Stríðshanska kastað í landsbyggðina..... og hvað svo?

Þá veit maður það, það á á leggja niður Reykjavíkurflugvöll, yfirlýst stefna skipulagsnefndar Reykjavíkur.  Þessu er dengt yfir mann, eins og ekkert sé.  Tímasett nákvæmlega hvenær á að leggja niður lið fyrir lið.  Enginn viðbrögð hafa orðið við þessum tíðindum, og finnst mér það merkilegt.  Eða heldur fólk virkilega að þetta sé bara sona út í loftið?

Ef til vill er þessi árás á landsbyggðinga ákvörðun vegna þess að Hanna Birna er orðin innanríkistáðherra, svo menn ætla að nú sé lag að knésetja þá sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Í fyrsta lagi þá tel ég að það sé ekki í verkahring borgarinnar að leggja af aðalflutningsleið landsbyggðarinnar á höfuðborgarsvæðið.  Það á eftir að samþykkja til dæmis þessa "sölu" á landinu frá ríkinu.  Og ég efa það að Hanna Birna geti ráðið því ein hvort svo verði. 

Í öðru lagi mun þetta smám saman leiða til þess að Reykjavík missir forræði sitt sem höfuðborg.  Ef innanlandsflugið færist til Keflavíkur, mun það kalla á alla þá þjónustu þar sem Reykjavík hefur nú við við landsbyggðarfólk.  Þ.e. flestar þjónustumiðstöðvar stjórnsýslu, heilsugæslu og bráðasjúkrahús.

Þar með hafa þeir sem þurfa á þjónustu að halda í höfuborginni smátt og smátt leita til Keflavíkur í þá þjónstu sem þeir þurfa, sem verður svo til þess að í fyrstunni verða opnuð útibú, og síðan færast aðalstöðvarnar þangað sem flestir þurfa að njóta þeirra, til Keflavíkur.  Svo verður að segjast að þá er hægt að fara beint þaðan til allra átta erlendis, viðkoma í Reykjavík verður óþörf.

Svo er nú það, og hverjir eiga svo að búa í öllum þessum þúsunda íbúða sem byggja á í Vatnsmýrinni?  Hvað eru margar íbúðir núna á lausu í Reykjavík, og hversu margar á mismunandi byggingarstigi?

Síðast en ekki síst, ef Vatnsmýrin verður þurrkuð upp, hvaðan kemur þá vatn í tjörnina?

Það gæti nefnilega farið svo að Reykjavík missti ekki bara túrista og landsbyggðaviðkomu, heldur myndu þeir að öllum líkindum missa tjörnina líka, og sitja uppi með óseldar íbúðir í þúsundatali.

Allavega meðan stjórnvöld eru að senda heilu flugvélarnar burtu af fólki sem vill setjast hér að. 

Eins og ég hef margsagt mér er alveg sama þó flugið fari til Keflavíkur að því skiptu að hún verði höfuðstaður landsins.  Ef öll sú aðstaða sem landsmenn þurfa að sækja í höfuðborgina væri komin til Keflavíkur, þá er enginn spurning um að það er einmitt það sem mun gerast jafnvel þó það sé ekki meiningin. 

 


Bloggfærslur 29. maí 2013

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024179

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband