausar við slíkar aðstæður.

En sem sagt, maðurinn er algjörlega fastur í því að hann sé herra jarðarinnar og geti gert hvað sem hann vill. Það er bara ekki þannig. Það eru aðrir heimar og aðrar verur sem eiga sinn tilverurétt. Einhverntímann vonandi þroskast mannskepnan upp í það að virða það sem er við hliðina á þeim. Það verður dagurinn sem menn hætta að dansa kring um gullkálfinn og fara að hlú að nærumhverfi sínu.

En stundum bara getur maður ekki meir. Og mig langar helst til að flytja langt burt meðan þessar vélar rústa 30 ára starfi. En ég bara kemst ekki burtu, því ég þarf að hlú að öðrum plöntum og ganga frá undir veturinn.

Sumt er bara svo ótrúlega óþolandi. Ef til vill er ég of viðkvæm fyrir þennan harða heim.


Bloggfærslur 21. september 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024177

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband