19.6.2013 | 01:26
Ég um mig frá mér til mín.... eða þannig.
Þið hafið eflaust tekið eftir því að ég hef ekki verið mikið hér undanfarið. Það kemur ekki til af góðu, því ég er að takast á við rosalega erfið mál. Það byrjaði allt með því að fyrrverandi ríkisstjórn kom hingað með fund og vildi gera vel. Með bæjarstjórninni hér komust þau að þeirri mikilvægu ákvörðun að hér skyldi reisa snjóflóðavarnargarð, þó í raun og veru sé ekki neitt sem bendir til að hér sé hætta á slíku, reyndar kemur fram í skýrslu sem gerð var til að fullkomna ástæður til þessa varnargarðs að aldrei hefði komið snjóflóð frá Gleiðarhjallanun, sem er eins og einskonar náttúruvörn okka gegn slíku. Því var bætt inn hættu á grjóthruni og aurskriðum. Auðvitað hafa fallið skriður hér alla mína veru hér sem er komin nú vel yfir 60 ár undir þessari hlíð, en grjótin skvassast ofan í mýrina sem hér er fyrir ofan og fara því ekki lengra. Þetta vitum við sem hér hafa alla tíð lifað með Eyrarhlíðinni.
Í skýrslunni kemur svo líka fram að þetta sé gert til að skapa tímabundna vinnu verktaka. Fyrir mér er það svona lokahnykkurinn á þessari skýrslu, og til að réttlæta að ofanflóðasjóður taki þátt og þið öll, þá er skýrslan unninn með þennan punkt að leiðarljósi. Það er mín meining.
En það sem hangir á spýtunni gagnvart mér er að þrjátíu ára vinna okkar Ella míns við útplöntun á svæðinu fyrir ofan okkur verður öll meira og minna eyðilögð, það er sem sé ekki bara að það þurfi að rústa svæði til að koma fyrir vatnslögnum, heldur á að byggja "highway" gegnum allt útplöntunarsvæðið, og það á að "skera" sem kallað er þannig að það verður helst til lítið eftir af þessari útplöntun. Það sem er sárast við þetta er að það gleymdist að ræða þetta við okkur, ég frétti þetta svona af skotspónum. þau tré sem voru fyrir skurðinum við vatnleiðslurnar voru flutt á nýtt svæði, en sem sagt nú er að renna upp fyrir mer að það er bara smámál miðað við það sem er á teikniborðinu og ekki hefur verið rætt við mig. Reyndar fór verktakinn yfir hluta svæðisins í vetur án þess að ræða við mig og eyðilagði mörg tré, þar á meðal 4ja metra þin og 6 metra greni fyrir utan nokkrar 4 metra seljur og ótal greni og birki sem var þarna og bara sópað burt.
Og nú hef ég sem sagt verið í sorg og sút, og hef ekki á heilli mér tekið, og kvíði hverjum degi sem líður, og veit ekkert hvernig málin þróast. Er hægt að gera svona við fólk, bara strika yfir 30 ára útplöntun?
Ég hef verið að reyna að halda sönsum og reyna að koma mér framúr rúminu á morgnana, reyna að bara lifa og vera til. En það er bara fjandans erfitt skal ég segja ykkur.
Ég ætla mér að reyna að berjast gegn þessu gerræði, því ofan á allt þetta á samt að bola mér burt frá heimili mínu þ.e. yfir veturinn. Ég má sem sagt hafa húsið mitt sem sumarbústað, en þarf að fara burt yfir vetrartímann. Þetta er bara meira en að segja það þegar maður er orðin 69 ára gamall, að fá svona kjaftshögg, þess vegna er ég miður mín.
Ég er ekki að kenna fólkinu hér um, þetta er bara eitthvað sem einhverjum datt í hug sem eitthvað trens til að sýnast vera að gera eitthvað gott til bæjarins í boði Jóhönnu og Steingríms. Og allt án tillits til þess að það er verið að kremja sál sem hefur lagt allt sitt í umhverfið. Málið er að það er mikilvægaqra að verktakar hafi tímabundin verkefni, og þetta er þegar nær allir verktakar hér sem höfðu getu til að takast á við verkefnið eru farnir á hausinn. Þetta bara svíður og er að gera mér afskaplega mikið illt.
Vona að þið fyrirgefið mér að tala svona, en ég er að reyna að halda höfði og lifa þetta af, það er bara svo erfitt.
Ég er þakklát því fólki sem hefur sýnt mér umhyggju og kærleika og vill vera mér gott.
Hluti af þeim, er fólkið sem hingað kemur og verslar blóm hjá mér. Það er búið að hjálpa mér mikið að spjalla og finna ástúðina og umhyggjuna sem þið hafið sýnt mér, og ég hef vissulega þurft á því að halda.
Og til þeirra vil ég líka beina ósk minni. Á morgun fæ ég í heimsókn litlu angana mína frá Austurríki, þau verða hér í viku, þannig að ég vil sinna þeim sem mest sem ég get. En ég vil líka sinna mínum kúnnum, ég er með yndælan strák að aðstoða mig, en hann er líka í Morranum og þarf stundum að sinna honum fram á kvöld. Ég ætla að hafa opið en ef enginn er við, þá er bara að hafa samband við mig því ef ég er ekki upp í sölunni, þá er ég niður í kúlu.
Ég veit að þetta er klikkað, en ég er jú klikkuð kona, þannig að hér með kem ég þessu á framfæri.
Sendi ykkur öllum svo kveðjur og takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bloggfærslur 19. júní 2013
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2024178
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar