Busavígslur.

Minn drengur er að byrja í menntaskóla.  Hann hefur verið busaður í 3 daga, komið blautur, málaður og moldugur heim.  Eyðilagði meðal annars peysu sem hann fór í. 

Hann hafði gaman af þessu, en það eru ekki allir þannig.  Margir kvíða þessum atburði, og í einstaka tilfellum veldur þetta því að fólk einfaldlega vill ekki fara í framhaldsskóla, þó það sé fátítt.

Ég fór á foreldafund núna fyrir nokkrum dögum, þar sem Busavígslur voru ræddar.  Ein móðir hafði miklar áhyggjur af þessu, dóttir hennar fékk flest verðlaun fyrir góða framgöngu og dugnað og námsárangur upp úr Grunnskólanum   Það er því nokkuð ljóst af áhyggjum móðurinnar að dóttir hennar hefur verið þungt hugsi yfir busunum.

Skólameistarinn og kennararnir sögðu hreint út að marga daga fyrir þennan atburð væru þau miður sín af áhyggjum um hvort allt færi úr böndum.

Einn forráðamaðurinn kom fram með það, að venjulega þegar nýtt fólk mætti til vinnu, þá væri reynt að koma vel fram við það og láta það finnast það velkomið.  Þarna væri alveg þveröfugt farið, og allt gert til að ýta fólki burt.

 

Ég held að það ætti hreinlega að banna þessar busavígslur.  Þetta er hvort sem er angi af gamla yfirráðatímabilinu, þar sem voru þrælar og kóngar.  Það er reynt á allan hátt að niðurlægja nýnemana og alltof margir eldri nemendur gangast svo upp í því að vera kóngar einn dag eða fleiri, að það þarf ekki mikið til að þeir gangi of langt.  Það kom auðvitað fram að kennarar væru viðstaddir og reyndu að hafa hemili á atburðum, en samt...

Væri ekki nær að nýnemar væru boðnir velkomnir í félagsskapinn, þar væri boðið í grillaðar pylsur og þeir sem eldri væru þjónuðu hinum nýkomnu og byðu þá þannig velkomna í hópinn?

 

Bara spyr, ég sé ekkert nema villimennsku í þessum sið, sem ég veit ekki hvernig hefur þróast og af hverju var byrjað á. 


mbl.is Busar brenndir með straujárni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024177

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband