Góður afmælisdagur hjá mér.

Bæjarstjórinn kom í heimsókn, ásamt yfirmanni tæknideildar og umsjónarmanni verkefnisins.  Ég bauð þeim kaffi og við ræddum málin.  Fórum svo upp í ræktunina og þar voru málin rædd enn frekar.

Þeir lýstu því yfir að þeir vildu gera sem minnst rask í trjálundinum mínum, og ætla að færa veginn þannig að stærstu trjánum verði hlíft.    Reynt verði að færa öll trén með stórvirkum tækjum.  Og að ég fái að halda lækjunum mínum báðum.

IMG_3775-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá þær skemmdir sem unnar voru þegar vatnslögnin var lögð, ekki beint upplífgandi.

IMG_3780

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bæjarstjórinn og eftirlitsmaðurinn að skoða hvar best er að leggja veginn.

IMG_3778-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá reisulegar furur og staurinn sem sýnir að hér átti að fara í gegn, en nú hefur vegurinn verið færður.

IMG_3779-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Yfirmaður tæknideildar og Elli skoða hvar best er að taka veginn í gegn.

IMG_3781

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér endar veggurinn, en trén verða færð inn á eyðimörkina sem varð vegna vagnslagnarinnar.

IMG_3777

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta svíður, en ég verð að vera ásátt með að vegurinn fari í gegn, og satt að segja þótti mér vænt um hvað þeir voru allir sammála um að gera þetta eins varlega og hægt væri, og bjarga eins mörgum trjám og mögulegt væri.

 

Bara svo að hnykkja á því að þessi tvö mál eru aðskilin, þ.e. vegurinn gegnum trjáreitinn minn, og svo húsið mitt.  Þar verður stál í stál, svo það sé á hreinu.

En allavega ég átti góðan afmælisdag, og er boðin í mat til minnar elskulegu fjölskyldu frá El Salvador, Pablo og Isobel Díaz.  Vona að við fáum babusas sem er einn af mínum uppáhaldsréttum. 

Takk svo öll fyrir góðar óskir í dag og fallegar hugsanir til mín, ég met það mikils og það gerir mig líka sterkari að finna slíkan meðbyr á þessum erfiðu tímum.  Innilega takk fyrir mig. Heart

 


Bloggfærslur 11. september 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024177

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband